Þjóðviljinn - 30.07.1983, Síða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. júlí 1983
Svavar Gestsson, formaður Alþýðubandalagsins
Askorun vegna friðargöngu
Úti í heimi sitja hershöfðingjar á löngum
og þreytandi ráðstefnum við að raða skot-
mörkum í forgangsröð. Ástæðan er sú að
með vaxandi hernaðartækni hefur orðið
skortur á skotmörkum. Til þess að bæta úr
þessum tilfinnanlega skorti er reynt að raða í
forgangsröð. Frá þessu var greint í sjónvarps-
þætti nýlega eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Á bak við þessar kaldranalegu umræður er
þó lifandi fólk en ekki dauðar skotskífur. Og
allt umhverfis skotmörkin er stórfelld hætta
búin miljónum manna ekki aðeins þeim sem
nú lifa heldur næstu lífverum einnig. Pað er
talað um að sprengja mannkynið aftur á
steinöld - að rífa niður í einu höggi alla sögu
íslands og meira til. Hershöfðingjarnir sem
ákveða skotmörkin eru að leika sér að því að
ákveða lifandi fólki og framtíð þess - heilum
þjóðum - dómsdag.
Á íslandi situr ríkisstjórn sem er að auka
árásarhættuna á ísland með nýjum hern-
aðarframkvæmdum. Hún færir ísland ofar á
forgangslista skotmarkanna. Hún ætlar einn-
ig að fjölga skotmörkum á ísland ef til hern-
aðar kemur með því að dreifa herstöðvum
um landið. Þannig er á döfinni að koma upp
tveimur nýjum herstöðvum Bandaríkja-
manna á íslandi. Bandaríkjamenn eiga nú
359 herstöðvar um allan heim samkvæmt
upplýsingum í málgagni forsætisráðherra í
vikunni.
Núverandi ríkisstjórn íslands færir landið
ofar á listanum yfir forgangsskotmörkin.
Hún eykur hernaðarframkvæmdir. Æ fleiri
íslendingar verða háðir vinnu fyrir banda-
ríska herinn. Þannig grefur ríkisstjórnin
undan sjálfstæði þjóðarinnar og tiltrú hennar
á sjálfstætt og fullvalda þjóðlíf í þessu landi.
Úm næstu helgi gefst einstakt tækifæri.
Það gefst tækifæri til þess að mótmæla út-
færslu bandaríska hernámsins. Það gefst
tækifæri til þess að krefjast friðar og afvopn-
unar. Það gefst tækifæri til þess að mótmæla
lágkúrunni sem krýpur bandaríska varafor -
setanum sem býður fram flugstöð og höfn
handa íslendingum. Það gefst tækifæri til að
ganga uppréttur.
Þetta tækifæri er friðargangan 6. ágúst.
Vertu samferða. Oft var þörf en nú er brýn
nauðsyn.
ritstjórnargrei n
Þetta er 30%
kjaraskerðing í
130% verðbólgu
- „Undir þeim kringumstæö-
um, sem nú eru, er það neyöar-
úrræði, sem ætti eftir að hefna
sín, að auka byrði heimilanna svo
nokkru nemi. Opinberu fyrir-
tækin verða því að dreifa álögun-
um, sem þau tel ja sig þurfa að fá
yfir lengri tíma, þótt það kosti
einhverja skuldasöfnun í bili.“
Þessi orð stóðu skrifuð í for-
ystugrein stjórnarmálgagnsins
Tímans fimmtudaginn 28. júlí.
Sama dag ákvað ríkisstjórnin
m.a. eftirtaldar verðhækkanir á
opinberri þjónustu:
Þjónustu Pósts og síma hækkar
um 18%
Gjaldskrá Rafmagnsveitna ríkis-
ins um 26,6%
Heildsöluverð á orku frá Lands-
virkjun um 31%
Taxti Hitaveitu Reykjavíkur um
43,9%.
Það er sem sagt ekki tekið mik-
ið mark á stjórnarmálgagninu
Tímanum á stjórnarheimilinu, -
og máske er ekki heldur tekið
mikið mark á ráðherrum Fram-
sóknarflokksins innan veggja
stjórnarráðsins, enda þótt
Steingrímur eigi að heita forsæt-
isráðherra. - Nema það sé nú
stefna Framsóknarflokksins, sem
birtist í þessum gífurlegu hækk-
unum ofan á allt annað?
En það má mikið vera, ef sá
spádómur Þórarins Þórarins-
sonar, að slík stefna eigi eftir að
hefna sín og það grimmilega ræt-
ist ekki, fremur fyrr en síðar.
56% hækkun orkuverðs
á 2 mánuðum
Frá því ríkisstjórn Steingríms
Hermannssonar tók við völdum
þann 26. maí s.l. þá hefur
heildsöluverð á raforku frá
Landsvirkjun til almenningsraf-
vcitnanna í landinu hækkað um
hvorki meira né minna en 56% á
tveimur mánuðum. Samt var það
eitt allra helsta árásarefni Sjálf-
stæðisflokksins og margra Fram-
sóknarmanna á Hjörleif Gutt-
ormsson og Alþýðubandalagið í
kosningahríðinni í vor, að orku-
verðið til almennings væri alltof
hátt. Þeir þóttust ætla að lækka
það!
En hér fór á annan veg. I stað
lækkunar þá hækkaði ríkisstjórn
Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokks raforkuverðið til
almenningsveitnanna um 56% á
fyrstu tveim valdamánuðum sín-
um. - Við lýsum hér eftir þeim
kjósendum þessara flokka, sem
hefðu trúað slíku fyrir kosningar,
þeim kjósendum sem vitandi vits
voru að kjósa yfir sig einmitt
þetta: 56% hækkun á orku-
verðinu á móti 8% krónutölu-
hækkun launa.
En þeir hafa ekki hækkað ork-
uverðið til Alusuisse, þessir
„öðruvísi herramenn", sem álfor-
stjórarnir kalla svo, og nú fara
með völd í íslenska stjórnarráð-
inu. Það er látið duga að pína
íslenskan almenning með vald-
boði til að greiða stórhækkað
orkuverð, - líka þá sem verða að
hita híbýli sín með raforku á ok-
urprís - og allt til þess, að Lands-
virkjun geti haldið áfram að selja
Alusuisse helming allrar orku-
framleiðslunnar fyrir minna en
þriðjung af framleiðslukostnað-
arverði.
Verðbólgumet
Frá 1. febrúar til 1. maí hækk-
aði almennt verðlag á landi hér
um 23%, og var ástæðan ekki síst
sú, að fyrri ríkisstjórn hafði ekki
lengur starfhæfan þingmeirihluta
að baki sér, og gat því ekki tekið á
máium þar sem þáverandi stjórn-
arandstaða neitaði líka öllum
samkomulagsleiðum.
Nú blasir hins vegar sú hrika-
lega staðreynd við, að þótt núver-
andi ríkisstjórn hafi setið að völd-
um á þriðja mánuð og skorið
kaupmátt launa niður um 25-
30% með bráðabirgðalögum, þá
hækkar verðlagið enn um 23% á
Það verður mörgum erfitt að greiða
skattana nú á síðari hluta þessa árs,
eins og fjárhag heimilanna er komið.
þremur mánuðum frá 1. maí til 1.
ágúst. Nú er það ekki þingmeiri-
hlutann sem skortir, heldur er um
að ræða algeran skort á pólitísk-
um vilja til að ráðast gegn verð-
bólgunni með nokkru öðru móti
en þessu einasta eina, að saxa
niður lífskjörin hjá almenningi.
Fullar verðbætur á laun sam-
kvæmt kjarasamningum voru síð-
ast greiddar þann 1. mars s.l. Þar
var um að ræða bætur fyrir
verðlagshækkanir á tímabilinu
frá 1. nóv. 1982 til 1. febrúar
1983. Það sem nú liggur fyrir er,
að frá 1. febrúar í vetur og nú til
Kjartan
Olafsson
skrifar
Rafmagnið hefur hækkað sjöfalt meir
en kaupið.
Almennt verðlag hefur hækkað yfir
50% á hálfu ári, - en kaupið um 8%.
Það er 30% kjaraskerðing.
júlíloka þá hefur framfærslu-
kostnaðurinn hækkað á 6 mánuð-
um um 50%, samkvæmt opinber-
um mælingum. Þær verðbætur
sem launafólk hcfur fengið á móti
öllum þessum hækkunum nema
hins vegar aðeins 8% frá 1. júní
samkvæmt tilskipun ríkisstjórn-
arinnar. Svona hrikalegt cr dæm-
ið. Og svo eiga loks að koma lítil
4% ofan á kaupið þann 1. okt. í
haust, sem vafalaust munu ekki
duga til að bæta upp þær verð-
hækkanir, scm enn eru framund-
an. Þannig halda kjörin cnn
áfram að skerðast. Og allir kjar-
asamningar eða frekari verðbóta-
greiðslur bannaðar með lögum til
1. febrúar á næsta ári. Þetta er
30% kjaraskerðing í 130% verð-
bolgu.
Þegar fáir
geta lengur keypt
En þeir tala digurbarkalega um
30% verðbólgu á næsta ári tals-
menn ríkisstjórnarinnar. Við
skulum sjá hvað setur. Verðbólg-
uhraðinn er nú meiri en nokkru
sinni fyrr, og samsvarar 130% á
ári, þótt ríkisstjórn Framsóknar
og Sjálfstæðisflokksins hafi setið
hér við völd á þriðja mánuð, - en
varla væri það þakkarvert, þótt
eitthvað drægi að lokum úr
verðlagshækkunum, þegar
kaupmáttur launa hefur fallið um
30%.
Það hefur alltaf legið fyrir að
hægt væri að lokum að takmarka
verðbólgu með því að skerða lífs-
kjör almennings um þriðjung eða
helming. Það þýðir nefnilega
ekki að halda áfram verðhækk-
unum, þegar fólk hefur ekki
lengur neitt til að kaupa fyrir.
Um hitt hefur verið deilt, hvort
þetta væri sanngjörn og réttlát
leið í glímunni við verðbólguna,
að láta launafólkið eitt bera
byrðarnar. Þeirri skoðun hefur
Alþýðubandalagið harðlega mót-
mælt bæði fyrr og síðar, hvort
sem það hefur verið í stjórn eða
stjórnarandstöðu, og bent í stað-
inn á aðrar leiðir.
Með hverju á
að borga skattana?
Og nú hafa menn fengið skatt-
seðlana sína í hendur. Talsmenn
Sjálfstæðisflokksins boðuðu
mikla skattalækkun hjá almenn-
ingi, ef þeir fengju völdin í sínar
hendur. Sú almenna skattalækk-
un virðist hins vegar láta á sér
standa. Og ekki njóta hinir lægst
launuðu, sem fengið hafa yfir sig
30% kjaraskerðingu mikils góðs
af afnámi sérstaks skatts á ferð-
amannagjaldeyri. Þeir ferðast
ekki langt fyrir þau laun, sem
ríkisstjórninni hefur þóknast að
skammta. Þeir munu heldur ekki
njóta góðs af skattfrelsi arðs af
hlutabréfaeign, sem fjármálaráð-
herrann hefur boðað, né heldur
af afnámi sérstaks skatts á
verslunar- og skrifstofuhúsnæði.
En stefna fjármálaráðherrans í
þessum efnum öllum sýnir skýrt
hverra hag hann ber helst fyrir
brjósti.
Af samanburði á skattskrám
þessa árs og hins næsta á undan,
þá er ljóst að heildarskatt-
greiðslur eintaklinga í Reykjavík
hækka á þessu ári um rúm 60%,
og er þá átt við álögð gjöld.
Til samanburðar er vert að
hafa í huga, að samkvæmt spá
Þjóðhagsstofnunar frá því í jún-
ímánuði s.l., þá er gert ráð fyrir,
að atvinnutekjur fólks muni
hækka um 54% í krónutölu á
r:ssu ári, eða um 52,5% á mann.
þessari spá um þróun atvinnu-
tekna er reyndar gert ráð fyrir að
atvinnutekjur muni hækka um
4% umfram hækkun kauptaxta
milli ára, en fyrir því eru nú vart
sjáanleg rök sem hægt sé að taka
gild. Flest bendir því til þess, að
beinir skattar verði síst lægra
hlutfall af atvinnutekjum al-
menns launafólks nú í ár heldur
en var í fyrra, og það þótt ríkis-
stjórnin hafi slett í menn 1400,-
króna hækkun persónuafsláttar
frá tekjuskatti, sem hundsbætur
fyrir allt hitt.
Og þegar svo hefur verið
þrengt að lífskjörum almennings,
sem nú er orðið, þá þarf ekki að
efa að mörgum mun reynast erfitt
að standa undir sköttunum og
öðrum óhjákvæmilegum greiðsl-
um á þeim mánuðum, sem eftir
eru af árinu.
k.