Þjóðviljinn - 30.07.1983, Blaðsíða 9
Helgin 30.-31. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9
Slæmt ástand sjávar og svifs
fyrir Norður- og Austurlandi
Dagana 11. og 12. júlí 1983
var á Hafrannsóknarstofnun-
inni haldinn fundur sóvéskra og
íslenskra haf- og fískifræðinga
um ástand sjávar, þörunga, átu
og kolmunna í hafínu milli Nor-
egs og íslands í vor og sumar.
eftir að sjá hvort sjó- og seiðarann-
sóknir í ágúst breyti þar nokkru
um.
Fundinn sátu 5 Sovétmenn, og
Svend-Aage Malmberg, sem
stjórnaði fundi, Ingvar Hallgríms-
son, Sveinn Sveinbjörnssson,
Héðinn Valdimarsson og Erlendur
Jónsson, sem er ritstjóri skýrslu-
gerðar um niðurstöður fundarins
fyrir fund Alþjóðahafrannsókna-
ráðsins í Gautaborg í október n.k.
Rannsóknarskipið Bjarni Sæmundsson
Sovétmenn höfðu kannað hafið
allt norðan frá Barentshafi og ’
suður með Noregi að Sheltlands-
eyjum og Færeyjum og vestur að
íslandi í svonefndum vorleiðangri
og einnig milli íslands og Færeyja í
kolmunnaleiðangri.
Niðurstöður rannsóknanna voru
þær helstar, að auk þess sem áður
hefur verið tilkynnt um slæmt
ástand sjávar og svifs fyrir Norður
og Austurlandi í vor, þá nær kaldur
Austur-íslandsstraumur mun
lengra og austur og suður í haf í átt
til Færeyja og Noregs en að venju.
Áhrif þessa ástands í Austur-
íslandsstraumi á kolmunnagöngur
í sumar eru því taldar þær að göng-
urnar verði fyrir austan Færeyjar
og í norskri efnahagslögsögu að
mestu leyti.
Upplýsingar sovétmanna um
veiðarnar hingað til í sumar og
rannsóknir bæði Sovétmanna og
íslendinga benda til þess. Mæl-
ingar Sovétmanna sýndu á hinn
boginn hlutfallslega mikil áhrif
hlýsjávar við Norður-Noreg og í
Barentshafi sem getur lofað góðu
bæði fyrir útbreiðslu og afkomu
loðnu og þorsks á þeim slóðum.
Sambærilegar slóðir við ísland
fyrir norðan og austan land lofa
hins vegar ekki góðu um afkomu
nytjafiska okkar á uppvaxtar- og
ætisslóðum (kaldur sjór og ætis-
snauður) ef að líkum lætur. Er þá
Mengun
veldur
vaxandi
fiskidauða
í vötnum
„Súr rigning“ frá iðnaðar-
svæðum Evrópu og annar efnaúr-
gangur valda nú vaxandi fiski- i
dauða í ám og vötnum í Skandina-
víu, segja þeir í Sambandi nor-
rænna stangveiðifélaga, en það hélt
ársfund sinn í Ulstrup í Danmörku í
sl. mánuði.
Fundurinn sátu af íslands hálfu
þeir Gylfi Pálsson, skólastjóri og
Karl Ómar Jónsson, verkfræðing-
ur. Mættir voru veiðimálastjórar
allra Norðurlandanna nema ís-
lands. Fluttu þeir erindi um veiði-
löggjöf landa sinna, framkvæmd
þeirra og þær hættur sem steðjuðu
að ferskvatnsfiski og sem m.a.
j stafa af því, sem drepið var á í upp-
[hafi þessa máls. Laxveiðar í sjó
valda einnig áhyggjum og var þeim
harðlega andmælt.
íslensku fulltrúarnir fluttu tvö
erindi. Sögðu þeir m.a. frá könn-
un, sem gerð var með fulltingi fé -
lagsvísindadeildar Háskólans á
tómstundaiðju íslendinga, en hún
leiddi í ljós að tæpar 50 þús. lands-
manna segjast stunda stangaveiði
fleiri en tvo daga árlega.
íslendingarnir lögðu til að Nor-
ræna sambandið stæði að gerð
kvikmyndar um laxveiði í N- Atl-
antshafi og Eystrasalti. Var sam-
þykkt að fá Jón Hermannsson, j
kvikmyndagerðarmann til að gera
handrit og semja kostnaðaráætlun
en síðan yrði leitað til
Norðurlandaráðs um fjárstyrk til j
kvikmyndagerðarinnar.
Bækistöðvar Sambandsins eru í
Vejle í Danmörku. Formaður þess j
næstu 3 ár er norðmaðurinn Harald |
Rödland. Formaður Landssam-
bands stangveiðifélaga á íslandi er
Birgir J. Jóhannsson, tannlæknir. ;
- mhg
SHELL- þjónusta
umaltlandl
Starfsfólk Skeljungs óskar öllum landsmönnum góðrar og
ánægjulegrar verslunarmannahelgar.
Við minnum á að Shell-stöðvarnar verða til þjónustu alla
helgina um allt land.
Auk bensíns og olíu höfum við á boðstólum fjölbreytt
úrval af ferða- og bifreiðavörum
og ýmislegt fleira.
Lítið inn á næstu Shell-stöð.
Góða ferð.
Skeljungur h.f
Fjölmargt fleira en bensín!