Þjóðviljinn - 30.07.1983, Page 10

Þjóðviljinn - 30.07.1983, Page 10
-10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN | Helgin 30.-31. júlí 1983 G. Margrét Óskarsdóttir: Alþýðubandalagið á Vestfjörðum Hin árlega sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum var farin helgina 8.-10.júlísl. og var cið þessu sinni farið í Horn- vík. Um 130 manns tóku þátt í ferðinni. Héráeftirferfrásögn G. MargrétarÓskarsdótturá ís- afirði sem ekki lét sig vanta í ferðina, fremur en fjöldi ann- arra Alþýðubandalagsfélaga sem ár eftir ár hafa hist í þess- 'um ferðum og telja þær ómiss- andi á hverju sumri. Margrét skipulagði og stjórnaði kvöld- vökunni sem haldin var í Horn- vík, þó hún láti þess ógetið í frásögninni. En gefum Margréti orðið: „Blessuð og sæl, þökk fyrir sam- veruna, hittumst heil að ári.“ j „Sömuleiðis og góða heimferð og heimkomu.“ Heiða litla 2ja ára, Eiríkur um áttrætt og allir hinir, , Rekavík bak Höfn heitir þessi vík og virðist bera nafn með réttu. Rétt vestan við hana er Hælavíkurbjarg og á myndinni sést inn á Hornvík þar sem HornbjargiðgnæfiryfirogKálfatindar, lægsturþeirraer Jörundursem stendur einn sér og örfáir menn hafa klifið en sextánmenningarnir klifu hæsta tindinn. Ljósm. Jón Baldvin Hannesson. Sumarferð í Hornvík þrýstu hendur og kysstust í faðmi fjalla blárra á ísafjarðarhöfn sunn- udagskvöldið 10. júlí sl. Menn tíndu föggur sínar úr Fagranesinu í bílana sem fluttu þá endanlega heim. Peir sem lengst þurftu að fara áttu fyrir höndum allt að sjö tíma akstur, sumir þreyttir, aðrir duggunarlítið sjóveikir en allir sér- ■ lega ánægðir með enn eina vel- heppnaða sumarferð Alþýðu- bandalagsins á Vestfjörðum. Siglt fyrir fíit Laust fyrir klukkan þrjú, föstu- daginn 8. júlí, sigldi Fagranesið út Skutulsfjörðinn í sól og sunnan- þey. Einhverjir höfðu orð á því að Ííklega gæfi yfir skipið við Rit. Hjalti skipstjóri ráðlagði mönnum að einbeita sér að einhverju skemmtilegu, þá myndi öll sjóveiki hverfa. Nokkrir höfðu ráð kap- teinsins að engu og máttu því borga Ægi konungi sinn toll af hádegis- matnum. Einn fróðasti og skemmtilegasti fararstjóri allra tíma, Kjartan Ólafsson, hlýddi hins vegar ráðum Hjalta og hélt uppi stöðugum fróðleik alla leiðina. Nefndi hann öll kennileiti og sagði sögur af því mannfólki sem bjó við Djúp og Strandir allt frá dögum Atla þræls og Þuríðar i formanns fram á okkar daga. Naut hann dyggilegrar aðstoðar gagn- kunnugra manna og skal þar fyrstt- an nefna Eirík Guðjónsson sem á , fyrri hluta ævinnar átti heima á ýmsum stöðum í Grunnavíkur- og Sléttuhreppi. Þeir Hallgrímuri Guðfinnsson og Tryggvi Guð- i mundsson sem báðir eru ættaðir af i Hornströndum og næsta nágrenni j i þeirra, lágu ekki heldur á liði sínu í | þeim efnum. Hornvík milli tveggja bjarga Segir ekki af ferðum okkar fyrr en siglt er inn á Hornvíkina og varð þá einhverjum að orði það sem Hallvarður Hallsson segir í ljóða- bréfi 1744: Leit ég síðan Hornbee, Höfn og háa sanda j en á svig til hœgri handar Hœlavíkurbjargið standa. Eiríkur Guðjónsson sem er 75 ára, lét sig ekki muna um að klífa Kálfa- tinda. Eiríkur er alinn upp sitt hvoru megin við Geirólfsgnúp, í Þaraláturs- firði í Grunnavíkurhreppi og Skjaldabjarnarvík sem er nyrsti bær í Árnes- hreppi, síðan bjó hann um sinn á Búðum í Hlöðuvík og eitt ár í Höfn í Hornvík, þar sem tjaldað var. Fyrir um 40 árum flutti Eiríkur til fsafjarðar og hefur stundað þar fulla vinnu í frystihúsinu, allt fram á þennan dag. Eiríkur stendur þarna á merkum stað, þarna eru rústir af saltfiskhúsi fyrir neðan bæinn á Horni en í því húsi var Eiríkur viðstaddur framboðsfund árið 1934 þar sem Vilmundur Jónsson og Jón Auðunn Jónsson áttust við. Líklegt þykir að það sé eini framboðsfundurinn sem haldinn hefur verið á Horni. Ljósm. JBH. Greiðlega gekk að flytja fólk og farangur í land og fljótlega reis hin myndarlegasta tjaldborg. Enn voru tveir tímar til miðnætt- is og var því kyntur varðeldur sem ungir og aldnir dönsuðu kringum. Einnig var sungið og sagðar sögur. Ekki færri en fjórir undirleikarar leiddu sönginn, skiptust á að spila á gítarinn hans Þorvaldar Arnar. Gengið á Bjargið Sólin vakti tjaldbúa á laugar- dagsmorguninn. Eftir matseld og át fóru menn að tygja sig í skoðun- arferðir en í Hornvík og næsta ná- grenni er eitthvað fyrir alla. Um fimmtíu manns lögðu land undir fót og gengu yfir Hafnarós og upp á Hornbjarg. Við Harðviðris- gjá skiptist hópurinn í þrjá hluta, þeir vöskustu, sextán talsins, gengu á Kálfatinda undir leiðsögn Tryggva Guðmundssonar, lög- fræðings á ísafirði sem er einna kunnugastur Bjarginu, yngri manna, núlifandi. Af Kálfatindum var gengið niður að bænum á Horni. Annar hluti hópsins gekk um Almenningsskarð niður að vit- anum í Látravík og síðan til baka um Kýrskarð. Þriðji hópurinn fór sér ögn hægar, fór ekki niður að vita en um Hestskarð til baka niður í Hornvík. Veður var hið ákjósan- legasta allan daginn og tók gangan um níu tíma. Þeir sem kusu styttri göngur röltu frameftir og fóru í bað, sumir kíktu á sandana eða fóru í fjöruferð og fótlúnir og barnmargir söfnuð- ust saman við eitt tjaldið og kveiktu langeld og útbjuggu herra- manns málsverði. Fullkomin fegurð Undirrituð tölti ásamt tjaldfé- lögum langleiðina út í Rekavík bak Höfn og mun sú ganga geymast í því safni hugans sem varðveitir feg- urstu myndir minninganna. Spegil- sléttur sjórinn, sól í heiði, fuglinn í ( stórfenglegu bjarginu, sæbarnir og sólþurrkaðir rekaviðardrumbar, svalandi skarfakálið, blámi himins- ins og handan við Víkina, Horn- bjargið þar sem Kálfatindar rísa hæst. Ekki er minnst um vert að fá að njóta þessa alls með vinum. Söngur, reiptog og Ijóðalestur Eftir kvöldverð söfnuðust allir saman í gróinni brekku og upp- hófst nú kvöldvaka, ekki síðri en vani er að viðhafa í sumarferðun- um. Þar las Kjartan Ólafsson úr ferðbók Þorvaldar Thoroddsen um jarðarfararerfiðleika Sléttuhrepps- búa áður fyrr og ýmsan annan fróð- leik. Þuríður Pétursdóttir frá ísa- firði las m.a. Sagnir af Hornströnd- um og lýsti bjarndýrsdrápi ofl. og Hanna María Karlsdóttir frá Kefla- vík flutti kvæði Sigmundar Guðna- sonar úr Hælavík „Á siglingu með Hornströndum" en þar segir m.a. Nú liggja gömlu bœndabýlin bleik og vafin hvítri sinu. Sú Ijúfa þrá sem lífið elur, leitar heim að upphafinu. Um það bil sem þessar línur voru fluttar, lentu sonur Sigmundar heitins, Trausti og dóttursonur hans, Tryggvi Guðmundsson í fjör- unni. Varð Trausta að orði er hann leit upp í hlíðina að aldrei myndi svo fríður og fjölmennur hópur hafa verið í Hornvíkinni. Ekki mátti slá að fólkinu og var því farið í reiptog með þær kempur Hallgrím Axelsson frá ísafirði og Davíð Kristjánsson frá Þingeyri fremsta í flokki. Sigraði sveit Dav- íðs í tvígang þó Guðmundur Ketill, Bolvíkingur úr Reykjafirði norðan Geirólfsgnúps, marg vefði reipinu bæði utan um sig og rekaviðar- drumb mikinn. Aftur var skipt í hópa og nú í fótbolta. Fór Þuríður formaður fyrir kvennasveit en Kjartan Ólafsson stóð í marki hjá körlum og öðrum ómögum. Var leikurinn lengi tvísýnn því fjöl- menni var í báðum liðum og völlur- inn ekki að keppnisvallarlengd. Hreyfðist boltinn því lítið frá miðju en þó fór svo um síðir að karlar unnu verðskuldað 3 mörk gegn 1. Var það mál manna að markverðir hefðu staðið i>ig með ólíkindum þó Kjartani tækist ekki að verja hörku-vítaskot frá Ragnheiði Gunnarsdóttur.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.