Þjóðviljinn - 30.07.1983, Page 17
útisamkomur
Atlavík '83
Stuðmenn og Grýlur ásamt Flosa Ólafs-
syni. Hliómsveitakeppni og fl. Gestlr
hvattir til að skemmta sér án áfengis en
varist gráa fiðringinn!
Galtalækur
Bindindismótið að venju. Dansbandið.
Tívolí fyrir börnin, Laddi og Jörundur og
fleiri. Þangað fara þorstaheftir!
Þjóðhátíð i Eyjum
Einsi kaldi á staðnum ásamt Hallbirni
kántrí og Galdraköllum. Sprangað í
björgum og setið við varðeld.
Gaukurinn '83
Þar verður stokkiö á stöng að gamalli
hefð. Deild 1, Kikk, Kaktus og Lótus leika
við hvern sinn fingur og Svart og sykur-
laust verður með uppákomur.
Borgarfjarðargleði
Sannkölluð Upplyfting tyrir alla. Böll að
Brún og I Brautartungu. Tjaldstæði og
samkoma i Húsafelli.
Jöklagleði
Arnarstapi er staðurinn á Snæfellsnesi
og Start hljómsveitin. Ball í Dalabúð með
áhöfninni á Halastjörnunni. Það er harka
í gömlu mönnunum!
Laugahátíð
Þingeyingar sletta úr klaufunum á
Laugum og berja Egó og Bubbi Mort-
hens taktinn. Á sunnudag kemur
Sumargleðin syngjandi og þá ætti að
hýrna yfir margri þingeyskri snót!
ANGLO-CONTINENTAL EOUCATIONAL GROUP
ENSKUNAM
í ENGLANDI
Vikulega - næst 24. júlí.
Lágmarksdvöl 3 vikur.
20 - 26 - 32 tímar á viku
fyrir fólk á öllum aldri.
Sérherbergi á einka-
heimilum - fæöi innifalið.
Verð frá 25.000 kr.
Örfá sæti laus.
Bæklingar sendir.
FERÐASKRIFSTOFA
KJARTANS
Gnoðarvogur 44
sími 91-86255
A
Starfsmaður
óskast
til að hafa umsjón með starfsemi félags-
miðstöðvar fyrir unglinga sem fyrirhugað er
að opnuð verði í Kópavogi seinni hluta ágúst-
mánaðar. llmsóknareyðublöð liggja fyrir á
Félagsmálastofnun Kópavogs Digranesvegi
12. Umsóknarfrestur er til 8. ágúst. Nánari
upplýsingar veita félagsmálastjóri og tóm-
stundafulltrúi í síma 41570.
Tómstundaráð.
Innflutningur bifreiða
Minnkar um
meira en helming
Samkvæmt upplýsingum Hag-
stofunnar hefur veruieg minnkun
orðið á innflutningi á bifreiðum á
fyrra helmingi yfírstandandi árs
miðað við sama tíma í fyrra. Þá
voru alls 6.883 bifreiðar tollaf-
greiddar en 3.336. nú. Flokkast
þær þannig eftir tegundum:
Nýjar fólksbifreiðar 2.708, not-
aðar 153 eða 2.861 bifreið alls.
Nýjar sendibifreiðar 171, not-
aðar 16, alls 188.
Nýjar vörubifreiðar 209, not-
aðar 39, alls 248.
Annars konar bifreiðar nýjar
(björgunarbifreiðar, sjúkrabifreið-
ar, snjóbifreiðar, dráttarbifreiðar
o.fl. 17, notaðar 231 eða 248 alls.
^ - mhg
Aukinn út-
flutningur
á hrossum
Útflutningur á hrossum hefur nú
aftur aukist að talsverðum mun.
Að sögn Birnu Baldursdóttur hjá
Búvörudeild SÍS hefur 131 hross
verið flutt út á þessu ári en fyrstu 7
mánuði sl. árs voru þau aðeins 64.
Flest hafa hrossin farið til Nor-
egs en einnig til Svíþjóðar, Dan-
merkur, Vestur-Þýskalands,
Austurríkis, Sviss, Frakklands og
Belgíu. Af þessum hrossum eru 6
stóðhestar. Nú í ágúst fara svo 5
hestar til Bandaríkjanna og verða
þeir sendir sjóleiðis, en farið er nú íj
vaxandi mæli að flytja hrossin með'
skipum í stað flugvéla.
- mhg
Ástand
vega um
helgina
Að undanförnu hefur verið lagt
kapp á að hefía og lagfæra þjóðveg-
ina fyrir þennan mesta umferðar-
tíma ársins og því eru þeir með
besta móti. Um fjallvegina er þetta
að segja.
Uxahryggir og Kaldidalur: Færir
öllum bílum.
Steinadalsheiði: Jeppafær og
fólksbílafær sé ekið með gát.
Tröllatunguheiði: Fær öllum
bílum.
Steingrímsfjarðarhciði: Mjög
blaut og talin ófær.
Þverárfjall, milli Húnavatns-
sýslu og Skagafjarðar: Fært öllum
bílum.
Kjalvegur: Fær jeppum og stærri
bílum.
Sprengisandur, milli Sigöldu og
Bárðardals: Fær jeppum og stærri
bílum.
Skagafjarðarleið: Fær jeppum
og stærri bílum.
Eyjafjarðarleið: Ófær.
Vegur milli Laugafells og Kiða-
gils: Ofær.
Vegur í Herðubreiðarlindir og
Öskju: Fær jeppum og stærri
bílum.
Gæsavatnaleið: Talin ófær.
Vegur í Kverkfjöll: Fær jeppum
og stærri bílum.
Vegur úr Fljótsdal að Snæfelli:
Fær öllum bílum.
Hellisheiði eystri: Talin jepp-
afær.
Vegur milli Borgarfjarðar eystri
og Loðmundarfjarðar: Jeppafær.
Mjóafjarðarvegur: Jeppafær.
Vegur um Öxi: Jeppafær.
Lakavegur: Jeppafær.
Fjallabaksleið nyrðri: Fær fólks-
bílum í Landmannalaugar að vest-
an og í Eldgjá að austan. Annars
fær jeppum og stærri bílum.
Fjallabaksleið syðri: Jeppafær.
Vegur úr Fljótshlíð í Hvanngil:
Jeppafær.
Vegur að Hrafntinnuskeri:
Ófær.
Nýlega er komið út þriðja heftið
af Tímariti Máls og menningar á
þessu ári. Þar er haldið upp á aldar-
afmæli tékkneska rithöfundarins
Franz Kafka og birtar fimm smá-,
sögur eftir hann í þýðingu Ástráðs
Eysteinssonar og Eysteins Þor-
valdssonar. Sögunum fylgir grein
eftir Ástráð um þennan sérkenni-
lega og mikilvæga höfund í bók-
menntasögu þessarar aldar.
Land-
búnaðar-
ráðherra
ræður
aðstoðar
I þessu hefti birtist líka grein um
söguna af henni Rauðhettu litlu
eins og hún hefur varðveist í munn-
legri geymd í heimalandi sínu,
Frakklandi, eftir franska mann-
fræðinginn Yvonne Verdier. Guð-
rún Bjartmarsdóttir þýddi. Guð-
bergur Bergsson skrifar um þjóðar-
einkenni í myndlist, og Keld J»rg-
ensen á grein sem hann nefnir
Tákneðlisfræði og bókmenntir, um
nýstárlegar leiðir í könnun bók-
mennta sem á erlendum málum eru
kenndar við semiotik. Ádrepa er
eftir Gunnar Karlsson á greinar um
Karl Marx í síðasta hefti.
Að venju eru ljóð í heftinu, að
þessu sinni eftir Vilborgu Dag-
bjartsdóttur, ísak Harðarson,
Lindu Vilhjálmsdóttur, Walt Whit-
man og Leandro Urbina, hinir tveir
síðastnefndu í þýðingum Sigurðar
A. Magnússonar og Vésteins
Lúðvíkssonar.
mann
Jón Helgason landbúnaðarráð-
herra hefur nú ráðið sér
aðstoðarmann. Er það Bjarni Guð-
mundsson, kennari við Bænda-
skólann á Hvanneyri.
Bjarni stundaði á sínum tíma
búnaðarnám á Hvanneyri. Þaðan
hvarf hann til framhaldsnáms við
landbúnaðarháskólann í Ási í Nor-
egi og varð doktor þaðan 1971.
Bjarni Guðmundsson
Réðist síðan til kennslustarfa á
Hvanneyri 1973 og hefur stundað
kennslu þar til þessa. Munu aðal-
kennslugreinar Bjarna hafa verið
bútækni og fóðuröflun.
Við óskum Bjarna til hamingju
með væntanleg störf hans í ráðu-
neytinu. _ mhg
„Mikill áhugi á
rækju hér eystra”
„Við erum mjög ánægðir með
árangurinn, en það er verst að
þurfa að sigla alla leið á Kópasker
til að landa rækjunni. Það er óhætt
að segja að það er mikill áhugi á
rækjuveiðum hér og margir íhuga
þær fyrir næsta sumar", sagði Frið-
rik Rósmundsson, skipstjóri á Vot-
aberginu frá Eskifirði, sem undan-
farið hefur verið á rækju á miðun-
um útaf Reyðarfjarðardjúpi og á
Héraðsflóadjúpi. Er þetta í fyrsta
sinn sem bátur fer á þessar slóðir til
rækjuveiða, en undanfarið hafa
rannsóknarskip verið að kanna
rækjuveiðina þarna og hafa niður-
stöður verið mjög jákvæðar.
„Við verðum áð landa rækjunni
á Kópaskeri, því hér er enginn með
vélar til að vinna. Rækjan er svo
seld úr landi. Hér á Eskifirði eru
menn mikið að velta fyrir sér
möguleikum á að vinna rækjuna
hér en best væri þó að sjóða hana
um borð,“ sagði Friðrik.
Votabergið fer nú í slipp í
nokkra daga, en síðan sagði Friðrik
að haldið yrði aftur á miðin. Rækj-
an sem þeir hafa veitt hefur verið
stór og góð, allt að 106 stykki í kílói
og veiddust 10 tonn fyrstu fimm
dagana.
„Þetta er í fyrsta skipti í sögunni ■
sem við hér reynum við rækjuna og
ég hef trú á að loðnuskipin, sem
menn eru nú í hálfgerðum vand-
ræðum með eigi eftir að snúa sér að
rækjuveiðum“, sagði Friðrik.
þs
Helgin 30.-31. júll 1983 'ÞJÓÐVlLJlNN - SÍÐ4 17
TMM minnist
Franz Kafka
tækniskóli
fi
íslands
Byggingadeild
Þarf að ráða mann í tímabundið starf við
námskeið í landmælingum. Um er að ræða 1/2
dags vinnu í 2-3 vikur í ágústmánuði.
Upplýsingar veitir Guðbrandur Steinþórsson
deildarstjóri byggingadeildar í síma 84933 kl.
10-12 í dag laugardaginn 30. júlí.