Þjóðviljinn - 30.07.1983, Page 18
18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. júlí 1983
„Ef einhver heldur að ég sé
hræddur þá er eitthvað að”
dægurmál (sígiid?)
Áöur en við lögðum af stað
leituðum við eftir stuðningi hjá
MFA (Menningar og fræðslu-
sambandi alþýðu). Því eins og þú
veist er yfirleitt allt dýrt í kringum
svona ferðalög. Hvað um það
þessari beiðni okkar var hafnað á
þeirri forsendu að við værum of
gagnrýnin í garð verkalýðs-
hreyfingarinnar. Málið var að
sögusvið kabarettsins, Klaka-
fjörður, þótti líkjast einu ágætu
sjávarplássi um of. Það mátti
nefnilega ekki vitnast að verka-
lýðsforinginn í þessu plássi var
líka einn helsti búðareigandi
staðarins.Nú þegar í harðbakka
sló lét hann hagsmuni þeirra sem
hann átti að gæta sigla sinn sjó og
hugsaði um það eitt að verða ekki
fyrir áfalli sjálfur. Þetta mátti
ekki spyrjast og því fór sem fór.
Blm: Kom þessi afstaða MFA
ykkur á óvart?
Tolli: Nei, verkalýðsforystan
gerði allt sem í hennar valdi stóð
til að brjóta baráttusamtök far-
andverkafólks á bak aftur.
Við fengum í gegn lög um úr-
bætur á hýbýlum farandverkaf-
ólks. í lögunum var gert ráð fyrir
því að húsnæði farandverkafólks
yrðu mannabústaðir. Atvinnu-
rekendur fengu aðlögunartíma
en hann er nú að renna út og mér
vitandi hefur ekkert verið að-
hafst. Og meðan verkalýðshreyf-
ingin þrýstir ekki á um aðgerðir
verða engar úrbætur gerðar.
Þetta er allt á sömu bókina
lært. Ekkert gert. Fyrir suma er
nóg að hafa lög sem eru ekki ann-
að en orðin tóm. Herlög ríkis-
stjórnarinnar um bann við verk-
föllum og lögin um kaupránið
hefðu í flestum löndum, þar sem
lýðræðishefðin er gömul, orsak-
að borgarastyrjöld. Hér sitja allir
með hendur á pung og glápa út í
loftið. Forystumenn verkalýðs-
hreyfingarinnar eru hreinir og
klárir aumingjar og láta bjóða sér
hvað sem er.
Drengirnir
frá Chicago
Blm: Hefurður trú á því að
þessi plata, Boys from Chicago,
komi til með að hafa einhver
áhrif?
Tolli: Ekki ein og sér en hún
getur átt þátt í því að breyta skoð-
unum einhverra. Vonandi sem
flestra. Margt smátt gerir eitt
Viðtal við
Tolla Kristins um
nýja plötu,
Strákana frá
Chicaco
stórt. Menn mega ekki líta á ein-
stök tré heldur horfa á allan
skóginn.
Platan er innleg í baráttu
líðandi stundar. Hún er fulltrúi
minna viðhorfa og reynslu sem er
sameiginleg reynslu fjölda ann-
arra.
Einstaklingurinn getur haft á-
hrif ef hann vill. Við getum ekki
sífellt verið að varpa ábyrgðinni
yfir á aðra og allra síst á tímum
eins og þeim sem við lifum á í
dag. Ef einstaklingurinn vill hafa
áhrif þá getur hann það. Menn
mega ekki vanmeta mátt sjálfs sín
og allra síst í dag þar sem við
erum að falla á tíma. Við verðum
öll að láta heyra í okkur áður en
Albert Guð: Ef einhver er
hræddur....
Ég var búinn að mæla mér
mót við Þorlák Kristinsson,
eða Tolla í einu húsi hér í bæ
kl. hálf ellefu að kvöldi til þann
25. síðastliðinn. Ekki var
stundvísin alveg upp á það
besta í þetta sinn hjá honum
því hann mætti ekki fyrr en um
ellefu. Þegar hann lét loks sjá
sig afsakaði hann sig með
nokkrum vel völdum orðum.
Þegar við erum búnir að koma
okkur fyrir þá rétti hann mér
textablaðið að plötu sinni. Það
fyrsta sem ég rak augun í var
„Klakafjarðarblús" og „Kyrriátt
kvöld við fjörðinn". Ég spyr
Tolla að því hvort þessi lög hafi
ekki verið hluti af stærri heild.
Tolli: Við fórum af stað með ka-
barett hér um árið sem nefndist
Klakafjarðarblús. Þetta var fá-
mennur hópur sem stóð að þessu
og ferðuðumst við á nokkra staði
og sýndum kabarettinn fyrir hálf-
tómum og tómum húsum. Ikarus og Megas. Frá vinstri: Kommi, Megas, Beggi, Tolli og Bragi
Tolli: Platan er innlegg í baráttu líðandi stundar
„projektinu“. Það getur allt
gerst.
Blm: Er þessi hátíð eitthvert
framhald af rokk gegn her?
Tolli: Já það má segja að þetta
sé ósköp eðlilegt framhald af því.
Blm: Reynist þér ekkert erfitt
að semja texta?
Tolli: Ekki get ég sagt það, nóg
er að hafa smá rythma og örlítið
af myndrænni hugsun.
Blm: Áttu einhvern uppá-
haldstexta á plötunni?
Tolli: Þessu er nú erfitt að
svara, ég get bent á texta sem er
sæmilega settur saman en svo er
dýpri tilfinning í öðrum og þeir
eru mér kærari. Nei, ég get ekki
svarað þessu.
Blm: Hvers vegna er platan tví-
skipt, annars vegar rafmögnuð
lög og hins vegar órafmögnuð?
Tolli: Upphaflega átti platan
að vera órafmögnuð, aðeins
söngur og kassagítar. Það átti
fyrst og fremst að reyna að koma
þeirra sannfæringu til skila sem
að baki liggur. Því ég er hvorki
góður gítarleikari eða söngvari.
Við fórum síðan að bæta inn á
upptökurnar hljóðfærum og það
var eins og þá opnaðist nýr
heimur. Það myndaðist mjög góð
stemming hjá strákum sem ég
fékk til aðstoðar og það var ansi
hraustlega gert hjá þeim að semja
þessi lög á svo stuttum tíma því
þeir höfðu aldrei leikið saman
áður.
Blm: Á textablaðinu og á plöt-
unni nafngreinir þú og syngur um
ýmsa landskunna menn. Ertu
ekki smeykur um að það kunni að
draga einhvern dilk á eftir sér?
Nú glotti Tolli ógurlega. Best
að nota sömu orð og „snillingur-
inn“ hann Albert Guð. „Ef ein-
hver heldur að ég sé hræddur þá
er eitthvað að“.
kjarnorkusprengjunum rignir
yfir okkur.
Blm: Hefur það aldrei hvarflað
að þér að fara að starfa heill og
óskiptur að verkalýðsmálum?
Tolli: Gerast atvinnupólitíkus?
Nei, þessari spurningu hefur
skotið upp í kollinn en allt annað
hefur orðið ofaná. Auk þess held
ég að ég nái betri árangri með því
að standa fyrir utan hinn hefð-
bundna vettvang.
Blm: Hvers vegna var nafnið
Ikarus valið á hljómsveitina?
Tolli: Það kom tvennt til. Ör-
lög strætisvagnanna og gríska
goðsögnin. Það er alveg maka-
laust að kaldastríðshræðslan
skuli enn vera svona sterk að
vörur framleiddar í Austur-
Evrópu skuli vera stimplaðar ó-
nothæfar aðeins fyrir það eitt að
vera frá Austur-Evrópu. Ekki
svo að skilja að ég sé neinn aðdá-
andi þess stjórnskipulags sem þar
ríkir. Þetta sjónarmið að allt sé
vont sem kemur að austan en allt
gott sem kemur að vestan sýnir
mætavel þá tvíhyggju sem nú rík-
ir í íslenskum stjórnmálum og yfir
höfuð á Vesturlöndum.
Blm: Nú bendir nafnið á plöt-
unni til ákveðins skóla í hag-
fræði...
Tolli: Rétt er það. Þessir Chic-
agóihagfræðingar, þeirra fylgis-
menn og sú hugmyndafræði sem
þeir boða er hinn nýi fasismi.
Hann er ekki klæddur í neina
■m
töfrandi einkennisbúninga.
Heldur birtist hann í jakkafötum,
hvítum flibba og línuritum. Hér á
landi eru allt of margir sem að-
hyllast þessa nýju trú. Sjálfstæð-
isflokkurinn með fólk eins og eins
og Albert Guðmundsson og
Ragnheiði Helgadóttur sem vilja
„afsósíalisera“ þjóðfélagið. Þau
ætla sér að snúa klukkuna til baka
og eiga þá ósk heitasta að lenda
inn í 19. öldina þar sem hægt var
að arðræna hina vinnandi stétt af-
skiptalaust.
I áróðursstríði núverandi ríkis-
stjórnar er alið á menntahatri og
vinnuþrælkun. Öllu því sem mið-
ur hefur farið í þjóðfélaginu sé
háum launum verkafólks að
kenna. Mikið voðalega hlýtur
hinn almenni verkamaður að
vera þrúgaður af sektartilfinn-
ingu þessa dagana, hugsaðu þér
hann er með heilar 10 þúsund
krónur á mánuði. Það er allt hon-
um að kenna, ef marka má
aðgerðir ríkisstjórnarinnar, hve
ástandið er hörmulegt í landinu,
hann er að fara með þjóðfélagið
til helvítis.
Friðarhátíð
Blm: Ætlar Ikarus að halda
einhverja tónleika á næstunni?
Tolli: Við munum troða upp
10. september í Laugardalshöll-
inni á friðarhátíð sem þar verður
haldin. Annars er aldrei að vita
við hverju má búast frá Ikarus