Þjóðviljinn - 30.07.1983, Qupperneq 19
Helgin 30.-31. júlí 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19
Afli
togara
góður
i juli
Afli togara í júlí hefur verið
ágætur að sögn heimildar-
manna blaðsins. Þeir hafa mest
verið á þorskveiðum í júlí og
eru mislangt komnir með
skrapdaga sína. Vinna í landi
hefur því verið stöðug.
Jón Páll Halldórsson fram-
kvæmdastjóri Norðurtangans á
ísafirði sagði togara á Vestfjörðum
hafa fiskað almennt vel, „Það hef-
ur verið jafn og góður afli“, sagði
hann. „Þeir hafa mest verið á
þorski undanfarið og gengið ágæt-
lega en dró eitthvað úr eftir síðustu
helgi. Grálúðan hjá línubátunum
hefur hins vegar verið tregari og
þeir fara að hætta á henni. Aðeins
þrír línubátar af Vestfjörðum eru á
grálúðu", sagði Jón Páll.
Kristján Jóhannsson hjá íshúsfé-
lagi ísfirðinga sagði að togarar
þeirra hefðu báðir landað þrisvar í
júlí og verið með góðan þorsk.
Guðbjörg er búin að landa 686
tonnum í júlí og Júlíus Geirmunds-
son 590. Þeir verða að taka 20
skrapdaga í júlí og ágúst og eiga þá
flesta eftir. Vinna hefur verið mikil
í húsinu og oft unnið á laugardög-
um frá 7-12“, sagði Kristján.
Einar Óskarsson hjá Útgerðar-
félagi Akureyrar sagði. afla togar-
anna vera upp og ofan en oftast
sæmilegan. Þeir eru búnir að landa
1736 tonnum í mánuðinum. Uppá
síðkastið hefur það verið þorskur,
en hann er fremur smár, áður voru
þeir á grálúðu. Vinna hefur verið
stöðug í mánuðinum og einu sinni
fékkst undanþága á helgarvinnu-
banni, því vinna þurfti grálúðu á
laugardegi. Kaldbakur landaði síð-
ast 27. júlí og er kominn með 492
tonn í júlí, Sléttbakur landaði 25.
júlí er kominn með 367 tonn.
Harðbakur landaði síðast 20. júlí
og er með 413 tonn og Svalbakur er
kominn með 463 tonn en hann
landaði síðast 18. júlí. Togarar Út-
gerðarfélagsins eru allir með tvær
landanir í júlí,“ sagði Einar Ósk-
arsson.
- EÞ.
co
fT %
£
Ifra okkar
vegna!
^JU^ERÐAR
Nú geta friðarsinnar sungið
Frið, já frið
eftir Bjargeyju á Hofsstöðum
Hér birtum við friðartexta sem Bjargey Arnórsdóttir á Hofsstöðum í
Reykhólahreppi samdi við friðarlagið sem Nichole hin þýska varð fræg
fyrir. Nú geta fleiri friðarsinnar sungið og sungið hátt, því flestir
kannast við lagið:
Lífið er ólgandi stormur og stríð
stöðugt er beðið um friðsœlli tíð
auðvaldsins hroki þó œðir veg sinn
ataða vígaslóð.
Björtustu vonir sem ölum við enn
um eyðingu vopna og friðarins menn
rcetast ef sameinuð sœkjum áfram
og setjum þá markið hátt.
Frið með þjóðum og frið með mönnum
hve fagna myndum við friði sönnum
en fregnir berast af brœðravígum
og blóð til jarðar það streymir heitt.
Við lifum ennþá og viljum lifa
og Ijóð og sögur í nœði skrifa
yrkja lendur og byggja borgir
en brjóta ekki í kalda rúst.
Angistin myrkvar hin mergsognu lönd
morðingjar œða um sólgyllta strönd
en fylkingu stœrri með friðarhugsjón
fáum við myndað samt.
Höfundurinn, Bjargey Arnórsdóttir ásamt fjórum stúlkum úr Austur-
Barðastrandarsýslu sem sungu lagið á fundi Herstöðvaandstæðinga
þar. F.v. Ingibjörg á Hríshóli, Inga Hrefna, Mýrartungu II og systurn-
ar Unnur Björg og Bryndís úr Gautsdal. - Ljósm. GMÓ.
Syngjum gleðinnar söng um friðinn
söngur þagga mun vopnakliðinn
kvœðin höfum við kunnað lengi
komið fleiri og syngið með.
Syngjum víðar og syngjum hœrra
með söngnum náum til vina kœrra
virkjum hópana vítt um löndin
veljum friðinn en ekki stríð.
Frið, já frið og frjálsa menn
friðaröld við eygjum senn
friðarljós um löndin skín
friðar biðja börnin þín.
• Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd • Sjálfsákvörðunarréttur þjóða sé virtur • Hlutleysi íslands-gegn hernaðarbandalögum • Friðlýsing N-Atlants- hafs
Aldrei aftur Hiroshima!
Skráning er í fullum gangi á skrifstofu SHA Frakkastíg 14, Reykjavík. Opið alla daga fram að göngu. Símar: 1 79 66 (sjálfvirkur símsvari skráir skilaboð þegar enginn er á skrifstofunni) og 2 92 12 FRIÐARG Rædumenn f Friðargöngu 33 verða: Ragnar Arnalds Stefánsson Þórunn Friðriksdóttir jóna Ósk Guðjónsdóttir Rúnar Armann Arthúrsson Sólrún Gísladóttir Vésteinn Ólason Vigfús Geirdal Hildur Jónsdóttir sr> Rögnvaldur Finnbogason Bergþóra Gísladóttir Steinbjörn Jacobsen, sérleg- Árni Björnsson ur gestur göngunnar frá Fær- Guðmundur Arni eyjum.
Gangan er um næstu helgi laugardaginn 6. ágúst ANGA’83