Þjóðviljinn - 30.07.1983, Side 22
22 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 30.-31. júlí 1983
um helgina
um helgina
Jazzað
viku
fyrir
göngu
Jazzinn verður við völd í Stúdent-
akjallaranum í kvöld. Þar leika af
fingrum fram Tómas R. Einars-
son bassaleikari, Reynir Sigurðs-
son víbrafónleikari og Sigurður
Flosason saxófónleikari.
Er jazzunnendum sem dvelja í
bænum um helgina bent á að
gangan í Stúdentakjallaranum er
sérdeilis heppileg æfing fyrir
Friðargönguna miklu 6. ágúst
næstkomandi.- Nefndin.
Gallerí Lœjartorg
Opin
sýning ’83
í Gallery Lækjartorgi hefst í
dag sýning er ber heitið „Opin
sýning ’83“ en hugmyndin er að
út ágústmánuð verði verk lista-
manna sem sýnt hafa í G.L. ásamt
verkum í eigu Gallery Lækjar-
torgs til sýnis og sölu.
„Opin sýning ’83“ hefst á því
a$ til sýnis verða nýjustu verk Jó-
hanns G. af sýningu hans sem
haldin var í G.L. 2.-10. júlí s.l.
ásamt eldri verkum hans og verk-
um í eigu Gallery Lækjartorgs.
Verður síðan skipt um verk á sýn-
ingunni eftir hendinni. Frá 15,-
20. ágúst n.k. verður sýningin til-
einkuð „Reykjavíkurviku", en
18. ágúst á Reykjavíkurborg 197
ára afmæli og er ætlunin að hafa
myndverk tengd Reykjavíkur-
borg til sýnis.
Opið verður virka daga frá kl.
14-18 og sunnudaga kl. 14-22.
Aðgangur ókeypis.
Skoðunar-
ferðir
náttúru-
verndar-
félagsins
6. ágúst
Skordýr og skordýrafána skoð-
uð.
Erling Ólafsson, dýrafræðingur.
13. ágúst.
Skordýr og garðagróður, skoðað
verður samspil skordýra og gróð-
urs.
Jón Gunnar Ottoson, dýrafræð-
ingur
20. ágúst
Skoðaðar verða lágplönturnar
mosar, sveppir og fléttur.
Hörður Kristinsson, grasafræð-
ingur.
27. ágúst
Kynnt verður jarðfræði Reykja-
víkur og nágrennis.
Sveinn Jakobsson, jarðfræðing-
ur.
2.-3. september
Farin verður einstæð skoðunar-
ferð.
Nánar kynnt seinna.
10. september
Gróður og dýralíf í fjoru, farið
verður í fjöru á Kjalarnesi.
Karl Gunnarsson, þörungafræð-
ingur.
Farið ■ verður í ferðirnar frá
Norræna húsinu alla laugardaga
kl. 1.30. Verð 150 kr. frítt fyrir
böriy
Islenskur víkingur, stífir mat sinn úr hnefa. Við hlið hans bljúg eigin-
kona! Anna Elísabet Borg og Krist ján Jónsson í einu atriða Ferðaleik-
hússins í Tjarnarbíói.
Ferðaleikhúsið
Þetta er fjórtánda sumarið sem
Ferðaleikhúsið stendur fyrir
leiksýningum í kvöldvökuformi
fyrir erlenda ferðamenn á ís-
landi, en einnig hefur leikhúsið
farið með sýningar víða erlendis,
til Bandaríkjanna tvisvar, og á
Edinborgarhátíðina í Skotlandi
og síðast til West End í London.
Þessi uppfærsla á Light Nights
er nokkuð breytt frá því sem áður
hefur verið. Hún er stærri í
sniðum og leikmyndin er nú tví-
skipt, annars vegar baðstofa frá
síðustu aldamótum og hins vegar
víkingaskáli.
Light Nights sýnigarnar hafa
ekki fyrr verið færðar upp í
Tjarnarbíó, en það er mun stærra
húsnæði en leikhúsið hefur haft
til umráða undanfarin sumur.
Sýningarkvöld verða fjögur í
viku, það er á fimmtudags-
föstudags- laugardags- og sunnu-
dagskvöldum og hefjast sýning-
arnar kl. 21.00. Light Nights sýn-
ingarnar eru sérstaklega færðar
upp til skemmtunar og fróðleiks
enskumælandi ferðamönnum.
Efnið er allt íslenskt, en flutt á
ensku, að undanskildum þjóðlag-
atextum og kveðnum lausavís-
um. Meðal efnis má nefna: þjóð-
sögur af huldufólki, tröllum og
draugum, gamlar gamanfrásagn-
ir og einnig er lesið úr Egilssögu.
Á milli atriða eru sýndar skyggn-
ur af verkum þekktra listamanna
og jafnframt eru fluttar upptökur
af íslenskri tónlist.
Allt talað efni er flutt af Krist-
ínu G. Magnús. leikkonu
Yfirlitssýning
Yfirlitssýning á þætti íslands í
Norrænu menningarkynningunni
í Bandaríkjunum var opnuð á ís-
afirði í síðustu viku.
Sýningin er unnin af mennta-
málaráðuneytinu og Menningar-
stofnun Bandaríkjannaogverður
opin fram til l.ágúst. Frá ísafirði
fer sýningin til Borgarness.
Kjarvalsstaðir
Meistari Kjarval
1 góðum félagsskap
Tvær stórar myndlistasýningar
eru nú á Kjarvalsstöðum. í
Kjarvalssal er sýning á málverk-
um frá Þingvöllum eftir Jóhannes
S. Kjarval 44, myndum, sem
flestar eru í einkaeign, og hafa
ekki sést opinberlega fyrr, alla-
vega ekki síðustu áratugi, - og er
eins víst að bið verði á því að þær
verði sýndar aftur opinberlega.
Þá er einnig á sýningunni starfs-
ferill Jóhannesar S. Kjarval í máli
og myndum, þ.e. eftirprentanir,
kort og Ijósmyndir í 25 römmum.
I vestursal er sýning á listaverk-
um í eigu Reykjavíkurborgar,
sem keypt hafa verið 1980-1983,
samtals 80 verk. málverk, vatns-
litamyndir, teikningar, grafík-
verk, vefnaður og skúlptúr. Eru
þetta verk eftir 55 íslenska lista-
menn, sem keypt hafa verið á
sýningum í Reykjavík undanfarin
þrjú ár.
Verk þessi prýða annars hinar
ýmsu skrifstofur og stofnanir
Reykjavíkurborgar.
Sýningarnar eru opnar daglega
kl. 14-22 fram til 21. ágúst.
tónlist
Dómkirkjan:
Sunnudagstónleikar verða að vanda
haldnir i Dómkirkjunni nú um helgina. Er
það organisti kirkjunnar. Marteinn H.
Friðriksson, sem leikur á orgel og hefjast
tónleikarnir kl. 17.00. Aðgangur er öllum
ókeypis.
Stúdentakjallari v/Hringbraut:
Jazztónleikar [ kvöld. Upphitun fyrir
Friðargöngu um næstu helgi.
myndlist
Norræna húsið
Sumarsýning á verkum ÁsgnYns Jóns-
sonar í kjallara. ( anddyri er sýning á
fslenskum sjófuglum.
Listasafn Einars Jónssonar:
Safnið er opið daglega frá 13.30 -16.00,
nema mánudaga.
Nýlistasafnið:
Magnús V. Guðlaugsson sýnir málverk í
stærri salnum og Marleen Buys sýnir
myndverk úr ýmsu efni í minni sal. Sýn-
ingarnar eru opnar virka daga kl. 16 - 22
og 14 - 22 um helgar. Sýningunum lýkur
31. júli.
Gallerí Vesturgata 17.
Sölusýning á verkum 15 félaga úr List-
málarafélaginu. Opið virka daga frá 9-
18.
Gallerf Grjót, Skólavörðustíg 4a.
Sölusýning á skartgripum, grafík, leir-
munum, málverkum, skúlptúr hand-
prjóni og fl. Opið virka daga frá 12-18.
Heilsuhællð Hveragerði.
ÓlafurTh. Ólafsson á Selfossi sýnir olíu
og vatnslitamyndir fram til 15. ágúst.
Þrastarlundur.
Valtýr Pétursson er með 10. sýningu
sina „off Broadway‘‘. Opiö fra 9-23.30.
Gallerí Langbrók:
Sýning á glervörum eftir Sigrúnu Einars-
dóttur og Sören Larsen og stendur til 7.
ágúst n.k.
Mokkakaffi:
Italski málarinn Ricardo Licato sýnir
myndverk sín.
Stúdentakjallarinn:
Ljósmyndasýning bandarlsku listakon-
unnar Jane Reed frá Boston stendur til
loka júlímánaðar.
íslenskar blómarósir í Árbæjarsafni taka opnum örmum á móti borg-
arbúum sem ekki ieggja leið sína úr bænum um helgina.
Árbæjarsafn er opið á laugar-
dag og sunnudag kl. 13.30-18. Á
sunnudag kl. 14 verður farið í
gönguferð um Elliðaárdal með
kunnugum leiðsögumanni og kl.
16 sama dag verður dúett fyrir
fiðlu og lágfiðlu í safninu. Sigur-
laug Eðvaldsdóttir og Helga
Oddrún leika. Kaffiveitingar eru
í Eimreiðarskemmunni vegna
viðgerðar á Dillonshúsi.
Tónleikar
Fimmtudaginn 4. ágúst næstkom-;
andi verða haldnir tónleikar á;
Kjarvalsstöðum og hefjast þeir
kl. 20.30.
Flytjendur eru Guðný Ás-
geirsdóttir sem leikur á píanó
ásamt Jóni Aðalsteini Þorgeirs-
syni sem leikur á klarinettu. Á
efnisskráni eru sónötur fyrir þessi
hljóðfæri eftir Frances Poulanc,
C. Saint Saiies og Jóhannes
Brahms.
"^Þau Guðný og Jón halda nú
sína fyrstu tónleika hérlendis en
hafa oft komið fram í Vínarborg
við mjög góðan orðstír. Má geta
þess að þau starfa bæði sem tón-
listarkennarar við Franz Schu-
bert Conservatorium í Vínar-
borg.
Sumartónleikar
í Skálholtskirkju
Helga
leikur
á sembal
Um verslunarmannahelgina
hefjast „Sumartónleikar í Skál-
holtskirkju“. Verða tónleikar
laugardag, sunnudag og mánu-
dag kl. 15.00 og síðan þrjár helg-
ar í ágúst.
Fyrstu tónleikahelgina (versl-
unarmannahelgina) mun Helga
Ingólfsdóttir leika einleik í
sembal. 6. og 7. ágúst flytja Mic-
hael Shelton og Helga Ingólfs-
dóttir verk fyrir barokkfiðlu og
sembal eftir J.S. Bach. 13. og 14.
ágúst mun Arnaldur Arnarson
flytja einleiksverk á altgítar eftir
J.S. Bach og J. Dowland. Síðustu
tónleikahelgina sem verður 27.
flelga Ingólfsdóttir semballeikari
og 28. ágúst mun Manuela Wiesl-
er flytja einleiksverk fyrir flautu
eftir M. Marais, Magnús Blöndal
Jóhannsson og Sven Erik Back.
Eins og fyrr segir hefjast
sumartónleikar með sembaltón-
leikum Helgu Ingólfsdóttur. Á
efnisskrá hennar eru þrjú ein-
leiksverk eftir J.S. Bach: Prélú-
día og fúga í B-dúr, frönsk svíta í
Es-dúr og ítalski konsertinn. Að-
gangur að tónleikunum er
ókeypis. Messað er í Skálholt-
skirkju sunnudgagkl. 21.00.
Ólafur Th.
í Djúpinu ,
Um þessar mundir stendur yfir :
sýning á vcrkum Olafs Th. Olafs-
sonar, í Djúpinu við Hafnarstræti
í Reykjavík.
Ólafur Th. lauk námi frá Mál-
aradeild Myndlista- og handíða-
skóla íslands vorið 1981. - Er
þetta fyrsta einka sýning í
Reykjavík. - f haust hyggst hann
leggja stund á frekara nám við
myndlistaskóla í Vín.
Sýningu Ólafs Th. í Djúpinu
lýkur miðvikudaginn 3. ágúst. Er
hér um sölusýningu að ræða og er
aðgangur ókeypis.