Þjóðviljinn - 30.07.1983, Side 26
26 SÍÐA - ÞJÓÐVILjÍNNj Helgin 30.-31. júlí 1983
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Sumarferð Alþýðubandalagsins
á Norðurlandi vestra
Að þessu sinni liggur leiðin í sumarferð Alþýðubandalagsins ð
Norðurlandi vestra á einn fegursta og sérkennilegasta stað landsins:
gljúfrin í þjóðgarðlnum við Jökulsá á Fjölium: Hljóðakletta,
Hólmatungur og Ásbyrgi.
Ferðin hefst fyrir hádegi Iaugardaginn30. júlíog er miðað við sameiginlega
brottför frá Varmahlíð kl. 10. Hópferðir verða frá öllum þéttbýlisstöðum á
Norðurlandi vestra og veita umboðsmenn ferðarinnar upplýsingar á
hverjum stað. Farið verður um Akureyri, Mývatn og Grímsstaði, Ásbyrgi og
þaðan upp með Jökulsá vestan megin. Gist verður tvær nætur í tjöldum við
Hljóðakletta og efnt til fagnaðar eins og venja er með dagskrá og
fjöldasöng.
Nægur tími ætti að gefast til skoðunarferða um Gljúfrin á sunnudeginum en
á mánudag verður ekið um Tjörnes og Húsavík heim á leið.
Þátttakendur hafi með sér tjöld, nesti og annan viðlegubúnað.
Þátttökugjald er kr. 1000 en hálft gjald fyrir þátttakendur 14 ára og yngri.
Umboösmenn ferðarinnar eru:
Siglufjörður: Svava Baldvinsdóttir s. 71429, Sigurlína Þorsteinsd. s.
71406.
Sauðárkrókur: Bragi Skúlason, s. 5245, Rúnar Backmann, s. 5684 og
5519.
Hofsós: Gisli Kristjánsson s. 6341.
Varmahlíð: RagnarArnaldss.6128.
Blönduós: Sturla Þórðarson s. 4356 og 4357, Vignir Einarsson s. 4310.
Skagaströnd: Ingibjörg Kristinsd. s. 4790.
Hvammstangi: Eyjólfur Eyjólfsson s. 1348, Elísabet Bjarnadóttir s. 1435.
Þátttaka er öllum heimil
Alþýðubandalagið Norðurlandi vestra
Alþýðubandalagið í Hveragerði
SUMARFERÐALAG
Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis fer sína árlegu sumarferð 12.-14. ágúst
n.k. í samstarfi við nágrannafélög sín á Suðurlandi. Að þessu sinni verður farið
um Húnavatnssýslu. Gist verður tvær nætur á Hvammstanga í svefnpoka-
plássi ásamt góðum samkomusal. Laugardaginn 13. ágúst verður ekið fyrir
Vatnsnes og síðan hringveginn um Vatnsdal. Á þessum leiðum eru margir
áhugaverðir staðir, hvort heldur sem um er að ræða að ganga á fjörur í fyrirfram
þöntuðu sólskini, eða þá að skoða Hvítserk eða telja Vatnsdalshóla svo
eitthvað sé nefnt.
Farið verður frá Hveragerði föstudaginn 12. ágúst klukkan 3 e.h.
Fararstjóri verður Halldór Höskuldsson.
Þátttaka tilkynnist sem allra fyrst til eftirtalinna:
Hveragerði: Ingibjörg sími 4259 Selfoss: Kolbrún sími 1714
Guðrún sími 4518 Vestmannaeyjar: Ragnar sími 1177
Sigurður sími 4332 Þetta fólk gefur allar frekari uþþlýsingar.
Þægileg og ódýr ferð fyrir fólk á öllum aldri.
Allir velkomnir. Alþýðubandalagsfélag Hveragerðis
Vinningsnúmer
Dregiö hefur verið í happdrætti Foreldra °g kenn-
arafélags öskjuhlíðarskóla 20. maí 1983.
Þessi númer hlutu vinning
1. VöruúttektfráPfaffkr. 15.000 nr. 6172 i
2. Vöruúttektfrá Pfaff kr. 15.000 nr. 11639
3. VöruúttektfráPfaff kr. 10.000 nr. 9035
4. VöruúttektfráPfaffkr. 10.000 nr. 11207 i
5. VöruúttektfráPfaffkr. 5.000 nr. 8839
6. VöruúttektfráPfaffkr. 5.000 nr. 11806 !
7. VöruúttektfráPfaff kr. 5.000 nr. 8661
8. VöruúttektfráPfaffkr. 5.000 nr. 11063 I
9. VöruúttektfráPfaffkr. 5.000 nr. 3644
10. VöruúttektfráPfaff kr. 5.000 nr. 8498
11. Vöruúttekt frá Pfaff kr. 5.000 nr. 3251
12. VöruúttektfráPfaffkr. 5.000 nr. 10589
13. Vöruúttekt frá Pfaff kr. 5.000 nr. 7030
14. VöruúttektfráPfaff kr. 5.000 nr. 4574
Vinninga má vitja í símum: 15999 (María Ólafsson),
17711 (Jónína Halldórsdóttir).
Þökkum veittan stuðning. I I
Hópferðir í AKUREYRI:
Friðargönguna 6. ágúst Erlingur Sigurðarson frá Grænavatni 96 - 25520
Hóþferðir eru áformaðar í friðar- gönguna 6. ágúst, sem fer af stað frá Keflavík um 8.30. NESKAUPSTAÐUR: Valur Þórarinsson 97 - 7690
SUÐURLAND: Ármann Ægir Magnússon 99 - 4260 HÖFN HORNAFIRÐI: Heimir Þór Gíslason 97 - 8426
NORÐURLAND EYSTRA: Sveinn Rúnar Hauksson 96-41479 ÍSAFJÖRÐUR: Ragnheiður Gunnarsdóttir 94 - 4294
EGILSSTAÐIR: Sigrún Benediktsdóttir H: 1228 V: 1283 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: Magnús Stefánsson 97 - 5211
BÚR:
Stanslaus vinna
og fiskurinn
alltaf aö
smækka
Mikil vinna hefur verið hjá
Bæjarútgerð Reykjavíkur í júlí-
mánuði og hafa togarar BÚR ekki
fiskað jafnmikið í tvö ár. Nær
stanslaus vinna hefur verið í
fiskiðjuverinu og unnið til klukkan
tíu öll kvöld. Undanfarna þrjá
laugardaga hefur einnig verið unn-
ið í húsinu, en verkalýðsfélögin
veittu ekki undanþágu til vinnu í
dag að undanskilinni saltfiskverk-
uninni. Magnús Magnússon, yfir-
verkstjóri, kvað 3000 kassa verða
geymda til þriðjudags og þeir ættu
von á togara á miðvikudag þannig
að útlit er fyrir áframhaldandi
mikla vinnu hjá fólkinu.
Fólkinu veitir áreiðanlega ekki
af laununum, en taxtar verka-
lýðsfélaganna ná ekki lágmarks-
tekjutryggingunni, sem nú er
10.539 krónurá mánuði. Við þetta
bætist síðan bónus-álag, sem getur
numið allt að mánaðarkaupi hjá
þeim duglegustu. Fólk í fiskiðju-
verinu felldi á fundi hjá sér að
Unglingarnir í saltfiskverkun BÚR halda áfram að púla meðan aðrir
landsmenn hvfla sig um helgina. (Ljósm. -eik).
vinna í dag, en unglingarnir í salt-
fiskverkuninni ákváðu að vinna í
dag.
Aflinn, sem togarar BÚR koma
með, er sóttur á Vestfjarðamið og
er hann mjög smár. Magnús kvað
mikið af smáfiski vera í aflanum og
sér sýndist mikið af ókynþroska
þorski. Magnús sagði, að nú væri
svo komið að flökunarvél, sem
keypt var á 6. áratugnum til að
flaka aflann sem þá barst á land, er
nú notuð á einungis 70-80 fiska á
dag, svo mjög hefði fiskurinn
smækkað. „Það er orðin hending
að sjá almennilegan fisk“, sagði
Magnús að lokum.
ast
Póstur og sími
Stofngjald
kr. 2982 í
hækkar úr
kr. 3500
Póstur og sími hefur nú fengið
heimild til 18% gjaldskrárhækkun-
ar. Gildir hin nýja gjaldskrá fyrir
símann frá 1. ágúst en fyrir póstinn
frá 1. sept. Breytingar á símagjöld-
um eru einkum þessar:
Stofngjald hækkar úr kr. 2.982 í
kr. 3.500 og símnotandi greiðir
fyrir talfæri og uppsetningu tækja.
Gjald fyrir umframskref fer úr kr. .
1,14 í kr. 1,35 og ársfjórðungsgjald
fyrir heimilissíma úr kr. 484 í kr.
575. Venjulegt flutningsgjald fyrir
síma á sama gjaldsvæði hækkar úr
kr. 1.491 í kr. 1.750.
Þá hafa verið ákveðin gjöld fyrir
bílasímaþjónustu, þ.e. símtöl til og
frá bílastöðvum og handstöðvum
með handvirkri þjónustu. Stofn-
gjald er kr. 3.500 fyrir hverja stöð
og afnotagjald kr. 575 árs-
fjórðungslega. Afgreiðslugjald er
kr. 3,90 fyrir hvert samtal og mín-
útugjald kr. 7,80 fyrir hverja byrj-
aða mínútu innanlands.
Ofan á allt þetta bætist svo bless-
aður söluskatturinn. - mhg.
Æskulýðsfylking
Alþýðubandalagsins
Vinnugleði
um
verslunar-
manna-
helgina
Hvar veröur hinn sósíalíski æskufjöld um komandi verslunarmannahelgi?
Að sjálfsögöu viö leik og störf á landssvæði sínu í Sauðadölum. Á þeim stað
áformar Æskulýðsfylking Abl. byggingu nýs skála ungra sósíalista og fyrsta
skóflustungan verður tekin um næstu helgi.
Dagskrá verður eitthvað á þessa leið:
Föstudagskvöld 29. júlí: Tjaldað í jaðri Svínahrauns og sungnir baráttu-
söngvar.
Laugardagur 30. júlf: Vettvangskönnun um hádegið. Lóðin okkar
hreinsuð, brunarústir gamla skálans fjarlægðar og gamlar girðingar teknar
Uþp. Laugardagsganga um fjöll og firnindi undir leiðsögn gjörkunnra
manna. Sameiginleg grillveisla. Kvöldvaka undir stjórn hins góðkunna
Tarsans.
Sunnudagur 31. júlf: Hátíðardagskrá eftir hádegið á við það sem best
gerist. Fyrsta skóflustungan tekin að nýja skálanum. Pólitísk þredikun.
Frjálsíþróttamót á vegum íþróttadeildar ÆF. Grillið kynt og vakað um
kvöldið.
Athuglö: Þátttakendur verða sjálfir að koma sér og sínu á staðinn, spyrjið
til vegar hjá Litlu kaffistofunni ef þið eruð ekki viss um staðháttu. Takið með
nesti og nýja skó. Þeir sem þannig eru lundaðir, geta slepþt því að tjalda, en
litið við á svæðinu um bjartan dag. Nánari uþplýsingar á skrifstofu Alþýðu-
bandalagsins.
Æskulýðsfylklng Abl.