Þjóðviljinn - 03.09.1983, Qupperneq 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. september 1983
skammtur
Af Billy Graham
Þaö var einhvern tímann fyrir óralöngu, aö þessi
skrítna öfugmælavísa varö til:
Á Mogganum er mikið puð
menn þar trúa ekki á guð.
En eitt er víst og það er það.
að Þjóðviljinn er kristið biað.
Tæplega var viö því aö búast aö nokkur lifandi sála
tæki minnsta mark á þessum samsetningi, frekar en
þessari gömlu góöu:
Þar sem ei til sólar sést
á sandi hús ég reisi.
í upphafi er allra best
umhugsunarleysi.
En það undarlega skeði, hvort sem það nú var
vísukorninu að þakka eður ei, aö guörækni stórjókst í
Mogganum eftir aö því hafði veriö haldið fram, í fram-
angreindri vísu, að Þjóðviljinn væri kristilegra blaö en
Morgunblaðið.
Morgunblaöiö fór sem sagt að birta reglulega boð-
skap Billys nokkurs Grahams, bandrísks predikara,
sem mér er sagt aö sé á góöum vegi með aö verða
heilagur maður í lifanda lífi, vegna guðhræöslu, mann-
vits, sannleiksástar, kærleiks og spádómsgáfu.
Skoöanir Sjálfstæðismanna og -kvenna mótast aö
sjálfsögöu talsvert af þeirri hugmyndafræði og stefnu-
mótun, sem birtist í Morgunblaöinu, og er þar vafa-
laust fengin skýring á því, sem margir hafa undrast,
hvers vegna Hvatarkonur, sem margar eru bæöi aö-
laðandi og eigulegar, eru ófáanlegar til aö bindast
samtökum viö aðrar konur um að reyna að koma í veg
fyrir þaö að lífinu á jörðinni veröi tortímt.
Það skeði semsagt í hinni vikunni um leiö og fimm
vígdrekar Natóherjanna sigldu inná ytri höfnina í
Reykjavík í kurteisisheimsókn, að konur efndu til mót-
mælafundar á Lækjartorgi, vel aö merkja ekki til að
mótmæla Nató, heldur svona einsog til aö impra á því
aö vetnissprengjur væru óæskilegar í samskiptum
manna. Aö þessum fundi stóöu: Samtök um kvenna-
lista, Landssamband Framsóknarkvenna, Friðarhóp-
ar: Alþýðubandalagskvenna, Sambands Alþýöu-
flokkskvenna, Kvennaframboösins í Reykjavík og
Fóstrufélagsins.
Heima sátu aftur á móti: Hvatarkonur og Lands-
samband Sjálfstæöiskvenna.
Róttækar, friðelskandi konur lögðu þessa fjarvist
auðvitað strax útá versta veg og hefur því síðan verið
haldið fram, fullum fetum, að Sjálfstæðiskonur eigi
enga ósk heitari en þá, að heimsbyggðin og allt sem
lífsanda dregur verði sprengt í loft upp sem allra fyrst,
óskadraumur þeirra sé semsagt að tortíma lífinu á
jörðinni í kjarnorkustyrjöld.
Sjálfstæðiskonur segja aftur á móti að þetta séu nú
ýkjur, þæf hafi einfaldlega ekki viljað vera með, vegna
þess að slagorð fundarins hafi ekki samrýmst utanrík-
isstefnú Sjálfstæðisflokksins.
En í gegnum þetta sjáum við karlmennirnir, sem
höfum þá sérstöðu umfram konur að hafa einkarétt á
því að efna til stríða og koma í veg fyrir þau.
Við sjáum að Hvatarkonurog aðrar Sjálfstæðiskon-
ur hafa í Morgunblaðinu lesið pistla Billys Grahams
um stöðu konunnar í samfélaginu og tekið þá sem
vísbendingu um stefnumótun Sjálfstæðisflokksins.
Billy Graham, spámaður Moggans, kennir það nefni-
lega umbúðalaust að konur eigi yfirleitt ekki að vera að
skipta sér af því, sem þeim kemur ekki við, eða svo
vitnað sé í hann orðrétt:
„Maðurinn á að vera höfuð konunnar að sínu leyti
eins og Kristur er höfuð safnaðarins. Manninum ber
að veita forstöðu í andlegum efnum. Látið hann síðan
stjórna, eins og æðstaprest og þér verðið honum til
aðstoðar".
Mér er nær að halda að meginástæðan til þess, að
Hvatarkonur sáu sér ekki fært að sækja friðarsam-
komu kvenna á Lækjartorgi, sé eftirfarandi tilvitnun úr
Biblíunni, nánar tiltekið úr fyrra bréfi Páls postula til
Kórintumanna:
Konur skulu þegja á safnaðarsamkomum, því að
ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera
undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær
vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eigin-
menn sína heima. Því það er ósæmilegt fyrir konur
að tala á safnaðarsamkomum (1. Kor. 14. 34-36).
Hvað sagði raunar ekki predikarinn forðum:
Mætu konur munið það
margt er brýnt að segja
en kristin fræði kenna að
konur skuli þegja.
skráargatið
Þeir eru
líklega ekki margir íslendingarn-
ir, fyrir utan forseta íslands, sem
hafa fengið mynd af sér í News-
week. Íslenski leikarinn, Viðar
Eggertsson, nefndur Vidal Egg
eða Mr. Egg, hefur heldur betur
gert garðinn frægan í útlöndum,
því hann hefur verið eitt aðal-
númerið á Edinborgarhátíðinni að
undanförnu. Og í síðasta liefti af
Newsweek birtist mynd af honum
og sagt frá sýningu hans, þar sem
aðeins einn áhorfandi fær aðgang
í einu. Miðaverðið á þessa nýstár-
legu sýningu hefur stigið dag frá
degi og aðsóknin sömuleiðis og
hefur sýning hans nú verið flutt
oftast allra sýninganna á hátíð-
inni.
Margir
eiga bágt með að trúa því að
Hrafn Gunnlaugsson hafi verið
að gera kvikmynd í sumar, svo
miklu hljóðara sem hefur verið
um þessá mynd en fyrri mýndir
Hrafns. Velta menn því fyrir sér
hvort hann sé nú með nýtt her-
bragð í huga í stað hins fyrra, sem
hann notaði í „Okkar á milli“,
þ.e. að drekkja öllum fjölmiðlum
í frásögnum af myndinni. Var
ekki nóg með að þar væru enda-
laus viðtöl við hvern sem rak nef-
ið inn í myndina um ágæti Hrafns
en þegar til kom reyndust gagn-
rýnendur og áhorfendur oftast á
annarri skoðun. Spurningin er
nú: Er þögnin nýjasta her-
bragðið?
/
A Búðum
á Snæfellsnesi verður um helgina
samkoma kvennalistakvenna.
Þar bera þingmenn og óbreyttir
saman bækur sínar um kosninga-
baráttu, þingstörf og kvenfrelsi;
samkoman gengur undir nafninu
kvennabúðir meðal aðstand-
enda. Lausafregnir herma að eítt
af umræðuefnunr á Búðum verði
að koma upp sérstakri kvenna-
eyju þarsem karlverur mættu
ekki stinga niður fæti, og herma
sömu heimildir að kvennalista-
konur ágimist til þess ama Skjald-
meyjareyjar í norðanverðum
Breiðafirði. Er nú upp komið hið
prýðilegasta þingmál fyrir hinn
nýja þingflokk og hlakka margir
til að heyra kvennalistakonu
flytja jómfrúrræðu um Skjald-
meyjareyjar. Helsti heimildar-
maður slúðrara um þetta mál taldi
hugmyndina um kvennaeyju
stórsnjalla, en vildi að gengið
yrði feti framar; því ekki að
skipta landinu hreinlega í tvennt?
Grýlurnar
hafa nú tekið sér frí sem slíkar af
ýmsum ástæðum og Herdís, sá
góði bassaleikari, m.a.s.
steinhætt! Linda trommari fer á
næstunni í margfrestaða aðgerð
vegna meiðsla í hné, en Inga Rún
og Ragnhildur nota tímann á
meðan í læri; sú fyrrnefnda á gít-
ar, sú síðarnefnda hyggst kynna
sér sem best elektrónísk
hljóðfæri, eða hljóðgervla.
Bassaleikarakandídat mun hafa
fundist í einhverjum banka borg-
arinnar, ogmun að sjálfsögu nota
„fríið“ gjörla til að plokka
strengina.
Skúlagötubyggðin
og framtíð hennar er nú undir
hnífnum í borgarkerfinu og mið-
ur geðslegar hugmyndir hafa
komið fram í þeim efnum, m.a. 7
hæða íbúðarblokk, sem skyggja
myndi á alla byggð fyrir aftan upp
að Skólavörðuholti, og fleira í
þeim dúr. Nú hefur heyrst, að
íbúar á þessu svæði efni til st'ofn-
unaríbúasamtakaíþvískyni m.a.
að sporna gegn því að stein-
steypubáknin veltist yfir hið frið-
sæla Skuggahverfi. fbúasamtökin
í borginni hafa á umliðnum árum
látið margt gott af sér leiða og
virðast kjörinn vettvangur fólks
til að glíma við „kerfið“ þegar
það ætlar að bólgna út.
Mr. Egg í Newsweek.