Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 3

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 3
Helgin 3.-4. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Sovéskar herflugvélar granda farþegaþotu Fólskuleg árás sovéskra herflugvéla á suðurkóreska farþegaþotu sem olli dauða allra þeirra 269 manna sem um borð í henni voru, hefur valdið mikilli reiði og ólgu um öll Vesturlönd. Hafa menn að svo komnu ekki fundið nokkra minnstu skýr- ingu á þessu athæfi, enda hafa frásagnir Sovétmanna af þessum atburði naumast verið annað en loðin ósannindi. Fréttaskýring Flugvélin skotin niður Eftir því sem nú er best vitað gerðust atburðirnir á þennan hátt. Suðurkóreska farþegaþotan, sem var á alþjóðlegri flugleið frá Anc- horage í Alaska til Seoul á mið- vikudaginn, villtist inn í lofthelgi Sovétríkjanna við Kamtchatka- skaga. Erfitt er að segja hvernig á þessari villu stóð, en flugleiðin á þessum slóðum aðeins um hundrað kílómetra frá lofthelginni, þannig að ekki þarf mikið út af að bera til að flugvél berist þangað. Um klukkan 16 að íslenskum tíma urðu Sovétmenn varir við farþega- þotuna, og fylgdust þeir með henni á ratsjárskermum í tvo og hálfan tíma, en jafnframt voru orrustu- þotur sendar á eftir henni. Um klukkan 18.30, þegar flug- vélin var komin fram hjá suður- odda Sakhalin-eyju og stefndi yfir Japanshaf í átt til Kóreu, skutu so- vésku orrustuþoturnar hana niður. Segjast Bandaríkjamenn hafa hler- að samtöl stjórnenda á jörðu niðri við flugmenn orrustuflugvélanna og hafi þeir þrisvar gefið fyrirmæli um að skotið yrði á suðurkóresku vélina og þrisvar hafi flugmennirn- ir tilkynnt að þeir væru búnir að hleypa af. Samkvæmt þessu hefur þremur eldflaugum verið skotið og er það í samræmi við frásögn skip- verja á japönsku fiskiskipi við strendur Sakhlin-eyju, en þeir segjast hafa heyrt þrjár spreng- ingar og séð þrjá blossa. Sovéskar leitarflugvélar voru síðan sendar á vettvang, og var síðar tilkynnt að þær hefðu séð olíubrák í sjónum á þessum slóðum. Er því líklegast að flugvél- in hafi týnst í hafið og allir farþegar hennar látist samstundis. Um borð í farþegaþotunni voru 269 menn, 29 manna áhöfn og 240 farþegar af ýmsum þjóðernum, m.a. um þrjátíu Bandaríkjamenn og tuttugu Japanir. Einn farþeg- anna var bandarískur fulltrúa- deildarþingmaður, Lawrence McDonald, demókrati frá Georg- íu, sem var einn af hatrömmustu andstæðingum Sovétmanna á bandaríska þinginu og jafnframt einn af leiðtogum „John Birch samtakanna", sem berjast gegn kommúnistum. Lawrence McDon- ald var búsettur á íslandi um skeið, hann var kvæntur íslenskri konu og átti þrjú börn. Yfirklór Sovétmanna Nokkru eftir atburðinn tók so- véska fréttastofan Tass að senda út fréttir um hann, og voru þær bæði loðnar og mótsagnakenndar. Kjarni þeirra var á þá leið að ó- þekkt flugvél, án ljósa, hefði tví- vegis rofið sovéska lofthelgi og ekki ansað neinum viðvörunum. Hefðu orrustuþoturnar verið send- ar í veg fyrir hana, en hún hefði eigi að síður farið áfram sína leið. Bandaríkjamenn vísuðu þessum skýringum þegar á bug, töldu ó- sannindi og yfirklór, og kröfðust menn þess um öll Vesturlönd að Sovétmenn gerðu hreint fyrir sín- um dyrum. Víða voru sovéskir sendifulltrúar kvaddir á fund stjórnvalda, en þeirgátu ekkert um málið sagt. Seint í gær, föstudag, birti So- vétstjórnin loks nýja tilkynningu um atburðinn, og viðurkenndi þá að „viðvörunarskotum" hefði ver- ið skotið á suðurkóresku farþega- þotuna, en jafnframt var því haldið fram að hún hefði greinilega verið á njósnaflugi í sovéskri lofthelgi. Sagði í tilkynningunni að flugvélin hefði flogið í tvær klukkustundir yfir Kamtchatka-skaga, og greini- lega af ásettu ráði, og hefðu flug- mennirnir hundsað allar tilraunir sovéska hersins til að koma á tal- sambandi við þá. Tilgangurinn hefði augljóslega verið sá að ná sér- stökum upplýsingum með því að nota farþegaflugvél tii njósnanna. Loks hefði viðvörunarskotum ver- ið skotið að vélinni yfir Sakhalin- eyju, og síðan hefður Sovétmenn fylgst með henni nokkra stund þangað til hún flaug út úr því svæði, sem ratsjárkerfi þeirra náði til. Þessi tilkynning var lesin upp í sovéska sjónvarpinu í enda frétta- tímans. Um svipað leyti var birt tilkynning í sovéska sendiráðinu í París, en Gromyko utanríkisráð- herra Sovétríkjanna á að koma til Frakklands í opinbera heimsókn í næstu viku, og sagði þar að Banda- ríkjamenn hefðu hafið „hysteríska áróðursherferð" gegn Sovétríkjun- um. Talað var um slys á óþekktri flugvél, sem tvívegis hefði rofið so- véska lofthelgi, en hvergi var á það minnst að Sovétmenn bæru nokkra ábyrgð á slysinu. Telja ýmsir frétta- skýrendur að ástæðan fyrir því hve Sovétstjórnin dró á langinn að gefa einhverja skýringu á atburðinum hafi verið sú að ráðamenn voru í Svæðið þar sem atburðirnir gerðust. óvissu um það hvernig þeir ættu að meðhöndla málið. Hins vegar vildu þeir koma í veg fyrir að það leiddi til þess að Frakklandsferð Grom- ykos yrði frestað eða henni aflýst. Hroðalegur glæpur Nú er augljóst að ekki er vitað að svo stöddu um nánari atvik þess að suður-kóreska flugvélin var skotin niður við strendur Sakhalin-eyjar. Ekki er vitað hvert hún hafði villst né hvers vegna, og ekki eru heldur neinar upplýsingar um það hvort hún var skotin niður án viðvörunar eða hvort flugmaðurinn neitaði að hlýðnast einhverjum fyrirmælum sem Sovétmenn gáfu. En taka verður skýrt fram að ekkert getur réttlætt á minnsta hátt þennan hroðalega glæp, - og heldur ekki það þótt einhverjir trylltir stríðs- menn á Kamtchatka-skaga hafi látið sér detta í hug að farþegaþot- an kynni að vera í njósnaflugi. Hér er um að ræða svo alvarlegan at- burð að honum verður að mótmæla kröftuglega. En þetta er ekki aðeins glæpur heldur og líka glópska. Það er hrein ögrun við venjulega skyn- semi að slík mistök séu gerð, hvaða pótintátar Sovétríkjanna, herfor- ingjar eða pólitískir foringjar, sem kunna að bera ábyrgð á þeim. Nú er vitað að Kamtchatka-skagi er eitt helsta víghreiður Sovétríkj- anna og er hann þéttsetinn hvers kyns herstöðvum, eldflaugaskot- pöllum, flotastöðvum, kafbáta- lægjum og öðru, og auk þess hafa verið talsverðar viðsjár á þessum slóðum undanfarna mánuði. En Sovétmenn vita, eða ættu að vita, að Bandaríkjamenn fylgjast með öllu brambolti þeirra úrgervitungl- unt, og þurfa tæpast á neinu njósnaflugi að halda, því síður að senda þangað klunnalega farþeg- aþotu. Gegn eigin hagsmunum Hins vegar er harla ólíklegt að urn hrein mistök sé að ræða, þar sem Sovétmenn viðurkenna sjálfir að þeir hafi fylgst með flugvélinni í a.m.k. tvo klukkutíma, og orrustu- þotur þeirra komu svo nálægt henni að flugmen þeirra gátu séð hana. Augljóst má því telja að á- rásin hafi veriö gerð að athuguð máli. Þess vegna verða menn að leita ítarlegri skýringa. Vel getur verið að Sovétmenn hafi mis- reiknað sig svona hrottalega: þeir hafi skotið vélina vísvitandi niður til þess að sýna mátt sinn og megin og bægja öllu farþegaflugi langt burt frá þessu svæði svo þeir ættu auðveldara með að auka hernaðar- brölt sitt, en ekki gert sér grein fyrir því í fáfræði sinni - því að ritskoðun og upplýsingahömlun Sovétríkjanna keniur um síðir niður á valdamönnunum sjálfum og veldur því að þeir gera sér tak- markaða grein fyrir viðhorfum utan landsins - hvaða afleiðingar árásin myndi hafa. Svo gæti jafnvel verið um að ræða framtak einhvers herforingja, sem vildi koma KGB- manninum Andropov í bobba. „Quem deus perdere vult...“, „ef guð vill tortíma einhverjum, sviptir hann þann mann fyrst vit- inu". Hver sem raunveruleg á- stæða þessa atburðar kann aö vera, þá er augljóst að fátt er jafn líklegt og þessi árás til að vekja reiði manna gegn Sovétmönnum og efla jafnframt hernaðaranda í Banda- ríkjunum. Sovétmenn hafa sýnt það t.d. með innrásinni í Afghan- istan, að friðarvilji þeirra er ýms- um takmörkunum háður, en gera má þó ráð fyrir því að það sé hags- munamál þeirra að vígbúnaðar- kapphlaup risaveldanna hægist eða stöðvist. Með aðgerðum eins og á- | rásinni á suðurkóresku farþega- ! þotuna vinna þeir því beint gegn j sínum eigin hagsmunum. e.m.j. i 60.000 GESHRHAFA HEIMSÖrrSÍNINGUNA JÚ* IÐNSYNING 19/8-4/9 I LAUGARDALSHÖLL m FÉLAG ÍSLENSKRA ÐNREKENDA 50 ARA

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.