Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
st jórnmál á sunnudegi
Er verið að leysa
verðbólguvandann
til annan vanda og
Ásmundur
Stefánsson
skrifar
eða búa
stærri?
íslenskt efnahagslíf hefur búið
við hörmulega óreiðu um langa
hríð og verðbólgan orðið að stöð-
ugt alvarlegra innanmeini í efna-
hagskerfinu. Sókn í verðbóglu-
gróða og almennt stefnuleysi hefur
afvegaleitt fjárfestingar svo þær
hafa ekki nýst sem skyldi til fram-
leiðsluaukningar og hagræðingar.
Rekstri fyrirtækja og stofnana er
víða ábótavant. Skipulagsleysið er
það mikið að stjórnmálamönnum
hrýs hugur við og þeir vita ekki
hvar þeir eiga að byrja. Viðbrögð
þeirra við aðsteðjandi vanda mót-
ast af þessu og í stað þess að svara
erfiðleikunum með almennri virkri
efnahagsstjórn, reyna þeir að finna
einn takka til að ýta á. Takkinn er
skýrt og greinilega merktur kjara-
skerðing.
Tillögur ASÍ
og BSRB
Ef menn skoða hug sinn, er þeim
flestum ljóst að verðbólgan verður
ekki læknuð með rothöggi 1. júní
eða 1. september. Þjóðin verður að
vinna sig út úr vandanum, ef árang-
urinn á að verða varanlegur. Vand-
inn verður ekki leystur með sam-
drætti, langvinnri lífskjaraskerð-
ingu og atvinnuleysi. í byrjun maí,
áður en ljóst var hvaða flokkar
myndu skipa sér saman í stjórnar-
myndun, sendu ASÍ og BSRB frá
sér sameiginlega ályktun, þar sem
áhersla var lögð á þessi sjónarmið
og áréttað að gegn vandanum verði
að ráðast með virkri atvinnustefnu
sem kjarna nýrrar efnahagsstefnu.
í ályktun ASI og BSRB var bent
á nauðsyn
• skipulegrar hagnýtingar
orkulinda
• bættra starfsskilyrða og hag-
ræðingar í iðnaði
• samræmds skipulags veiða og
vinnslu
• aðlögunar landbúnaðarfram-
leiðslu að þörfum innlends
markaðar
• bætts skipulags opinberrar
þjónustu
• hagræðingar í bankastarf-
semi, verslun og annarri þjón-
ustu
• sameiningar fjárfestingalána-
sjóða
• skipulegrarúttektarááhrifum
nýrrar tækni.
í ályktuninni var ítrekað, að
markmiðin eru fleiri og röð þeirra
skiptir ekki meginmáli, því árang-
urinn ákvarðaðist ekki af upptaln-
ingunni, heldur raunhæfri fram-
kvæmd. Samtökin beindu þeirri
sameiginlegu áskorun til stjórn-
valda og stjórnmálaflokka, að nú
yrði brotið blað í efnahagsstjórn og
sem víðtækastri samstöðu náð um
stefnu, sem taki tillit til sjónarmiða
verkalýðssamtakanna.
Viöbrögð
ríkisstjórnarinnar
Það er öllum ljóst, að nákvæm,
sundurgreind stefnumótun krefst
samstarfs margra ólíkra aðila. Mál-
ið er flókið og það þarf að greiða
þannig úr flækjunum að ekki flæk-
ist aftur á svipstundu. Um leið og
stefnumótunin er nákvæmlega
sundurgreind þarf að setja fram-
kvæmdinni traustan ramma, því
eins og áður sagði ræðst árangurinn
af raunhæfri framkvæmd. Verka-
lýðshreyfingin bauð fram hönd
sína til samstarfs, en ný ríkisstjórn,
sem ekki taldi sig þurfa annarra
ráð, sló á útrétta höndina. Ríkis-
stjórnin taldi lausnina felast í
skal vera stimpildeild. Það er eðli-
legt að fólk spyrji hvort Alþingi
hafi þá sjálfsvirðingu að telja sér
misboðið, eða telur Alþingi að
hefð sé komin á að afgreiða illvíg
mál í þinghléum, eins og fráfarandi
ríkisstjórn gerði í ágúst 1982 og
áður í desember 1980? Alþingi án
sjálfsvirðingar getur varla vænst
þess að njóta trausts almennings.
ur. í beinum tölum lítur dæmið
þannig út, að lágmarkstekjur sam-
kvæmt kjarasamningum ættu 1.
september að vera rúmlega 14 þús-
und krónur á mánuði, en eru sam-
kvæmt lögum rúmar 10 þúsund og
fimm hundruð. Allra tekjulægsta
launafólk missir því mánaðarlega
um 3.500 kr. vegna kjaraskerðing-
ar ríkisstjórnarinnar og verður að
„í Vestur-Evrópu, Norður-Ameríku, Japan, Ástralíu og Nýja Sjálandi eru 33-34 milljónir manna
atvinnulausar og atvinnulausum fjölgar um þessar mundir um nærri 200 þúsund á mánuði. Tíundi
hver maður er atvinnulaus í þessum löndum. Ef atvinnuleysið yrði sambærilegt hér á landi,
samsvarar það því, að allt starfandi fólk á Vestfjörðum og Norðurlandi vestra sé atvinnulaust
samfeilt allt árið.“
kjaraskerðingu, stórfelldari kjara-
skerðingu en dæmi eru um. Til að
tryggja að kjaraskerðingunni yrði
ekki aflétt með nýjum samningum,
bannaði hún samninga, en með því
banni er vegið að rótum þess
lýðræðiskerfis, sem við búum við.
Engin stjórn á íslandi hefur áður
gripið til slíkra aðgerða.
Sjálfsvirðing
Alþingis
Það vekur athygli, að þegar
ríkisstjórnin brýtur grundvallar-
reglur lýðræðis með afnámi samn-
ingsréttar og lögbýður harkalegri
kjaraskerðingu en dæmi eru um,
virðist ríkisstjórnin þeirrar
skoðunar að umræður á Alþingi
séu tímasóun. Ef marka má yfirlýs-
ingar í fjölmiðlum, virðist meiri-
hluti alþingisrr.anna telja að kalla
eigi Alþingi saman. Ríkisstjórnin
skellir hins vegar við skollaeyrum
og telur truflun að rjúfa sjö mán-
aða hvíldartíma nýkjörins Alþing-
is. Stefnumótun á greinilega ekki
að vera á verkefnaskrá Alþingis að
mati ríkisstjórnarinnar. Alþingi
Júníspá ASI
reyndist rétt
Verðkönnun í byrjun ágúst stað^
festi að júníáætlun Hagdeildar ASÍ
um framvinduna á árinu er nærri
lagi. Sú einfalda staðreynd blasir
því við, að verðlag hefur hækkað
um 50% síðastliðna sex mánuði,
samkvæmt kjarasamningum hefði
kaup átt að hækka um 47%, en
ríkisstjórnin hefur bannað að bæt-
ur vegna verðhækkana verði um-
fram 8%. Nú vantar þannig 36% á,
að launafólk almennt fái það kaup,
sem samningar gera ráð fyrir. Þetta
er að mati ríkisstjórnarinnar óhjá-
kvæmileg kjaraskerðing vegna
10% samdráttar þjóðartekna síð-
ustu tvö ár. Aðrir eiga erfitt með að
fá tölurnar til að ríma.
Afkoma
lágtekjufólks
Allra tekjulægsta verkafólki
voru ætluð 2% aukalega þannig að
það vantar „aðeins" rúmlega 33%
á samningsbundnar lágmarkstekj-
láta sér nægja 10.539 kr. og það
þegar matvöruútgjöld gömlu vísi-
tölufjölskyldunnar frá árunum
1964 og 65 nálgast nú 9 þúsund
krónur á mánuði. Fólk með lág-
markstekjur er 141 stund að vinna
fyrir matarreikningi vísitölufjöl-
skyldunnar í ágúst, en fyrir ári tók
það 96 stundir. Dagvinnustundir í
hverjum mánuði eru ekki nema
173. Það er alvarlegt ástand á
mörgum heimilum á lslandi í dag.
Þúsundir heimila ramba á barmi
gjaldþrots.
Verðhækkanir
ekki bannaðar
Ríkisstjórnin bannar kauphækk-
anir. Ríkisstjórnin bannar kjara-
samninga. Verðhækkanir eru hins
vegar ekki bannaðar. Niðurstaðan
er stórskert kaupgeta og afkomu-
brestur hjá fjölda fólks. Aðgerðir
ríkisstjórnarinnar eru einhliða
kjaraskerðing. Allur árangur hvað
snertir verðbólgu er á kostnað
kjara launafólks og því háður á-
framhaldi á sömu braut.
Ef kjaraskerðingin blífur, hvað
gerist þá? Er ástæðulaust að óttast
að stórfelldur samdráttur eftir-
spurnar leiði til atvinnuleysis? Er
trúlegt að fyrirtæki ráði fólk til
starfa við að byggja hús, sem ekki
eru kaupendur að, við að smíða
húsgögn, sem fólk verður að láta
sig dreyma um, eða til þess að veita
þjónustu sem aðeins fáir geta veitt
sér?
Vítahringur
lækkandi tekna
og atvinnuleysis
Þegar þriðjungur tekna hverfur,
hlýtur sá samdráttur að koma við
innlenda framleiðendur. Þeir
hljóta að draga saman, minnka
yfirvinnu og fækka fólki. Þegar
yfirvinnan minnkar, falla dýrustu
tímarnir niður og tekjutapið getur
orðið tilfinnanlegt. Rétt er að
minna á að meðalverkamaðurinn
aflar þriðjungs tekna sinna með
yfirvinnu. Atvinnumissir hefur
auðvitað enn alvarlegri afleiðing-
ar. Samdrátturinn verður því hæg-
lega að vítahring lækkandi tekna
og atvinnuleysis. Reynslan frá ná-
grannalöndunum sýnir okkur svo
ekki verður um villst, að auðveld-
ara er að detta í atvinnuleysisgryfj-
una en ná sér upp úr henni aftur.
Tíundi hver
maður atvinnulaus
í Vestur-Evrópu, Norður-
Ameríku, Japan, Ástralíu og Nýja
Sjálandi eru 33-34 milljónir manna
atvinnulausar og atvinnulausum
fjölgar um þessar mundir um nærri
200 þúsund á mánuði. Tíundi hver
maður er atvinnulaus í þessum
löndum. Ef atvinnuleysið yrði sam-
bærilegt hér á landi, samsvarar það
því, að allt starfandi fólk á Vest-
fjörðum og Norðurlandi vestra sé
atvinnulaust samfellt allt árið. Ef
til vill er rétt að minna á að atvinnu-
leysið í nágrannalöndunum útilok-
ar að menn leysi sinn vanda með
því að sækja vinnu þar, eins og
margir gerðu 1968-70.
Forðum íslandi
frá stórfelldu
atvinnuleysi
Stórfellt atvinnuleysi kemur al-
mennt þyngst niður á ungu fólki. í
nágrannalöndum okkar er fimmti
hver maður á aldrinum 15-24 ára
atvinnulaus. Ný kynslóð er að
komast á þrítugsaldur án þess að
eygja von. Fjöldi fólks, sem orðið
er 25 og 30 ára, hefur aldrei fengið
að reyna sig í starfi. Við hljótum öll
að krefjast þess að íslandi verði
forðað frá slíkum örlögum. Við
hljótum því að krefjast
• samningsréttar
• afnáms bráða-
birgðalaganna
• nýrrar
efnahagsstefnu
i