Þjóðviljinn - 03.09.1983, Page 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.^». september 1983
Hluti myndlistarmannanna, frá vinstri: Kristján Guðmundsson, Ólafur Lárusson, Tumi Magnússon, Þór Elís Pálsson og Jón Örn Ásbjörnsson.
Stórsýning að Kjarvalsstöðum
Slíkar sýningar eru ferskar og frjó-
Hagsmunafélag myndlistarmanna opnar sýningu í dag
í dag laugardaginn 3.
september, klukkan 16.00,
hefst sýning Hagsmunafélags
myndlistarmanna, aö
Kjarvalsstöðum. Veröur
sýningin opin til 18. þessa
mánaðar, frá klukkan 14.00-
22.00 alla daga.
Þátttakendur í sýningunni eru
hátt á fjórða tug talsins og sýna
velflestir fleira en eitt verk, eða allt
að fimm verkum hver. Eru verkin
af ólíkri stærð og gerð og þekja
vestursal, ganga og fundarsal.
Einnig verða höggmyndir á túninu
kringum salarkynnin.
Fyrir utan hefðbundin málverk
og höggmyndir, verða framdir
gjörningar (Performance), sýnd
myndbandaverk (Video), hljóð-
verk (Audio) verða framin og
sýndar verða kvikmyndir. Einnig
eru á sýningunni uppsetningar (In-
stallation) og umhverfisverk (En-
vironment) alls konar. Hér er því
um mikla fjölbreytni að ræða í vali
efniviðar og aðferða.
Hagsmunafélag myndlistar-
manna er yngsta félagið í Sam-
bandi íslenskra myndlistarmanna.
Hins vegar er það hið næstfjöl-
mennasta. Það var stofnað árið
1979 og var aðalmarkmið þess að
hópa saman myndlistarmönnum,
sem af einhverri ástæðu voru ekki í
öðrum myndlistarfélögum. Annað
markmið félagsins var að sameina
öll félög myndlistarmanna í
heildarsamtök og náðiþaðmark-
mið fram að ganga 15. nóvember
1982. Þá var stofnað Samband ís-
lenskra myndlistarmanna (SÍM) og
eru nú 6 félög innan þeirra vé-
banda.
í Hagsmunafélagi myndlistar-
manna eru ungir listamenn í
meirihluta, fólk sem leggur stund á
myndlist, í víðtækasta skilningi. En
einnig eru innan vébanda félagsins
myndlistarmenn, yngri og eldri,
sem stundað hafa myndlist um
langt skeið, en ekki notið mikillar
skólagöngu né haft tækifæri til að
sýna verk sín á öðrum vettvangi.
Tilefni sýningarinnar er að
stuðla að viðgangi félagsins, sem
átt hefur í erfiðleikum með að fá
viðurkenningu yfirvalda á starfi
sínu. Hingað til hefur félagið ein-
ungis verið til á pappírnum, en nú
skal láta reyna á alvöru félags-
manna. Einnig gefst hér gott tæki-
færi til að koma á framfæri verkum
og vinnu listamanna, sem nýlagðir
eru út á braut myndlistar.
Á því er enginn vafi, að stórsýn-
ingar af því tagi sem nú er opnuð á
Kjarvalsstöðum, eru verðugur
vettvangur fyrir myndlistarmenn,
sem sýna vilja breidd nútímalistar.
sýnmgar eru ferskar og frjó-
ar og er skemmst að minnast þeirra
tveggja stórsýninga, sem settu svip
sinn á bæjarmenninguna á liðnum
vetri: UM-sýningin á Kjarvalsstöð-
um og Gullströndin andar, að
Hringbraut 119. Þær sýningar
vöktu verðskuldaða athygli og líf-
legar umræður um myndlist al-
mennt. Er það von aðstandenda
sýningar Hagsmunafélags mynd-
listarmanna, að þessi sýning sem
nú opnar að Kjarvalsstöðum verði
enginn eftirbátur þeirra.
Sýningarnefnd þessarar sýningar
skipa þeir Þór Elís Pálsson, Tumi
Magnússon, Ólafur Lárusson, Jón
Örn Ásbjörnsson og Halldór Björn
Runólfsson. Sýningunni fylgir veg-
leg sýningarskrá í bókarformi með
upplýsingum og myndum eftir alla
sýnendur.
HBR
erlendar baekur
Vígbúnaðar-
kapphlaupið
Brian Easlea: Fathering the Unthinka-
ble Masculinity.
Scientistsand the Nuclear Arms Race.
Pluto Press 1983.
Brian Easlea hóf feril sinn sem
starfsmaður við kjarnorkurann-
sóknir í Brasilíu á miðjum sjöunda
áratugnum, og þar ákvað hann að
hverfa frá þeim störfum vegna þess
að hann komst að þeirri niðurstöðu
að kjarnorkuvopn væru ekki nauð-
synleg til þess að verja vestræna
menningu gegn árásar- og ein-
ræðisstefnu Sovétríkjanna. Hann
vitnar í umsagnir Einsteins um
hættuna sem stafar af feigðarflani
Bandaríkjanna í kjarnorkuvígbún-
aði, sem drægi allan heiminn á eftir
á sömu braut og einungis væri hægt
að forðast ósköpin með því að gjör-
breyta stefnu Bandaríkjanna á
þessu sviði, með pólitískum
aðgerðum innan þeirra. Easlea
álítur að þátttaka Bandaríkjanna í
síðari heimsstyrjöld hafi bjargað
efnahagskerfi þeirra jafnframt sem
það bjargaði Evrópu frá nasískum
terror. Bandarískt hagkerfi byggist
á eyðslu og stöðugri endurnýjun
framleiðsluvaranna þar m.a.
stöðugri endurnýjun og endurbót-
um á kjarnorkuvopnum. Meðan
þessi stefna er ráðandi verður kom-
ist hjá fjölda-atvinnuleysi og
kreppu.
Iðnaðarsamsteypurnar og Pen-
tagon eru nátengd, en það var sú
staða sem Eisenhower óttaðist
hvað mest. En hvað veldur þessu
ástandi? Easlea telur að ástæðanna
til þessa sé ekki einungis að leita í
gróðahyggju, heldur liggi undirrót-
in dýpra. Hann telur að kveikjunn-
ar að vígbúnaðarkapphlaupinu sé
að leita aftur á 16. og 17. öld, ekki
síst í kenningum Francis Bacons
um að menn geti sigrast á náttúr-
unni og umhverfinu með rann-
sóknum og vísindalegum aðferð-
um, undirokað hana, á sama hátt
og karlmaðurinn undirokar kon-
urnar.
Höfundurinn telur að karlaveld-
ið hafi magnast á þessum öldum og
einn þáttur þess hafi verið auknar
galdraofsóknir, sem beindust svo
til eingöngu gegn kvenfólki. Norn-
in varð dæmi um hina óbeisluðu
náttúru, náttúran sjálf var kven-
kyns, jörðin og konan voru tengd,
skilningur konunnar var jarðlægur
og hvatir hennar og allt eðli var
talið spillt, það varð að hemja þetta
spiilta eðli og þessar myrku hvatir á
sama hátt og menn sigruðust á nátt-
úrunni og „tókust á við jarðveg-
inn“ (eins og segir í auglýsingu frá
jarðýtusölum í dagblöðum ný-
verið).
Óttinn við „femínu“ var óttinn
við það óþekkta og ummyndaðist í
hatur, allt veikburða var talið
kvenlegt, sem ekki hæfði karl-
mönnum, mildi og hlýja var ekki
talin karlmannleg og lykilstörf
kvenna, barnauppeldi, umsjón
heimilisins og matargerð hæfði
ekki heldur. Einföld dagleg störf
voru sett á óæðri bekk.
Bak við þetta felst óttinn við
„anímuna" (Jung), sem býr í öllu
karlkyns, sem býr í djúpum, sem
aldrei verða krufin né skýrð með
línuritum.
Höfundurinn fjallar um skáld-
sögu Mary Wollstonecraft Godwin
Shelley, „Frankenstein“, en þar
telur höfundur uppdregna mynd af
karlmannaveldinu á ystu nöf. Vís-
indamaður býr til veru „Franken-
stein“, sem er hugsjón karlmann-
sins, smátt og smátt breytist þessi
vera í hreina ófreskju, sem veit allt
getur allt og kemst allt, persónu-
gerð framfara, sem leiða aðeins til
glötunar, sálarlaus (animan)
skepna, merkt dauða og djöfli.
Nauðgun náttúrunnar hefnir sín
gífurlega og svo getur farið að ör-
lög Frankensteins verði örlög
manna.
Easlea rekur fjölmörg dæmi um
afstöðu nútíma kjarnorku-
vísindamanna til atvinnu sinnar,
hún er fyrst og fremst spennandi,
þeir töluðu um að „fæða bomb-
una“ og þegar fyrsta tilraunin var
gerð dönsuðu þeir af gleði yfir
„fullburða fæddu barni". Samlík-
ingar þeirra og orðaval á sér
hliðstæðu í orðavali klámkjafta og
dóna um kvenfólk. Höfundurinn
nefnir fjölmörg dæmi um samtal
þeirra og skrif varðandi undirbún-
ing og gerð sprengjunnar og dá-
sömun þeirra á sprengingunni yfir
Nagasaki og Hiroshima „skýið
hófst upp eins og öflugt stjörnu-
hrap, virtist lifandi þar sem það
hófst upp í óravíddir háloftanna.
Þetta var iifandi vera, ný líftegund,
sem var aö fæðu.'.t fyrir augum okk-
ar“. Lýsingin á því þegar sprengj-
unni var varpað út: „Litli drengur-
inn (þ.e. bomban) þrýstist úr kviði
B-29“.
Og svo dansaði allur vísinda-
mannaskarinn í Los Alamos, þegar
fréttirnar bárust um „vel heppnaða
aðgerð“, drakk kampavín og
klæmdist. Karlmaðurinn hafði loks
sýnt sig færan um að fæða af sér
barn.
Frankensteinar nútímans ráða
ferðinni og hafa allan heiminn í
taumi, hugmyndafræði þeirra
mótar mat manna og afstöðu og
bjálfalegar draumsýnir þeirra um
al-hannaðan heim eru það sem
koma skal.
í lokakafla ritsins ræðir höfund-
urinn um það sem gera þarf til þess
að útiloka hættuna af gjöreyðingu,
en hann telur hana byggjast á sljóu
tilfinningarlífi og heimsku tækniró-
bótanna, frankensteinanna, menn
skyldu minnast þess að þeir eru
hluti náttúrunnar og ef þeir gleyma
því þá renna upp „vondir dagar“.