Þjóðviljinn - 03.09.1983, Síða 20

Þjóðviljinn - 03.09.1983, Síða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 3.-4. september 1983 notað og nýtt Ein sorgleg saga af vinstrisinnanum og kynlífsbylgjunni Eftir aö hafa lagt firnalega á hiö vinstrisinnaða taugakerfi sitt í tíu ár meö hugmyndafræðipælingum og allsherjarþátttöku í Hreyfingunum áttaði hann sig á því eftir martraðir og svitakóf að æskan var liðin og með henni ástríðan og löngunin. Hann vaknaði klukkan sex að morgni meðfrumhvataöskurámunrii, greip Málgagnið og fór að lesa um nýjustu vinstribylgjuna: kynlífsbylgjuna. Sem betur fór mátti hér og þar lesa um þaö hvernig menn höföu með „sálrænu nuddi“, „gestaltter- apíu“, „heilsufæði" eða gamaldags greddu vakið upp aftur svæfðar langanir sínar. Með því að virkja leifarnar ef eðlislægri andúð á áhrifavaldi höfðu þessar mann- eskjur lokað augum fyrir flokkn- um, hugmyndafræðina, Marx og Lenín og öðrum óljósum feðra- ímyndunum til þess að kasta sér í hvers annars faðm með fífldirfsku þess sem brennur í skinninu eftir lausn. Það var að sönnu ekkert tal- að um ást heldur hin sjálfsögðu mannréttindi beggja kynja til blæ- brigöaríks kynlífs. Hér var um líf- fræðilega uppreisn að ræða sem var sjálfhverf vegna þess að í henni fól- ust mótmæli þrælsins eftir margra ára ófrelsi. Ég líka, stundi hann og skalf af tilhugsun um sjálfan sig sem titr- andi útfrymi Wilhelm Reich, sveipað í blátt Ijós stjörnuþoku fullnægjunnar. Og hann tók námskeið í tantra- jóga, rifjaði upp ástaljóðin sem hann samdi árið 1968, Ias bækur um Allsherjarfullnægjuna og hugs- aði um lærin á flokksfélaga Rósu. Og hann gladdist yfir því að það gengu öflug taugaboð frá heila hans og niður - og öfugt. Pólitískir samherjar skömmuðu hann fyrir skort á félagshyggju en þeir urðu honum óverulegir eins og allt ánn- að meðan á þessari endurfæðingu stóð. Og hann ýtti frá sér þeirri freist- ingu að finna sér einhverja pólit- íska réttlætingu fyrir fullnægingu vissra frumþarfa og bauð Rósu í bíó. Þau sáu njósnamynd og átu lakkrís. Og undir áhrifum eigin orgongeisla, vel kryddaðrar pissu og hinna ópólitísku handa Rósu fékk hann 35 ára að aldri sína fyrstu allsherjarfullnægingu - að vísu ekki nema treikvart. Jafnvel hin kapítalrökvísa spennitreyja hans sprakk eins og sést af því að hann samþykkir hugsunarlaust hið ómögulega með treikvartupplifun hins Algjöra. Svo fluttu þau Rósa inn á neðri hæð í raðhúsalengju, fengu sér lítinn Citroén, fengu sér dregla á gangana, fengu sér arin í stofuna og eitt barn. í þessari röð. Hér var um að ræða ólýsanlega framvindu til hins normala, hins miðjuleitandi borgaralega lífsmáta, til hinnar af- brigðilegu meðalmennsku. Bak- sveifla frá kommúnuhyggju til kjarnafjölskylduendurfæðingar innan fjögurra hárra veggja. Hann þvoði upp og keyrði gam- aldags barnavagn meðfram Tjörn- inni og þau Rósa skiptust á um að vera kynferðilegt andlag í fullkom- lega andfélagslegu syndafalli. Skilurðu það ekki, sagði hann við gamlan vin, sem sat enn ríg- bundinn í sálrænni kvöð óendan- legra pólitískra funda, skilur þú ekki, að byltingin byrjar í þér sjálf- um, inni í þér, í þínu holdi sjálfu. Jamm. Það er þinn kroppur sem er kúgaður. Þú heldur, að þú getir sigrað óvininn herfræðilega og hugmyndafræðilega, en meðan þú og aðrir smíða sér baráttuaðferðir til að berjast við framsókn borgara- legra gilda þá kúgar borgaraskap- urinn þig í sexinu. En samt skein sólin yfir eld- flaugakerfin og Reagan og Thatc- her og aðrir íhaldsdelar söfnuðu miljónum hins þögla meirihluta með skelfilegum hraða um þær hugsjónir, sem með órökvísu eðli sínu höfðu lagt grundvöllinn að fasismanum á þriðja áratugnum. Og þetta lagðist smám saman þungt á hug hans, rétt eins og píanó væri lagt á maga hans. Og bylgjur hins frelsandi holds Rósu fóru að vekja upp með honum sjóveiki. Hann byrjaði aftur að reykja hass eftir morgunmat til að fela slæma samvisku sína. Og í sam- skiptahópi nýfrjálsra karla brotn- aði hann saman með nýfrelsuðum tárastraumi og viðurkenndi, að hann hefði slitnað frá sínu pólitíska akkeri og snerist vitundarlíf hans eingöngu um hann og Rósu og svo um aðrar konur, guð hjálpi oss. Allsherjarfullnægjan var nú komin aftur niður í áttatíu prósent. Hann hafði frá æskuárum í hreintrúarsamfélagi vinstrimanna orðið sér úti um þroskaða synd- armeðvitund en allt það voru smá- munir miðað við það sem hann nú upplifði. Eftirsamfarabölsýni of- sótti hann þegar hann - enn með endurlausnaróp Rósu í eyrum - laumaðist um nætur til skrifborðs síns þar sem hann rótaði með skjálfandi höndum í gömlum fund- argerðum, drögum að greinum og svo framvegis. Herra minn sæll og trúr, stundi hann. Þetta tungutak! þessi strang- leiki, þessi rökvísi, þessar glæstu kröfur! Hann hvolfdi í sig heimabruggi og hugsaði með titrandi hjarta til þess, að hann væri undir tvöfaldri skothríð, hann væri varnarlaus og persónulaus aumingi sem flæktist blindur milli skotgrafa hinnar pó- litísku framvarðarsveitar annars- vegar og skotgrafa kynlífs og sjálfs- upplausnar hinsvegar. Á einskis manns landi... AB stældi og endursagði. sunnudagskrossgátan 387 1 2 3 5 3 fe 9 8 V 4 10 II 5 12 B V 2 14 3 15 9 V II lí /0 á V 19 T8 12. 10 4 19 8 19 $ 12 20 17 7 « 3 21 21 20 nn 12 II « 4 IS Pi 3 8 7 8 II II 20 V 1 b II V 10 H 2 14 « 1 15 V V 22 15 il 15 14 14 V 7 V 24 1 15 12 15 23 25 9 ll 19 % 2 llV 15 V 3 8 rs r? II 1/ 5É 3 9 V 27 IS )4 12 1« IS 5 "L ‘S P u isr 4 V 5 2« /9 15 % 12 li '°Ó V 24 15 19 15 19 15 3 V 5 3 23' 4 15 12 2 19 19 V 2 3 8 II II 5 10 9 1 /« 8 k> T~ II 20 V .9 3o X 25 B 9 pn V 2 to IS 2 19 15 3 2 .1 28 AABD ÐEÉ FGHIÍJKLMNOÓPRSTUUVXYÝÞÆÖ Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá nafn á fisktegund. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðvilj- ans, Síðumúla 6, Reykjavík, merkt „Krossgáta nr. 387“. Skilafrest- ur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 23 3 27 9 /? Lf- 2 1/ /.2 8 Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp. því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar segja til um. Einnig er rétt að taka fram, að í þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum sér- hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt. Verðlaunin Verðlaun fyrir krossgátu 383 hlaut Eiríkur Jensson, Bústaðavegi 65. Lausnar- svarið var Vindheimar. Verðlaunin að þessu sinni er bókin „Að haustnótt- um“ eftir Knut Hamsun, en það er Almenna bókafé- lagið sem gefur út. KNUT HAMSUN

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.