Þjóðviljinn - 03.09.1983, Side 22
22 SÍÐA — ÞJÓÐVlLjINN helgin 3.-4. september 1983
um hclgína
Sölusýning
I dag opnar sölusýning 4ða árs
nema Myndlistar- og handíðaskóla
Islands til styrktar ferðasjóðs
vegna námsferðar þeirra til Ítalíu.
Er sýningin haldin á Básum Lauga-
vegi 21 og hefst sumsé í dag kl. 9 og
stendur yfir til kl. 19 í kvöld.
Þarna er um að ræða æskuverk
í dag
meistaranna og auðvitað til sölu á
vægu verði.
Samtímis sýningunni verður selt
kaffi og vöfflur með rjóma á hóf-
legu verði og ennfremur verður fló-
amarkaður á planinu fyrir utan
húsið. Mikið um að vera að Lauga-
vegi 21 í allan dag.
Mánudagskvöld í Kvosinni
Listarmnmklúbbur
Bandalag íslenskra listamanna
hyggst endurvekja starfsemi lista-
mannaklúbbs í Reykjavík. Hug-
myndin er, að fyrsta mánudags-
kvöld hvers mánaðar komi lista-
menn saman í „Kvosinni" (Rósen-
bergskjallaranum), sér til and-
legrar og líkamlegrar hressingar.
Aðgang að listamannaklúbbnum
eiga allir í félagatali B.Í.L., og
einnig er þeim heimilt að taka með
sér gesti á meðan húsrými leyfir.
Klúbburinn opnar mánudags-
kvöldið 5. september n.k. kl.
20.00.
Elísa og Hallgrímur
í dag laugardaginn 3. september
kl. 14.00, opna Elísa Jónsdóttir og
Hallgrímur Helgason samsýningu í
húsinu við Stýrimannastíg númer
8. _
Á efri hæðinni sýnir Hallgrímur
88 ágætar teikningar unnar á A4-
blöð og í kjallara og garði sýnir
Elísa keramik og postulínsmuni.
Sýningin, sem verður opin frá kl.
14.00-22.00 um helgar og kl.
16.00-22.00 alla virka daga, stend-
ur til ellefta þessa mánaðar.
Aðgangur er ókeypis og eru allir
velkomnir.
myndlist_______________________
Kjarvalsstaöir
Skipulagssýning í austur-forsal.
I tengslum við Norræna bygginga-
daginn var Borgarskipulagi
Reykjavíkur með sýningu á Kjar-
valsstöðum. Sýningin verður opin
almenningi fram á sunnudags-
kvöld, 4. septemger. Starfsmenn
Borgarskipulagsins munu
kynna sýninguna og efni hennar
á sunnudaginn kemur kl. 16.00
Hagsmunafélag myndlistar-
manna opnar sýningu á verkum
félagsmanna á laugardaginn kem-
ur. Sýningin verður í vestursal, for-
sal, fundarsal og í garðinum um-
hverfis Kjarvalsstaði.
Listasafn alþýðu
Ingiberg Magnússon og Sigurður
Þórir með sýningu sem stendur til
11. september.
Myndlistarskólinn á Akureyri
Bragi Ásgeirsson með grafíksýn-
ingu.
Bókasafn ísafjarðar
Málverk og grafík eftir Daða
Guðbjörnsson. Til 3. sept.
Nýja íþróttahúsið á Akureyri
Sýning fimm manna frá Akureyri
og Reykjavík. Nýja málverkið.
Listmunahúsið
Eyjólfur Einarsson með sýningu.
Allt til sölu. Opið um helgina frá tvö
til tíu.
Fjórða árs nemendur MHÍ
Listamennirnir Elísa og Hallgrímur á tröppum hússins Stýrimannastígur 8
þar sem þau opna sýningu í dag.
Stýrimannastígur 8:
Sýning Ljósmyndasafnsins hf
Myndir úr verslunum
Nú stendur yfir í sýningarsalnum
Bólvirki í Versluninni Álafoss,
Vesturgötu 2, sýning á gömlum
ljósmyndum úr verslunum.
Sýningin var opnuð í sambandi
ivið Iðnsýninguna ’83 í þeim til-
gangi meðal annars að tengja
saman verslun og iðnað og sögu
þessara atvinnugreina.
Þarna eru meðal annars sýndar
myndir innan úr ýmsum verslun-
um, sem áberandi voru í Reykjavík
á fyrri hluta aldarinnar og má þar
nefna Verslunina Edinborg, Skó-
verslun Lárusar G. Lúðvíkssonar,
Véla- og Raftækjaverslunina
Heklu og Verslun Marteins Einars-
sonar.
Sýningin, sem er opin á al-
mennum verslunartíma, er á veg-
um Ljósmyndasafnsins h/f, Flóka-
götu 35 og mun standa til 16. sept-
ember næstkomandi.
Norræna húsið
Gallerí Lækjartorg
Aðalsteinn Vestmann með sýn-
ingu á vatnslitamyndum. Lokar 4.
sept.
Básar Laugavegi 21
Fjórða árs nemendur MHl með söl-
usýningu í dag. Opið 9-19 í dag.
Stýrimannastígur 8
Elísa Jónsdóttir og Hallgrímur
Helgason opna í dag samsýningu í
húsinu Stýrimannastígur 8 í
Reykjavík. Opið 14-22 um helgar
en 16-22 virka daga. Opin til 11.
september.
Norræna húslð
Norskir listamenn sýna, Vebjörg
Hagene Thoe og Scott Thoe. Sýna
veggteppi og málverk. Opið dag-
lega frá 1-19 og lýkur sýningunni
13. september.
Verslunin Álafoss
Ljósmyndasafnið hf. sýnir gamlar
Ijósmyndir úr verslunum. Opið á al-
mennum verslunartíma fram til 16.
september.
Úlfarsfell
Fánasýning Halldórs Ásgeirssonar
á sunnanverðu Úlfarsfelli.
Níunda
laugardagsferð
NVSV________________
Útí
óvissuna
Níunda laugardagsferð Náttúru-
verndarfélags Suðvesturlands til
kynningar á fyrirhuguðu Náttúru-
gripasafni íslands verður óvissu-
ferð, þ.e. það verður ekki gefið
upp hvert farið verður fyrr en í
byrjun ferðarinnar. Þessi ferð
verður farin í stað annarrar sem
fresta varð til 17.-18. september og
verður það ellefta og lokaferð okk-
ar að þessu sinni. Þátttaka íþessum
laugardagsferðum okkar hefur ver-
ið afargóð og greinilegt er að mjög
almennur áhugi er fyrir því að
stofnun sem veiti almenna náttúru-
fræðslu með stórum sýningarsal,
fyrirlestrum, ferðum, góka og
tímaritakynningu, litskyggnu og
myndbandasýningum og leigu
o.s.frv., verði sem allra fyrst komið
upp.
Leiðsögumaður/menn verða að
sjálfsögðu ekki kynntir fyrr en í
byrjun ferðar.
Farið verður að venju frá Nor-
ræna húsinu kl. 1.30. Verð 150 kr.,
frítt fyrir börn. Komið verður til
baka um kl. 7.00.
Norskir listamenn
í dag laugardaginn 3. sept. kl. 18 '
verður opnuð sýning tveggja
norskra listamanna í sýningarsöl-
um Norræna hússins. Það eru hjón-
in Vebjörg Hagene Thoe, sem sýn-
ir veggteppi og Scott Thoe, sem
sýnir málverk.
Þau eru búsett á Vesturvogey í
Lófóten, þar sem þau vinna að list
sinni og hafa t.d. unnið mikið að
listskreytingum á opinberum
byggingum og fyrir einkaaðila.
Sýningin í Norræna húsinu verð-
ur opin daglega kl. 14-19 og henni
lýkur 13. sept.
Ráðgert er að Scott Thoe haldi
fyrirlestur í Norræna húsinu mánu-
dagskvöldið 5. september kl. 20:30
og tali um listamenn í Lófóten.
Nánar auglýst síðar.
Frisenette aftur
Frisenette, dávaldurinn heims- ember mun hann troða upp í Al-
kunni, sem hér var á ferð í fyrra er þýðuhúsinu á ísafirði kl. 20.00,
aftur kominn til íslands til að leika sunnudaginn 4. sept. kl. 21.00 í
listir sínar fyrir landsmenn og gera Miðgarði í Skagafirði og á mánu-
ofurlítið grín að þeim í leiðinni. dag mun verða sýning kl. 21.00 í
Hann hóf sýningar 1. septemberog Nýja Bíói á Siglufirði.
á morgun laugardaginn 3. sept-
Þessir sýna um þessar mundir í Listasafni Alþýðu: Ingiberg Magnússon,
Pjetur Hafstein Lárusson og Sigurður Þórir Sigurðsson. Ljósm. eik.
Sýning í Listasafni alþýðu
Málverk og Ijóð
Nú stendur yfir í Listasafni al-
þýðu við Grensásveg, myndlistar-
sýning Sigurðar Þóris Sigurðs-
sonar og Ingibergs Magnússonar,
en verk hins síðarnefnda eru mynd-
skreytingar við Ijóð í nýútkominni
bók Pjeturs Hafsteins Lárussonar,
í djúpi daganna.
Sýning þessi opnaði um sl. helgi
og stendur yfir til 11. september.
Að sögn Sigurðar Þóris voru til-
drög hennar þau að þegar þeir Ingi-
berg og Pjetur ákváðu að gefa út
ljóðabókina leituðu þeir stuðnings
Álþýðusambandsins og var hann
veittur með því að ASÍ keypti á-
kveðinn hluta upplagsins og það
skilyrði jafnframt sett að myndirn-
ar yrðu til sýnis í sal Listasafns al-
þýðu. Þar sem um stóran sal er að
ræða varð það að ráði að myndir
Sigurðar yrðu einnig til sýnis.
Myndir Ingibergs eru 28, þar af
25 grafíkverk úr ljóðabókinni.
Myndir Sigurðar eru 34, 20 olíum-
álverk og 14 myndir með blandaðri
tækni.
Á sunnudag verður uppákoma í
tengslum við sýninguna, en þá
munu þeir bræður Haukur og
Hörður sýna hreyfilist.