Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 1
DJÚÐVIUINN
„Algert þrælahald
hjáStuttgartog
tillitsleysi
gagnvart íslenskri
knattspyrnu,"
segir formaður
KSÍ.
Sjá 9-12
september 1983
þriðjudagur
'212. tölublað
48. árgangur
Þúsundir bifreiðaeigenda komast í greiðsluþrot
komnar í skoðun í byrjun
þessa mánaðar. Ýmisteru
þær alveg ókomnar eða
fengið græna miða og ekki
sýnt sig aftur“, sagði
Guðni Karlsson forstjóri
Bifreiðaeftirlitsins í
samtali við Þjóðviljann.
Fjöldinn allur af
bifreiðum hefur verið
tekinn úr notkun þar sem
eigendur hafa ekki komið
með þá í skoðun.
N úmer aplöturnar
hrannast upp hjá
Bifreiðaeftirlitinu. Að
sögn skoðunarmanna er
áberandi hversu ástand
bifreiða er slæmt eins og
sýnt hefur sig í
skyndiskoðunum að
undanförnu. Almennt
peningaleysi er sögð
orsökin. Tryggingagjöldin
eru mjög há og menn hafa
ekki efni á að láta gera við
bifreiðar fyrir skoðun.
Númerin hrannast upp
,Það vantar um 3000
bifreiðar sem áttu að vera
„Bílar heimtast illa í skoöun hjá
okkur. Það vantar líklegast um 25-
30% af þeim sem á að vera búið að n
skoða,“ sagði starfsmaður bif-
reiðaeftirlitsins í Hafnarfirði í sam-
tali við Þjóðviljann. Hann sagði að
það væru aðallega „blankheit“ sem
héldu aftur af fólki. „Það stendur í
fólki að borga tryggingagjöldin.
Bílar voru í almennt góðu ástandi
þegar við byrjuðum að skoða en
þeir sem við erum að skoða núna
eru í mun verra standi. Þetta eru
þeir bílar sem verið er að reka í
skoðun".
Talsmenn stærstu bifreiðatrygg-1
ingafélaganna voru sammála um|
að verr gengi að innheimta bif-
reiðatryggingagjöld að þessu sinni
en áður. Bifreiðaeigendur færu al-
mennt fram á að mega skipta af-'
borgunum, borguðu inn á reikning
og greiddu síðan afganginn með
víxlum. Þó nokkuð væri um að
greiðslur kæmu ekki skilvíslega.
- lg/-v.
Vann
324
þúsund
Aðeins 1 seðill kom fram með 12
réttum í síðustu leikviku Getrauna
og hlaut eigandi hans nærri 305
þúsund krónur fyrir vikið. Þá var
sami seðill með 6 raðir með 11 rétt-
um og var því heildarvinningur
fyrir seðilinn 324.601 kr. Það var
ungur Hafnfirðingur sem reyndist
svo getspakur.
Alls komu 39 raðir fram með 11
rétta og fá eigendur þeirra 3.346
kr. fyrir röðina. - Ig.
Sigurður Bjarnason starfsmaður Bifreiðaeftirlitsins raðar númcraplötum af bifreiðum sem teknar hafa verið af skrá inn í númerageymslu eftirlits-
ins. Þangað streyma nú númeraplötur sem klipptar eru af bifreiðum sem ekki hefur verið komið með til skoðunar á tilskildum tíma. Mynd - eik.
Lyf og læknisþjónusta hækka um 33 - 92%
Sjúkir beri byrðarnar
„Þorpið sem
hvarfi*. -
Blaðamaður
Þjóðviljans gengur
um Káifshamarsvík
með Friðgeiri
Eiríkssyni á
Sviðingi“.
Lyfja- og læknisþjónusta al-
mcnnings hækkar nú um mánaða-
mótin um frá 33.3% uppí 92.3%
eftir tegund þjónustu. Þetta var tii-
kynnt með reglugerð 8. september
sl. en hefur ekki farið hátt til þessa.
Þegar samningarnir voru í gildi,
reiknuðust hækkanir á þessum
kostnaði inní launin, en nú er því
ekki iengur að heilsa, þarsem
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
banna útreiknaðar og umsamdar
verðbætur á laun.
Sá hluti kostnaðar af lyfjum og
þjónustu sem kemur í hlut
neytenda hækkar á bilinu frá
33.3% til 93.3%. Þannig hækka lyf
(innlend) úr 26 krónum í 50 krón-
ur. Erlend lyf hækka úr 64 í 100
krónur. Heimsókn hjá sérfræðing-
um hækkar einnig úr 64 kr. í 100
krónur.
Hlutur sjúklinga í almennri
læknishjálp heimilislækna hækkar
úr 15 í 25 kr. á stofu en úr 30 kr. í 50
kr. í heimsóknum lækna. Þá hækk-
ar hlutur sjúklinga í ferðakostnaði
innanlands úr 300 krónum í 400
krónur fyrir fyrstu ferð, en úr 150 í
200 fyrir seinni ferðir.
Um þetta mál voru gefnar út
fjórar reglugerðir á vegum
heilbrigðisráðuneytisins 8. sept-
ember sl. en hækkanirnar koma til
framkvæmda 1. október nk.
Elli- og orörkulífeyrisþegar
greiða helmingsgjald einsog áður
en hækkunin er jafn tilfinnanleg
fyrir þá þarsem bætur hafa ekki
hækkað neitt á við þessar svimandi
verðhækkanir.
-óg
Húsbyggjendur að sligast
Hálfbyggð hús seld undir kostnaðarverði
Kínverskur matur
kvað vera lostæti
hið mesta og í
Búsýslunni í dag er
kínversk
matargerðarlist
kynnt.
„Það er enginn vafi á því að fok-
held hús eru nú seld undir kostnað-
arverði, en hversu mikið fer eftir
ýmsu, m.a. húsagerð og því hvað
menn hafa byggt dýrt“, sagði fast-
eignasali í Reykjavík í viðtali við
Þjóðviijann í gær. Aðrir viðmæl-
endur blaðsins á fasteignastofum
tóku í sama streng, sögðu engan
græða neitt á því nú að selja hálf-
byggða eign; tap húsbyggjandans
gæti numið alit að 20%.
í fasteignaauglýsingum Morgun-
blaðsins um helgina bar mikið á
fokheldum einbýlishúsum og rað-
húsum sem auglýst eru á 1.6-3
miljónir eftir aðstæðum. Raðhúsin
kosta frá 1.6-2.2, þau ódýrustu eru
í Selási og Breiðholti, þau dýrustu í
Fossvogi og Suðurhlíðum. Ekki er
það þó staðurinn einn sem veldur
þessum verðmun, heldur hitt, að
byggingarkostnaður á síð-
astnefndu svæðunum er oftast
meiri, húsin byggð á fleiri pöllum
og þau jafnvel stærri.
Algengt er í þessum auglýsing-
um að boðin eru skipti á minna
húsnæði og sögðu viðmælendur
blaðsins að í flestum tilfellum væri
fólk að gefast upp á byggingunni og
sæi fram á að geta ekki lokið henni
nema með því að setja sig í þrot.
í júní í sumar var byggingar-
kostnaður samkvæmt heimildum
Þjóðviljans áætlaður 18 þúsund
krónur á fermetra í fullbúnu ein-
býlishúsi, 12 þúsund á tilbúnu
undir tréverk og 7 þúsund á fok-
heldu. Síðan hefur byggingavísital-
an hækkað verulega m.a. vegna
hækkunar á sementi.
-Á1
Stríðið við starfs-
fólkið á spítölunum
Sjá baksíðu