Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 20. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Hinn gagnkvæmi ótti og tortryggni birtist í ýkjum skopteiknaranna. Til vinstri er sovésk mynd al' Keagan, t.h. er bandarísk teikning af sovéskri herþotu. SUIMRIIN 1ÍU&/Í1 Kóreska farþegaþotan: Fórnarlamb ótta og tortryggni Þótt sá verknaður að skjóta niður varnarlausa farþegaþotu með 269 manns innanborðs einsogáttisér stað út af austurströnd Sovétríkjanna aðfaranótt 1. september s.l. verði með engu móti réttlættur, þá er þó enn, 19dögumsíðar, nokkrum mikilvægum spurningum ósvarað, sem varpað gætu Ijósi á málið. Þess er ekki síst þörf í Ijósi þess að veruleg hætta virðist nú á að stórveldin tvö komist úr kallfæri hvort við annað vegna gagnkvæms ótta og misskilnings, og fátt mun hættulegra friðnum í heiminum á okkartímum. Þær spurningar sem hér um ræð- ir eru einkum þessar: 1) Hvernig gat það skeð, að farþegaþota búin fullkomnustu siglingatækjum gat villst af leið um sem svaraði 500 km og. flogið klukkustundum saman yfir sov- éskri lofthelgi og sovésku landi án þess að átta sig? 2) Hvernig stóð á því að þær bandarísku og japönsku flugum- ferðarstjórnir, sem áttu að fylgjast með flugi kóresku farþegaþot- unnar á þessum slóðum, vöruðu hana ekki við og leiðréttu villu hennar? Stjórnun flugumferðar á umræddri flugleið var á ábyrgð jap- anskra og bandarískra flugum- ferðarstjóra. 3) ErsúfullyrðingSovétmanna, að flugáhöfn farþegaþotunnar hafi hundsað allar aðvaranir rétt, eða var vélin skotin niður án frekari viðvörunar eins og bandarísk stjórnvöld hafa haldið fram? Erlendir fjölmiðlar hafa á und- anförnum dögum velt þessum spurningum fyrir sér án þess að endanlegt svar hafi fundist. Rakin hafa verið dæmi um hliðstæða at- burði, þar sem flugvélar hafa villst af leið, en eftir stendur sú stað- reynd, að flug kóresku farþega- þotunnar var með engu móti eðli- legt og stefndi flugöryggi á viðkom- andi flugstjórnarsvæði í voða. Tœknileg mistök Bandaríska dagblaðið Washing- ton Post segir að sá munur sé á flugumferðareftirliti yfir landi og úthafi, að yfir meginlandinu fylgist flugumferðarstjórnir með sér- hverri hreyfingu vélanna, á meðan flugi yfir úthöf sé meira stýrt af sigl- ingartækjum vélanna sjálfra, en Sovésk og bandarísk stjórnvöld hylma yfir staðreyndir málsins af gagnkvœmum ótta og tortryggni radarstöðvar taki þær þó inn á sitt eftirlitskerfi á ákveðnum „blett- um“ á flugleiðinni. Vélarnar hafa fyrirfram uppgefna leið, flughæð og flugtíma, og á ákveðnum stöð- um á leiðinni eiga vélarnar síðan að hafa samband við flugumferðarst- jórnir á jörðu niðri. Vélar eins og Boeing 747 hafa sín eigin flugleiðsagnartæki og þurfa ekki að styðjast við radarmælingar á jörðu niðri. Flugstjórnarkerfi það sem kóreska vélin var búin var af gerðinni Inertial Navigation System (INS), en þetta kerfi styðst við tölvu sem flugstjórinn matar á þeim lengdar- og breiddargráðum sem marka leiðina sem fljúga á eftir. Talið er hugsanlegt að tölvan hafi verið vitlaust mötuð. Séu tölv- unni veittar vitlausar upplýsingar mun hún af sömu nákvæmni leiða vélina á vitlausan áfangastað. Was- hington Post hafði það eftir flug- stjórnarmönnum að slík mistök gætu átt sér stað, en að þau væru afar fágæt. Þá er mjög algengt á föstum flug- leiðum eins og hér er um að ræða að fyrirmælin til tölvunnar séu geymd á kasettuböndum til að úti- loka mistök af þessu tagi. Sé hins vegar lesið beint inn á tölvuna fer það venjulega þannig fram að að- stoðarflugstjóri les upp tölurnar og flugstjóri hefur þær eftir um leið og hann stimplar þær inn. Verði bilun í tölvunni eru tvær varatölvur um borð viðbúnar að taka við þeirri fyrstu. Ábyrgð flugum- ferðarstjórnar Flugleið sú, sem kóreska vélin flaug eftir, er kölluð R-20 og er nyrst 5 samhliða flugleiða á milli Anchorage í Alaska og Tokyo í Japan. Flugleið þessi liggur aðeins 15 mílur frá sovéskri lofthelgi. Þeg- ar flugleið þessi var endanlega á- kveðin með milliríkjasamningi í mars 1982 samþykktu bandaríska flugumferðastjórnin (FAA) og bandaríska varnarmálaráðuneytið að radarstöðvar hersins fylgdust með og stýrðu vélum inn á flug- leiðina frá Alaska, og átti banda- ríski herinn þá að gera flugumferð- arstjórninni viðvart ef vélarnar færu út af réttri braut. Þetta kerfi átti að ná 200 mílur út fyrir strend- ur Alaska. Eftir þessar 200 mílur lýtur vélin eigin stjórn, nema hvaö henni ber að tilkynna staðará- Brotna línan sýnir flugleið þotunn- ar og staðinn þar sem henni var grandað. Óbrotna línan sýnir áætl- aða flugleið. Síðasta staðarákvörð- un sem kóreska þotan gaf upp var austur af Hokkaido, en þá var hún í raun skammt austan við Sakalin-eyju og utan ratarsjársviðs japönsku flugumferðastjórnarinn- ar. kvarðanir til bandarískra og jap- anskra flugumferðarstjórna á viss- um stöðum. Bandaríska flugum- ferðastjórnin hefur haldið því fram að síðasta samband sem hún hafði við kóreskuvélina hafi verið „eðli- legt“. Bandarísk njósnavél Annað dtriði sem flækir málið einnig er flug bandarísku njósna- vélarinnar af gerðinni RC-135 sem kom tvisvar inn á flugbraut kór- esku vélarinnar rétt áður en hún- fór inn í sovéska lofthelgi. Banda- ríski flugherinn átti því að hafa glöggar upplýsingar um villu vélar- innar og þá hættu sem að henni stafaði. Sovétmenn hafa haldið því fram að þeir hafi talið kóresku vélina hafa verið bandaríska njósn- avél af gerðinni RC-135, og játaði talsmaður Hvíta hússins í Washing- ton, Larry Speaks, að svo kynni að hafa verið í upphafi, þar sem um- rætt svæði sé reglubundið eftirlits- svæðibandarískra n jósnavéla vegna eftirlits með því hvort Sovétmenn standi við ákvæði SALT- sáttmálans. Viðurkennt er bæði af banda- rískum og sovéskum yfirvöldum að svæði það sem kóreska farþega- þotan flaug yfir - syðsti hluti Kamtsjatkaskagans og Sakalín- eyjar séu hernaðarlega mjög mikil- væg, og að Sovétmenn geri m.a. tilraunir með ný eldflaugakerfi á þessum slóðum. Það ætti því að hafa verið á vitorði þeirra sem vissu af villu vélarinnar, að hún var í bráðri hættu. Spurningin er, hverj- ir sátu á þeirri vitneskju ef flugá- höfn kóresku vélarinnar vissi ekki sjálf hvert hún var að leiða vélina? Skýringar Sovétmanna Sovétmenn hafa haldið því fram að þeir hafi séð bandaríska njósna- vél af gerðinni RC-135 á radar- skermi í Kamtsjatka kl. 4.51 að staðartíma og um leið hafi önnur vél komið að henni svo nálægt að þær runnu saman í eitt á radar- skerminum. Síðan snéri önnur vél- in við til Alaska, en hin hélt inn yfir Kamtjatska-skagann. Kl. 5.30 stefndi hún að mikilvægri kjarn- orkustöð á Kamtsjatka að sögn So- vétmanna og svaraði engum fyrir- spurnum, hvorki frá jörðu niðri né frá loftvarnarvélum. Segja Sovét- menn að þeir hafi m.a. reynt að ná sambandi við vélina á alþjóðlegri neyðarbylgju í því skyni að neyða hana til lendingar, en án árangurs. Sovétmenn segjast síðan hafa skotið viðvörunarskotum yfir Sa- hkalínskaga án árangurs, en þá hafi vélin breytt um stefnu og stefnt til Vladivostok. Skipun var síðan gef- in um að „stöðva flug innrásarvél- arinnar" eins og það er orðað í so- véskum tilkynningum, og gerðist það kl. 6.24 að morgni að staðart- íma. Lygabrigsl Bandarísk yfirvöld hafa marglýst því yfir að það sé lygi sovéskra stjórnvalda að vélinni hafi verið gert viðvart eða að reynt hafi verið að hafa samband við hana. Hins vegar skýrði japanska fréttastofan Jiji-press í Tokyo frá því í síðustu viku að japanski herinn hefði gert opinberar segulbandsupptökur er sýndu að kóreska vélin hefði ekki svarað alþjóðlegu kallmerki frá sovéskri herþotu umrædda nótt. Segir m.a. í fréttinni að áður en eldflaugunum sem grönduðu þot- unni var skotið hafi sovésk herþota með kallnúmer 805 sent svo kallað IFF-merki (Indentification Friend- ly For) til farþegaþotunnar, en það er alþjóðlegt spurningarmerki þar sem beðið er urn upplýsingar um þjóðerni og gerð viðkomandi vél- ar. Japönsk blöð hafa einnig greint frá því að japanska flugumferðar- stjórnin nái ekki nema til norður- hluta Hokkaido-eyjar. Dagblaðið Ashai segir að þegar kóreska vélin haf gefið upp staðarákvörðun 90 mínútum áður en hún var skotin niður hafi japanska flugumferðar- stjórnin ekki haft forsendur til þess að vita að hún væri röng. Japanska fréttastofan Jiji hefur það jafn- framt eftir yfirmönnum hersins, að fram komi á þeim upptökum sem þeir ráða yfir, að kóreska þotan hafi blikkað ljósunum til merkis um að hún vildi hlýða fyrirmælum sovésku þotunnar, rétt áður en hún var skotin niður. Þetta stangast á við framburð sovéska flugmanns- ins. Vélin var skotin niður sam- kvæmt fyrirmælum yfirstjórnar so- véska hersins á svæðinu. „Óttinn tortímir sálinni“ Viðbrögð sovéskra valdhafa við þessum skelfilega atburði hafa ver- ið blygðunarlaus, og þeir hafa skellt allri skuldinni á bandarísk stjórnvöld. Bandarísk stjórnvöld hafa á sama hátt reynt að nota þennan atburð á blygðunarlausan hátt í áróðursstríði sínu gegn So- vétríkjunum. Allt bendir til að bæði stjórnvöldin hafi reynt að rugla almenningsálitið og mistúlka eða hylma yfir staðreyndir. Slík viðbrögð eru tilkomin af gagnkvæmum ótta og tortryggni, sem einkennir stjórnvöld í báðum ríkjunum, en við slíkar aðstæður gerist það auðveldlega að óttinn verði skynseminni yfirsterkari. Það er ljóst að farþegarnir í kór- esku farþegaþotunni voru fyrst og fremst fórnarlömb slíks gagn- kvæms ótta, og er ekki nema skelfi- legt til þess að vita að slíkt geti gerst á tímum þar sem framvinda Iífsins á jörðinni er undir þeim sömu mönnum komin er þannig bregðast við. ólg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.