Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þrigjudagur 20. september 1983
Ötrúleg uppgjöf í álmálinu:
„Hér með sam-
þykkir ríkisstjómin”
Ríkisstjórnin ætlar Alþingi að
samþykkja frumvarp um heimild
fyrir Alusuisse til að taka inn sam-
starfsaðila að helmingi í ÍSAL og
stofna auk þess eitt eða fleiri ný
dótturfélög um reksturinn til stór-
felldra hagsbóta fyrir auðhringinn,
áður cn niðurstaða er fengin í
samningaviðræðum. Ríkisstjórnin
hefur nú þegar samþykkt þetta
fyrir sitt leyti. Það stendur svart á
hvítu í samningstextanum, sem
stjórnarflokkarnir hafa haldið
leyndum fyrir fjölmiðlum. Þetta
upplýsti Hjörleifur Guttormsson í
viðræðuþætti við Sverri Her-
mannsson iðnaðarráðherra á
fimmtudagskvöldið í sl. viku.
í grein sem Hjörleifur skrifaði í
helgarblað Þjóðviljans undir
heitinu: „Ríkisstjórnin í snöru Alu-
suisse“ rakti hann ýmis atriði sam-
komulagsins sem ríkisstjórnin sam-
þykkti á fundi sínum 13. september
sl. og sem fjölmiðlar hafa ekki enn
fengið aðgang að. Þar koma fram
mjög alvarlegar staðreyndir um
þennan „bráðabirgðasamning",
m.a. um undanhaldið í skatta-
deilunni og hin risavöxnu áform
um stækkun álversins. Þar er á
ferðinni forgangsatriði að mati
ríkisstjórnarinnar sem útiloka mun
innlenda orkunýtingu á næstu
árum og þróun iðnaðar í öðrum
landshlutum.
Vegna mistaka hjá blaðinu féll
niður langur kafli úr grein Hjörleifs
og brenglaði það auk þess merk-
ingu í hluta af greininni. Eru höf-
undur og lesendur beðnir velvirð-
ingar á þessu um leið og síðari hluti
greinarinnar er birtur hér í heild
ásamt mynd sem fylgja átti henni.
- ekh.
Upp með
hendur fyrirfram
„Til að greiða fyrir stækkun
ÍSALs samþykkir ríkisstjórnin hér
með að veita Alusuisse rétt til að
gera eftirfarandi ráðstafanir, að
áskildu samþykki Alþingis:
a) Að framselja hlutabréf sín í
ÍS AL í heild eða að hluta til eins
eða fleiri dótturfélaga, sem eru
og verða í einkaeigu Alusuisse
(beint eða í gegnum önnur dótt-
urfélög í einkaeign).
b) Að selja og framselja allt að 50
af hundraði af hlutafjáreign
Frá undirritun álsamninganna 1966, Steingrímur Hermannsson og Jóhannes Nordal fyrir miðju í aftari röð.
sinni í ÍSAL (...) til óskylds
þriðja aðila, eins eða fleiri.
Ríkisstjórnin mun undirbúa
lagafrumvarp ... þar sem farið
verður fram á samþykki Al-
þingis við breytingu á aðal-
samningum til að gefa þeim
ákvæðum gildi. Frumvarp þetta
verður lagt fram þegar Alþingi
kemur saman til reglulegs þing-
halds í októbermánuði 1983,
þannig að unnt verði að leita
samþykkis á Alþingi meðan við-
ræður standa yfir um hið end-
aniega samkomulag, samkvæmt
grein 2.3 hér að framan." (þ.e.
að Ijúka samningum eigi síðar
en 1. apríl 1984). „... þessi
breyting mun þó ekki koma
endanlcga til framkvæmda fyrr
en endanlegt samkomulag...
hefur náðst milli aðilanna..."
Samkvæmt þessu er Aiþingi ætl-
að að fjalla um og afgreiða ofan-
greind stórfelld vilyrði til handa
Alusuisse, sem skipta auðhringinn
fjárhagslega gífurlegu máli, áður
en scr í land um gerð heildar-
samkomulags og ríkisstjórnin hef-
ur þegar fyrir sitt leyti „hér með“
veitt Alusuisse „rétt til að gera eftir-
farandi ráðstafanir.“
Það eru víðar pólskar aðferðir á
döfinni en gagnvart kjörum vinnu-
stéttanna í landinu. Ég á satt að
segja eftir að sjá Sverrir Her-
mannsson mæla fyrir slíku frum-
varpi eftir mánuð og það kynni
kannski að dragast eitthvað að allir
stjórnarliðar á Alþingi rétti upp
hönd með slíkum gjörningi. Var
nokkur að tala um að kyssa á vönd-
inn?
Skúmaskotin
eru víða
„Út úr þessari sjálfheldu sem
orðin er íslendingum afar dýr í
töpuðum tekjum af orkusölu, taldi
ríkisstjórnin óhjákvæmilegt að
brjótast með þeim samningum sem
hún nú hefur samþykkt fyrir sitt
leyti að gera við Alusuisse." Þetta
stendur í fréttatilkynningu iðnað-
arráðuneytisins frá 13. sept. 1983.
Menn hljóta að spyrja agndofa,
eftir að hafa kynnt sér texta þessa
samnings, hvaðgeti dregið menn út
í slíka ófæru og leyfa sér jafnframt
að kalla slíkan verknað „ótrúlegt
afrek“.
Ég hef að vísu kynnst mörgum
óvæntum viðbrögðum í tengslum
við álmálið og séð inn í mörg
skúmaskot sem ég vonaði að fynd-
ust ekki hérlendis.
Það var t.d. ömurlegt að sjá allt
Geirs-lið Sjálfstæðisflokksins í
uppnámi íjúlí 1981, þegar skýrslur
Coopers & Lybrands um hækkun í
hafi og yfirverð á súráli voru lagðar
fram.
Það var ekki síður ömurlegt að
kynnast afstöðu núverandi forystu-
manna Framsóknarflokksins til
álmálsins í síðustu ríkisstjórn. Þar
kom í Ijós, að minnihlutaviðhorf
Steingríms Hermannssonar, sem
studdi álsamningana opinskátt
1966, var orðið meirihlutaviðhorf í
stjórn og þingflokki Framsóknar.
Og það var hryggileg stund þeg-
ar meirihluti atvinnumálanefndar
Sameinaðs þings með Halldór Ás-
grímsson, Friðrik Sophusson, Jón
Baldvin og Sverri Hermannsson
lagði fram tillögu til þingsályktunar
um viðræðunefnd við Alusuisse,
sem gaf auðhringnum með ótví-
ræðum hætti til kynna, að hann
ætti nánast allra kosta völ gagnvart
Islendingum. Þar var skrifað upp á
stækkun álversins, nýjan eignar-
aðila með Alusuisse í Straumsvík
og sameiginlega gerð um
skattadeiluna. Oll þessi atriði
endurspeglast nú svart á hvítu í
þessu samkomulagi sem unnið hcf-
ur verið að í algjörri leynd frá
stjórnarmyndun sl. vor, þótt
grunnurinn væri lagður löngu fyrr.
Otrúlegt afrek
eða
ótrúleg mistök
Leyndin verður skiljanleg þegar
innihaldið kemur nú í ljós. Hér er á
ferðinni ótrúleg uppgjöf ríkis-
stjórnarinnar gagnvart Alusuisse
og handlöngurum auðhringsins
hérlendis.
Á sama tíma og álverð hefur tvö-
faldast á heimsmarkaði á einu ári
og álhringarnir raka saman meiri
gróða en nokkru sinni fyrr,
heykjast íslensk stjórnvöld á að
knýja fram grundvallarleiðréttingu
á raforkusamningnum við Alu-
suisse vegna ísal. Þess í stað láta
þau auðhringinn smeygja snöru um
háls sér með ákvæði um tíma-
bundna viðbót á orkuverð, sem
Alusuisse getur hótað að fella niður
um það leyti sem reynir á í heildar-
samningum næsta vor. Og til háð-
ungar láta þau íslenska ráðamenn
síðan lýsa þessu hafti sem þeir hafa
verið settir í, sem sérstöku snilldar-
bragði og ótrúlegu afreki.
Það verður að kafa nokkuð langt
eftir skýringum á slíkum ófarnaði
hjá annars sæmilega grandvörum
mönnum.
Framsókn í
fang íhaldsins
Meginskýringuna er að mínu
mati að finna í því viðhorfi sem
náði yfirhöndinni hjá Sjálfstæðis-
flokknum og Alþýðuflokknum á
viðreisnarárunum sjöunda áratug-
arins og leiddi þá til fyrstu samn-
inganna um álverið í Straumsvík.
Þá tóku valdamiklir áhrifamenn þá
trú, að Islendingar gætu ekki séð
sér farborða án þess að leita sam-
starfs við stærri hcildir, viðskipta-
bandalög og fjölþjóðahringa.
Nauðungarsamningurinn við Breta
og Þjóðverja um landhelgismálið
var gerður 1961 með þessu sér-
kennilega hugarfari. Áþreifingarn-
ar við Alusuisse hófust um svipað
leyti og átti aðeins að vera upphaf-
ið að öðru meira.
Enn er forysta Sjálfstæðisflokks-
ins við sama heygarðshornið og
ótrúlega viðkvæm gagnvart öllu er
leiðir hið rétta í ljós um svikamyllu
Alusuisse og haldleysi álsamnings-
ins. Þau öfl, sem mæla með er-
lendri stóriðju sem vaxtarbroddi í
atvinnulífi hérlendis hafa sótt í sig
veðrið og núverandi iðnaðarráð-
herra gerst þar hávær og mikilvirk-
ur trúboði.
Það sem skiptir hins vegar
sköpum og mestri breytingu veldur
til hins verra, er kúvending og
ístöðuleysi hinnar nýju forystu
Framsóknarflokksins, sem kastað
hefur sér í fang íhaldsins í núver-
andi nkisstjórn.
Hér er þvf mikil alvara á ferðum,
sem allir vinstri menn og þeir sem
tryggja vilja hér efnahagslegt
sjálfstæði þurfa að bregðast við.
Ríkisstjórnin virðist ákveðin að
drekka þann bikar í botn, sem Jó-
hannes Nordal og förunautar hans
komu með frá Zúrich um daginn.
Baráttan gegn arðráni Alusuisse
hérlendis er þannig samtvinnuð
baráttunni gegn núverandi ríkis-
stjórn. Við höfum ekki efni á fleiri
„afrekum“ af því tagi sem innsigluð
voru við ríkisstjórnarborðið
þriðjudaginn 13. sept. sl. Hand-
langarar Alusuisse verða að víkja.
Hjörleifur Guttormsson.
A sjöunda hundrað undirskriftir
Gegn pólitískri
kúgun í Tyrklandi
Happdrætti lam-
aðra og fatlaðra
Sex bílar
í vinning
Miðar í hinu árlega símnúmera-
happdrætti Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra hafa nú verið sendir
símnotcndum um land allt.
í kynningarbæklingi, sem fylgir
happdrættismiðum segir, að eitt
megin viðfangsefni Styrktarfélags-
ins á næstu árum, verði að koma
upp dvalar- og hvíldarheimili fyrir
fötluð börn að Reykjadal í Mos-
fellssveit, þar sem félagið um langt
árabil hefur rekið sumardvalar-
heimili við lélegar og ófullnægjandi
aðstæður. Á þessu verði að ráða
bót og er símnúmerahappdrættinu
m.a. ætlað að létta undir með fé-
laginu •>;,') þessar fjárfreku fram-
kvæmd;;. í kynningarbæklingnum
má einnig sjá frumuondrætti af
Reykjadalssvæðinu í heild og á-
formuðum byggingum.
Vinningar í happdrættinu eru af-
ar glæsilegir: Sex bifreiðar af gerð-
inni FIAT-UNO. Ávallt er dregið í
símnúmerahappdrættinu á Þor-
láksmessu og hefur drætti aldrei
verið frestað.
Að sögn Sigurðar Magnússonar,
framkvæmdastjóra Styrktarfélags-
ins, nýtur félagið mikils velvilja um
land allt og því hafa alltaf verið góð
skil í happdrættinu.
Kvaðst hann vissulega vonast til
að svo yrði einnig að þessu sinni og
að viðtakendur happdrættismið-
anna mundu greiða gíróseðla sína
við fyrstu hentugleika.
Hann kvað Styrktarfélagið einn-
ig vilja koma á framfæri þakklæti
sínu til þeirra mörgu aðila víðsveg-
ar um landið, er á liðnum árum
hefðu stutt félagið svo dyggilega.
Á milli sex og sjö hundruð manns
hafa ritað nafn sitt undir áskorun
til tyrkneskra yfirvalda vegna pó-
litískrar kúgunar f landinu:
„Til tyrkneskra yfirvalda.
Nú eru 3 ár liðin frá valdatöku
herforingjastjórnar Kenans Evr-
ens í Tyrklandi.
Það er vel þekkt staðreynd að á
því tímabili hefur alþýðan þurft að
sæta vaxandi pólitískri kúgun. Hún
hefur verið svipt öllum lýðræðis-
legum réttindum og fangelsin eru
fyllt af pólitískum föngum, sem eru
fangelsaðir fyrir það eitt að berjast
fyrir lýðræði og í fangelsunum eru
þeir pyndaðir og myrtir og kúgaðir
á allan hátt. Fjöldi manna er myrt-
ur á hverju ári á götum úti af pólit-
j ískum ástæðum og margir hafa ver-
i ið teknir af lífi. Við minnumst sér-
I staklega á Erdal Eren, sem var
myrtur með hengingu 13. desem-
ber 1980 innan við tvítugt. Opin-
berar ásakanir voru upplognar og
ósannaðar en raunverulegar ástæð-
ur norðsins voru þær að hann barð-
ist fyrir lýðræði og frelsi fyrir þjóð
sína.
Við fordæmum harðlega stjórn-
arfar herforingjastjórnarinnar og
krefjumst þess að lýðræðisleg rétt-
indi fólksins verði tryggð.
f sumar háðu pólitískir fangar í
mörgum fangeisum Tyrklands
hungurverkfall til að berjast fyrir
kröfum sínum um mannúðleg skil-
yrði. Við styðjum heilshugar bar-
áttu þeirra og krefjumst þess að
kröfur þeirra verði uppfylltar þeg-
ar í stað.
íslcnska stuðningsnefndin
við hungurverkfall
pólitískra fanga í Tyrklandi.“