Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 20. september 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15
Minning
Elín Þorgerður Magnúsdóttir
Fædd 12.10.1921
Dáirt 12. 9. 1983
Látin er vinkona mín og náinn
samstarfsmaður um 35 ára skeið,
-'Elín Þorgerður Magnúsdóttir,
Dunhaga 13. Við sem þekktum
hana best vitum að dauðinn kom
þar sem líknandi engill. Samt er
það svo, að hjá okkur sem eftir
lifum stendur ófyllt skarð, sem og
ævinlega verður, þegar nánir ætt-
ingjar eða vinir kveðja.
Skólaganga Elínar mun ekki
hafa verið löng frekar en margra
annarra af okkar kynslóð, en skóli
lífsins var henni bæði langur og
óvenjulega strangur. Elín eignaðist
tvö mannvænleg börn, sem hún ól
upp sem einstæð móðir, en missti
þau bæði í blóma lífsins. Þessa raun
stóðst hún með dæmafáu þreki og
hélt reisn sinni til hins síðasta.
Sterkustu þættirnir í eðlisfari El-
ínar voru tryggð og trúmennska.
Hún var ekki allra viðhlæjandi, en
trölltryggur vinur vina sinna. Á síð-
ari árum ævinnar voru það hennar
kærustu stundir er hún dvaldist
með nánum ættingjum og vinum.
Elín var ekki kirkjunnar mann-
eskja, en hún trúði staðfastlega á
annað líf og endurfundi ástvina.
Vona ég að henni hafi orðið af trú
sinni. Bið ég henni blessunar á nýj-
um brautum og kveð hana með
virðingu og þökk.
Þórunn Einarsdóttir
Eitt og eitt atvik lífs manns sker
sig úr móðu minninganna og vekur
við umhugsunina hliðstæðar til-
finningar og í upphafi, kannski
líkamlegar, hjartslátt, sorta fyrir
augum, hrísling í baki. Einn dag,
endur fyrir löngu, var ég stödd á
Vesturgötu 22A og þóttist vera að
passa Dísu, Þorgerður var í vinnu
en Margrét í herbergi sínu uppi á
lofti. Og þá verður fyrir okkur Dísu
strípuð dúkka. „Ég kann að sníða
hríngskorið pils” segi ég og nú för-
um við að leita að efni í pils en
verður ekki ágengt, því að þetta
var á þeim árurn þegar vöruskortur
var mikill í landinu, en að endingu
verður úr að ég sníð kringlótt
stykki úr bláköflóttri eldhúsgar-
dínu Þorgerðar og gat á og var þar
tilbúið pilsið. Enn þann dag í dag
furða ég mig á því hvers konar
ódæma fávitagangur þetta var, því
að ég var sex ára þegar þetta gerð-
ist, en Dísa þriggja. Og ekki varð
séð á þessari stundu, að þessi ein-
staklingur yrðu nokkurn tíma
manneskja til að standa fyrir sínu,
því að með þetta læddist ég burtu
og gætti þess að rekast ekki á hús-
ráðendur. Enn lifi ég það upp,
hvernig mér var innanbrjósts þegar
ég álfaðist heim til mín. í þetta hús
ætlaði ég aldrei að koma framar.
En það er af Þorgerði að segja,
að hún hófst þegar handa að hæna
mig að sér aftur og það tókst á
nokkrum vikum. Hún var afar
barngóð kona. Og hún minntist
ekki á gardínurnar, fyrr en ég var
orðin fullorðin, og hló þá dátt að
því þegar hún gekk inn í eldhúsið
og sá út um kringlótt gat. Engin
manneskja hefur nokkru sinni um-
gengist mig af slíku gagnrýnisleysi
og Þorgerður og þannig var hún
þeim, sem á annað borð voru vinir
hennar. Aðra leiddi hún hjá sér og
ég heyrði hana aldrei hallmæla
neinum. Þó hafði líf hennar frá
fyrstu stundu verið afar erfitt. En
hún var of stórbrotin manneskja til
að kenna einstaklingum um harma
sína eða ala á bitrum hugsunum til
meðbræðra sinna og systra. Sárs-
auki lífs hennar, en hann var mik-
ill, kom fram í sterkri andúð henn-
ar á þjóðfélagslegu ranglæti, en var
þó fyrst og síðast bundinn því sér-
staka nábýli sem hún lifði alla tíð í
við dauðann.
Elín Þorgerður Magnúsdóttir
varfædd 12. október 1921 að Borg-
arhóli í Seyðisfirði, dóttir Margrét-
ar Björnsdóttur frá Snotrunesi í
Borgarfirði eystra og Magnúsar
Söngfólk
Samkór Trésmiöafélags Reykjavíkur óskar
eftir að bæta við fólki í allar raddir.
Upplýsingar gefa formaður og söngstjóri í
símum 74008 og 30807.
Þjónusta
Markús B. Þorgeirsson björgunar-
netamaður sími 51465.
íþróttafélög og skólar í Reykjavík og ná-
grenni!
Tek að mér viðgerð á netum í íþróttamörkum
í skólum og á útisvæðum þeirra, svo og körf-
uboltanetum.
Blikkiöjan
Ásgarði 7, Garðabæ
onnumst þakrennusmiði og
uppsetningu — ennfremur
hverskonar blikksmíði.
Gerum föst verötilboð
SIMI 53468
Þorsteinssonar, sem fæddur var að
Neðra-Hálsi í Kjós, af Fremra-
Hálsætt. Þau Margrét og Þorsteinn
höfðu þá sett saman bú og hafið
útgerð, en árið 1924 fórst Magnús á
Seyðfirðingi á leið frá Djúpavogi.
Margrét gekk þá með annað barn
þeirra. Hún stóð nú uppi með hús
og nýstofnaða útgerð í skuld og tvö
lítil börn og fluttist á náðir foreldra
sinna og fjölskyldu til Borgarfjarð-
ar. Að Snotrunesi voru þau mæðg-
inin heimilsiföst, en Margrét hafði
ofan af fyrir þeim með saumum og
annarri vinnu á hinum ýmsu bæjurn
í héraðinu og hafði oft börn sín
með sér. Vissulega höfðu þau
mæðginin mikinn styrk af frænd-
garði sínum, en Þorgerður skynj-
aði þó líf sitt frá upphafi sem bar-
áttu upp á líf eða dauða, upp á
sóma sinn eða niðurlægingu þurfa-
1 ingsins og þessi tilfinning mótaði
síðar viðbrögð hennar öll.
Hún var að eðlisfari geðrík, en
hún var líka mjög dul og þess vegna
brást hún stundum við af nokkrum
geðofsa. Hún var afar eðlisgreind,
sem fyrst og fremst kom fram í
mjög fagurri og frumlegri málnotk-
un, en sökum þess umkomuleysis, ;
sem hún hafði fæðst til, fékk hún j
aldrei notið hæfileika sinna eða *
þroskað þá sem skyldi. Samvisku-1
semi og skyldurækni voru ákaflega I
ríkir þættir í fari hennar og stundvís '
var hún með afbrigðum. Hún var J
mjög stolt en stolt hennar var líka ;
auðsært. Hún hafði í uppvexti sín- j
um umgengist margt fólk og hún j
kunni alla tíð vel við sig í marg-;
menni. Samt sem áður gaf hún sig j
að fáum og var fárra. Hún féll inn í;
mannlegt samfélag eins og mel- j
grasskúfurinn harði fellur inn í j
flóru landsins, mótaður við óblíðar j
aðstæður og vex út af fyrir sig. j
Eftir ferminguna mátti Þorgerð-1
ur fara að heiman til að vinna fyrir j
sér eins og raunar margir aðrir af
hennar kynslóð. Slíkt taldist ekkert
tiltökumál í þá daga. Hún fluttist til j
Reykjavíkur og vann fyrir sér í hin-
um ýmsu vistum fram yfir stríð.
Aldrei heyrði ég hana mæla styggð-
arorð um sína fyrri húsbændur eða
rifja upp sárar endurminningar frá
þessu skeiði lífs síns. Það var svo !
margt í lífi hennar, sem hún lét!
kyrrt liggja. En árið 1945 hóf hún
störf hjá Barnaheimilinu Suður-
borg við Eiríksgötu þar sem nú er
Fæðingarheimilið. Nokkrum árum
síðar tók Þórunn móðursystir mín
við stjórn Suðurborgar en hún og
amma mín bjuggu í húsinu. Okkar
fólk hafði þekkst kynslóð fram af
kynslóð fyrir austan, en upp frá
þessu urðu samskipti okkar við
Þorgerði dagleg og hún varð hluti
af okkar nánustu fjölskyldu. Hún
fylgdi eftir þetta Þórunni móður-
systur minni, fyrst íTjarnarborg og
síðan í Hagaborg og vann þar til
æviloka. Fékk nú barngæska henn-
ar sitt verðuga hlutverk í lífinu. En
vinátta hennar til okkar var eins og
áður segir fullkomlega gagnrýnis-
laus og hafin yfir allan efa.
Þegar ég man fyrst eftir mér, bjó
Þorgerður á Vesturgötu 22A og var
mamma Dísu. Seinna fæddist svo
Maggi. Hún átti bæði þessi börn
með Bjarna Guðmundssyni bíl-
stjóra hér í bæ. Spölurinn af Nes-
haganum og niður á Vesturgötu
var fyrsta vegalengdin, sem ég fór
ein og óstudd í lífinu. Vesturgata
22A er fallegt hús eins og það snýr
að götunni, en við það hafði verið
byggt í áföngum inn í portið og
hæðirnar pössuðu ekki alveg sam-
an. Þarna voru einstaklingsher-
bergi og misstórar íbúðir leigðar
út. Til að komast til Þorgerðar var
gengið inn í portið og upp sand-
skúraðan stiga, sem alltaf var tá-
hreinn, og inn í lítið eldhús með
kolaofni, tveimur suðuplötum og
emaléruðum vaski, en auk þessa
var í eldhúsinu lítið matborð sem
stóð upp við vegg. Inn af eldhúsinu
var herbergi með dívan, barna-
rúini, kommóðu og fataskáp. í
þessum húsakynnum bjó Þorgerð-
ur með börnin sín tvö. Svo sem eins
og hálfri hæð ofar hafði móðir
hennar herbergi, svo og Björn
Björnsson móðurbróðir hennar,
og þegar allt þetta fólk hafði safn-
ast saman í litla eldhúsinu, varð
ekki snúið sér þar við. Þó var
hvergi betra að koma en til Þor-
gerðar og þetta eldhús var jafnan í
barnæsku minni samkomustaður
Austfirðinga.
Seinna fluttist fjölskyldan í
stærri fbúð í þessu sama húsi, en sú
sæla varð skammvinn. Eigenda-
skipti urðu á húsinu og nú var
öllum leigjendum sagt upp, svo að
hægt væri að módernísera það.
Húsnæðislöggjöfin á íslandi hefur
jafnan verið þannig, að leigjendum
hefur mátt segja upp að geðþótta
húseigenda, þó þeir hafi þar engra
beinna b.agsmuna að gæta. Nú bar
Þorgerður veg og vanda af tveimur
unglingum, farlarna móður og
móðurbróður sem kominn var af
léttasta skeiði. Leiga af þriggja
herbergja íbúð var þá, eins og nú,
hátt í mánaðarlaun verkakonu. í
þetta eina skipti á ævinni leitaði
hún til borgarinnar um félagslega
aðstoð. Hún átti dálítið sparifé,
sem hún hafði önglað saman upp í
útborgun í íbúð, og hún spurði þá
hjá borginni, hvort þeir gætu ekki
hjálpað sér að finna íbúð með við-
ráðanlegum kjörum, því að hún
hyggðist hið fyrsta kaupa sér íbúð
sjálf. En hún fékk ógreið svör enda
hugsanlegt, að eitthvað hafi skort á
auðmýkt í fari hennar. Þorgerði
hitnaði jafnan í hamsi, er hún
minntist þessa og hún var oft stór-
orð um stjórnmálamenn og verka-
lýðsforingja og annað forystufólk
sósíalisma á fslandi. Á aðra eyddi
hún ekki orði. Hún var stéttvís
kona og gleymdi ekki þeim póli-
tísku lexíum, sem lífið hafði kennt
henni, þó hún kæmist í nokkrar
álnir.
Þorgerður lifði það nefnilega að
vinna sig upp úr fátæktinni og
eignaðist fína íbúð og kannski dá-
lítið sparifé: En þá voru börnin
hennar bæði dáin. Andláti þeirra
tók hún með reisn þeirrar mann-
eskju, sem hefur frá upphafi ein-
sett sér að berjast tii þrautar, hvað
sent yfir kunni að dynja. Framan af
er það styrkur manneskjunnar að
hún sér ekki fyrir, hversu ógurlegt
lífið getur orðið, og í bjartsýni sinni
heldur hún jafnan að nú sé hún að
komast yfir örðugasta hjallann. Að
minnsta kosti sú manngerð sem
berst. En þessi þögn, sem hún um-
lukti andiát barna sinna, gekk á
líkamlegt þrek hennar og síðustu
árin, sem hún lifði, var hún farin að
heilsu og kröftum. Þó sá ég hana
aldrei glaðari og ljúfari en þetta
síðasta ár. Það var eins og hún
skynjaði dauðann nálgast og tæki
honum sem vini.
En það er erfitt að sjá á bak sín-
um nánustu. Þó að dauðinn sé
nefndur líkn við þraut, er mann-
eskjan aldrei viðbúin honum. Þor-
gerður mun lifa í minningu minni
sem stórbrotnasti einstaklingur,
sem ég hef kynnst, og jafnframt sú
mannvera sem ég hef getað um-
gengist af mesta átakaleysi. Sætið
hennar verður ekki fyllt af öðru
fólki.
Guðrún Sigríður Friðbjörnsdóttir
ísafjarðarkaupstaður
Fjármálafulltrúi
Starf fjármálafulltrúa hjá ísafjarðarkaupstað
er laust tii umsóknar með umsóknarfresti til
1. október nk.
Umsóknir sendist undirrituðum sem gefur
nánari upplýsingar á bæjarskrifstofunum
Austurvegi 2 ísafirði og í síma 94-3722.
Bæjarstjórinn á ísafirði
Starf
safnaðarprests
við Óháða söfnuðinn í Reykjavík er laust til
umsóknar. Umsóknir skulu berast í pósthólf
248 fyrir 20. nóvember nk. til formanns safn-
aðar Hólmfríðar Guðjónsdóttur sími 34653,
er veitir nánari upplýsingar.
Safnaðarstjórnin
Innilegar þakkir færum viö öllum sem sýndu okkur samúð og
hlýhug viö andlát og jarðarför
Sigurðar Sigurðarsonar
Skólagarði 8, Húsavík
Sérstakar þakkir skulu færðar Guðbrandi Kjartanssyni
lækni og hjúkrunarliði lungnadeildar Vífilsstaðaspítala.
Einnig læknum og hjúkrunarliði Sjúkrahúss Húsavíkur.
Lára S. Sigurðardóttir
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.