Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 3
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Banaslys við Laugarvatn Ungur Reykvíkingur lét lífið í uniferðarslysi á veginum skammt . frá Laugarvatni á sunnu- dagsmorguninn. Hann hét Sigurð- ur S. Hilmarsson, 18 ára gamall. Tildrög slyssins voru þau aö öku- maðurinn missti vald á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún kast- aðist út af veginum og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn lést sam- stundis en tveir farþegar slösuðust allnokkuð. Þeir voru lagðir inná sjúkrahúsið á Selfossi. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti Flugleiðir á sunnudaginn. Forstjóri Flugleiða, Sigurður Helgason, heilsar forsetanum við það tækifæri. Ljósm.: -eik. Flugleiðir 10 ára Vel heppnuð afmælisdagskrá Flugleiðir stóðu fyrir umfangs- mikilli kynningu á starfsemi félags- ins um helgina auk annarrar til- breytingar í tilefni þess að þessa dagana eru 10 ár liðin frá því að stóru flugfélögin Flugleiðir og Loft- leiðir sameinuðust í eitt - Flugleið- ir. Að Hótel Loftleiðum var alla helgina haldið úti skemmtiat- riðum. Hornaflokkar héldu uppi hálfgerðri karnivalstemmningu, Stuðmenn léku við hvern sinn fing- ur báða daga hátíðarinnar og að auki komu fram skemmtikraftar á borð við Karl Guðmundsson, leikara, Úllen dúllen doff - leikflokkurinn skemmti svo og barnaleikhúsið Tinna. Forseti ís- lands, frú Vigdís Finnbogadóttir heimsótti félagið á sunnudeginum, snæddi hádegisverð og heilsaði uppá börn sem lagt höfðu leið sína á hátíðina. Af sýningargripum sem voru á Flugleiðahótelinu vakti einna mesta athygli þotuhreyfill sém komið var fyrir í anddyri hótelsins. Sérfróður starfsmaður Flugleiða skýrði gang hreyfilsins fyrir fólki. Þá voru kynntir gamlir flugfreyju- búningar frá bernskudögum fíug- félaganna. Mjög vel viðraði fyrri dag hátíð- arinnar og þá renndu sér nokkrar vélar Flugleiða yfir Reykjavíkur- flugvöll. Magnús Norðdahl flug- stjóri hjá Flugleiðum brá sér í list- flugvél sína og sýndi kúnstir í lofti með slíkum tilþrifum að 1700 manns sem komu til að horfa á leik Vals og ÍBV á Valsvellinum að viðbættum þeim sem tímdu ekki að borga sig inn og voru ofar í Öskju- hlíðinni, varð ekki um sel. Magn- ús, sem er á sextugsaldri, hefur um nokkurt skeið verið einn atkvæða- mesti listflugmaður hér á landi og hann á einu sérsmíðuðu listflugvé- lina sem hér er að finna. Flugleiðir efndu til hugmynda- samkeppni um nöfn á vélar Flug- leiða. Hjónin Eygló Magnúsdóttir og Jón S. Gunnarsson urðu hlut- skörpust í þeirri samkeppni og skírðu þau tvær af vélum félagsins á sunnudeginum. Boeing-727 þota hlaut nafnið Frónfari og Fokker- vél hlaut nafnið Vorfari. Vélar fé- lagsins í innanlandsflugi fengu nafnið Árfari, Dagfari, Náttfari og Hjónin Jón S. Gunnarsson og Eygló Magnúsdóttir urðu hlutskörpust í hugmyndasamkcppni þeirri sem Flugleiðir efndu til um nöfn á nýj- ustu vélar félagsins. Við hátíðlega athöfn á sunnudaginn voru tvær vélar félagsins skírðar og sáu þau hjón um þá hlið mála. Á meðfylgj- andi mynd -eik skírir Eygló Magn- úsdóttir nafnið á Boeing-727 vél Flugleiða. Frónfari er nafn hennar. svo Vorfari. Millilandaflugvélarfé- lagsins hlutu nöfnin Heimfari, Langfari og svo Frónfari eins og áður gat um. Að sögn Sæmundar Guðvins- sonar blaðafulltrúa Flúgleiða tók- ust hátíðahöldin vegna afmælisins í alla staði vel og taldi hann að um 10 þúsund manns hafi heimsótt höf- uðstöðvar félagsins í Loftleiðahót- elinu en þar eru einnig aðalskrif- stofur félagsins. -hól. Hálfur miljarður í vanskilum við Fiskveiðasjóð Ástandið verra en um síðustu áramót segir Már Elísson framkvstj. Fiskveiðasjóðs „Við erum ekki komnir með neina togara undir hamarinn. Þessi mál eru ennþá til umræðu í stjórn sjóðsins“, sagði Már Elísson fram- kvæmastjóri Fiskveiðasjóðs í sam- tali við Þjóðviljann í gær. Forsætisráðherra lýsti því yfir á fundi á Patreksfirði um helgina að fyrir lægi hjá Fiskveiðasjóði upp- boð á nokkrum togurum. Már Elís- son vildi ekki kannast við að nokk- ur ákvörðun hefði enn verið tekin um slíkt, vandi útgerðar væri enn til skoðunar hjá stjórn sjóðsins en vænta mætti einhverrar niðurstöðu á næstu vikum. „Staðan er verri nú en hún var um síðustu áramót“, sagði Már. Vanskil við Fiskveiðasjóð nema nú um 800 miljónum króna, en þegar búið verður að deila út styrkjum til útgerðar úr gengismunasjóði mun um hálfur miljarður standa eftir í vanskilum. „Þáð er verið að reikna út skipt- inguna á gengismunagreiðslum núna. Þeir sem hafa verið í skilum við sjóðinn fá sitt útborgað og þeir eru margir en vanskilin eru mikil þar sem þau eru á annað borð“, sagði Már. Aðspurður um hvaða útgerðir stæðu í mestu vanskilum við sjóðinn, sagðist hann ekki geta svarað því til að svo stöddu. Málin myndu skýrast á næstu vikum.-lg. Bjargast skákeinvígið? Líkur eru á því að einvígi Kasp- arovs og Kortsnojs sem samkvæmt ákvörðun Campomanesar forseta FIDE átti að fara fram í Pasadema í Bandaríkjunum verði haldið eftir allt saman. Eins og fram hefur komið f fréttum ákvað sovéska skáksambandið að senda Kasparov ekki til leiks þar sem aðstæður í Pasadena þóttu ekki fullnægja þeim kröfum sem Sovétmenn gera þegar slíkir skákviðburðir fara 23,4% hækknn á smjörlíki Gífurlegar hækkanir hafa orðið á smjörlíki að undanförnu. í gær- morgun tók gildi 23.4% hækkun og var hún samþykkt á fundi Verð- lagsráðs fyrir helgi. Við spurðum talsmann Verð- lagsstofnunar hverju þetta sætti og kvað hann ástæðuna vera miklar hækkanir á hráefni á alþjóðamark- aði. Borðsmjörlíki hækkaði síðast 12. júlí um 5.1% og þar áður um 22% 7. júní í sumar. - v. fram. Kortsnoj mætti sjálfur á staðinn, lék drottningarpeði í fyrstu skákinni og var dæmdur sigur að Kasparov fjarverandi. Lengi var talið að aðalfundur FIDE sem haldinn verður í Manila á Filippseyjum ætti möguleika á að hnekkja ákvörðun Campomanesar en fylgismönnum einvígisins bættist óvæntur liðsmaður þegar Kortsnoj lýsti sig fúsan til að tefla einvígið eftir fund sem hann átti með Kasparov í Júgóslavíu. í sam- eiginlegri yfirlýsingu frá skák- mönnunum tveimur segir, að þeir vilji að allt verði gert til þess að af einvíginu verði, þannig að alþjóða- skáksambandinu, FIDE, verði bjargað úr þeirri sjálfheldu sem það virðist komið í. Kortsnoj hefur áður sagt að sér væri það þvert um geð að vinna einvígið án keppni og í viðtali sem hann átti við bandarískan blaða- mann nýlega sagði hann að það væri að undirlagi Karpovs heimsmeistara að Kasparov hefði ekki teflt í Pasadena. Hann sagði ennfremur að þetta atriði yki lík- urnar á því, að Kasparov „taki stökkið yfir í vestrið“, eins og hann orðaði það. Eins og fram hefur komið telja margir Campomanes hafa brotið lög þegar hann ákvað að einvígið skyldi haldið í Pasadena. Þess má geta að aðilar í Pasadena voru löngu byrjaðir að undirbúa þetta einvígi áður en tilboð í það bárust FIDE. Líkur eru á því að einnig takist að halda einvígi Riblis og Smyslovs en ungverska skáksambandið hef- ur haft milligöngu um það mál. All- ir málavextir þykja hafa rýrt álit manna á Campomanes og er ekki talið ólíklegt að hann hrökklist úr embætti áður en kjörtímabil hans rennur út. - hól. Ráðstefna Sambands Alþýðuflokkskvenna Launamál kvenna Launamál kvenna á vinnumark- aði verða til umræðu á ráðstefnu Sambands Alþýðuflokkskvenna sem haldin verður nk. laugardag í Félagsheimilinu á Seltjarnarncsi. Meðal þess sem rætt verður á ráðstefnunni eru Launamisrétti kynjanna í ljósi félagsfræði, niður- stöður vinnumarkaðskönnunar Framkvæmdastofnunar, bónus- kerfinu og- áhrif þeirra, viðhorf vinnuveitenda til launamisréttis kynjanna, vinna og kjör í frysti- húsi, hvernig hægt er að lifa af lægstu launum, launamismunur í ljósi kyngreindra stéttarfélaga, hlutur verkalýðsfélaga í launa- jafnrétti, og áhrif fjölmiðla. Fyrirlesarar eru Kristinn Karls- son félagsfræðingur, Hannes G. Sigurðsson hagfræðingur, Björn Björnsson hagfræðingur ASÍ, Vil- hjálmur Egilsson hagfræðingur VSÍ, Aðalheiður Fransdóttir verkakona, BÚR, Ragnhildur Vil- hjálmsdóttir Verslunarmannafé- lagi Reykjavíkur, Ragna Berg- mann formaður Verkakvennafé- lagsins Framsóknar, Sigþrúður Ingimarsdóttir formaður Hjúkrun- arfélags íslands, Sigrún D. Elías- dóttir formaður Alþýðusambands Vesturlands, Ester Guðmunds- dóttir formaður Kvenréttindafé- lags íslands, og Erna Indriðadóttir í fréttamaður. Jóhanna Sigurðar- | dóttir stýrir pallborðsumræðum og | fyrirspurnum um viðhorf og stöð- | una í launamálum kvenna, og eru i þátttakendur Aðalheiður Bjarn- j freðsdóttir formaður Starfsmann- I afélagsins Sóknar, Ásmundur Stef- j ánsson forseti ASÍ, Einar Árnason i lögfræðingur VSÍ, Guðríður Þor- j steinsdóttir formaður Jafnréttis- | ráðs, Hrafnhildur Sigurðardóttir j varaformaður Sambands ísl. bankamanna, Kristján Thorlacius formaður BSRB og Þorsteinn Geirsson formaður Samninga- nefndar ríkisins. Formaður Sam- bands Alþýðuflokkskvenna, Krist- ín Guðmundsdóttir, setur ráð- stefnuna sem hefst kl. 9 en ráð- stefnustjóri er Kristín H. Tryggva- dóttir. - e.k.h. Iðnþróunarverkefni á Suðurlandi: Steikarapönnur úr áli Nú á næstunni verður haíln framleiðsla á steikarapönnum úr áli til útflutnings á Bandaríkja- markað. Eru það Samtöksveitarfé- laga á Suðurlandi sem fyrir þessari framleiðslu standa. Þetta kom fram á fundi, sem Hjörtur Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Samtakanna og Þor- steinn Garðarsson, iðnráðgjafi þeirra, héldu með fréttamönnum í gær. Arðsemiskönnun er lokið. Hef- ur hún sýnt, að verð væntanlegrar framleiðslu, gæði og viðskiptasam- bönd tryggja örugga sölu. Útflutn- ingsverðmæti yurði 30-75 milj. kr. Rekstrarkostnaður er hagstæður. Stofnkostnaður 45-50 milj. kr. Af honum næmi hlutafé einum þriðja, hinn hlutinn yrði tekinn að láni. Gert er ráð fyrir 23 starfsmönnum í byrjun en 43 eftir 4 ár. Niðurstöður könnunarinnar verða kynntar á fundinum sem hér segir: í Vík í Mýrdal fimmtudaginn 22. sept. kl. 20.00. Á Hellu föstu- daginn 23. sept. kl. 20.00. Á Sel- fossi laugardaginn 24. sept. kl. 14.00. Stefnt er að stofnfundi fyrir- tækisins í nóv. nk. Fleiri iðnþróunarverkefni eru í athugun hjá Sunnlendingum og mun nánar sagt frá þeim. -mhg

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.