Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 16
UÚDVIUINN Þriðjudagur 20. september 1983 Aöalsími ÞJóöviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er hægt aö ná í blaðamenn og aöra starfsmenn blaösins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt aö ná í afgreiðslu blaösins í síma 81663. Prentsmiöjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Stjórn og launamálaráð Starfsmannafélags ríkisstofnana hélt fund í gær og þar mótmæltu menn harðlega fyrirhuguðum uppsögnum starfsmanna í heilbrigðisþjónustunni. Ljósm.: eik. Starfsmannafélag ríkisstofnana um uppsagnir á spítölum Afturför og hættuástand Útboð stjórnarnefndar ríkisspít- alanna á heilbrigðisþjónustunni eru óraunhæfar og til þess eins að stefna heilbrigðisþjónustu lands- manna í ófyrirsjáanlega hættu og afturför, segir m.a. í ályktun sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á sérstökum fundi sem boðað var til í stjórnar- og launa- málaráði SFR í gær vegna útboða ríkisspítalannaá ýmsum þjónustu- störfum. Á fundinum var mótmælt harð- lega þeim vinnubrögðum „er leiða eingöngu til óróleika á þeim vinnu- stöðum, sem settir hafa verið á uppboð á jafn ábyrgðarlausan hátt og gert hefur verið með útboðum á störfum lægst launuðu starfshópa ríkisspítalanna“ eins og segir í á- lyktun fundarins. „Fundurinn krefst þess, verði haldið áfram á sömu braut, að gerð verði raunsæ úttekt á störfum starfsfólks ríkisspítalanna og starf- semi deilda, og leitað verði úrbóta, ef þurfa þykir, áður en gripið er til aðgerða þar sem vönu starfsfólki er sagt upp og framleiðslutæki seld með ófyrirsjáanlegum afleiðing- um“, segir í lok ályktunar fundar stjórnar- og launamálaráðs Starfs- mannafélags ríkisstofnana. -Ig Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir: Fengum að vita þetta fyrir viku Forstjórinn í Fönn fyrir mánuði „Við í Sókn fengum ekkert um þetta að vita fyrr en í sl. viku á vinnustaðafundi,“ sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar í viðtali við Þjóðviljann í gær. „Það kom okkur því algerlega á óvart að sjá haft eftir Guðmundi forstjóra í Fönn að stjórnarnefnd forráðamanna spítalanna hefði tal- að við hann fyrir mánuði. Með þessu sést hvern hug ráðamenn bera til verkalýðsfélaga í landinu Tómahljóð í borgarkassanum: 60% verri staða en Þrátt fyrir niðurskurð á fram- kvæmdum í sumar er staða borgar- sjóðs mun verri en áætlað var og sl. föstudag nam yfírdráttarskuld borgarinnar hjá Landsbanka Is- lands 156 miljónum króna, eða því sem næst sömu fjárhæð og vantar uppá gatnagerðargjöldin í Grafar- vogi. Jón G. Tómasson, borgarritari, sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að samkvæmt greiðsluáætlun sem gerð var sl. vor ætti yfirdráttar- skuldin að nema 97 miljónum króna í iok september, en ljóst væri að hún yrði verulega hærri. Ástæð- urnar fyrir 60% verri stöðu á hlaupareikningum eru að sögn Jóns að áætlanir um innheimtu skatta og gatnagerðargjalda stóð- ust ekki og ennfremur að verðbólg- an á árinu er meiri en reiknað var með við gerð fjárhagsáætlunar. Auk þessarar skuldar hefur svo ekki sé minnst á annað. Það er ekki síður undarlegt að heyra þá segja að uppsagnir séu ekki á dagskrá. Við sem höfum ver- ið á þessum fundum vitum að sjálf- sögðu að á þeim eru uppsagnir á dagskrá. Það eru líka útboð í gangi og ef einhverju tilboðanna verður tekið kemur til uppsagna. Alvara þessa máls er mjög mikil og menn skulu ekki halda að hugur fylgi ekki máli hjá ráðamönnum þegar þeir efna til þessara útboða. Það sést líka að talað hefur verið við for- stjóra fyrirtækjanna um þessi mál með góðum fyrirvara“, sagði Aðal- heiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar að lokum. -óg áætlað borgin nýlega tekið vörukaupalán að upphæð 85 miljónir króna hjá Landsbankanum en skammtíma- ! lán hafa um langan tíma verið tekin á haustin. Þessa dagana er unnið að gerð nýrrar greiðsluáætlunar á veg- um borgarinnar en til að glöggva sig á þessum tölum má geta þess að nú í september nema mánaðarlaun fastra starfsmanna borgarinnar 77 miljónum króna. SHA um kóresku þotuna: Arásin harð- lega fordæmd „Þeir sem þarna létu líf sitt eru fórnarlömb vígbúnaðarkapp- hlaupsins. Kaldastríðsáróður, kjarnorkuvígvæðing og hernaðar- hyggja, allt stuðlar þetta að því að atburðir sem þessir geti átt sér stað“. Þannig segir m.a. á ályktun fram Samtökum herstöðvaandstæðinga í tilefni af árás sovéskra orrustu- flugvéla á suðurkóresku farþega- þotuna þar sem 269 manns létu lífið. Fulltrúar Samtaka herstöðva- andstæðinga afhentu sovéska sendiráðinu yfirlýsingu í gær þar sem árásin er harðlega fordæmd. Þar segir m.a.: „Sovétríkin hafa upp á síðkastið mikið reynt að vingast við vestræn- ar friðarhreyfingar og hafa teflt fram hinum opinberu friðarnefnd- um sínum sem systurhreyfingum vestrænna hreyfinga í baráttunni fyrir friði og afvopnun. Árásin á suðurkóreönsku þotuna, dauði 269 farþega hennar og eftirmál þeirra atburða bera þó vott um slíka hern- aðarhyggju og virðingarleysi fyrir mannslífum, að allt friðarhjalið hljómar sem öfugmæli ein. Þegar slíkir atburðir gerast á sama tíma og Rauði herinn heyr sitt blóðuga stríð í Afganistan og á meðan óháðri friðarhreyfingu er bannað að starfa í Sovétríkjunum, munu SHA tortryggja allar yfirlýsingar Sovétstjórnarinnar um friðarvilja sinn og stuðning við friðarbaráttu. SHA krefjast þess, að Sovétríkin biðjist afsökunar á mannvígunum yfir Sjakalín, dragi Rauða herinn út úr Afganistan, leyfi stofnun óháðrar friðarhreyfingar - síðan má hún tala um frið“. - v. Herstöðvaandstæðingar afhentu starfsmanni Sendiráðs Sovétríkjanna yfirlýsingu í gær þar sem árásin á suðurkóresku farþegaþotuna er harðlega fordæmd. - Ljósm.: Magnús. Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Þjóðviljans: Tvíþætt söfnun áskrifta að Þjóðviljanum hafin þar sem takmarkið er 1000 nýir áskrifendur fram til áramóta. Ljósm.: Magnús. Takmarkið sett hátt í áskriftaátaki Þjóðviljans 1000 nýir áskrífendur „Þessi áskriftarher- ferð byggir fyrst og fremst á því að gefa fólki kost á að kynnast Þjóð- viljanum í ákveðinn tíma áður en það gerist reglu- legir áskrifendur“, sagði Guðrún Guðmundsdótt- ir framkvæmdastjóri Þjóðviljans í stuttu spjalli í gær. Nú er að hefjast átak í söfnun áskrifta að Þjóðviljanum og er markmiðið að afla blaðinu 1000 nýrra áskrifenda fram að ára- mótum. Við báðum Guðrúnu að gera stutta grein fyrir söfnuninni: „Þessi söfnun áskrifta er tví- þætt. Annars vegar er fólki gef- inn kostur á að fá blaðið ókeypis í 1-2 vikur og við höfum heimsótt vinnustaði og boðið slíka kynn- ingu. Hins vegar bjóðum við upp á 2ja mánaða áskrift fyrir 350 krónur og er þar um verulegan afslátt að ræða þar sem venjuleg mánaðaráskrift að dagblaði kost- ar nú 230 krónur og á eflaust eftir að hækka nú með haustinu". Og hvernig verður staðan að söfnun þessara 2ja mánaða á- skrifta? „Við höfum útbúið sérstakan seðil sem við nefnum „Ávísun - Kynningaráskrift að Þjóðviljan- um október-nóvember 1983“. Ætlunin er að fá sem allra flesta velunnara blaðsins til að verða sér úti um þessa seðla og bjóða þá vinum og kunningjum“. Og hvar geta menn fengið þcssa ávísun á kynningaráskriftina? „Á hverju þéttbýlissvæði úti á landi eru sérstakir umsjónar- menn söfnunarinnar sem hafa munu þessa seðla undir höndum. Listi með nöfnum þeirra verður birtur í blaðinu síðar í vikunni. Á höfuðborgarsvæðinu liggja ávís- anirnar frammi á Þjóðviljanum Síðumúla 6 og í flokksmiðstöð Alþýðubandalagsins Hverfisgötu 105“. Að lokum, Guðrún? „Við hvetjum sem flesta til að hafa samband við umsjónarmenn okkar og fá hjá þeim nokkrar á- vísanir og afla Þjóðviljanum með því nýrra áskrifta. Með því stuðla þeir að breiðari skoðanamyndun í landinu“. - v.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.