Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 10
14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 20. september 1983 Sjávarútvegur, fiskveiðar, fiskvinnsla og fiskeldi Jóhann E. Kúld skrifar um f iskimál Þegar möguleikar íslensks þjóð- arbúskapar eru skoðaðir af raunsæi og hleypidómalaust eins og þeir blasa við augum nú í dag, þá verður það uppi á teningnum, að fisk- veiðar, fiskvinnsla og fiskeldi séu þeir burðarásar, sem að megin- hluta verði að standa undir nauð- synlegum innflutningi til landsins á næstu árum. Þessum möguleikum til viðbótar kemur svo margskonar léttur iðnaður sem tvímælalaust ber að efla, ekki aðeins til innan- landsþarfa, heldur líka til útflutn- ings. Stóriðjudraumar íslenskra stjórnmálamanna og möguleikar þess draums til að auka okkar út- flutningstekjur svo um munaði eru óraunsæir eins og stendur, en hafa því miður leitt okkur á villigötur í óarðbættri fjárfestingu, sem þjóðin verður, viljug eða nauðug, að taka afleiðingum af. Frammi fyrir þessu stöndum við nú. Möguleikar sjávarútvegs eru ekki tæmdir íslenskur sjávarútvegur hefur allt frá fyrstu dögum vélvæðingar við fiskveiðar og vinnslu staðið undir öllum meginþáttum framfara í þessu landi og möguleikar hans á þessu sviði eru ennþá fyrir hendi og allsekki tæmdir. Þrátt fyrir miklar sveiflur í þessum atvinnuvegi vegna mismunandi ástands sjávar og lífsskilyrða fiskistofna á okkar miðum gegnum árin, ásamt mis- munandi markaðsskilyrðum sem við höfum orðið að lúta, þá blasir þetta við augum allra sjáandi manna, þegar litið er yfir farinn veg. Þéttbýliskjarnar hafa vaxið upp við firði og víkur hringinn í kring- um landið þar sem mikil mannvirki hafa verið reist. Lífskjör hafa batn- að á síðustu áratugum, ekki bara í bæjum landsins þar sem uppbygg- ing sjávarútvegS hefur átt sér stað, heldur hafa líka lífskjörin í sveitum landsins orðið betri sem bein af- leiðing þessarar uppbyggingar. Þetta hefur orðið árangurinn af því að nytja íslensk fiskimið og þó var það stundum af vanefnum gert. Ennþá er hafið í kringum land okkar gjöfult og býður upp á mikla möguleika. Aflamagn úr hinum ýmsu fiskistofnum getur verið mis- jafnt á milli ára. En ef við högum sókn okkar þannig að nytja alla fiskistofna á landgrunninu og kom- um með veiðina að landi í fyrsta flokks ástandi, þá eru á því mögu- Ieikar að halda jafnvægi í verð- mætasköpun sjávarútvegsins, og að því eigum við að stefna. Fisk- gæðin eru og hafa alltaf verið besta undirstaðan til að byggja á í okkar sjávarútvegði. Nú blasa við auknir möguleikar á sölu nýrra fiskflaka á erlendum mörkuðum, og þessa möguleika eigum við að notfæra okkur, auk þeirrar hefðbundnu vinnslu sem fyrir er í landinu. Flutningatæknin er fyrir hendi til að nota þessa möguleika f auknum mæli. Og ef horft er dálítið fram á veginn þá getum við búist við stór- auknum síldveiðum að fáum árum liðnum. Nú þegar þyrfti að fara að hefja undirbúning að því að sem stærstur hluti þess síldarafla yrði unnin í manneldisvöru. Hér þarf fyrst og fremst hugvit og framtak til þess að þetta verði að veruleika. Mannkynið skortir ekkert eins mikið nú og eggjahvítuauðug mat- væli. Fjöldi manna virðist ekki ennþá hafa gert sér fulla grein fyrir því hér á landi, að höfuðástæðan fyrir því að við höfum hingáð til ekki þurft að búa við atvinnuleysi, er sú, að við erum að stærsta hluta matvælaframleiðendur. Stóriðjudraumamennirnir segja, að við þurfum að minnka íslenska fiskiskipaflotann. Og þessi áróður hefur verið svo magnaður á síðustu árum, að jafnvel sjómenn og útgerðarmenn eru farnir að halda að þarna sé fundin lausnin á íslenskum efnahagsvanda. Frá mínum bæjardyrum séð er vandinn fyrst og fremst þessi. Of stór hluti okkar fiskiskipa- flota er orðinn of gamall og krefst endurnýjunar. Og við þá endurnýj- un er þörf á því að taka tillit til þess hverskonar skipastærð henti okkur best nú, og sem getur uppfyllt tvær meginkröfur. Að skipin séu hag- kvæm í rekstri og góð sjóskip og jafnhliða hafi nægjanlegt geymslurými fyrir afla. Þessu til viðbótar þurfa að vera í skipunum forsvaranlegar mannaíbúðir sam- kvæmt nútíma kröfum. Þetta á við hvort sem rætt er um endurnýjun báta eða togara. En sé rætt um end- urnýjun bátaflotans sérstaklega, þá tel ég að fleiri stærðir af bátum geti komið til greina við sókn á grunnmiðum, heldur en nú eru í notkun. En á þeim vettvangi leita nú ýmsar. þjóðir að heppilegum bátastærðum. Þeir sem hæst tala um nauðsyn á minni fiskiskipa- flota, þeir þurfa að gera sér grein fyrir því, að auknar kröfur um bætta meðferð afla, þær kröfur út- heimta nægjanlegt rými fyrir afla og forsvaranlegar mannaíbúðir í bátum og skipum í framtíðinni. Það getur verið hagkvæmt að breyta okkar veiðiflota á ýmsa vegu, en hitt er fjarstæða að minnka flotann að smálestatölu frá því sem nú er, ef við ætlum að lifa að stórum hluta af sjávarútvegi í náinni framtíð. Ef ekki verður leyfð endurnýjun á núverandi veiðiflota þannig, að ný skip komi í stað þeirra sem úreldast og falla burtu, þá erum við að stíga sporin aftur á bak í okkar sjávarútvegi. Og að fáum árum liðnufn stæðum við þá uppi með úr sér genginn flota sem engan veginn væri fær um að gegna sínu hlutverki hjá fisk- veiðiþjóð. Efnahagslegu sjálfstæði verður ekki haldið nema með öflugum sjávarútvegi. Það er ekki fjárfest- ingin í íslenskum sjávarútvegi sem er að sliga okkar dvergþjóðfélag nú, heldur ótímabær fjárfesting í virkjun fallvatna og verslunar- höllum. Þetta þarf almenningur í landinu að gera sér Ijóst, því það er hann sem verður látinn greiða mis- tökin, og er þegar farinn að gera það. Laxeldi getur bætt okkar fjárhagslegu stöðu Þegar horft er fram á veginn, þá virðist það blasa við sjónum, að eitt álitlegasta ráðið til að bæta fjár- hagsstöðu okkar þjóðarbúskapar sé að stofna til laxeldis f stórum mæli. Norðmenn hafa þróað sitt lax- og silungseldi á rúmum áratug í stóratvinnuveg sem gefur af sér til framleiðanda 700.000 n. kr. í ár, eða íslenskar krónur 2625 miljónir. Og reiknað er með að næsta ár gefi þessi atvinnuvegur Norðmönnum í það minnsta 1000 miljónir n. kr. eða íslenskar kr. samkvæmt skráðu gengi nú 3750 miljónir. Þó segja megi að það hafi tekið Norðmenn áratug að þróa þennan atvinnuveg upp í þetta, þá hafa af- köstin orðið langmest allra síðustu árin. Vegna þessa brautryðjenda- starfs Norðmanna þá eru nú skil- yrði til þess að þróa slíkan atvinnu- veg upp í full afköst á rúmum þremur árum hjá þeim eldisbúum sem stofnuð yrðu. Þetta byggi ég á því klaki sem nú er fyrir hendi hér og seiðum sem ættu að geta frá því komið. Þá er nú fyrir hendi sá ár- angur sem náðst hefur í laxeldinu í Lóni í Kelduhverfi þar sem Ísno h.f. hóf sína starfsemi fyrir þremur árum. Afköst þessarareldisstöðvar á ári, voru áætluð 150 smálestir af laxi þegar hún var stofnuð. En nú fyrir stuttu var þess getið í útvarpi að á komandi vetri yrði slaktað þar 150 smálestum af laxi. Þetta verður að teljast mjög góður árangur og sem hlýtur að vekja upp vonir og bjartsýni hér á landi um velgengni í íslensku laxeldi verði til þess stofn- að hér á landi í umtalsverðum mæli og með myndarbrag. Laxeldi sem íslenskur atvinnu- vegur til útflutnings hefur þann mikla kost að skilyrði eru til þess að framleiða fóðrið í landinu, en það er aðal framleiðslukostnaðarliður- inn. Hinsvegar reikna ég með því að við þyrftum í byrj un að flytj a inn þurrfóður frá Noregi á meðan við værum að ná tökum á þessari fram- leiðslu hér innanlands. Þetta hefur ísnó h.f. orðið að gera, enda er áhættan of mikil ef ekki er í byrjun stuðst við fóður sem komin er góð reynsla af. En þetta yrði aðeins í byrjun. Innlend fóðurframleiðsla kemur fljótt éftir að laxeldi er orð- ið að umtalsverðum íslenskum at- vinnuvegi. Ég hef nú í nokkuð mörgum þáttum Fiskimála flutt fréttir af norsku laxeldi og bent á þá möguleika sem hér eru fyrir hendi til slíks atvinnurekstrar ef menn vilja nota þá. Sérstaklega tel ég öryggi vera fyrir hendi í fiskeldi þar sem hægt er að nota jarðhita til að stjórna kjörhita jöfnum allt árið í eldisbúum, þar sem ómengaður úthafsjór og hreint vatn eru fyrir hendi. En þetta eru ómetanlegir fjársjóðir við lax- og silungseldi. 15/9 1983

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.