Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 20. september 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 búsýslari________ Nú eldumvið kínverskt VersluninManilaermeðkínverskupönnuna WoJt úr ekta stáli með loki og tveimur höldum á krónur 1.900. (Ljósm. Magnús). Ódýr matur og fjarska bragðgóður Þegar pyngjan léttist verulega, eins og núna verða flestir að snúa hverri krónu tvisvar og velta vöngum yfir hvað eigi að kaupa í matinn. Svínakjöt og nautakjöt ásamt dýru grænmeti verða vita- skuld að láta í minni pokann en ýsan nýtt til hins ítrasta. Fiskur, kjötbollur og lifur verða þó ansi leiðigjörn til lengd- ar, a.m.k. ef ekki er haft eitthvað fyrir matreiðslunni og reynt að finna leiðir til að lífga uppá hvunndaginn. Þá er að blaða í uppskriftabókum, draga fram kryddstaukana og prófa nýjar leiðir í bragðbætingu. Kínversk matreiðsla fellur flestum ef ekki öllum, sem smakkað hafa, mjög vel í geð. Kínverskur matur er einstaklega ljúffengur og lítt kryddaður - galdurinn felst ekki í sterku kryddi eða óhóflegum tilbúningi, heldur þvert á móti. Kínverjar kunna nefnilega þá sönnu list að draga fram gæðin í öllum hráefn- um og blanda hæfilega kryddi til þess að bragðið njóti sín sem best. Því skulum við huga dulítið að kínverskri matargerð í dag. Þið sem viljið fikra ykkur á- fram á brautinni getið útvegað ykkur erlendar bækur í bókabúð- um hér, en þá verðið þið að kunna erlend tungumál. Ég vil mæla sérstaklega með .einni bók, sem ég hef séð bæði í bókaverslun Máls og menningar og hjá Sigfúsi Eymundssyni. Hún heitir ein- faldlega China og er gefin út í London. Uppskriftirnar hér eru komnar úr þeirri bók og þar er að finna uppskriftir að hvers konar réttum, allt frá súpum til ljúf- fengra eftirrétta. Þá er einnig dá- lítill formáli með kynningu á upp- runa kínverskrar matargerðar- listar, en segja má að hvert hérað í Kína, a.m.k. þau stærri, eigi sér sína matargerðarsögu. Kínverjar nota ákaflega mikið svína- og nautakjöt í sinni matar- gerð en það er of dýrt fyrir okkar pyngju. Þá eru rækjur og krabbar vinsæll og algengur matur hjá þeim, en eins og allir vita er slíkt fínerí mjög dýrt hjá fiskveiði- þjóðinni á Islandi, þótt undarlegt megi heita. En látið þetta ekki fæla ykkur frá, heldur beitið hugmynda- fluginu. Það er ekkert því til fyrir- stöðu að nota bara kindakjöt þar sem í uppskriftinni stendur svína- eða nautakjöt. Mínir bragð- laukar bregðast a.m.k. mjög vel við slíku. Og í fiskréttina er sjálf- sagt að nota bara ýsu eða lúðu eða annað fiskikyns, sem hér má fá í búðum. Kínverjar gufusjóða gjarnan fisk og steikja bæði fisk og kjöt mjög stutt á sérstökum pönnum, svokölluðum Wok, en það er djúp panna. Þeir hræra vel í bit- unum meðan á steikingunni stendur til þess að ekkert brenni við, en með þessu móti haldast einnig næringarefnin vel í matn- um. Steikingartíminn er yfirleitt mjög stuttur, hámark 5 mínútur, en þeir skera líka allt í mjög smáa bita; sennilega vegna þess að prjónarnir sem þeir borða með eru ekki vel fallnir til mat- skurðar. Wok er hægt að fá hér á landi, t.d. í versluninni Manila á Suðurlandsbraut og í Habitat við Laugaveginn. En þá er að snúa sér að mats- eldinni. Ég hef valið að þessu sinni tvo rétti úr ódýru hráefni, annars vegar fiski og hins vegar Iifur. Fleiri uppskriftir koma væntanlega seinna. Fiskur í tómatsósu Vi kg af fiskflökum (t.d. skarkola- eða rauðsprettuflökum eða þá ýsu) 1 tsk. salt '/2 tsk engifer, muldunt 1 msk. maísmjöl (eða hveitikím) 1 þeytt eggjahvíta (ekki stífþeytt) 0,75 dl matarolía Sósan; 20 g smjör 4 tómatar, afhýddir og sneiddir (má sleppa ef pyngj an leyfir ekki) 2V3 msk. sojasósa (ekta sojasösa, ekki gumsið í plastbrúsunum) 2 msk. tómatmauk 2 tsk maísmjöl (eða hveitikím) 0,75 dl kjúklingasoð 2 msk vatn 2 tsk sykur Skerið fiskinn í litla bita (ef bitarnir eru stórir detta þeir í sundur á pönnunni). Blandið saman salti, engifer og maísmjöli á grunnum diski og veltið fiskbit- unum uppúr. Látið eggjahvítuna útá bitana og blandið vel saman með fingrunum. Hitið olíuna á pönnu (hér er venjuleg panna best). Þegar olían er orðin heit takið þið pönnuna af hitanum og látið fiskbitana var- lega útá. Setjið pönnuna aftur á helluna og sjóðið fiskinn í 1 mín- útu. Snúið bitunum við og sjóðið í 1/2 mínútu. Látið fiskbitana á disk og reynið að halda þeim<vel heitum. Þvoið olíuna vel af pönnunni og látið hana síðan aftur á hell- una. Bræðið smjörið, bætið tóm- ötunum útá og sjóðið í 2 mínútur. Hrærið vel á meðan. Hellið sojas- ósunni útá ásamt tómatmaukinu og sjóðið í 1/2 mínútu. Blandið saman maísmjölinu, soðinu, vatninu og sykrinunt og hellið á pönnuna. Hrærið vel í á meðan sýður, en þegar sósan fer að þykkna setjið þið fiskinn aftur á pönnuna og ausið sósunni var- lega yfir bitana. Minnkið hitann á pönnunni og sjóðið í 2 mínútur, en þá má snæða. Sætsúr lifur 700 g lifur, skorin í smáa bita olía til að steikja úr Kryddlögur: 5 msk sojasósa 2 msk vatn (ef þið viljið hafa meira við getið þið notað þurrt sjerrí í stað vatns, en vatnið er ágætt) 2 tsk sykur Sósa: 4 msk vínedik 3 msk sykur 1 msk appelsínusafi 1 msk tómatmauk 1V5 msk sojasósa IV2 msk vatn (eða sjerrí) 1 msk maísmjöl (eða hveitikím) hrært útí 5 msk af vatni Blandið öllu efninu í krydd- löginn saman í stórri skál og látið lifrarbitana útí. Látið skálina Um kryddjurtina engifer hefur áður verið fjallað lítillega hér á síðunni. Engiferinn hefur fengist hér í duftformi, sem satt best að segja er lélegur fulltrúi þessarar góðu jurtar. Þá hefur Heilsuhús- ið á Skólavörðustíg selt þurrkaða engiferhnúða og nú má bæta við þeim gleðilegu upplýsingum, að Manila á Suðurlandsbraut 6 í Reykjavík selur frystan engifer. standa í minnst 3 klukkutíma. Gott ráð fyrir eldabuskur með lítinn tíma er að blanda krydd- löginn að kvöldi og láta standa í ísskápnum yfir nótt og láta síðan lifrarbitana útí að morgni áður en haldið er til vinnu. En þá skuluð þið geyma skálina í ísskáp og taka út þegar þið komið heim og láta helst standa í klukkustund við stofuhita. Látið olíu á pönnu og hitið vel. Lifrarbitarnir eru settir varlega útí og steiktir í 1 mínútu eða þar til þeir hafa brúnast á öllum hlið- um. Látið allt efnið í sósuna út á pönnuna, hrærið vel saman og látið sjóða. Lifrin er síðan sett útí og soðin meðan hrært er vel í uns sósan þykknar. Þá er þetta tilbú- ið. AHir engiferaðdáendur sem og áhugaeldabuskur um kínverskan mat ættu að ná sér í þessa vöru, en engiferinn er einmitt eitt af aðal- kryddinu í kínverskri matreiðslu. Þið megið ekki láta frystan engifer þiðna heldur skera af honurn beint úr frystihólfinu og stinga honum strax inn aftur. Hann á að geymast þannig nær endalaust. ast. Habitat selur Wok-pönnur á 765 krónur og eru þær með loki og tveimur höldum. Auk þess fylgja með 2 sköfur og nokkrir matprjónar. Efnið er ekki eins vandað og í pönnunum frá Manila og þurfa meiri umhirðu. Þá sýnist mér pannan fremur gerð fyrir gaseldavélar en raf- magnseldavélar. Hver 10 grömm af frystum engi fer kosta 6 krónur hjá versluninni Manila að Suðurlandsbraut 6 (Ljósm. Magnús). Kryddþáttur____________ Frystur engifer í Manila

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.