Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.09.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINNÍþriðjudagur 20. september 1983 Grindavík: Garðrœkt fyrirfinnst engin Þeir arta lítið upp á nautgripina í Grindavík. Þcir finnast þar engir. Hinsvegar áttu þeir 1262 kindur árið 1981 en lambalíf hefur sennilega verið lítið um haustið því 1982 eru kindurnar 1199 og hefur því fækkað um 63. Og alveg er það hrapalegt með hrossin. Árið 1981 voru þau 81 í Grindavík en ári seinna finnst þar ekki nokkur hrosshaus. Þeir hafa borðað þónokkuð af hrossakjöti það árið. Og hænsna- og svína- ræktina forsóma Grindvíkingar með öllu. En þeir heyja handa sauðfénu og það bara þónokkuð svo það hlýtur að vera orðum aukið, sem heyrst hefur, að á Reykjanesskaganum gangi sauðféð sjálfala vetur, sumar, vor og haust, Árið 1981 nam hey- fengur þeirra 3648 rúmm. en 3483 rúmm. 1982. Garðrækt fyrirfinnst engin. -mhg Gœtum tungunnar. rieyrst hefur: Það var sagt honum að fara. Rétt væri: Honum var sagt að fara. Leiðréttum þetta hjá börnum! 37 skákmenn víðsvegar að af landinu tóku þátt í 19. helgarmóti tímaritsins Skákar sem haldið var á Patreksfirði helgina 9.-11. september. Nálega helmingur keppenda kom að sunnan með flugi, stór hluti kom úr fjörðum eigi allfjarri Patreksfirði. Hcima- menn fylltu síðan töluna en þeir hafa löngum átt góðum skák- mönnum á að skipa. Frá því að fyrsta helgarmótið var haldið í Keflavík fyrir þremur árum hafa mótin breyst um margt, umhugs- unartími hefur ýmist verið styttur eða lengdur, aukið við umferðum eða þeim fækkað. Mótin hafa ver- ið haldin á Vestíjörðum, Norður- landi, Austurlandi, Suðurlandi, í Vestmannaeyjum, Grímsey og meiningin er að láta ekki staðar numið fyrr en Færeyjar hafa ver- ið hernumdar af hinu knáa jnnrásarliði skákgyðjunnar. Síðar meir er ætlunin að bæta við einhverskonar menningarauka, láta andans menn á öðrum svið- um listarinnar spreyta sig milli umferða. Þannig mætti lengi telja. Fyrir þá skákmenn sem grimm- ast hafa sótt í mótin hefur gefist einstætt tækifæri til að skoða landið sitt. Þega tími gefst milli umferða leggja menn í skoðun- arferðir. Þannig var það á Pat- reksfirði. Hið stórkostlega og hrikalega landslag hreif hermegi hugans og þegar fjórða umferð mótsins hafði verið til lykta leidd var safnast í hópa, gengið niður að höfn, tveir hraðskreiðir smá- bátar fluttu menn yfir fjörðinn og þegar landi var náð hinum megin var fyrsti áfangi ferðar til eins sögufrægasta staðar á Vestfjörð- um, Látrabjargs að baki. Benóný hafði Júdas Ókunnugum ferðalöngum stendur stuggur af ýmsum fjalla- leiðum á Vestfjörðum en fyrir heimamenn telst það næsta hversdagslegur viðburður að ferðast um gilskorninga með hengiflug á aðra hönd. Slíkir eru vegir niður að Látrum þar sem býr með öðru fólki Ásgeir Er- lendsson vitavörður. Hann fer í vitann á hverjum degi í öllum veðrum, kominn á áttræðisaldur. Ásgeir var leiðsögumaður á ferð- inni og greindi frá sögu staðarins, munnmælasögum frá gamalli tíð Benóný glímir við Júdas og einbeitnin skín úr andliti hans. Júdas er 120 kíló á þyngd og tóks Benóný að hefja steininn á loft. Ahorfendur fylgjast spenntir með. 19. helgarskákmótið á Patreksfirði Afglímu Benónýs og Júdasar jafnt sem leiðinni í heimildarsögum. Á -bjargið var lagður steinn í götu ferðalahga. Júdas, en svo heitir steininn, reyndist Uppi í vitanum á Látrabjargi. Frá vinstri: Jóhann ÞórirJónsson ritstjóri tímaritsins Skákar og upphafsmaður helgármótanna, Asgeir Erlends- son, vitavörður, sagnaþulur og bóndi að Látrum, Benóný Benedikts- son og Óli Valdimarsson. Elsti fiskveiðibátur landsins Nakkur S U-380 á áittrœðisaldrinum Elsti fiskibátur landsins er Nakkur SU-380 sem gerður er út frá Djúpavogi. Nakkur var smíðaðuríFæreyjumárið 1912 og er því kominn á áttræðisaldur. í nýjasta tbl. Ægis tímarits Fiskifélagsins er greint frá útgerðarsögu þessa lífseiga fiskiskips sem ávallt hefur verið mikið happaskip og á enn mikið eftir. - Báturinn er 5 brúttólestir að stærð. Hann var gerður út frá Færeyjum til ársins 1939 að hann var seldur til íslands en á skoðun- arskýrslum hér fyrirfinnst bátur- inn ekki fyrr en árið 1941. í þeirri skýrslu er báturinn sagður endur- smíðaður 1930 og þá sett í hann 12 hestafla bolinder vél. Á fimmta áratugnum var báturinn gerður út frá Seyðisfirði sem og þeim sjötta. 1950 keypti Ernst Pettersen skipasmiður á Seyðis- firði bátinn sem þá hafði verið Nakkur í höfn á Djúpavogi. Mynd - Ægir. ónothæfur í nokkur ár og gerði hann upp. Setti m.a. í hann nýja 22 hestafla Kelvin vél. Árið 1954 voru enn eigenda- skipti á Nakki. Eðvald Jónsson Seyðfirðingur keypti hann og notaði m.a. í póstflutninga milli Seyðisfjarðar og Loðmundar- fjarðar. Áratug síðar var báturinn seldur til Djúpavogs þar sem þeir Arnór Karlsson og Stefán Arn- órsson hafa gert hann út á rækju- veiðar svo og línu-neta og færa- veiðar. í Ægi segir frá því að á sínum tíma hafi staðið til að breyta nafni bátsins en dætur Stefáns Jóns- sonar sem átti í bátnum þegar hann var gerður út frá Seyðisfirði á fimmta áratugnum margbáðu þáverandi eiganda að breyta ekki nafninu, því mikil gæfa fylgdi því. Varð svo úr og hefur öllum farn- ast vel sem gert hafa út á Nakk síðan og fyrrum. Er haft eftir nú- verandi eigendum að með góðri umhirðu megi gera þennan öldung fiskiskipaflotans út um mörg ókomin ár. -lg einhverra hluta vegna ónothæfur í hafnargarð sem þarna var eitt sinn byggður og liggur í túni rétt þar sem er flugvöllur sem á árum áður var mikið notaður. Júdas er 120 kíló á þyngd og ekki svo létt að koma á hann góðu taki. Sveitapiltar uxu í áliti ef þeir svo mikið sem gátu látið vatna undir Júdas og nú sem oftar gengu menn að steini skoðuðu hann nánar, veltu til og frá og virtust hálf feimnir við þennan viðsjála grip. Loks réðust menn þó á steininn, gekk misjafnlega, sumir héldu að sér höndum og kváðust fremur vilja eiga við þennan stein í einrúmi, ekki Benóný Bene- diktsson semhefurfimmum sext- ugt. Hvað eftir annað hóf hann steininn á loft jafnan við mikil fagnaðarlæti. Ásgeir stóð hjá og hafði sýnilega gaman af enda hef- ur oft lyft Júdasi um dagana og ekki langt síðan hann síðast það gerði. Nær bjarginu rétt við dys eina þar sem hefur að geyma bein spænska sjómanna er leituðu inngöngu á öldum fyrr í lítt frið- sömum tilgangi, er steinn mikill, sannkallað Grettistak, 280 kíló á þyngd og nefnist Brynjólfstak, eft*r Brynjólfi sem gekk með steininn á bakinu neðan úr fjöru. Velsterkir þykja þeir sem ná að reisa við bjargið og nokkrum í hópnum tókst það. Eftir að hafa skoðað Látra- bjarg, vestasta hluta Evrópu var haldið aftur í Patreksfjörð. Hafði ekki teflt í eitt ár en sigraði samt! Ingi R. Jóhannsson hafði ekki teflt eina einustu kappskák í eitt ár þegar hann mætti á sitt fyrsta helgarmót. Hann hefur e.t.v. verið dálítið ryðgaður í upphafi móts, en þegar leið á var eins og hann tækist allur á loft. Ingi hefur lengi verið þekktur fyrir þungar stöðubaráttuskákir, en nú hristi hann fram úr erminni hálfgerða „diskó-varíanta", tefldi leikandi létt og sigraði - heilum vinningi á undan næsta manni. Vissulega var hann heppinn, en hvað sagði ekki Kúbumaðurinn José Raoul Coablanca. „Heppnin fylgir ávallt þeim sterka." Ingi vann fimm fýrstu skákir sínar og var nálægt því að bæta sjötta sigri sín- um í röð við þegar hann gerði jafntefli við Guðmund Sigurjóns- son. En stórmeistarinn var sleipur í vörninni og hélt jöfnu síðustu umferð lagði hann Hauk Angantýsson að velli í snaggar- legri skák. Gömlu meistararnir Benóný Benediktsson og Óli Valdimars- son bitust um öldungaverð- launin, en þegar upp var staðið reyndust þeir hafa jafnmarga vinninga og skiptu því verð- launum með sér. Ýmsir aðrir hlutu verðlaun eða voru heiðraðir á einhvern hátt Vinningaflesti heimamaðurinn varð Arnar Ingólfsson og verð- laun fyrir bestan árangur ung- lings kom í hlaut Guðmundar Árnasonar sem er bráðefnilegur skákmaður, 14 ára gamall, bjó í Stokkhólmi í nokkur ár og ung- lingameistari þeirrar borgar. Jóhann Þórir Jónsson vék einnig góðu að nokkrum þeim sem staðið hafa dyggilega að baki skáklistarinnar eins og t.d. Þor- valdi Thoroddsen hreppstjóra og fyrsta formanni í Taflfélagi Pat- reksfjarðar. Þá gat hann stuðn- ings Stefáns Skarphéðinssonar sýslumanns V-Barðstrendinga sem átti stóran þátt í að þetta mót yrði að veruleika. Stefán átti einnig sinn þátt í skákmótinu að Reykhólum sem haldið var um mánaðarmótin júní-júlí í sumar. Að venju skildu skákmenn sáttir að leikslokum. Ingi stakk af með 1. verðlaunin en hafði góð- um að mæta á næsta mót sem verður haldið á Fáskrúðsfirði um næstu mánaðamót. -hól.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.