Þjóðviljinn - 01.10.1983, Page 8
1
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.-2. október 1983
fréttaskýring
Kerfísleikur með peninga
gamla fólksins
Álfheiður
„Það er allt of algengt, bæði
meðal pólitíkusa og embættis-
manna á íslandi að kunna ekki að
viðurkenna mistök sín, heldur
skella skuldinni á aðra og tína
eitthvað upp úr nálægri eða fjar-
lægri fortíð til að afsaka gerðir
sínar. Því miður sýnist mér ráðu-
neytið hafa fallið í þá gryfju nú”,
sagði einn viðmælandi Þjóðvilj-
ans í gær. Tilefnið er bréf sem
ráðuneytisstjóri og skrifstofu-
stjóri í heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytinu hafa skrifað Þjóð-
viljanum vegna skrifa blaðsins
um ránið á vasapeningum gamla
fólksins.
Það var á ári aldraðra að at-
hyglin beindist skyndilega að
þeim hópi sem enga aðra peninga
hefur handa á milli; öldruðum,
sem búa á dvalarheimilum eða
stofnunum. Ellilaunin, þ.e. líf-
eyririnn og tekjutryggingin
hrökk oft ekki fyrir vistgjaldinu
sem Tryggingastofnun þá greiddi
og síðan fékk gamla fólkið svo-
kallaða vasapeninga, sem ekki
dugðu til neins. Vasapeningarnir
komust í sviðsljósið og m.a. var
ítarlega fjallað um þá í sjónvarpi.
Dögg Pálsdóttir er deildarstjóri
í heilbrigðisráðuneytinu og hefur
með málefni aldraðra að gera
þar. Hún sagði í samtali við Þjóð-
viljann að á árinu 1981 hefði ver-
ið gerð sérstök könnun á högum
þessa fólks. Athugað var hvernig
greiðslu vistgjalds var háttað hjá
729 einstaklingum, sem þá var
helmingur þess fjölda sem var á
elliheimilum. „í ljós kom að að-
eins tveir af þessum fjölda
greiddu vistgjaldið sjálfir”, sagði
Dögg. „14% greiddu það að
hluta til, en Tryggingastofnun
greiddi allt gjaldið fyrir 85%
hópsins. Þar af voru 52% sem
höfðu engar aðrar tekjur en líf-
eyri og tekjutrygingu og 33% til
viðbótar höfðu svo lágar tekjur
úr lífeyrissjóðum að tekjutrygg-
ing þeirra skertist ekki.”
Þetta var sú mynd sem blasti
við þegar frumvarpið um málefni
* aldraðra var í vinnslu. 52% ellilíf-
eyrisþega á dvalarheimilum hafði
í desember s.l. 800 krónur í vas-
apeninga, 33% til viðbótar höfðu
auk þess mjög lágar tekjur úr líf-
eyrissjóðum. Allir voru sammála
um að þessu þyrfti að breyta og
það var og samþykkt í lok desem-
ber s.l. þegar lögin um málefni
aldraðra voru afgreidd.
í lögunum segir að aldraðir á
stofnunum og dvalarheimilum
skuli ætíð halda eftir 25% af tekj-
um sínum, þó eigi lægri fjárhæð
en 1950 krónur. Þar með hafði
Ráðuneytið hefur fyrir sitt leyti
fundið sökudólg, þar sem er
Tryggingaráð. Ráðið er skipað 5
mönnum kosnum á alþingi eftir
hverjar kosningar. f því sitja nú
Stefán Jónsson fyrrverandi al-
þingismaður, formaður, Jóhanna
Sigurðardóttir alþingismaður,
Gunnar J. Möller, lögfræðingur,
Þóra Þorleifsdóttir, húsfrú, og
lagðar fyrir ráðið, „ekki til á-
kvörðunar, heldur til afgreiðslu”.
Enda sé meginverkefni ráðsins
að sjá til þess að Tryggingastofn-
un starfi eftir lögum hverju sinni.
Auk þess rekur menn ekki minni
til að umrætt bréf ráðuneytisins
hafi verið lagt fyrir fundinn, - „en
á þessum tíma, nokkrum dögum
eftir setningu bráðabirgðalag-
alþingi tekið ákvörðun um að
hækka vasapeningana um 143%
og í lögunum er bráðabirgðaá-
kvæði þar sem segir að þessi
hækkun skuli koma til fram-
kvæmda í áföngum eftir nánari
ákvörðun ríkisstjórnar. í apríl
var síðan gefin út reglugerð þar
sem fyrsta hækkunin upp í kr.
1326 var dagsett 10. júní 1983.
Önnur samhljóða regíugerð var
gefin út vegna öryrkja sem dvelja
á stofnunum.
Eins og fram hefur komið
dugði þetta ekki til. Blaðamaður
Þjóðviljans komst af tilviljun
fyrir viku að því að í stað þess að
greiða 1432 krónur í vasapeninga
á mánuði hafði Tryggingastofnun
aðeins greitt út kr. 1012 síðan í
júní. Mismunurinn nam 2,8 milj-
ónurn króna þar sem hér er um
1703 einstaklinga að ræða. Og
eins og fram hefur komið kunna
embættismenn ráðuneytisins
blaðsinu litlar þakkir fyrir að
benda á þessa staðreynd.
En hvernig gat þetta gerst?
Guðmundur H. Garðarsson, við-
skiptafræðingur. Þetta eru full-
trúar fyrrverandi ríkisstjórnar,
kosnir 1980.
Um það hvað gerðist á fundi
ráðsins 1. júní sl. eru menn hins
vegar ekki á eitt sáttir. Ráðu-
neytismenn segja að þar hafi ver-
ið lagt fram bréf af gefnu tilefni,
þar sem fyrir ráðið hafi verið lagt
að reikna 8% verðbótahækkun
ofaná áfangahækkunina. Þessi
fyrirmæli hafi verið hundsuð og
Tryggingaráð hafi einróma á-
kveðið að sleppa áfangahækkun-
inni. „Þetta er út í hött”, segir
Stefán Jónsson. „Tryggingaráð
hefur ekkert vald til að breyta
lögum og reglugerðum, það er
verkefni alþingis og ráðuneyta”.
Og Jóhanna Sigurðardóttir segir:
„A fundinum var ekkert sam-
þykkt að reikna 8% verðbóta-
hækkun 1. júní,-hún vareinfald-
lega lögboðin.” Eggert G. Þor-
steinsson, forstjóri TR, sem situr
fundi Tryggingaráðs segir að allar
reglugerðir og lagabreytingar séu
anna var lögmönnum ráðsins hins
vegar alls ekki ljóst hvérsu víðtæk
þau voru”, segir Stefán Jónsson.
„Þess vegna var málið falið af-
greiðslu tveggja lögfræðinga
stofnunarinnar, en Tryggingaráð
var á einu máli um að bráða-
birgðalögin næðu ekki til áfanga-
hækkunarinnar.” Og Eggert G.
Þorsteinsson segist hafa verið að
bíða eftir nánari starfsreglum um
greiðslu bótanna frá lögfræðing-
unumtveimur 14 mánuði. „Það
var aldrei meiningin að taka
þessa peninga af fólkinu”, sagði
hann.
„Það getur vel verið að bráða-
birgðalögin hafi átt að ná til þess-
ara bóta líka”, sagði Páll Sigurðs-
son, ráðuneytisstjóri, „en um það
vitum við ekkert hér í heilbrigðis-
ráðuneytinu. Lögin voru ekki
samin hér og þeim fylgdi engin
greinargerð. Okkar niðurstaða er
sú að þau taki ekki til þessarar
hækkunar”.
En voru það bráðbirgðalögin
sem voru að þvælast fyrir
Ingadóttir
skrifar
mönnum eða eitthvað annað?
Kristján Sturlaugsson, deildar-
stjóri hjá TR sagði að almanna-
tryggingalögin stönguðust á við
lögin um málefni aldraðra að
mörgu leyti. „Þetta á m.a. við um
vasapeningana”, sagði hann,
„þeir eru þar hærri en almanna-
tryggingalögin leyfa. Þar segir að
vasapeningar megi hæst vera
25% af lágmarkslífeyri, sem er
ellilífeyririnn einn samkvæmt
túlkun okkar. í lögunum um mál-
efni aldraðra segir hins vegar að
þeir skuli vera 25% af tekjum,
þ.e. lífeyri og tekjutryggingu”.
Páll Sigurðsson sagðist kannast
við þessa túlkun TR. „Ég er nú
ekki lögfræðingur”, sagði hann,
„en almennt þá hlýtur það að
vera svo að þegar búið er að setja
ein lög að þá eru þau gildari en
þau gömlu”. Dæmi um þetta
sagði Páll vera nú síðast í bráða-
birgðalögum, sem sett eru af fjár-
málaráðherra. „í þeim felst alls
ekki breyting á almannatrygg-
ingalögunum, þó þau taki til
greiðslu tryggingabóta, þau gilda
nú t.d. um greiðslu verðbóta á
tryggingabætur en ekki almanna-
tryggingalögin”, sagði Páll.
A mánudag mun væntanlega
skýrast hvernig það gat gerst að
1703 tekjulægstu einstaklingar á
landinu voru sviknir um 2,8 milj-
ónir, en þá kemur Tryggingaráð
saman til fundar. Og hvort sem
skýringin er „óhlýðni” Trygg-
ingaráðs, vafi á umfangi bráða-
birgðalaganna eða djúpstæðari
lögfræðileg deila milli TR og
ráðuneytis um lögin, um málefni
aldraðra, þá fær gamla fólkið og
öryrkjarnir sína peninga 10. okt-
óber n.k. Ekki þó með rentum:
„Það hefur ekki verið vaninn”,
sagði Eggert G. Þorsteinsson.
Þá stendur eftir spurningin um
það hvenær næsta áfangahækkun
kemur til framkvæmdar. „Það
var áætlað að hún kæmi 1. sept-
ember”, sagði Dögg Pálsdóttir,
„en þá var öllum verðhækkunum
frestað fram til 1. október. Það
hefur engin ákvörðun verið tekin
um að greiða næstu hækkun þá,
en það hefur heldur ekki verið
tekin nein ákvörðun um að gera
það ekki”. Og nú er bara að bíða
eftir því hvað Matthías
Bjarnason, heilbrigðisráðherra
gerir en hann hefur dvalist er-
lendis eins og aðrir ráðherrar
Sjálfstæðisflokksins undanfarið.
Hann er væntanlegur um helgina.
Álfheiður Ingadóttir
ritst jórnargrei n
LÍÚ telur útgerðar-
menn þola taprekstur
Einar Karl
„Það er verkefni Landssam-
bands ísl. útvegsmanna að gæta
hagsmuna gagnvart stjórnvöld-
um“,( segir Olafur Gunnarsson
framkvæmdastjóri Síldarvinnsl-
unnar hf. í Neskaupstaö í grein er
'hann ritar í Morgunbláðiö. Krist-
ján Ragnarsson framkvæmda-
stjóri LIÚ hefur af miklum skör-
ap sinnt þessu verkefní á
Bullancli tap
Annað kemur á daginn. Ólafur.
Gunnarsson segir að allar greinar
útgerðar í landinu séu reknar
með bullandi tapi. Saltfiskverkun
einnig og fiskvinnslan sé á núlli.
Það þurfi 21% fiskveröshækkun
um þessi mánaðamót til þess að
stööva skuldasöfnun útgerðar-
innar. í stað 4% sem ákveðin er.
liðnum árum o^ ekki sparað við V; tnskil flotans nema einum og
sig yfirlýsingar hefúr ekkert he fjölmiðlum. Þ yrst í Kristjáni að né hálfum miljarcii króna. Það tók Morgunblaðið og DV
LÍÚ frá þvt að núverandi rík is- tvc ) dagr að hafa uppi á formæl-
stjórn tók við v ildum. Allir sc iní en da LIÚ tii þess að staðfesta
um efnahagsn lál pe ssa lýsingu. Einhverritímá
gengu út frá þvi vísu úr því aö he föu þc ssar upplýsirigar þótt tíð-
Kristján og Lí 'j kvörtuðu el< .ki inc Ji hfá núverandi stjórnarmál-
opinberlega hiy í gö gnum Einhverntíma hefði
lúkkur.nar velsi andí hiá útgei 'Ö- Kristján Ragnarsson fengið
virðulegri sess á síðum þessara
blaða heldur en 10. síðu í Morg-
unblaðinu og 2. síðu í DV. Ein-
hverntíma hefði framkvæmda-
stjóri LÍÚ ekki látið toga út úr sér
yfirlýsingar um stöðu útgerðar-
innar.
Ölafur Gunnarsson segir í
Morgunblaðsgrein sinni, sem rit-
uð er 12. september en birtist
ekki fyrr en 28. þ.m., að veröi
ekki ráðin bót á. vanda útgerðar-
innar sé hann fylgjandi stöðvun
fiskitlotans í oktpber, eins og
hann stóö rneð Kristjáni Ragn-
arssyni og öðrum útgeröar-
mönnum að flotastöðvun í tyrra-
haust. „Þegar ekki tekst að ná
fram nothæfri rekstrarafkomu
útgerðar með málefhalegum við-
ræðum við stjórnvöld cr ekki um
annað að ræða en að grípa til ör-
þrifaráða, eins og að stöðva flot-
ann“, segir Ólafur. En það er
annað hljóð í strokknum núna
hjá framkvæmdastjóra LÍÚ. Af-
koman er að sönnu „með öllu
óviðunandi”, að sögn Kristjáns
Ragnarssonar, „ en samt hefur
stjórn LÍÚ ákveðið að rjúfa ekki
friðinn".
Einkarekstur í hœttu
Og hvað er ríkisstjórnin að
gera fyrir útvegsmcnn? Því svarar
framkvæmdastjóri fyrirtækis á
Neskaupstað sem löngurn hefur
verið kennt við sósíalista og sam-
vinnumenn:
„Ég tel að útgerðarmenn, sem
hafa oft á tíðum í áratugi hætt öllu
sínu, eigi annað betur skilið en að
eignir þeirra séu gerðar upp-
Haraldsson
skrifar
tækar á nokkrum árum. Mér sýn-
ist að með sömu þróun hverfi
einkaaðilar að verulegu leyti úr
útgerð á næstu 10 árum.“
Enda þótt sjálfur einkarekstur-
inn sé í húfi sér LÍÚ ekki ástæðu
til þess að rjúfa friðinn. Það er
semsagt réttlætanlegt að stöðva
flotann þegar sósíalistar „vega að
’ einkarekstri" í útgerð en ekki
þegar samflokksmenn Kristjáns
fara eins að.
Ólafur Gunnarsson er sjálfum
sér samkvæmur hvaða ríkisstjórn
sem svo á hlut að máli. Harin hef-
ur kveðið upp dóm yfir stjórnar-
stefnunni og kallar á gengisfell-
ingu. Tal hans um einkarekstur-
ipn getur komið mönnum
spánskt fyrir sjónir. en það er
eiiinig til vitnis um eðii stjórnar-
stefnunnar. Hún er ekki fyrir
smákapítalista, atorkumikla
smáútgerðarmenn, iðnrekendur
með hugmyndir eða kaupmann-
inn á horninu: Þeir mega fara á
hausinn. Stjórnarstefnan ersnið-
in að þörfum stórauðvaldsins í
Reykjavík og Sambandsins. Stór-
kápítaiið hefur Geir Hallgríms-
son og Alberl Guðmundsson en
Sambandið Steingrím Her-
mannsson í ríkisstjórn. _ ey!