Þjóðviljinn - 01.10.1983, Síða 11
Þetta sýnir að vígið hefur þá þegar
á 13. öld verið búið að fá nafn sitt.
En hvers vegna fóru þeir með
Órækju einmitt á þennan stað til að
pynda hann? Sennilega vegna þess
að í hugum manna hefur Surtshellir
tengst óhugnaði. Það hefur verið
hluti af pyndingunni.
Æ vintýrahellirinn
Við klöngrumst nú niður af vígis-
brúninni og höldum inn í aðalhell-
inn yfir grjótruðninga og slétta
stíga þess á milli. Við göngum lengi
með kyndla á lofti og munduð
ljósker. Hér er svartamyrkur og
eins gott að kunna fótum sínum
forráð. Eftir langa mæðu sér í birtu
og við komum í svokallað miðop.
Það er ekki kleift, en stór snjóskafl
er í því miðju. Hann hefur ekki
bráðnað í allt sumar. Hingað liggur
útgönguleiðin að baki vígisins. Við
sjáum inn í opið uppi við stóra
vörðu sem hlaðin hefur verið nær
upp í brún. Og enn höldum við inn í
sortann. Og enn er langur gangur
þar til lýsir á ný og við komum að
síðasta opinu. Hér er hægt að
ganga upp og við finnum til viss
léttis að eiga þessa útgönguleið,
enda erum við farin að lýjast. Ég
tek síðustu myndirnar sem ég á
eftir á filmunni. En það hefði ég
ekki átt að gera því að síðasti hluti
Surtshellis sem við eigum nú eftir
er fegurstur þeirra allra. í honum
mestöllum er rénnslétt ísgólf með
þunnu lagi af vatni víða ofan á og
ekki erum við komin langt er verða
á vegi okkar forkunnar falleg
ískerti eða ísfingur sem standa upp
úr gólfinu. Er við lýsum á þessa
stauta glitra þeir eins og gimsteinar
og speglast á undurfagran hátt í
vatninu. Við göngum eins og í
leiðslu innar og innar. Þetta er
sannkallaður ævintýraheimur.
Loftið er hélað og lognið er ískalt.
Við erum stödd í sjálfri klakahöll-
inni. Við göngum langan spöl uns
við komum að urð mikilli og hand-
an hennar er slétt gólf og á því
miðju er varða. Þetta er varðan
sem þeir Eggert Ólafsson hlóðu
fyrir rúmum 200 árum og hann lýsir
í ferðabók sinni. Hér stendur hún
enn, en ekki er unnt að greina að
innsigli þeirra sé á sínum stað.
Vopnalág
Við snúum nú við og förum upp
við innsta opið, sem áður er lýst, og
erum áttavillt þegar upp er komið.
Allur Surtshellir mun vera um 1,6
km á lengd og hann er sannarlega
þess virði að vera skoðaður, en þá
verða líka ljósfæri að vera með í för
og helst kunnugur maður. Gangan
um hellinn tók á 4. tíma.
Það er drjúgur spölur að bílnum
og við ákveðum að fara lengra upp
í landið á honum eftir Hellisfitjum
og koma þar að sem Hellismenn
voru drepnir að því er þjóðsagan
hermir. Þar heitir nú Vopnalág eða
Umsátur og er löng lægð með
skeifusniði, þekktur áningarstað-
ur. Þorsteinn segir okkur að þegar
hann kom þar fyrst hafi botn
Vopnalágar verið rennsléttur og
grasivaxinn, en nú eru bílar búnir
að spæna upp jarðveginn svo að
hann er farinn að blása upp. Mött-
ull konungur eða Caterpillar?
Á heimleiðinni fer ég að velta
fyrir mér hvers vegna í ósköpunum
fornleifafræðingar hafi ekki tekið
mannvistarleifarnar í Surtshelli og
gert á þeim rækilega fornleifarann-
sóknf „elst mannvirki á íslandi
þegar Öxarárfossi sleppir".
- GFr
Við Vígið.
Undankomuleið Hellismanna. Hægt er að skríða inn í næsta helli inn af
Víginu og þar opnast nýr geimur með útkomuleið.
Við hleðsluna í Vígishelli. Þar hafa alit að 20 menn geta legið undir húðum
eða jafnvel tjaldi. Allar heimildir benda til að Hellismenn hafi verið í
Surtshelli á 10. öld.
Helgin 1.—2. október 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11
Minning
JóhannaBjarnadóttir
Fœdd 29. júní 1889 - dáin 19. september 1983
Elskulegur nágranni - andbýl-
ingur um tveggja áratuga skeið er
horfin okkur, Jóhanna Bjarnadótt-
ir frá Ásgarði. Aldrei hef ég kynnst
ljúfari konu né betri og umburðar-
lyndari við börn. Hún bjó að
Skjólbraut 7 í Kópavogi í litlu húsi,
sem alla tíð minnti mig á húsið
hennar ömmu hennar Rauðhettu.
Þegar drengirnir okkar voru að
vaxa úr grasi og gerðust knatt-
spyrnuhetjur sparkandi alla daga
og fram undir miðnætti á öllum
grasblettum í augsýn, opnuðust
enn betur augu mín fyrir því, hve
Jóhanna var hugljúf og umburðar-
lynd kona. Þegar undirteiknaður
rauk upp á nef sér við drengina
vegna hirðuleysis þeirra og virðing-
arleysis fyrir grasgeirum nágrann-
anna, kom hún og kenndi mér lexíu
í uppeldi barna, sem ég fæ henni
aldrei fullþakkaða.
Nú er þessi hugljúfi kennari
minn í barnauppeldi allur.
Ég ætla að ég mæli fyrir munn
nágranna okkar - að minnsta kosti
þeirra sem börn eiga á ýmsum
aldri. Þakklæti okkar fyrir að hafa
kynnst djúpviturri konu og einni
þeirri umgengnisbestu sem þekk-
ist, er utan enda.
Hjálmar Ólafsson|
Þegar undirritaður byrjaði að
vinna við Þjóðviljann fyrir nær
hálfum áratug, bjuggu í lítilli íbúð á
þriðju hæð í húsi blaðsins að Skóla-
vörðustíg 19 hjónin Jóhanna !
Bjarnadóttir og Jón Bjarnason, j
sem þá var fréttastjóri Þjóðviljans. |
Þau áttu eftir að verða góðkunn- i
ingjar mínir, eins og raunar flestir
sem unnu við blaðið á þeim tíma
eða voru því nátengdir. Vafalaust
hafa erfið skilyrði og vinnuaðstaða
átt sinn þátt í samheldni þessa til-
tölulega fámenna en trausta hóps.
Að loknum vinnudegi, sem
stundum var í lengra lagi, var oftj
farið í kvöldkaffi til Jóhönnu, þó að
komið væri fram yfir miðnætti. Þar'
var alltaf heitt á könnunni og
starfsmenn blaðsins velkomnir. Þá
var stundum þröngt í litla eldhús-
inu. Sérstaklega veit ég að ritstjór-'
arnir, þeir Magnús og Sigurður,
voru þar tíðir gestir. Og fyrir kom
að undirritaður slæddist þar inn að
kvöldlagi og nyti ánægjulegra
stunda í þessum góða félagsskap.
í þessum fáu línum verður ævi-
ferli Jóhönnu ekki gerð nein skil.
Raunar veit ég fátt um hennar ævi
fram að þessum tíma. Hún var þá
kona hátt á sextugs aldri, þegar ég
kynntist henni fyrst.
En ég minnist hennar sem góðs
félaga með einstaklega trausta og
þægilegá skapgerð. Veit ég þó að
hún var nokkuð skaprík, eins og
flest gott fólk.
Fundum okkar bar ekki oft sam-
an, eftir að hún flutti í litla húsið
við Skjólbrautina. En nógu oft til
að vita að hún mundi vel eftir okk-
ur kunningjunum fra Skólavörðu-
stíg 19 og hugsaði hlýtt til okkar.
Nú þegar æviskeið þessarar 92ja
ára konu er á enda runnið, vil ég
þakka þessi gömlu kynni. Ekki að-
eins fyrir mína hönd, heldur allra
þeirra, sem á þessum árum unnu
við Þjóðviljann. Og fyrir hönd
blaðsins, sem hún alltaf hélt tryggð
við.
Jóhanna verður í dag jarðsett á
sínum æskuslóðum í Dölum vestur.
Blessuð sé minning hennar.
Eiður Bergmann
Hef flutt
lækningastofu mína
í Domus Medica, Egilsgötu 3.
Engin breyting veröur á bókuöum tímum.
Tímapantanir og viötöl í síma 11614.
Ellen Mooney,
húðsjúkdómalæknir.
Innilegustu þakkir
til allra þeirra sem veittu aðstoð, auðsýndu samúð og vinar-
hug, vegna andláts og útfarar fööursystur minnar,
Elínar Þorgerðar Magnúsdóttur
Dunhaga 13, Reykjavík.
Ingibjörg Magnúsdóttir og fjölsk.
Itölsk sófasett
Margar gerðir. — Leður- og tauáklæði. —
Ótrulega lágt verð. Frá kr. 32.800
Einnig ítalskir leöurstólar Verð kr. 12.900
Húsgöqn og
. . . .**. Suðurlandsbraut 18
mnrettmgar sfmi se 900