Þjóðviljinn - 01.10.1983, Síða 12
12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 1.—2. október 1983
Á fimmtudaginn var frum-
sýnd ný íslensk kvikmynd í
Vestmannaeyjum. Nýtt líf heitir
hún, er eftir Þráin Bertelsson og
var fjallað um hana hér í síðasta
helgarblaði Þjóðviljans. Annar
aðalleikarinn í þessari mynd er
Eggert Þorleifsson. Hann hefur
i einkum fengist við tónlist und-
! anfarin ár, en þó munu flestir
| þekkja hann best sem Dúdda
i rótara í Stuðmannamyndinni
, Með allt á hreinu. Hver man
i ekki skyggnilýsingaratriðið úr
! Sjallanum? Eggert er mættur í
I lauflétt spjall við Þjóðviljann og
hvað liggur beinna við en að
j spyrja hann hvort hann sé
iskyggn?
Hann samdi til dæmis tónlistina við
leikrit Jökuls Jakobssonar, Hart í
bak, sem nú er verið að sýna í Iðnó.
Hann hefur líka leikið í nokkrum
leikritum.
„Ég hef leikið nokkur statista-
hlutverk, aðallega í Alþýðuleik-
húsinu. Einu sinni lék ég hænu I
og stóð á annarri löpp mestalla sýn-
inguna. Ég fékk ofboðslega góða
dóma. Það var sagt að ég væri
fæddur til að leika hænu. Það er þá
ekki til einskis lifað fyrst ég gat
hermt svona vel eftir þessum hrylli-
lega fugli sem ekki getur flogið og
varla gengið. Þetta var jafnbesti
dómur sem ég hef fengið, fyrir
túlkun mína á þessari hænu. Þetta j
var frumraun mín hjá Alþýðu- j
leikhúsinu og minn fyrsti leiksigur.
Síðan hefur leiðin legið niður á við.
Sennilega hefði ég átt að hætta að
leika eftir þessa sýningu."
- Þú ætlar þá ekki að gera leik- j
listina að þínu aðalstarfi?
„Nei, það hefur mér aldrei dott- j
ið í hug. Og það var ekki mér að j
Eggert í hlutverki Þórs ræðir við Ása skipstjóra (Svein Tómasson bæjarfulltrúa Alþýðubandalagsins í !
Eyjum) í myndinni Nýtt líf.
vældu mann í óstuð “
„Nei, ég er ekki skyggn.“
- Ertu trúaður á að hægt sé að
komast i samband við fólk eftir
dauðann?
„Ég get hvorki játað því né neit-
að, ég hef aldrei fengið neina vís-
bendingu. Mér þætti þó betra að til
væri framhaldslíf. Ef maður lætur
sig hafa það að telja sér trú um að
til sé líf eftir dauðann hlýtur maður
að hugsa sig tvisvar um áður en
maður traðkar á fólki. Ef ekkert
tekur við er þetta tómt siðleysi. Ei-
líft líf er megininntak allra trúar-
bragða, spurningin er hvort þú
tekur sénsinn á að lenda í vonda
staðnum. Annars hugsa ég voða
lítið um þessi mál. Ég lá svolítið í
Helga Pjeturss í gamla daga og
trúði hverju orði.“
- Þú hefur ekki fengið nein
atvinnutilboð við skyggnilýsingar?
„Nei, ég hef eíckert fengið að
gera. Ég missti alveg niðrum mig
þegar ég náði sambandi við
reiðhjólið. Ég trúi þvt ekki að
reiðhjól eigi sér framhaldslíf. Eins
er erfitt að ímynda sér skordýr í
himnaríki, það yrði meiri troðn-
ingurinn."
! ÞegarJónasvar „rakaður“
- í upphafsatriði myndarinnar
j ertu á biljardstofu. Er eitthvað til í
' því að þú hafir lifað á að spila bilj-
; ard hér áður fyrr?
; „Já, á tímabili hafði ég fyrir
l rettum og Campari í gamla Sigtúni.
Þú manst þegar sjússinn kostaði
90 kall. Það eru 9 krónur, nei 90
aurar í dag. Hugsaðu þér!“ Unt
stund sökkvum við okkur niður í
ljúfar endurminningar frá gamla
Sigtúni við Austurvöll. En svo
tökum við aftur upp þráðinn.
„Eftir gagnfræðapróf fór ég í
Kennaraskólann og var þar einn
vetur. Þá fór ég að heiman með
skólatöskuna en mætti aldrei í
skólann heldur fór beint á Billann
við Klapparstíg. Mamma hélt alltaf
að ég væri í skólanum. Svo opnaði
ég einhvern tíma skólatöskuna
þegar líða tók á veturinn og fann
þar eina appelsínu sem var á stærð
við vínber eða þurrkað trúboða-
höfuð. Það var ávöxtur þekkingar-
innar þann veturinn.“
- Var ekki alltaf mikið um
krimma á Billanum?
„Jú, þeir sóttu staðinn talsvert.
Ég fór á Hraunið með Stuðmönnum
í fyrra og þá var eins og maður væri
kominn á Billann, ég þekkti annan
hvern mann. En þeir spiluðu ekki
mikið, hittust bara þarna.
Það var gaman þegar Jónas Árn-
ason leikritaskáld kom á Billann.
Hann kom þangað af og til og
stundum var Jón Múli með hon-
um. Jónas átti alltaf nóg af pening-
um en kunni ekkert að spila. Þegar
hann birtist kvað við úr öllum
hornum: „Jónas, eigum við að taka
spil?“ Og svo var hann „rakaður“
eins og það hét.“
- Náðir þú ekki töluvert langt í
þessari íþrótt?
„Ég náði lengst fyrir fimm árunt
þegar ég komst í 3. sæti í íslands-
Pysjuveiðar í aðsigi...
Rætt við Eggert
Þorleifsson
tónlistarmann
með meiru
mótinu í meistaraflokki. Svo komst
ég einu sinni í úrslit í 1. flokki en
skíttapaði fyrir Sigga sundlauga-
verði.
En ég komst aldrei á toppinn á
Billanum. Ég hafði ekki taugar í
það og átti heldur ekki pening í
heví fjárhættuspil. Til þess að kom-
ast á toppinn varð maður að vera
reiðubúinn að tapa miklu. En ég
þoldi hvorki að tapa né græða mik-
ið. Ég fór alltaf að vorkenna þeim
sem töpuðu, þeir vældu mann í
óstuð.
Ég man eftir einum sem konan
hafði sent í bæinn til að kaupa
barnavagn. Hann kom á Billann,
tapaði öllum peningunum og þorði
svo ekki heim.“
Bítlarnir kunnu aldrei
að rokka
Eggert er fæddur og uppalinn á
Grenimelnum, árgerð 1952. Hann
fór sem leið lá í Melaskólann og svo
í Hagaskólann og lauk gagn-
fræðaprófi „með skyri og rjóma“
eins og hann orðaði það.
„Mér var meinaður aðgangur að
landsprófi. Mér var sagt að ég hefði
of lágar einkunnir og trúði því. Það
var ekki fyrr en löngu seinna sem
ég frétti að það þyrfti enga lág-
markseinkunn til að komast í
landspróf. Það gilti hvergi nema í
Hagaskólanum. Þetta var metn-
aðarmál fyrir skólastjórann, Björn
Jónsson. Hann lagði allt kapp á að
ná hæstri meðaleinkunn í lands-
prófi yfir landið. Þeir sem ekki fengu
nógu háar einkunnir voru settir í
almenninginn. Þar gafst stúlkum
kostur á að læra vélritun, gæjarnir
tóku gagnfræðapróf og fóru svo í
iðnskólann eða til andskotans. Allt
til þess að Björn fengi hæsta
meðaltalið."
- Hvenær ákvaðstu að gerast
listamaður?
„Það var eftir veturinn í Kennara-
skólanum. Þá var ég einn vetur á
Akureyri og lék þar með Leikfé-
laginu. Þegar ég kom suður aftur
sótti ég um tvo skóla í Skipholtinu,-
Myndlista- og handíðaskólann og
Tónlistarskólann, og komst inn í
þann síðarnefnda. Eg skil reyndar
ekki enn af hverju ég sótti um
Myndlista- og handíðaskólann,
sennilega hélt ég að þetta væri svo
auðvelt, að myndlistafólk þyrfti
aldrei að vinna. Þetta inntökupróf
mitt var hreint ótrúlegt, ég hafði
aldrei teiknað neitt. Furðulegt!“
- En kunnirðu eitthvað á
hljóðfæri?
„Nei, en bróðir minn hafði lært á
píanó hjá Hermínu Kristjánsson.
... og rótað í þjóðarframleiðslunni.
Hún gaf honum góð meðmæli og
sagði að fyrst ég væri bróðir hans
hlyti ég að geta Iært. Ég sótti um á
flautu en var settur á klarinett af
því að þar voru engir nemendur.
Ég kunni ekkert að lesa nótur og
fyrsfi tíminn fór í að læra að setja
saman hljóðfærið. Þarna var ég í
sjö ár.“
- Laukstu lokaprófí?
„Nei, nei, ég hætti eftir rifrildi
við Pál Pampichler Pálsson. Svona
hefur allt mitt nám verið, eintómir
árekstrar við kennara. Ég er upp-
reisnargjarn og tek illa kennslu,
alla vega frá gæjum sem lemja
mann í höfuðið með stafsetningar-
orðabókum, eins og einn gerði.“
- Á þínum unglingsárum voru
unglingar heimsins klofnir í tvær
andstæður fylkingar, Stones-
aðdáendur og Bítla-aðdáendur.
Hvar varst þú?
„Ég var Stonesmaður. Þessi mál
var ekki hægt að ræða og þess þurfti
heldur ekki. Bítlarnir kunnu aldrei
að rokka.“
- Varstu ekkert í poppgrúppum
á þessum árum?
„Nei. Það var ekki fyrr en löngu
seinna sem ég spilaði dálítið með
Þokkabót. Þá var' ég í námi en
kunni þó allra minnst í bandinu. Ég
hafði aldrei haft neitt frumkvæði,
las bara af nótum. Þokkabót er
eina bandið sem ég hef verið í.
Þessutan hef ég bara sungið lag og
lag inn á plötu.“
Undanfarin ár hefur Eggert sam-
ið talsvert áf tónlist fyrir leikhús.
kenna að ég skyldi slá í gegn í j
Stuðmannamyndinni. Ég veit ekki !
hverjir smíða kvikmyndastjörnur. i
Ætli það séu ekki börn undir lög- j
aldri? Þeim fannst Dúddi fyndinn. |
Hins vegar þótti gagnrýnanda I
Helgarpóstsins ekki gaman að
myndinni. Hann sagði að sannur
gamanleikari þyrfti ekki nema að
lyfta litlafingri til að áhorfendur ;
veltust um af hlátri. Og svo kæmi j
þarna leikari sem fetti sig og bretti í j
fimm mínútur og engum stykki j
bros á vör. Það var skyggnilýsing- !
in sem hann átti við. Honum
fannst hún ekkert fyndin og hann
er örugglega yfir lögaldri.“ .
- Nú er farið að ræða um nýja
Stuðmannamynd, hefur komið til ;
tals að þú leikir í henni?
„Nei, ég veit ekkert um þessa j
mynd, hef bara lesið um hana í I
blöðunum. Ég veit ekki hvað ég j
geri ef ég verð beðinn um að leika. .
Mér hundleiðist að vinna í bíó- '
myndum, þetta er ekkert nema '
endalaus bið og stagl, sífelldar i
endurtekningar. Og svo vil ég ekki
festast í hlutverki Dúdda til ævi- ;
loka.“ i
- Þú hefur fengist við ýmislegt
en hvers myndir þú óska þér ef þú •
ættir að velja þér ævistarf?
„Æ, égveitþaðekki.Égeralltaf ;
á ferðinni, alls staðar í mýflugu- j
mynd. Mér fer alltaf að leiðast það .
sem ég er að gera, sérstaklega ef :
vel gengur. Ég hef engar sérstakar
óskir, tek bara því sem að höndum
ber. Er ekki með neina frekju.“ i
-ÞH I