Þjóðviljinn - 01.10.1983, Qupperneq 17
Gœðiogverð
sem koma á óvart!
SAMBANDSVERKSMBJANNA Á AKUREYRI
Opið hus i mennmgarmiðstoðinm Gerðubergi nk. laugar-
dag 1. október kl. 15.00 Kynnir: Vernharður Linnet.
Dagskrá:
1. Páll Pálsson les úr væntanlegri skáldsögu sinni, um
Hlemmæskuna.
2. Símon ívarsson leikur á gítar.
3. Elísabet Þorgeirsdóttir les frumort Ijóð.
4. Ólafur Haukur Símonarson les úr nýrri skáldsögu sinni
„Vík milli vina“.
5. Sigrún V. Gestsdóttir syngur með undirleik Hrefnu
Eggertsdóttur.
Kaffistofan opin fyrir og eftir. Allir velkomnir
Aðgangseyrir kr. 20 fyrir fullerðna. ABR Brelðholts
Helgin 1,—2. október 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
Ásrún og Elísabet ásamt nokkrum skúlptúrum þeirrar síðarnefndu sem ;
gerðir eru úr grófum steinleir. Ljósm.: Magnús.
Hofmóðugar gyðjur
og Brekkufjall
Spjallað við Ásrúnu Kristjánsdóttur
og Elísabetu Haraldsdóttur sem nú
sýna í Gallerí Langbrók
Tvær ágætar listakonur sýna
nú verk sín í Gallerí Langbrók
og eru verk þeirra ákaflega ólík.
Þær eiga það þó sameiginlegt
að vera báðar í
langbrókahópnum og eru auk
þess gamlar skólasystur úr
Myndlista- og
handíðaskólanum. Þetta eru
þærÁsrún Kristjánsdóttirog
Elísabet Haraldsdóttir. Við
hittum þær stöllur að máli í
vikunni til að forvitnast dálítið
um list þeirra.
- Þú ert með silkiþrykk, Ásrún.
Mér er sagt að þú notir dálítið
óvenjuleg vinnubrögð í myndum
þínum?
- Já, ég held að þau séu nýjung
hér á landi. Ég vinn fyrst grunninn
á bómullarefni eða dúk, spreyja
hann alla vega og mála, framkalla
síðan og strauja. Þá er ég komin
með það sem ég ætla að vinna með
silkiþrykkaðferðinni. í stað þess að
raða hinum ýmsu formum á ákveð-
inn veg breyti ég stöðugt um þann-
ig að engin mynd verður eins.
Þannig er ekki urn endurþrykk að
ræða heldur er hver mynd með sínu
sniði. Með þessu móti er vinnslan
skemmtileg allan tímann og ég
upplifi mig aldrei sem vélmenni.
Ég nota líka liti sem liggja ofan á
efninu en smjúga ekki í gegn.
Myndirnar eru síðan settar á kart-
on, rammaðar inn og settar undir
gler.
- Og hvert er myndefnið?
- Ég reyni að ná fram hreyfingu
eða streymi í hverri mynd og þær
eru fígúratífar. Þetta eru gjarnan
berir stífir karlar sem halda á van-
máttugum konum eða hofmóðugar
gyðjur sem halda á fána o.s.frv.
- Eruþettaeinhverjarhugsýnir?
- Já, þetta eru draumkenndar
myndir og kannski dálítið súrreal-
ískar.
- En þú, Elísabet? Þú ert í leirn-
um.
- Já, ég vinn allt úr grófum stein-
leir. Þetta eru lágmyndir og skúlp-
túrar, mest landslagsstemmningar
og áhrifin eru frá Brekkufjalli í
Borgarfirði.
- Þú býrð á Hvanneyri. Finnst j
þér ekkert há þér sem listamanni
að búa úr leið frá megin-
straumnum?
- Bæði og. Ég er alltaf hrædd um
að missa af einhverju í bænum, sér-
staklega á veturna. Annars var
gaman að flytja út á land og prófa
það, ég er svo mikið borgarbarn.
- Voru ekki viðbrigði að flytja
frá Vínarborg og beint á Hvann-
eyri?
- Það voru ofsalega mikil við-
brigði, sérstaklega af því að skiptin
voru um haust.
- En hvað veldur því að einmitt
þið tvær sýnið saman?
- Við erum náttúrulega gamlar
bekkjarsystur og svo er líka spenn-
andi að sýna saman af því að við
vinnum svo ólíkt.
- Ásrún: Upphaflega vann Elsa í
fíngerðan postulínsleir en ég var
með stór myndverk. Það hefði
passað vel saman en nú hefur þetta
snúist við. Ég fór yfir í smærri verk-
in en Elsa fór að vinna í grófan
steinleir. Andstæðurnar eru því
meiri en upphaflega var áætlað.
Annars kom mér á óvart hvað var
þó margt sameiginlegt þrátt fyrir
allt t.d. þetta streymi í myndunum
hjá okkur báðum.
- Er ekki dálítið erfitt um efnis-
öflun, Elísabet, þegar búið er á
Hvanneyri?
- Það er svolítið mál því maður
þarf að eiga efni á lager og stundum
þarf að sérpanta efni frá útlöndum
t.d. í glerung. Það getur orðið
tímafrekt að bíða eftir því. í Vín
þurfti aldrei að eiga neitt á lager því
að þar er allt við hendina.
- Hvernig gengur fyrir ykkur að
lifa á listinni?
- Enginn af okkar kynslóð lifir
af listinni en það er mikil lífsfylling
í því að fást við sköpun. Það er
peningalegt tap en það vinnur sig
upp með ánægjunni.
- Að lokum. Hvernig gengur
með Gallerí Langbrók?
- Við vorum nýlega að fjölga
hópnum upp í 24 og vonumst til að
fá við það meiri fjöibreytni.
- Þess skal að lokum getið að
Gallerí Langbrók er í Bernhöfts-
torfu og sýningin er opin virka daga
kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18.
- GFr
ERANN
ENN
ÁNORÍ
og Húsgagnahöllin í Bíldshöiða ei stútíull ai noiðanvörum.
Góðum vöium á góðu verði, sem íjúka út jaínharðan.
Á hverjum degi fyllum við í sköiðin ettii iöngum.
Á boðstólum:
Gallabuxur, úlpur, peysur, sokkar, skór í öllum regnbogans litum
og mörgum gerðum og barnaíatnaður alls konar.
Enniremur:
Kvenkápur, kjólar, pils og tiskuvörur úr ull.
Líka:
Herraíöt, stakar buxur, stakir tweed jakkar, írakkar og eínisbútar.
Þar að auki:
Teppabútar, áklœðiseíni og gluggatjöld, buxnaeíni, einlitt og
teinótt terylene og gullíalleg ullarteppi á gjatverði.
Einnig:
Teppagœrur, mokkaskinn í mörgum litum, mokkaíatnaður og
____________________mokkahúíur._____ nDTto
Og auðvitað: ^000*Máaudag kl. 13 - 18
Garn, m.a. í stórhespum, loðband og lopi. Þiiðjudag ti. 13 - ia
Miðvikudag il. 13 - 18
Strœtisvagnaierðir írá Hlemmtorgi: Leið 10.