Þjóðviljinn - 01.10.1983, Page 19

Þjóðviljinn - 01.10.1983, Page 19
Helgih 1.-2. októbcr 1983 ÞÍÍH)VILJIi4n - SÍÐA 19 leikana. Það er alltaf eitthvað sem glatast þegar verið er að hljóðrita tónleika. Tónleikar geta verið góð- ir þó allt „sound“ og allur hljóð- færaleikur sé ömurlegur, einnig geta hljómleikar verið lélegir þó allt sé eins gott og hægt er að hugsa sér. Það er engan veginn hægt að segja hvernig góðir tónleikar eiga að vera. Á Sprelllifandi næst ágætis stemning og ekki er hægt að kvarta yfir hljóðfæraleiknum og „sound- inu“. Sem sagt pottþétt hljóm- leikaplata sem sýnir þann „stand- ard“ sem Mezzo eru komnir á. Því má svo bæta við í lokin að von er á nýrri plötu með Mezzo nú um áramótin. Vonandi tekst strák- unum að spj ara sigennbeturíEng- landi og halda áfram á sömu braut, ekki skortir þá hæfileikana. JVS. íí ,/k kústi i Aldrei aftur og Svein Nymo Norrœna húsinu Það var ljúf stund sl. laugardag í Norræna húsinu þar sem Aldrei aftur flutti efnisskrá sína ásamt Svein Nymo, norskum fiðluleikara sem hér er staddur á vegum Berg- þóru Árnadóttur og Þorvaldar manns hennar. Aldrei aftur er „ó- rafmögnuð“ sveit, kassagítarar 2 og konrabassi, sem sagt „á kústi", eins og hljómlistarmenn hafa stundum þýtt orðið accoustic (acc- oustic guitar er kassagítar). A dagskrá Aldrei aftur eru lög sem Bergþóra Árnadóttir hefur samið við ljóð þekktra og óþekkt- ari íslenskra skálda, bæði af eldri plötum hennar og svo splunku- nýrri, sem út kom fyrir viku og nefnist Afturhvarf. Þá syngur Pálmi Gunnarsson nokkur lög, t.d. Graða-Rauð Magnúsar Eiríksson- ar og Hótel Jörð Tómasar. Auk þess leikur Tryggvi Hubner gítar- leikari sóló-númer í upphafi dag- skrár sem undirrituð missti því miður af umræddan laugardag. Um þessar mundir státar tríóið af norskum fiðluleikara sem kemur á daginn að er ekkert blávatn. Svein Nymo heitir hann. Saman flytja þau semsagt dagskrána á kassagít- ara, kontrabassa og fiðlu. Þessi ljúfa strengjatónlist fer vel í og með eyrum eftir stress vikunnar. Þá eru textarnir ekkert slor og Bergþóra skilar þeim vel eins og hennar er vani. Norsarinn á líka sitt „sólóspott" í gömlum norskum þjóðlögum, t.d. brúðarvalsi, og djassrokkuðu djammi með Pálma og Tryggva, meðan Bergþóra setti klemmu á einn af gíturunum, auk þess sem hann töfraði fram nokkrar perlur í samleiknum með hinum, t.d. í Eldinum Bergþóru og Steins. Flott. Semsagt hægt að hafaða notalegt í Norræna húsinu á mánudags- kvöld kl. 9 og Gerðubergi á mið- vikudag. Svein Nymo mun síðan á förum til síns heima uppúr því. A. r Ymislegt á döfmni Nokkrir punktar frá Bridgesambandinu Aðalfundur Bridgesambands ís- lands, verður haldinn helgina 27.- 28. október nk. Einhver vand- kvæði virðast vera í starfssemi B.í. til að mynda liggur ljóst fyrir að nv. forseti, Kristófer Magnússon, gef- ur ekki kost á sér áfram og óvíst hver tekur við af honum. Að vísu verður að játa, að vand- ræði af þessari tegundinni, hafa oft áður verið fyrir hendi. En það er fleira sem spilar inn í, og munu málin vonandi skýrast fyrir aðal- fundinn. Efnt verður til íslandsmóts í tví- menning í kvennaflokki og blönd- uðum flokki (karl og kona saman) helgina 21.-23. október nk., og mun skráning þegar hafin í þessi tvö mót. Á síðasta keppnistímabili var efnt til íslandsmóts í sveita- keppni í kvennaflokki, sem tókst með ágætum og vonandi munu þessi mót öll vinna sér fastan sess í mótshaldi á vegum Bridgesam- bandsins í framtíðinni. Annasamt verður í landsliðsmál- um næsta ár. Á dagskrá eru alla vega þrjú mót, Norðurlandamót í opnum flokki næsta sumar, Evr- ópumót í yngri flokki einnig næsta sumar og loks olympíumót í opnum flokki næsta haust. Ljóst er, að vel verður að halda á málum, þannig að besta liðið hverju sinni fari utan til keppni. Og það jöfn eru okkar bestu pör í dag, að ekki sýnist á- stæða til annars, en að menn fái að spreyta sig í þessum efnum sem öðrum, á jöfnum grundvelli. Sú nýbreytni verður tekin upp á næsta ári, að héðan mun fara sveit á svokallað Bikarmót Norður- landa, sem sænskt sórfyrirtæki stendur fyrir. Fyrirtækið býður einni sveit á þetta mót frá öllum Norðurlandaþjóðum, alls 5 sveit- um og loks verður 1 sveit frá þeim sjálfum fyrsta árið. í framtíðinni mun sjötta sveitin verða skipuð sig- urvegurum frá árinu á undan. Nán- ar síðar. Miðvikudagsþœttir aftur á dagskrá Bridge á miðvikudögum, þáttur með félagsfréttum o.fl. hefur hafið göngu sína á ný og mun birtast reglulega í vetur. Því miður mun það vera á dag- skrá hjá helgarblaðsmönnum í Þjóðviljanum að takmarka (minnka) „föstu" þættina í blaðinu á næstu mánuðum og er ekkert nema gott um það að segja. Les- endum þáttarins er því vinsam- legast bent á miðvikudagsþáttinn. Allt efni sem berst blaðinu hefur verið birt, og mun svo verða í fram- tíðinni. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Haust-tvímenningskeppni fé- lagsins hófst sl. miðvikudag, með þátttöku 42 para. Spilað er í 3x14 para riðlum, og mun keppnin standa í 4 kvöld. Eftir 1. kvöldið er röð efstu para þessi: stig 1. Ólafur Lárusson - Hermann Lárusson 198 2. Hallgrímur Hallgrímsson - Sigmundur Stefánsson 194 3. Georg Sverrisson - Kristján Blöndal 191 4. Guðmundur Sveinsson - Þorgeir P. Eyjólfsson 191 5. Helgi Nielsen - Alison Dorseth 184 6. Guðlaugur R. Jóhannsson - Örn Arnþórsson 182 7. Guðmundur P. Arnarson - Þórarinn Sjgþórsson 181 8. Ásgeir P. Ásbjörnsson - Guðmundur Sigurbergsson 179 9. Jón Baldursson - Hörður Blöndal 176 10. Valgarð Blöndal - Þórir Sigurstcinsson 173 Keppni verður framhaldið næsta miðvikudag í Domus. Frá TBK Aðaltvímenningur TBK hefst fimmtudaginn 6. október n.k. Spil- að verður í Domus Medica og hefst spilamennskan kl. 19.30. Keppnis- stjóri verður Agnar Jörgenson. Keppendur geta skráð sig í síma 83381 (Steingrímur), 78570 (Guð- mundur), þá fer skráning einnig fram hjá keppnisstjóra á keppnis- stað. Frá Bridgefélagi Breiðholts Hausttvímenningur félagsins er hafinn og er spilað í 2 riðlum, alls 24 pör. Efstu pörin eftir 1. kvöld: A-riðill: stig 1. Heimir Tryggvason - GísliTryggvason 178 2. Anton Gunnarsson - Friðjón Þórhallsson 176 3. Gunnlaugur Guðjónsson - Þórarinn Árnason 175 4. Garðar Garðarsson - Friðrik Jónsson 174 B-riðrill: 1. Tómas Sigurjónsson - Hjálmar Pálsson 182 2. Kjartan Kristófersson - Friðjón Margeirsson 169 3. Hjálmar Fornason - Helgi Skúlason 169 4. Jósep Sigurðsson - Þorvaldur Valdimarsson 165 Meðalskor 156. Keppni stendur yfir í 3 kvöld og er spilað í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Keppnisstjóri er Her- mann Lárusson. HAUSTTILBOÐ! 3. Bógur 4. Hnakkadrambur 5. Hryggur 7. Rifjasteik 10. Höm — Læri 11. Skanki og tær 140. - kr. kg. tilbúið í frystinn Sundurhlutun séð utan frá Ath! Við seljum allt lambakjöt á lága verðinu - allan október. Komið - hringið og fáið upplýsingar. 1. Háls 6. Þríhyrningur 2. Herðakambur 7. Hali 3. Framhryggur 8. Háls 4 Þunnasteik 9. Bógur 5. Þykkasteik 10. Bógur 11 Skanki 12. Síða 13. Klumpur 14. Innanlærisvöðvi 15. Kviðstykki 16. Kvióstykki 17. Slag 18 Skanki Sundurhlutun séð innan frá 1. Háls 2. Herðakambur 3. Hryggur 6 Þríhyrningur 7. Hali 11. Skanki 12. Síða 13. Klumpur 15. Kviðstykki 16 Kviðstykki 17. Slag 18. Skanki 19. Lundir 20. Bringa 21. Innanlærisvöðvi 129? kr. kg. Flokkur U.N. I Tilbúiö í frystinn Ath. Biðjið um bók Arnar og Örlygs um nautakjöt og svínakjöt og margt skemmtilegt kem- ur í Ijós. OPIÐ A LAUGARDÖGUM KJOTMIÐSTOÐIN Laugalæk 2.S.86SII

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.