Þjóðviljinn - 01.10.1983, Síða 28

Þjóðviljinn - 01.10.1983, Síða 28
 Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9 - 20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra startsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími Kvöldsími Helgarsími 81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins I síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld. 81333 81348 81663 Helgin 1.—2. október 1983 Slippfélagið í Reykjavík Ölhim starfismöimum sagt upp Öllum starfsmönnum Slippfélagsins {Rey kj avík sem eru á sjöunda tug hefur verið sagt upp störfum frá og með næstu áramótum. Var öllum starfsmönnum Slippfélagsins afhent uppsagnarbréf I gær undirritað af nýráðnum aðstoðarfram- kvæmdastjóra fyrirtækisins. f uppsagnarbréfinu til starfs- manna segir að helstu ástæður upp- sagnar af hálfu félagsins séu mjög slæm afkoma síðastliðið ár og fyrir- sjáanlegt sé að afkoman muni enn versna á yfirstandandi ári. Vegna þessa er aílt skipulag og allir starfs- hættir félagsins nú í gagngerri end- urskoðun. „Stefnt er að því að end- urskipulagningu verði lokið sem fyrst, væntanlegar lausar stöður auglýstar lausar til umsóknar og að endurráðning starfsfóiksins verði lokið fyrir 1. desember næstkom- andi“, segir í uppsagnarbréfinu til starfsmanna sem Jón Sævar Jóns- son aðstoðarframkvæmdarstjóri undirritar. í tilkynningu frá stjórn Slippfé- lagsins sem Þjóðviljanum barst í gær segir hins vegar að til að tryggja hag félagsins og starfs- manna þess í framtíðinni hafi verið ákveðið að taka rekstur og aílt skipulag innan félagsins til gagn- gerrar endurskoðunar. Það séu hinir almennu erfiðleikar í efna- hagsástandi þjóðarinnar sem hafi bitnað á Slippfélaginu, ekki síður en örðum atvinnufyrirtækjum í landinu. -Ig- Hallgrímur Sýlveríusson trúnað- armaður starfsmanna í Slippnum „Kom alger- lega á óvart“ „Þetta kom okkur algerlega á óvart, við höfum ekki heyrt um þetta fyrr en við fengum uppsagn- arbréfin í hendurnar. Auðvitað eru menn hér ekkert hrifnir af þessari sendingu“, sagði Hallgrímur Sýlv- eríusson trúnaðarmaður starfs- manna í slippnum hjá Slippfélaginu þegar Þjóðviljinn ræddi við starfs- menn þar i gær. Verkamenn voru mjög undrandi á þessum uppsögnum, næg vinna væri í slippnum og frekar vantaði starfsmenn en hitt. „Við vitum ekki hvað þeir hugsa sem stjórna þessu fyrirtæki. Að- stoðarframkvæmdastjórinn sem skrifar undir uppsagnabréfin er bú- inn að starfa hér í 2 mánuði. Við höfum fæstir séð hann sjálfan. Manni hefði fundist eðlilegra að þessi mál hefðu verið rædd við okk- ur áður en uppsagnabréfum er út- deilt á alla starfsmenn", sagði einn verkamanna í slippnum. „Svona lagað hefur aldrei gerst hér áður, og menn voru algerlega óviðbúnir þessu. Það er öllum sagt upp yfir heilu línuna. Síðan ætla þeir að velja úr hópnum. Hérna eru margir búnir að vinna í tugi ára sem hafa fengið uppsagnarbréf. Maður hélt að svona lagað þekktist ekki lengur", bætti starfsfélagi hans við. Það var þungt hljóð í verjca- mönnum sem blaðið ræddi við og þeir sögðust ekki hafa hugmynd hvað tæki við. Þessi mál yrði að ræða í verkalýðsfélögum þeim sem starfsmennirnir eiga aðild að, en margir eru félagar í Dagsbrún. „Það er einkennilega staðið að þessu öllu. Við höfum fæstir séð þennan mann sem er að segja okk- ur upp vinnunni", sagði einn verkamanna þegar við skildum við hann í Slippnum í gær. -Ig- Starfsmenn Slippfélagsins lesa uppsagnarbréf sín í slippnum í gær. Frá v.: Oddur Ólafsson, Jón Guðmunds son og Hallgrímur Sylveríusson trúnaðarmaður starfsmanna. / Uppsagnirhjá Alafossi 17 sagt upp í spunadeild 17 starfsmenn hjá spunadeild Ála- spunadeildinni fara í önnur störf flestir starfsmenn, þar af nokkrir foss fengu uppsagnarbréf sl. innan fyrirtækisins. Allir þeir sem sem starfað hafa hjá fyrirtækinu fimmtudag og í gær. Fimm aðrir úr fengu tilkynningu um uppsögn eru um nokkurra ára skeið. Atvinnuör- yggi starfsmanna hjá Álafossi virð- ist vera með lakara móti uppsagnir blaða við 16 starfsmönnum sem unnið hafa í svokölluðu treflaverk- efni fyrir Sovétmarkað. Því verk- efni verður lokið seinni part nóv- embermánaðar. Að sögn Guðjóns Hjaltasonar framkvæmdastjóra hjá Álafossi koma uppsagnirnar til af miklum samdrætti í útflutningi á bandi fyrir handprjón. Samdráttur var að sögn Guðjóns mestur á tímabilinu maí - september, og þar sem öll eftir- spurn er komin fram í handprjóna- bandinu sáum við okkur ekki ann- að fært en að, segja upp þessu starfsfólki “, sagði Guðj ón. - Jafnt mun vera á komið með konum og körlum í hópi þeirra sem fengu uppsagnarbréfið. -hól. MUNK) UNDIRSKRIFTASOFNUNINA TRBlSRJM 3WNtNGSRE?T

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.