Þjóðviljinn - 18.11.1983, Síða 3
Fostudagiir 18. nóvemhcr 1983 ÞjÓfeVlLJlNN - SÍÐA 3
Viðræðunefndin við Alusuisse
Menn í margföldu hlutverkí
Óeðlilegt að setja einstaklinga í þá stöðu að þurfa að gæta
margs konar hagsmuna, segir Hjörleifur Guttormsson
„Ég tel að með tilnefningu þess-
ara manna, alveg sérstaklega for-
manns nefndarinnar dr. Jóhannes-
ar Nordal í þetta verkefni, sé brotið
með mjög grófum hætti gegn eðli-
legum reglum um að setja menn
ekki í tvöfalt hlutverk“, sagði Hjör-
leifur Guttormsson í ýtarlegri ræðu
sinni á þingi í gær um skýrslu iðn-
aðarráðherra um bráðabirgða-
samkomulagið við Alusuisse. Hjör-
leifur bentiá að stjórnarandstaðan
ætti engan fulltrúa í viðræðunefnd-
inni við álhringinn en nefndar-
mennirnir væru hins vegar gamal-
kunnir frá fyrri samningum við Al-
usuisse, sem ekki hefðu reynst ís-
lenskri þjóð alltof vel.
„Þess er ekki gætt að um geti
verið að ræða hagsmunaárekstra.
Þess er ekki gætt með eðlilegum
hætti hverjir séu hæfir og hverjir
vanhæfir til að gegna slíkum störf-
um. Ég vek athygli á því að for-
maður nefndarinnar, dr. Jóhannes
Nordal er Seðlabankastjóri og það
út af fyrir sig ætti nú að vera nægi-
Yfirmaður hugsanlega kosinn af samstarfsfólki
Endumýjun og mannaskipti
í yfirmannastöður hjá ríki
,JFrumvarpið er flutt til þess að
stuðla að hæfilegri endurnýjun og
mannaskiptum í ríkiskerfinu“,
sagði Ragnar Arnalds þegar hann
fylgdi úr hlaði frumvarpi sínu um
nýjar reglur um starfsmannaráðn-
ingar hjá ríkinu. Miklar umræður
urðu í efri deild alþingis um málið.
Ragnar Arnalds sagði að helstu
nýmæli frumvarpsins væru þau að
áícveðið væri að skipa skuli að jafn-
aði tímabundið í allar stöður for-
stöðumanna, atvinnufyrirtækja og
ríkisstofnana, hugsanlega að und-
angenginni kosningu meðal starfs-
manna.
Ragnar rakti forsögu frumvarps-
ins en hann hefur áður flutt frum-
varp sama efnis á alþingi. Einnig
hefði verið. sérstakt ákvæði við
bráðabirgðalög ríkisstjórnar
Gunnars Thoroddsens um undir-
búning löggjafar um þetta efni.
Ragnar sagði að engin ástæða væri
til að skipa forstöðumenn stórra
stofnana ævilangt, ef þeir hafa ver-
ið settir til þess einu sinni. „Þetta
eru leifar frá liðinni tíð og ætti fyrir
lön’gu að vera horfið úr lögum“,
sagði Ragnar Arnalds.
Ólafur Jóhannesson var frekar
jákvæður í garð frumvarpsins en
Æviráðningar yfirmanna réttlættar?
„Sko það er í
Alþýðubandalaginu4 4
kvaðst ekki vera reiðubúinn til að
taka afstöðu til þess. Benti hann á
nokkur atriði sem hann teldi að
þyrftu nánari athugunar við.
Sigríður Dúna Kristmundsdóttir
og Magnús H. Magnússon lýstu sig
efnislega sammála frumvarpinu,
en Tómas Arnason sagðist óttast
rugling. Hann vildi skoða málið
nánar, t.d. það „að við höfum nátt-
úrlega ekki íslendingar alveg ótak-
markaðan fjölda hæfra manna“.
Albert Guðmundsson fjármálaráð-
herra lýsti sig andvígan tillögunum
með sérstæðum röksemdarflutn-
ingi (sjá frétt þar um). Ragnar Arn-
alds þakkaði almennt jákvæðar
undirtektir og lagði til að málinu
yrði vísað til nefndar.
- óg
„Sko, það er í Alþýðubandalag-
inu þetta fyrirkomulag, að kjósa
menn í embætti til ákveðins tíma og
láta þá svo hætta“, sagði Albert
Guðmundsson fjármálaráðherra í
umræðunni um frumvarp Ragnars
Arnalds iyn endurnýjun í yfir-
mannaflota ríkisins. Siðan sagði
Albert: „Það er hægt að endurnýja
stöður í Alþýðubandalaginu til ák-
veðins tíma en ekki lengur. Það er
verið að yfirfæra sér hugsunina
sem þeir Alþýðubandalagsmenn
sem ég kalla nú kommúnista svona
almennt, nota sjálfir heima fyrir,
en ég er andstæðingur þess skipu-
lags“.
Sagðist Albert því ekki mundu
beita sér fyrir framgöngu frum-
varpsins á alþingi. Ragnar Arnalds
sagðist harma afstöðu ráðherrans
og ekki trúa öðru, þó Alþýðu-
bandalagið hafi tekið upp þá reglu
hjá sér að hafa endurnýjun í störf-
um helstu forystumanna flokksins,
en ráðherrann gæti stutt málið. Þó
hann væri vissulega ekki samherji í
stjórnmálum, þá gæti hann engu að
síður verið hlynntur góðum hug-
myndum eftir sem áður. - óg
Málm- og skipasmiðasambandið
Draga verður úr
launaskerðingunni
Sambandsstjórnarfundur
Málm- og skipasmiðasambands ís-
lands, sem haldinn var 12. nóvem-
ber sl., lýsir fullri andstöðu við
bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar
og telur að samtök launafólks beri
að leggja fram allan sinn kraft til að
fá verulega dregið úr kaupmáttar-
skerðingunni og að hún verði að
fullu bætt fyrr en síðar.
í ályktun sambandsstjórnarf-
undarins um atvinnumál kemur
fram uggur um framtíð málm- og
skipasmíðaiðnaðarins. Var eftir-
farandi beint til stjórnvalda:
• Gerðar verði ráðstafanir til að
draga úr fjármagnskostnaði við
innlenda iðnaðarframleiðslu og
bæta aðstöðu þeirra sem eiga í
samkeppni við innflutta fram-
leiðslu og smíði, sem boðin er
með betri lánskjörum en íslensk
iðnfyrirtæki geta boðið.
• Stöðvaðar verði innflutningur
fiskiskipa, nýrra sem gamalla.
• Innlendum skipasmíðastöðvum
verði falið að fullnægja endur-
nýjunarþörf fiskiskipastólsins.
• Stuðlað verði að samstarfi skip-
asmíðastöðva við nýsmíði skipa,
t.d. með skiptingu verkþátta
milli stöðva, svo sem bolsmíði,
smíði yfirbygginga og vélanið-
ursetninga.
Allar viðgerðir og breytingar á
skipastól landsmanna verði
framkvæmdar af innlendum
málmiðnaðarfyrirtækjum og
skipasmíðastöðvum.
• Ályktuninni iýkur á eftirfarandi
orðum:
Algerlega er óþarft að kaupa er-
lent vinnuafl til að framkvæma
verkefni,sem hægt er að fá betur
af hendi leyst innanlands og jafn-
framt vanmat á íslensku hand-
verki.
í frétt frá sambandinu kemur
fram að hæstu mánaðarlaun málm-
Málm- og skipasmiðasambandið
leggur til að stuðlað verði að auknu
samstarfi skipasmíðastöðva.
Ljósm. eik.
iðnaðarmanna og skipasmiða nemi
í dag aðeins 16.614 krónum á mán-
uði. Langflestir menn í þessum iðn-
aði taki aðeins umsamin laun en
vinni yfirleitt ekki samkvæmt upp-
mælingu eða ákvæðistöxtum.
- v.
legt að gegna því embætti fyrir op-
inbera aðila. Én dr. Jóhannes Nor-
dal er ekki aðeins Seðlabanka-
stjóri; hann er stjórnarformaður
Landsvirkjunar. Hann hefur gegnt
því verkefni síðan 1965.“
„Ég vil líka nefna það að lgg-
fræðilegur ráðunautur samninga-
nefndarinnar, Hjörtur Torfason,
er því miður ,ekki í betri aðstöðu
heldur en forinaður nefndarinnar,
því hann er jafnframt lögfræðilegur
ráðunautur Landsvirkjunar og
hann er stjómarformaður fyrir
=tóriðjufyrirtækið íslenska Járn-
blendifélagið. Það er óráð hið
mesta að setja einstakling í þá
stöðu sem gert er í þessu tilviki með
lögfræðilegan ráðunaut nefndar-
innar.“
Skattalögsagan til Islands
Hjörleifur fjallaði um skattalög-
söguna í deilunum við álhringinn
og sagðist hafa haldið að Fram-
sóknarflokkurinn a.m.k. hefði
áhuga á því að skattadeilurnar yrðu
útkljáðar á íslandi. Vitnaði hann til
þingræðna Ólafs Jóhannessonar,
þegar álsamningarnir voru fyrst á
döfinni á þinginu 1965-66. Fjár-
málamennirnir í samninganefn-
dinni hefðu ekki haft auga á þess-
um atriðum. Innti Hjörleifur iðn-
aðarráðherra eftir því, hvað orðið
hafi um viðurkenningu á því að
skattadeilurnar við ísal færu með
öllu undir íslenska lögsögu?
Eftir að Kjartan Jóhannsson
hafði talað var umræðunni á al-
þingi frestað. • - óg
Þór Björnsson: munar um blaðberalaunin þegar maður er í skóla. Ljósm.
Magnús
Hefur borið út í fimm ár
Aðeins góð-
ur göngutúr
segir Þór
Björnsson sem
ber út Þjóðvilj-
ann í Safamýri
„Ég er nú búinn að vera í þessu í
fimm ár, svona með hléum“, sagði
einn ötulasti blaðberi Þjóðviljans í
stuttu spjalli, Þór Björnsson sem
býr í Álftamýrinni. „Ég var að
skoða gömul rukkunarhefti í gær
og sá þá að fyrsta kvittunin er frá
því í nóvcmber 1978.“
Hvenær byrjarðu á morgnana,
Þór?
„Ekki síðar en kl. 7 og er 45-60
mínútur að bera út í mitt hverfi hér
í Safamýri og Álftamýri. Oftast næ
ég því að koma heim aftur áður en
ég fer í skólann til að geta fengið
mér morgunmat, lesið blöðin og
þess háttar."
Og í hvaða skóla ertu?
„Armúlaskólanum. Byrjaði þar í
haust á íþróttabraut og ætla mér að
ljúka þaðan stúdentsprófi eftir
fjögur ár. Hvað þá tekur við veit ég
ekki en alla vega á ég möguleika á
að komast inn í íþróttakennara-
skólann á Laugarvatni að því námi
loknu. En ég stefni bara á stúdents-
prófið til að byrja með“.
Hvað færðu svo fyrir að bera út
Þjóðviljann?
„Ég er með tvö önnur dagblöð
auk Þjóðviljans og það fer svolítið
eftir rukkuninni hvað ég hef í tekj-
ur. Ætli ég sé ekki með á fjórða
þúsund á mánuði fyrir allt saman.
Það er ágætis vasapeningur sem
munar um þegar maður er í skóla-
num. Annars vann ég í Kassagerð
Reykjavíkur í sumar þar sem ég
vann á vöktum og hafði þá betra
kaup“.
Hvenær er best að rukka?
„Það hefur reynst mér best að
byrja að rukka um kl. 6 síðdegis og
ég kemst yfir hverfið mitt á 172-2
tímum. Mér finnst mjög gott að
rukka þá sem ég ber út til og einu
sinni náði ég því meira að segja að
rukka alla í hverfinu i einni um-
ferð. Það er að vísu eins dæmi að
maður nái öllum í einu lagi því oft
er fólk ekki heima eða á ekki pen-
ing einmitt þegar maður ber að
dyrurn".
Að lokum, Þór. Ráðleggurðu
fólki að taka að sér blaðburð?
„Alveg hiklaust. Ég er búinn að
vera í þessu í fimm ár og tel mig
hafa gott af því. Sérstaklega ráð-
legg ég fullorðnu fólki, t.d. þeim
sem eru komnir á eftirlaun, að taka
að sér blaðburð. Það er örugglega
ekki hægt að hugsa sér betri hreyf-
ingu en þessa og þótt stundum geti
verið erfitt að fara yfir á vetrum
þegar mikill snjór er, eru þó þeir
dagarnir margfalt fleiri sem blað-
burðurinn er aðeins stuttur göngu-
túr í morgunsárið. Göngutúr sem
maður fær meira að segja borgað
fyrir!“, sagði Þór kankvís á svip um
leið og við kvöddumst.
- - v.