Þjóðviljinn - 18.11.1983, Page 6
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1983
Minnmg
Jóhann S. Hannesson
Fæddur 10. 4. 1919 — Dáinn 9. 11. 1983
Jóhann S. Hannesson lést að
heimili sínu9. þ.m., 64ára. Ég veit
að aðrir eru mér hæfari til að rekja
æviferil hans, m.a. drjúgan og
gifturíkan þátt hans í að móta skip-
un íslenskra framhaldsskóla, en
mig langar að setja á blað nokkur
orð frá Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Jóhann réðst stundakennari að
skólanum 1971 og var fastráðinn
kennari í ensku og bókmenntum
síðan haustið 1972. Þá var verið að
taka upp nýtt skipulag, áfanga-
kerfi, og skólanum var mikill feng-
ur að reynslu og þekkingu Jóhanns
við mótun þessa kerfis, og raunar
við allt starf í skólanum. Jóhann
var ágætur kennari, en samstarfs-
menn hans í Menntaskólanum við
Hamrahlíð, nemendur jafnt sem
kennarar, minnast hans ekki síður
sem góðs félaga sem leysti úr
margri þraut og vildi hvers manns
vanda leysa. Jóhann dvaldist lengi
erlendis við nám og störf og talaði
jafnan ensku á heimili sínu, en tök
hans á íslensku voru ekki síðri.
Síðan haustið 1980 var Jóhann
Hannesson í orlofi frá kennslu og
vann að gerð ensk-íslenskrar orða-
bókar hjá bókafprlaginu Erni og
Örlygi. Ég efa ekki að mikill fengur
verður að orðabókinni fyrir skóla
og almenning, enda veitti mennta-
málaráðuneytið Jóhanni full starfs-
laun vegna þessa verks, sem ég
hygg að hann hafi nær lokið og
hann hugðist taka aftur við kenn-
arastarfi við Menntaskólann við
Hamrahlíð á hausti komanda.
Jóhann S. Hannesson var kvænt-
ur bandarískri konu, Lucy Win-
ston, og þau hjón eiga tvö börn
uppkomin, Lucy Winston (Wincie)
og Sigurð. Winston Hannesson
réðst að Menntaskólanum við
Hamrahlíð sem enskukennari með
Jóhanni, og skömmu síðar bættist
Wincie dóttir þeirra í hópinn. Fjöl-
skyldan var mjög samrýnd og sam-
hent og átti mikinn þátt í að móta
og skipuleggja enskukennslu hér
við skólann.
Ég veit að ég mæli fyrir hönd
nemenda, kennara og annars
starfsliðs Menntaskólans við Ham-
rahlíð þegar ég þakka Jóhanni S.
Hannessyni að leiðarlokum gott
starf og ánægjuleg kynni og votta
samúð konu hans, börnum og öðr-
um ástvinum.
Örnólfur Thorlacius.
Jafnan verður orða vant þegar
staðið er frammi fyrir dauðanum
og þó því meir sem við teljum okk-
ur meira hafa misst. Svo fer mér við
fráfall náins vinar og samkennara
Jóhanns S. Hannessonar.
Ég hygg það hafi fyrst verið vet-
urinn 1971-72 að leiðir okkar lágu
saman við Menntaskólann við
Hamrahlíð. Vitanlega þekkti ég
Jóhann af afspurn áður og hafði
lærst að bera virðingu fyrir honum
sem skólamanni. Þennan vetur
fékkst hann aðeins við stunda-
kennslu við skólann en kom þang-
að til fastra starfa ári síðar. Þá tók-
ust með okkur kynni sem smám
saman urðu mér dýrmætari og ég
fæ aldrei fullþökkuð.
Af frásögnum nemenda Jóhanns
frá Laugarvatni hafði mér skilist að
hann væri öngvan veginn það sem
kalla mætti „venjulegur" hvað þá
hversdagslegur maður. Nú lærði ég
að þekkja og meta það sem gerði
hann í raun öllum ólíkan.
Eitt var yfirburða þekking hans á
bókmenntum, heimspeki og allri
menningu tveggja heima, hins
gamla evrópska heims sem hafði
alið hann og nýja heimsins sem um
mörg ár hafðí fóstrað hann, fyrst
við nám og síðar störf.
Annað var sú heimspekilega víð-
sýni og fordómalausa rökhyggja
sem af menntun hans og eðli leiddi.
Hann var svo víðsýnn að ókunnug-
um gat þótt hann „skoðanalaus",
svo fjarri sem það fór þó öllum
sanni. Hitt mun hafa verið sönnu
nær að honum var lagnara öllum
sem ég hef kynnst að sjá margar
hliðar á hverju máli, að koma auga
á að einföldu málin eru líka flókin,
að nálgast jafnan hvert nýtt við-
fangsefni úr svo mörgum áttum í
senn að okkur hinum reyndist erfitt
að fylgja. Það var ekki fyrr en
nokkuð var liðið á samvistarár
okkar hér að ég lærði til fulls að
meta þessa eiginleika.
Ég hafði þá fremur reynslulítill
tekist á hendur vandasamt starf í
skólanum og þurfti oft að leita mér
ráða. Smám saman var þeirra allra
leitað í einn stað. Ég sneri mér ein-
lægt til Jóhanns - og vissi þá jafnan
fyrirfram hvernig eða á hverja lund
svar hans myndi hefjast: „Því verð-
ur þú nú víst að svara sjálfur. En
kannski gæti ég sagt þér sögu sem
ég held að komi þessu eitthvað
við...“ Og aldrei brást það: Sagan
sem mér var sögð benti mér á ein-
hvern þann flöt málsins sem ella
hefði farið gersamlega framhjá
mér og að henni fenginni hafði ég
fengið þann grunn sem dugði mér
til að svara sjálfur eins og til var
ætlast.
Þriðja var sú þekking og það yndi
sem Jóhann hafði af tungu forfeðra
okkar. Fáa menn hef ég vitað gera
þvílíkar kröfur til þess máls sem
hann talaði. Ekki í þá einstreng-
ingslegu málhreinsunarátt sem
stundum er litið á sem forsendu
góðrar íslensku heldur miklu frem-
ur í þá veru að treysta í sífellu þan-
þol tungunnar, Ieita stöðugt leiða
til að orða hugsun á nýjan og ný-
stárlegan hátt án þess að slaka
nokkru sinni á kröfum um röklega
nákvæmni. Þarna var víðsýni hans
mikilvægur þáttur og sá sem mest-
um misskilningi virtist valda þegar
Jóhann flutti á árunum umdeilda
þætti um daglegt mál í ríkisútvarp-
inu.
Fjórða - og beint framhald af .
þessu - var skáldskapur Jóhanns.
Mér er kunnugt um að hann hafði
lengi fengist við ljóðagerð og vísna-
smíð þótt kominn væri fast að sex-
tugu þegar hann lét fyrstu bók sína
frá sér fara. Ljóðakverin tvö og
limrusafnið eru þess órækur vottur
hvert vald hann hafði jafnt á hugs-
un sem máli og við sem með honum
störfuðum fengum líka að kynnast
því að hann var flestum hraðkvæð-
ari. Ógleymanleg verður mér líka
stutt stund er hann las mér úr þýð-
ingu á Alexander Pope, en því mið-
ur hafði hann því sem næst ekkert
birt af þýðingum sínum á bundnu
máli. Hygg ég þar hafa komið til
öðru fremur að honum skildist of
vel hvílíkan vanda þar væri við að
etja.
Fimmta - og ekki hið sísta - var
kímnigáfa og glaðværð sem aldrei
verður metin til fulls. Ekkert mál
var svo alvarlegt að ekki mætti
brosa að því líka, en brosið sjálft og
forsenda þess varð eins og annað til
þess að birta manni nýja hlið máls-
ins - og auðvelda um leið skoðana-
myndun. Og þessu fylgdi næm til-
finning fyrir því hvenær menn
þyrftu á ljósgeisla að halda. Oft
minnist ég þess t.d. ef sérstaklega
erfiðir tímar voru í skólastarfinu,
með eilífum fylgifiskum sínum næt-
urvökum og áhyggjum, að dagur-
inn hófst með því að Jóhann skaust
inn á skrifstofunu til mín, lagði
samanbrotið blað á borðið og var
farinn að bragði. Á blaðinu var oft-
ast hlymrek, eins og hann vildi
nefna limruna, til þess eins ætlað
að létta skapið, vekja bros á nýjum
degi - sem einatt varð bærilegri
eftir svona upphaf.
Eljusemi Jóhanns við kennslu-
störf var fágæt. Og við hana bættist
sú afstaða sem öllum kennurum
hlýtur að vera hollust: Hver nem-
andi var honum nýtt og óþekkt
meginland. Það var hlutverk hans
sem kennara að kanna þetta
meginland og sjá til þess að auð-
lindir þess fengju að njóta sín.
Honum var fjarri skapi að hugsa
sér manneskjuna sem gefna stærð
og hann gerði þá skýlausu og erfiðu
kröfu til sjálfs sín að koma öllum til
nokkurs þroska, sjá til þess að
hæfileikar hvers einstkalings
fengju að njóta sín að öllu en væru
ekki barðir niður og þeim troðið
inn undir fyrirfram gefin skapalón.
Og kannski verðurhonum best lýst
með því að rifja upp stund þegar
ungan samstarfsmann okkar bar á
góma. „Mér þykir svo vænt um
hann“, sagði Jóhann, „því hann vill
læra meira en hann kann“. Með
þessu var allt sagt, í þessu var fólgin
manngildishugsjón hans.
Fyrir allt þetta vil ég þakka um
leið og ég flyt ekkju Jóhanns, Win-
ston Hannesson, og börnum
þeirra, Wincie og Sigurði, innileg-
ustu samúðarkveðjur.
Heimir Pálsson.
Hann Jóhann stendur mér ævin-
lega fyrir hugskotssjónum þar sem
hann skundar hvötum skrefum
milli meistarabústaðar og skólans á
Laugarvatni, klæddur víðum
dökkgráum buxum og ljósum twe-
edjakka, með rauða slaufu og
græna eða rauða skotahúfu. Það er
vor og það er framandi sveifla yfir
þessum manni. Heimsborgari á
ferð í afskekktu sveitaþorpi. Eða
að vetrarlagi þegar norðanáttin ber
utan heimavistarhúsin og hópur
nemenda hefur hreiðrað um sig
inni á herberginu mínu yfir kaffi-
bolla þegar hann birtist með sitt
aha, hallar sér uppað dyrastafnum
og kveikir sér í sígarettu og fer að
spjalla um heima og geima. Eða í
kennslustundum þegar manni opn-
ast nýjar víddir í máli hans yfir
hversdagslegum hlutum, sérstak-
lega þegar hann gleymir námsefn-
inu sem til stóð að fjalla um.
Þrátt fyrir að við ættum eftir að
vinna saman seinna sem kollegar
og vissulega sé hann minnisstæður
sem slíkur, þá eru það myndir frá
unglingsárunum á Laugarvatni
sem sópast hver á fætur annarri
fram í hugann nú þegar hann er
allur. Maður skilur ekki fyrr en
löngu seinna hvers virði það er
óhörðnuðum unglingi að kynnast á
viðkvæmum aldri manni af hans
tagi og sennilega gerir maður sér
aldrei til fulls grein fyrir því hve
varanlegt mót slík kynni í lokuðu
og einagnruðu samfélagi setja á
ungling á þroskaskeiði. Eftir á að
hyggja þá gekk hann mér og mörg-
um öðrum í föðurstað í þessu sér-
kennilega mennfélagi heimavistar-
skólans. Það er ómögulegt að mæla
hversu stór hluti slíkur maður er af
manni sjálfum þegar maður á dag-
legt samneyti við hann á árunum
frá sextán ára til tvítugs. En sú hug-
mynd er góð.
Ef hægt er að segja það um
nokkurn mann að hann sé sannur
húmanisti má segja það um Jóhann
S. Hannesson. Hann var bæði
sannur húmanisti að menntun og
lífsviðhorfi. Hvað sem á gekk með-
al ærslafullra unglinga og misjafnra
námsmanna reyndi hann ævinlega
að draga fram það mannlega og
jákvæða í fari hvers og eins. Og
sjálfsagt hefur það ekki alltaf legið
beint við.
Þáttur í þessu grundvallarvið-
horfi sem einkenndi alla breytni
hans er sá hlutur sem hann á að
mótun nútíma skólakerfis á ís-
landi. Ég held að engu sé logið þó
að ég haldi því fram að hann eigi
öðrum mönnum meiri þátt í að
móta og hrinda í framkvæmd þeim
umbótum á framhaldssjcólakerfinu
sem áttu sér stað um og uppúr
1970. Bæði með skólastarfinu á
Laugarvatni og ekki síður með
virkri þátttöku í umræðunni sem þá
fór fram og í gerð frumtillagna um
Fjölbrautaskóla. Árangur þess
starfs er sá að nú eiga mun fleiri
möguleika á að öðlast fjölbreyttari
menntun en áður þekktist.
Hann var alltaf og ævinlega öðr-
um mönnum tilllögubetri út frá
sínu húmaníska grundvallarlífsvið-
horfi.
Nú er harmur kveðinn að litla
húsinu í Hafnarfirði þar sem þau
Winston höfðu búið svo hlýlega um
sig. En ég veit að þangað streyma
nú hlýjar hugsanir hvaðanæva að af
landinu öllu og ég vona að þær
megni að lina harm þeirrar sem þar
situr.
Við Ósk sendum þér, Winston
mín, og Sigga, Wincie og Kristófer
okkar hlýjustu hugsanir.
Gunnlaugur Ástgeirsson.
Jóhann S. Hannesson varð
skólameistari að Laugarvatni
alllöngu eftir að við frumbýlingarn-
ir vorum þaðan farnir. En við
kynntumst honum fljótt þegar við
söfnuðumst á staðinn til að halda
upp á stúdentsafmæli. Og við hrif-
umst fljótt af heillandi viðmóti
hans, gamansemi og þeim lærdómi
sem hann vildi ekki síst nota til að
hlaða undir mjög viðfelldið traust á
mannfólki. Það leið ekki á löngu
áður enþessum gamlaLaugvetning
hér fannst, að Jóhann hefði eigin-
lega verið einn af þeim ágætu kenn-
urum sem lásu með okkur á sínum
tíma Eglu og Gerplu, Hóras og
Hamlet.
Það var alltaf uppörvandi að
hitta Jóhann, hvort sem var á þess-
um stundum eða öðrum, vegna
þess að hann var bæði einstaklega
opinn fyrir margskonar nýjum við-
horfum í uppeldis- og menning-
armálum og á fleiri sviðum, og svo
vegna þess, að hér var ekki um þá
nýjungagirni að ræða sem fylgir
tísku, heldur var afstaða hans
studd traustri og margþættri þekk-
ingu. Sem og mikilli og einlægri
vinsemd í garð annarra, ekki síst
þess unga fólks sem enn á eftir að
kjósa sér hlut.
Með einlægum samúðarkveðj-
um til Winston og barna þeirra
hjóna.
Árni Bergmann.
Kynni mín af Jóhanni, fyrst sem
enskukennara í gagnfræðaskóla,
Innilegar þakkir til allra þeirra sem hjálpuöu
viö leit aö
Pétri William Jack
sem fórst með Haferninum SH 122 31. okt.
s.l.
Einnig öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okk-
ur samúö og vinarhug á þessari stundu og
viö útför hans.
Elín Guðmundsdóttir
Iris Blómlaug Jack
Fjóla Burkney Jack
Hrafnhildur Día Jack
Roberg og Vigdís Jack
og aðrir aðstandendur.
síðan skólameistara og loks sam-
kennara, voru öll á eina lund,
skemmtileg, menntandi og þrosk-
andi.
Þegar Jóhann kom vestan frá
Bandaríkjunum árið 1960 til þess
að veita Menntaskólanum að
Laugarvatni forstöðu, hófst nýtt
þroskaskeið í sögu þess skóla og
framhaldsskólans í heild. Fyrir til-
stilli Jóhanns varð frjó umræða um
eðli og tilgang menntunar meðal
okkar kennaranna við M.L. Að
henni búum við enn.
Bein og óbein áhrif Jóhanns á
framfarirnar í íslenskum fram-
haldsskólum síðustu tvo áratugina
eru mikil, þótt þau séu að mestu
leyti á fárra vitorði.
Á þessari stundu viljum við
hjónin þakka Jóhanni og fjöl-
skyldu hans fyrir samvistar- og
samstarfsárin á Laugarvatni.
Blessuð veri minning hans.
Ingvar Ásmundsson.
Árið 1978 var stofnað í Hafnar-
firði lítið félag sem hlaut nafnið
Byggðarvernd. Hópur áhuga-
manna beitti sér.fyrir þessari fé-
lagsstofnun og meðal þeirra sem
einna fyrst var leitað til um þátt-
töku var Jóhann S. Hannesson,
sem þá var sestur að í gömlu timb-
urhúsi í skjóli Hamarsins, bæjar-
prýði Hafnarfjarðar. Jóhann sagð-
ist almennt vera hættur að starfa í
félögum, en þetta félag vildi hann
þó styðja og þau málefni sem það
bar fyrir brjósti: verndun byggðar
og umhverfis, einstakra húsa og
náttúruverðmæta, og andóf gegn
þeim yfirgangi malbiks og
steinsteypu sem alltof víða, meðal
annars í Hafnarfirði, hefur leikið
umhverfið grátt. Svo fór að á stofn-
fundi var Jóhann kosinn í stjórn
Byggðaverndar og þar átti hann
sæti til dauðadags.
Við sem lengst af höfum átt sæti
með Jóhanni í stjórn Byggðar-
verndar viljum að leiðárlokum
þakka fyrir samstarfið. Félagið
hefur að vísu starfað með rykkjum,
stundum vel, en legið niðri þess á
milli. Það skrifast ekki á reikning
Jóhanns að hlé hefur verið milli
lota, því að áhugi hans og eldmóð-
ur var alltaf samur og jafn. Honum
var umhugað um að sinna þessum
málum, enda var það eitt í sam-
ræmi við lífsskoðun hans og menn-
ingaráhuga. Hann taldi aldrei eftir
sér að leggja fram vinnu í þágu fél-
agsins, t.d. sjá um kaffisölu á sýn-
ingum sem félagið hefur gengist
fyrir í Sívertsen-húsi, (en Byggðar-
vernd má þakka að það hús hefur
endrum og eins verið opið almenn-
ingi síðustu árin).
Jóhann S. Hannesson var maður
fjölhæfur, sem kom víða við og
setti svip á umhverfi sitt. Aðrir
verða til að minnast hins raunveru-
lega ævistarfs hans á sviði mennta-
og menningarmála. Við viljum að-
eins þakka fyrir framlag hans á
þessum litla afmarkaða vettvangi,
verndun byggðar og umhverfis í
Hafnarfirði. Við vottum Winston
og börnunum, Sigurði og Wincie,
okkar dýpstu og einlægustu samúð.
Stjórn Byggðarverndar.
Ekki grunaði mig þegar við vor-
um að spjalla saman í sumar, að
það yrði okkar síðasta spjall. Mér
lætur ekki vel að skrifa, þú manst
nú hvernig baslið var á mér varð-