Þjóðviljinn - 18.11.1983, Side 10

Þjóðviljinn - 18.11.1983, Side 10
10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 18. nóvember 1983 Föstudagur 18. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Hreyfing fólks sem vill sjálft skapa sína sögu Við verðum að eignast stjórnmála- samtök sem eru svo sterk og öflug að það gerist aldrei aftur að flokkar fésýsluaflanna nái saman til þess að mynda ríkisstjórn á íslandi. Þetta er meginlærdómur sumarsins 1983. Ríkisstjórnin var að nokkru leyti mynduð í skjóli sundrungar vinstrimanna sem nú eru skiptir í fjóra þingflokka. Sú sundrung hef- ur orðið þjóðinni dýr. Því miður náði ákall okkar um „einingu um íslenska leið“ ekki nógu langt. Alþýðubandalaginu tókst að vísu sem flokki að standa af sér storminn, en það var ekki nóg því framsókn hægri aflanna myndaði sína stjórn. Afrek hennar eru einstök á íslenska vísu eins og komið hefur fram að undanförnu og nú síðast í hótunum um „staðbundið atvinnuleysi". Ríkisstjórnin hefur sýnt verkalýðshreyfing- uiíni beina fyrirlitningu og hún traðkar á frelsi einstaklingsins í þágu fjármagnsins. Ríkisstjórn sem hefur sagt í sundur friðinn hlýtur að uppskera samkvæmt því. Komi til átaka á vinnumarkaði verða þau átök á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Alþýðubandalagið hefur alltaf verið reiðubúið til þess að taka þátt í því að berja niður verðbólguna, og hinn almenni launa- maður er reiðubúinn til þess að gefa eftir af sínum hlut í þessu skyni. En hann setur það skilyrði að eitt sé látið yfir alla ganga. En það er ekki gert nú - meðan launamaðurinn fórnar í lífskjörum hefur ekkert verið gert til þess að draga úr óhófseyðslu milliliðanna né þeirri sóun sem meðal annars á sér stað í meginatvinnuvegum okkar. Bruðlið kostar 5-6 miljarða Fróðir menn telja að margvísleg skipu- lagsmistök, sóun og bruðl í milliliðunum og fjárfestingu kosti þjóðina á ári upphæð sem nemur 8-10% af þjóðarframleiðslunni eða 5-6 miljarða króna á árinu 1984. Þessi ó- freskja heimtar sitt áður en arðurinn af þjóðarbúinu kemur til skiptanna, áður en heimilin fá launin sem þau lifa á, áður en skipin eru gerð út á veiðar. Grundvallar- atvinnuvegir þjóðarinnar og hagur heimil- anna situr á hakanum. Fiskvinnslufyrir- tækin stöðvast eitt af öðru og hundruð verkafólks, einkum kvenna, hafa fengið uppsagnarbréf. Núverandi ríkisstjórn breytir ekki þess- um skiptahlutföllum í þjóðfélaginu - hún stendur vörð um eyðsluna og skipulags- leysið. Afskipti hennar í atvinnumálum fel- ast í því einu að skipta nýprentuðum seðlum milli frystihúss Framsóknarflokksins og frystihúss Sjálfstæðisflokksins. Heildarsýn er ekki til. Þess vegna er atvinnuöryggi í meiri hættu en um árabil. Stefna ríkis- stjórnarinnar í atvinnumálum birtist í ráð- leysisfálmi og vantrú gagnvart innlendum atvinnuvegum, en um leið oftrú á erlent fjármagn. Ríkisstjórnin lofaði fullri atvinnu - en nú á að nota atvinnuleysisgrýluna til þess að koma í veg fyrir það að launafólk geri kaupkröfur. Sóunin hrifsar til sín fjármuni sem ekki eru til. Þess vegna verður að gefa út meiri peninga, fleiri seðla en raunveruleg verð- mæti standa á bak við til þess að unnt sé að fóðra milliliðina og alæturnar. Af þeim ástæðum hefur skipulagsleysið, fjárfesting- arbruðlið, eyðslan í för með sér verðbólgu. Slík efnahagsstefna skapar þvf ný vandamál jafnharðan - sóunin er óseðjandi hít sem brennir verðmætin upp í báli verðbólgunn- ar. Þess vegna er svokallaður árangur ríkis- stjórnarinnar í baráttunni gegn verðbólgu aðeins blekking og talnaleikur eins og Morgunblaðið hefur bent á. Meðan ríkis- stjórnin hefur ekki ráðist gegn dýrtíðar- kerfinu sjálfu heldur verðbólgan áfram að magnast. Einokun hinna fjársterku Stefna ríkisstjórnarinnar í efna- hagsmálum skapar um leið v'erulega hættu á því að hvers konar smærri atvinnurekstri verði útrýmt. Stórverslanir yfirtaka versl- unina og stórfyrirtæki eins og SÍS og SH ráða sjávarútveginum í vaxandi mæli. Á dögunum voru notaðir hermangspeningar í eitt frystihúsið. Þannig bendir allt til þess að ríkisstjórnin sé að útrýma atvinnurekstri margra aðila og að hér sé í uppsiglingu alls- herjareinokun helmingaskiptaflokkanna sem sitja yfir hvers manns hlut í stórum byggðarlögum. fbúum þessara byggðarlaga birtist ríkisstjórn miskunnarleysisins líka í fantalegu háu vöruverði verslananna og einokun í mannaráðningum. í þessu kerfi einokunarinnar liggja rætur þeirrar andstöðu stjórnarflokkanna við lýðræðislega stjórnarhætti sem hafa komið fram í sumar í lokun alþingis og banni við starfsemi verkalýðsfélaganna. Þarna koma líka fram höfuðandstæður íslenskra stjórn- mála - einræði fjármagnsins gegn lýðræði fólksins. Fólkiö slítur fjötrana Alþýðubandalagið berst gegn alræði fjármagnsins, einokunar- og alræðisvaldi fámennrar valdaklíku en fyrir lýðræði og jafnrétti á öllum sviðum. Alþýðubandalag- ið er hluti af þeirri heildarhreyfingu fólksins sem alls staðar krefst jafnréttis og lýðræðis og betri lífskjara, menningarlífs og félags- lífs, frelsis til að lifa. Þar er hreyfing þess fólks sem vill sjálft skapa sína sögu og skynjar að það getur enginn annar gert, ekki flokkar, ríkisstjórnir, stjórnmálafor- ingjar né verkalýðsforingjar. Það er af þessum grundvallarástæðum sem við krefjumst þess að allir lagafjötrar verði leystir af launamannahreyfingunni strax þannig að unnt verði að gera kjarsa- samninga, einnig um dýrtíðarbætur, með eðlilegum hætti. Við bendum á að ef ríkis- stjórnin sér ekki sóma sinn í að leysa þessa fjötra mun fólkið taka sér á ný þann rétt sem það á. Verkalýðshreyfingin á íslandi hefur á liðnum áratugum kynnst því að skammt dugir að bíða eftir því að réttlætið renni upp fyrir stéttarandstæðingnum - þess vegna verður launamaðurinn sjálfur að leysa af sér fjötrana - eða höggva á þá. Það verður áreiðanlega gert ef þörf krefur. Róttæk ráð gegn stöðvunarstefnu Góðir fundarmenn: Við viljum að nú verði gerðar eftirfarandi ráðstafanir í efnahags- og atvinnumálum til þess að bæta lífskjörin og tryggja fulla at- vinnu: 1. Losaðir verði lagafjötrar af iaunamann- ahreyfingunni. 2. Gerðir verði kjarasamningar sem byggj- ast á því að launakjör versni ekki meira en nemur falli þjóðarteknanna. Jafn- framt verði gerðir samningar um félags- legar ráðstafanir eins og samfellt húsn- æðislánakerfí opinberra aðila, banka og lífeyrissjóða. 3. Breyta verður í grundvallaratriðum fjármögnun atvinnuveganna með nýju lánsfé þannig að rekstur helstu fram- leiðslufyrirtækjanna verði tryggður svo þau geti komið betur til móts við launa- fólk. Jafnframt verði framkvæmd alls- herjarskuldbreyting á lánum húsbyggj- enda í bönkum og hjá lífeyrissjóðum svo komið verði í veg fyrir þá eignaupptöku kjaraskerðingarinnar sem kemur fram í aukaútgáfum Lögbirtingablaðsins þessa dagana. 4. Stöðva verður óhófsfjárfestingu hvar- vetna í verslun, hjá bönkum og á vegum milliliða í landbúnaði. Skipulega verði gengið á sóunina í atvinnuvegunum þannig að meira verði til skiptanna. Lögð verði áhersla á að tryggja fyrst afkomu heimilanna og rekstur fram- leiðsluat vinnu veganna. 5. Hafnað verði einokun fárra fjármagns- eigenda í atvinnuvegunum, svo og forr- æði útlendinga, en reynt að tryggja fjöl- breytni íslensks atvinnulífs þar sém forr- æði landsmanna sjálfra sé virt í öllum greinum. Lögð verði áhersia á uppbygg- ingu hvers konar iðnaðar undir íslensku forræði og á aukna verðmætasköpun í fiskveiðum og fiskvinnslu. Þessi eru meginverkefni flokksins út á við á næstu mánuðum - að skapa þjóðarsam- stöðu um róttæk úrræði gegn stöðnunar- stefnu ríkisstjórnarinnar þar sem augljóst er að nota á atvinnuleysið sem hagstjórnar- tæki. Betra baráttutæki f sókn og vörn Á þessum landsfundi verður fjallað um þessi mál og önnur grundvallaratriði. Við leggjum hér fram tillögilr um breytingar á skipulagi flokksins. Tilgangurinn er sá að gera hann betra baráttutæki í sókn og vörn. Við erum óvinir stöðnunarinnar en við vilj- um taka fullt tillit til reynslunnar og læra af henni. Skipulagið myndar starfsumgjörð flokksins en stefnan er inntakið. Þar liggja fyrir afgerandi grundvallaratriði, en ég teldi engu að síður nauðsynlegt að hefj a nú stefn- uskrárumræðu. Mun ég því leggja fyrir fundinn tillögu um stefnuskrárvinnu í fram- haldi af landsfundi. Alþýðubandalagið er lifandi starfsflokk- ur sem fylgist með hreyfingu samtímans, um leið og Alþýðubandalagið er flokkurinn sem afturhaldið óttast. Við eigum að hafa alla möguleika til þess að skapa ennþá víð- tækari einingu um Alþýðubandalagið - því hver sem skerst úr leik er í raunini að þjóna undir andstæðinga jafnréttis og lýðfrelsis - það má ekki gerast því nú er brýnni þörf á einingu en nokkru sinni fyrr. f núverandi ríkisstjórn birtast vítin til að varast, því hún varð til vegna sundrungar vinstrimanna. Reynslan frá sumrinu 1983 kennir okkur að standa saman. Við þurfum að eignast stjórnmálaafl sem ræður við fjármagns- öflin. Það er aðalverkefni þessa fundar að marka spor í þá átt. Sumarið ’68 og Alþýðubandalagið Góðir félagar! Alþýðubandalagið er nú 15 ára. Sumarið 1968 hefur sérstakan hljóm í eyrum okkar flestra - þá urðu meiri sviptingar í alþjóð- legum stjórnmálum en löngum fyrr. Gömul sannindi urðu úrelt á einni nóttu og ný sann- indi létu á sér standa - efinn tók við þar sem hinum algildu sannindum sleppti. Banda- ríkjastjórn hafði verið alheimslögregla heimsvaldastefnunnar um áratugaskeið allt frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar og Bandaríkjamenn voru blóðugir upp fyrir axlir í villimannlegu árásarstríði á bláfá- tæka alþýðuna í Víetnam. Þúsundum og miijónum saman sáu kynslóðir unga fólks- ins í gegnum grímu þeirra talsmanna vest- urveldanna sem lögðust á sveif með Banda- ríkjastjórn. Fleiri og fleiri sneru baki við þeim viðhorfum sem bandaríska heimsveldið var tákn fyrir - þar til enginn var eftir um allan heim nema Morgunblaðið á íslandi. Þessar sviptingar komu ekki að- eins fram í viðhorfum fólks gagnvart Bandaríkjastjórn því um leið og jörðin fór að hreyfast fór allt á hreyfingu! Unga fólkið í skólum Vestur-Evrópu lét í sér heyra og eldrauðar kenningarnar flugu um salina í Svartaskóla Parísar og í hinum Frjálsa Há- skóla Vestur-Berlínar. Ungt fólk reis upp og neitaði að láta segja sér fyrir verkum - neitaði að láta mata sig á svokölluðum „við- teknum sannindum". Bylting unga skóla- fólksins náði inn í hvern einasta skóla og enginn var ósnortinn. Sá sem horfði á Rudi Dutscke fyrir utan Sprenger-húsið í Vestur- Berlín halda eldræðu gleymir því aldrei allt sitt líf - bíður þess aldrei bætur! - hvar sem hann síðar verður staddur á jarðarkring- lunni. Og gleymum ekki að í þessum há- skólum Vestur-Evrópu var fólk úr öllum heiminum, úr Afríku, Suður-Ameríku og Asíu - hvarvetna að. Þannig hafði þessi hreyfing áhrif á allt og alla og hún hefur áhrif um allan heim enn í dag. Verkamannabörn í uppreisn Jafnvel Austur-Evrópa fór ekki varhluta af hinni miklu byltingu - ég sagði og segi byltingu! Vorið í Prag bræddi brynju kalda stríðsins af mörgum riddara ofstækisins. „Manneskjulegur sósíalismi" hét það og sósíalistar um allan heim fylgdust af eld- legum áhuga með hverju fótmáli þeirrar hreyfingar sem þeir höfðu beðið eftir í 40 ár - sumir lengur. í ágúst 1968 var herlið fimm Varsjár- bandalagsríkja sent inn í Prag til þess að kæfa vorið; það tókst að sjálfsögðu ekki að fullu því ylur vorsins í Prag er enn aflvaki með okkur öllum. Alþýðubandalagið tók strax afstöðu gegn innrásinni og það gerði einnig og reyndar fyrstur flokka - Samein- ingarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn. Hann lagði okkur því til veganesti víðsýni og alþjóðahyggju, samhliða virðingu fyrir sjálfstæði íslands og hollustu við málstað íslenskar alþýðu. Samþykkt Sósíalistaflok- ksins frá í ágúst 1968 og Alþýðubandalags- ins frá sama mánuði, sem fordæma innrásina í Tékkóslóvakíu, er vissulega einn hornsteinn Alþýðubandalagsins og þeim grundvallaratriðum sem þar eru skráð stendur ekki til að breyta. Allt rann hið mikla fljót umbreytinganna saman í eitt ægihaf og hafði líka áhrif á íslandi: Mótmælagöngur og kröfugöngur unga fólksins voru hygg ég fleiri þetta ár en nokkru sinni fyrr og síðar. Lögreglan var send á vettvang þannig að valdastéttin hér fann vald sitt eins og annars staðar í heimin- um, þegar fangelsin í Reykjavík fylltust af byltingarfólki. Þó runnu tvær grímur á fangaverðina því unga fólkið grét ekki í fangelsinu, það söng hástöfum byltingars- öngva sem bárust langt út á götu. Aldrei fyrr hafði verið sungið í tugthúsum á ís- landi. Stundum er talað um menntamenn og verkamenn sem andstæður; það er mikil fjárstæða. Og hverjir voru það nema börn verkamannanna sem gerðu uppreisnina miklu vorið 1968 í háskólum Vestur- Evrópu. Það voru þau börn sem höfðu kynnst kjörum verkamannanna en nutu ávaxtanna af erfiði þeirra í menntun og þekkingu. Það var ekkert eðlilegra en ein- mitt þessi kynslóð risi upp og setti spurn- ingamerki þar sem áður hafði staðið amen á eftir efninu. Mikil tíðindi og umskipti Þetta sumar gerðust og þau miklu tíðindi að Kristján Eldjárn var kosinn forseti fs- lands, og það er mikil gæfa að hafa fengið að lifa þá björtu sumarnótt þegar úrslit for- setakosninganna 1968 lágu fyrir. Þá rofaði til eftir vetur viðreisnarstjórnarinnar því forsetakosningarnar urðu uppreisn gegn henni: Viðreisnarárin á fslandi voru nefni- lega ömurlegur tími sem endaði með atvinnuleysi og landflótta, álverksmiðju í Straumsvík og hermannasjónvarpi þegar ísland hafði verið reyrt fast í viðjar hins alþjóðlega peningakerfis verslunarfrelsis- ins sem er yfirleitt ekkert annað en frelsi hinna sterku til að græða á þeim veiku. Einmitt á þessu ári voru mikil átök innan Alþýðubandalagsins. Andstæðingar okkar töldu að þar með væri stjórnmálaflokkur okkar að líða undir lok. Vissulega var Só- bandalagið vann sinn stærsta kosningasigur 1978. Síðan tókst Alþýðubandalaginu í meginatriðum að halda hlut launafólks í þjóðarframleiðslunni og í ríkisstjórnum þeim sem Alþýðubandalagið var aðili að- náðist jöfnun í lífskjörum með margvís- legum félagslegum ráðstöfunum jafnframt því sem unnið var að því að treysta grund- völl íslenskra atvinnuvega með íslenskri iðnaðar- og orkustefnu. síalistaflokkurinn lagður niður á þessu ári, 1968, en sama árið var stofnaður nýr flokk- ur, Alþýðubandalagið. Fyrsta landsfundi Alþýðubandalagsins lauk fyrir nákvæmlega 15 árum - 3. nóvember, sem við teljum þar með fæðingardag Alþýðubandalagsins sem stjórnmálaflokks. Þessum unga flokki fylgdu góðar óskir víðs vegar að og hann fékk gott veganesti, en hann var ekki sterk- ur og stæltur, heldur að sumu leyti veik- burða eftir langvinn innri átök. Það var greinilegt að andstæðingar okkar voru sigurvissir því að þeir töldu að hinn ungi flokkur væri fátt annað en nafnið tómt. Okkur fylgdu bölbænir og hrakspár eins og þegar ritstjóri Morgunblaðsins komst svo að orði. „Öll rök mæla með því að hægt verði að þurrka út áhrif þeirra í íslenskum stjórnmálum ef rétt er á haldið og lýðræðis- öflin standa saman um það verkefni...." Sem betur fer varð ritstjóri Morgun- blaðsins ekki sannspár og 10 árum seinna skrifaði hann grein í Morgunblaðið þar sem hann bað þess lengstra orða að flokkurinn sem hann ætlaði að þurrka út 1968 gengi í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum. Svona getur skýrum mönnum skrikað fótur á svellinu, en honum var vorkunn. Hann sá aðeins ytra form Alþýðubanda- lagsins, landsfund þess og stofnun. Hann skynjaði ekki að Alþýðubandalagið hafði tímann með sér - þróunin var okkur hlið- holl og flokkurinn tók strax á móti samtím- anum tveim höndum, sem m.a. sést á stefnuskrá Alþýðubandalagsins sem er ótrúlega framsýn á marga lund. Þjóðleg reisn gegn hægri vantrú Veturinn 1968-1969 var mikið atvinnu- leysi hér á landi og landflóttinn hófst með því að hundruð fyrst og síðan þúsundir ís- lenskra verkamanna og iðnaðarmanna flýðu land til grannlanda okkar. Þá var van- trúin ríkjandi einkenni á afstöðu stjórnvalda til íslenskra atvinnuvega: Ríkis- stjórnin neitaði að endurnýja fiskiskipaflot- ann, bátarnir voru úreltir og þjóðin horfði á togarana ryðga niður inni í fjörðunum. Atvinnuleysi var landlægt árið um kring víðs vegar um land því frystihúsin voru að- eins starfrækt hluta úr árinu. í blöðunum birtust fréttir um hörgulsjúkdóma aldraðs fólks sem þá hafði ellilífeyri sem er langt innan við helmingur þess sem er í dag. Hermannasjónvarpið náði inn á annað hvert heimili hér á þéttbýlissvæðinu. Land- helgin var aðeins 12 sjómflur en við- reisnarstjórnin hafði gert nauðungarsamn- ingana frægu við Breta og Vestur- Þjóðverja sem lokuðu á frekari útfærslu landhelginnar. En á tímabilinu 1968-1971 var Alþýðu- bandalagið byggt upp sem sterkur og sam- stæður stjórnmálaflokkur; þrátt fyrir það gerðu andstæðingarnir sér vonir um að Al- þýðubandalagið næði ekki nokkurn tíma þeim styrk sem bestur hafði verið áður. Með þrotlausu starfi, nákvæmni og heildar- sýn til allra átta tókst að vinna kosninga- sigur 1971 þannig að Alþýðubandalagið varð nú strax sem flokkur ámóta sterkt og það hafði áður verið sem kosningabanda- lag. Vinstri stjórnin var mynduð þá um sumarið. Hún lagði grundvöll að alhliða framfarasókn þjóðarinnar í efnahags- og at- vinnumálum með útfærslu landhelginnar og uppbyggingu fiskveiða og fiskvinnslu um leið og gerðar voru ráðstafanir til þess að tryggja launafólki hlut í auknum hagvexti með aukinni samneyslu - til dæmis bættri heilbrigðisþjónustu - og um 20% betri kaupmætti en var í ársbyrjun 1971. Fram- farasóknin 1971-1974 var svo afgerandi að ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar tókst ekki að eyðileggja það sem hafði verið byggt upp í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Undir lok valdaferils síns gerði ríkisstjórnin tilraunir til þess að knýja fram gjörbreytingu á tekj- uskiptingu í þjóðfélaginu með kaupráns- lögunum. Þessi tilraun mistókst og Alþýðu- Hreyfiafl gagnrýninnar Alþýðubandalagið og 1968 kynslóðin uxu upp saman og styrkur bandalagsins hefur ætíð legið í því að leggja hlustir við hræringum samtímans, sagði Svavar Gestsson í landsfundarræðu sinni. Ljósm.: - eik. Á sama tíma og við sjáum margt eftir flokka okkar í ríkisstjórnum skynjum við einnig og skiljum hreyfiafl gagnrýninnar. Iðulega hefur tekist að knýja fram afger- andi breytingar á samfélaginu þegar flokk- urinn héfur verið í stjórnarandstöðu - eða þá að stöðva áform sem hefðu kollvarpað þeirri samfélagsgerð sem við vfljum varð- veita hér á landi. Þrátt fyrir mikinn árangur er þó áuðvitað engin ástæða til sjálfánægju, en það er nauðsynlegt að líta yfiríarinn veg og meta það sem vel er gert ekki síður en það sem miður hefur tekist. Því verður ekki á móti mælt að Alþýðubandalagið hefur haft af- gerandi áhrif á þeim tíma sem liðinn er - ekki fyrst og fremst með því að framhefja hina pólitísku tilveru sína, heldur sérstak- lega með því að taka vel á móti hraðfara sviptingum samtímans. Eg minntist á afgerandi afneitun viðtek- inna sanninda og þær spurningar um allt og alla sem þá vöknuðu. Goðunum var ekki einasta steypt af stalli - þeim var hrint út í Skjáifandafljót þaðan sem þau eiga aldrei afturkvæmt. í staðinn hafa menn orðið að spyrja sig spurninga því engin algild for- múla er lengur til. Upp úr þessu urðu til margvíslegar hrevfingar sem byggðu á nýj- um forsendum. I þessum efnum nefni ég kvennahreyfinguna og jafnréttisbaráttu kvenna sem á þessum árum vaknaði til vit- undar; íslenskar konur fóru í verkfall og sú hreyfing átti sér ekki síst rætur í okkar stjórnmálahreyfingu. Þessi hreyfing ís- lenskra kvenna hefur verið þeimmun sterk- ari hér á landi sem þátttaka íslenskra kvenna í forystustofnunum þjóðfélagsins hefur verið minni hér en annars staðar. Kvennahreyfingin hefur þegar skilað mikl- um árangri en þó er enn mikið verk óunnið í jafnréttisbaráttu kvenna þar sem þær eru enn víða varavinnuafl og verða harðar fyrir barðinu á kreppunni og íhaldsstjórninni en aðrir þjóðfélagshópar. Þá sést best að kvennabaráttan er óaðskiljanlegur hluti verkalýðsbaráttunnar, stéttabaráttan mun að vísu ekki ein leysa konurnar en barátta kvennanna er tengd stéttabaráttunni órjúf- anlegum böndum. Aðrar hreyfingar hafa einnig látið til sín taka og leitað sér að nýjum vettvangi. Ég nefni hreyfingu. umhverfisverndarmanna sem mótmælir því að tækniæðið og meng- unin eyðileggi forsendur lífsins og krefst ræktunar en hafnar rányrkju. Sameining um Alþýðubandalagið og félagsleg úrræði Viðstöndum nú á krossgötum. Framund- an eru ár minni hagvaxtar en síðustu fimmtán árin. Nú þarf að skipta minni aukningu en áður. Það kallar á úrræði jöfnunar. Þegar þrengir að verður mark- aðshyggja fráleit. Félagsleg úrræði eru aldrei brýnni en þá - smáþjóð eru þau lífsnauðsyn. Á 40 ára afmæli lýðveldisins á næsta ári hefur verið traðkað svo á sjálf- stæði þjóðarinnar af ráðandi öflum að með ólíkindum er og hefði enginn spáð því á Þingvöllum 1944 að landið yrði hersetið um áratugi, að ísland yrði aðili að hernaðar- bandalagi og að haldið yrði upp á fjörutíu ára afmæli lýðveldisins með hrikalegri um- svifum erlends her í landinu en nokkru sinni fyrr. Margt er líkt með skyldum og hið sama má segja um ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar og viðreisnarstjórnina. Það sýndist ekki líklegt að að sá ungi flokkur sem staðfesti tilveru sína í nóvember 1968 yrði líklegur til þess að fella þá sterku ríkis- stjórn sem þá sat. Svo tókst þó til að lokum eins og hér hefur verið lýst. Við munum nú setja okkur það verkefni að hrinda af hönd- um þjóðarinnar stjórnarstefnunni og koma í veg fyrir að afleiðingar hennar verði enn hrikalegri fyrir íslenskt þjóðlíf en þegar er orðið. Við munum leggja áherslu á að sam- eina umhverfis Alþýðubandalagið allan þann skara íslendinga sem eiga samleið með okkur í grundvallaratriðum. Við ætl- um að gera Alþýðubandalagið að því stjórnmálaafli sem ég nefndi í upphafi ræðu minnar. Þau grundvallaratriði sem við vilj- um að setji svip á íslenska þjóðfélagið eru þau hin sömu og einkenna flokk okkar. Þess vegna á Alþýðubandalagið að geta orðið samnefnari fyrir þúsundir og aftur þúsundir íslendinga sem til þessa hafa fylgt öðrum flokkum - einnig stjórnarflokkum. Flokkspólitískur hroki á ekki við í þessu efni heldur samvinna á jafnréttisgrundvelli. Myndum meirihluta um grundvallaratriði Grundvallaratriði Alþýðubandalagsins sem ættu að geta náð til allrar þjóðarinnar eru sem hér segir: - Alþýðubandalagið er flokkur sem leggur áherslu á jafnrétti á öllum sviðum. Þar er átt við jafnrétti án tillits til búsetu eða kynferðis. Flokkurinn styður af alhug jafnréttisbaráttu kvenna og við teljum það tvímælalaust eitt af höfuðverkefnum flokksins að greiða fyrir baráttu kvenna fyrir jafnrétti. - Alþýðubandalagið er verkalýðsflokkur sem stendur ásamt verkalýðsstéttinni gegn fjármagnsöflunum. Alþýðubandalagið óskar ekki eftir því að ráða yfir verkalýðs- baráttunni á neinn hátt, en við bendum á að verkalýðsbarátta án skýrra pólitískra mark- miða er dæmd til að mistakast. Við viljum að flokkur okkar nálgist launafólk beint á vinnustöðunum og í félagslífi þess, en á síð- ustu árum höfum við stóraukuð vinnustað- astarf flokksins. Þannig viljum við vera - meðal fólksins mitt í því lífi sem það heyr, einnig við hina hversdagslegu önn. Alþýðubandalagið leggur áherslu á lýð- ræði á öllum sviðum. Við krefjumst þess að stjórnmálaflokkar fái að starfa við allar kringumstæður þannig að þjóðfélagið sé fjölþætt, „pluralistiskt“, en ekki einhæft. Við erum ekki ríkiseinokunarmenn og mót- mælum þeim einræðis- og einokunartil- hneigingum sem koma fram hjá núverandi ríkisstjórn. Við gerum kröfu um að starfs- fólk fái að ráða úrslitum um vinnustaðinn. Alþýðubandalagið tekur frelsi einstakling- sins alltaf fram yfir frelsi fjármagnsins. Þess vegna vorum við á móti bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar því sósíalisminn er það þjóðfélag þar sem frjáls þróun einstakling- sins er skilyrði fyrir frjálsri þróun heildar- innar. - Alþýðubandalagið tekur þátt í friðar- baráttunni og fagnar þeim árangri sem frið- arhreyfingin hefur náð. Alþýðubandalagið fordæmir vígbúnaðarkapphlaup stórveld- anna og reynslan frá Grenada sýnir þann lífsháska sem jafnan er búinn litlum þjóð- um á áhrifasvæði stórveldanna. Við ford- æmum innrás Bandaríkjamanna í Grenada og hernám stórveldanna hvar sem er. - Alþýðubandalagið vill friðlýst og frjálst Island - herlaust og utan hernaðarbanda- laga. Þessir grundvallarþættir í stefnu Alþýðu- bandalagsins eru allir jafnmikilvægir - eng- inn einn getur verið án hins, þeir mynda eina órofa heild í baráttu okkar fyrir nýju þjóðfélagi jafnréttis, lýðræðis - sósíalisma. Við teljum að þessi grundvallaratriði sem ég hér nefndi séu þó þannig að þau eigi að geta sameinað yflrgnæfandi meirihluta landsmanna. Það er brýnna nú en nokkru sinni fyrr að við náum að samfylkja þúsund- unum um þessi meginatriði. Þar má enginn skerast úr leik. Baráttan gegn ríkisstjórn- inni er að því leyti lík verkfallsbaráttu að verkfallsbrot eins aðila getur molað niður samstöðuna og lagt öll vopn upp í hendur andstæðinganna. Það má aldrei gerast. Mannleg sjónarmið nái yfirhendinni á ný Þrátt fyrir erfiðar aðstæður er það ljóst nú síðustu daga að við erum að ná árangri. Það er árangur af baráttu síðustu vikna að samningabannið hefur verið stytt um tvo mánuði. Þeirri baráttu þurfum við að halda áfram uns fjötrarnir falla. Það er árangur af baráttu síðustu mánaða - einkum af starfi friðarhreyfingarinnar - að utanríkisráðherra þorir ekki annað en lýsa því yfir að hér verði aldrei staðsettar eldflaugar. Þetta tvennt sýnir að við erum á , réttri leið. Höldum áfram að reka flóttann uns sigur vinnst þar sem hin manneskjulegu sjónarm- ið ná aftur yfirhendinni yflr öflum miskunn- arleysisins. Allt sem við þurfum er sam- staða, baráttugleði og starf og aftur starf. Landsfundarræða Svavars Gestssonar f Austurbæjarbíói á 15 ára starfsafmæli Alþýðubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.