Þjóðviljinn - 19.11.1983, Page 11

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Page 11
' Todfíi-vón ,01' - »iV1 V' /ó r.viVMC 0 í Helgin 19. - 20. nóvember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11 Spegilmálið Ofsóknir eða rétttmætar ákærur? í síðustu viku var réttað í svo- kölluðu Spegilmáli en það er eitt hið furðulegasta dómsmál sem upp hefur komið hér á landi í seinni tíð. Annað tölu- blað af Speglinum var gert upp- ! tækt um allt land í lok maí á þessu ári og er það ekki lítil að- gerð því að útgáfukostnaður þessa eina tölublaðs mun nema hálfri miljón króna og var þetta því jafnframt ákvörðun um að gera Úlfar Þormóðsson gjaldþrota eða því sem næst. Ríkissaksóknari sagðist hafa fengið ábendingu frá lögregl- unni í Reykjavík og látið til skarar skríða eftir að hann hafi flett blaðinu. (dagblöðum næstu daga komu svo ýmsar yfirlýsingar frá ríkissaksóknara og sagði hann ástæðurnarfyrir upptökunni vera meiðyrði og klám. Þegarsvoseinnahin formlega ákæra var fram borin var ekki minnst á meiðyrði í henni en í staðinn komin ákæra um guðlast og klám. Þetta þýðir það að hinar „meiddu" per- sónur hafa ekki viljað standa frammi fyrir dómstólum til að verja æru sína og þá er gripið til þess að ákæra um guðlast þess í stað. Hér skal það tekið fram að í þessu máli skiptir ekki hvort Speg- iillinn hafi verið góður eða slæmur, fyndinn eða leiðinlegur, smekk- legur eða ósmekklegur. Hér skiptir máli hvort í honum hafi verið klám eða guðlast sem brýtur í bága við lög. Um það snýst málið eins og það er sett fyrir dómstólana. Hér er líka í húfi prentfrelsið sjálft og má þar m.a. vísa í harðorða ályktun Blaðamannafélags íslands sem mótmælti aðförinni að Speglinum. Það er því forvitnilegt að fara svo- lítið í saumana á ákæruatriðunum. Úlfari Þormóðssyni er gefið að sök að hafa birt á prenti, dreift og selt sora- og klámfengið efni en það varði við 210. grein almennra hegningarlaga. Er nánar tilgreint við hvað af efni blaðsins er átt. Kært er út af tveimur myndum á bls. 8 en þær eru af nöktum karl- manni með kynfærin í snæri teygð upp að aftanverðu. Við hliðina á myndinni er saga tengd myndinni undir yfir fyrirsögninni: „Hrikalegt kosningasvindl" og er talið að karl- inn hafi reynt að svindla sér inn á Kvennalistann með þessum hætti. Þá er kært út af lesmáli á bls. 39 en þar eru þó miklu fremur meiðandi ummæli um hjónin Ragnhildi Helgadóttur og Þór Vilhjálmsson heldur en að um klám sé að ræða og raunar finnst ekkert klám í lesmál- inu. Loks er kært út af mynd á bak- síðu af manni sem býr sig til að sneiða framan af kynfærum sínum. Er þarna verið að gera grín að efna- hagstillögum Alþýðubandalagsins í vor sem Ragnar Arnalds kallaði „styttingarleið gegn verðbólgu". Hvergi er að finna í neinum lögum skilgreiningu á hugtakinu klám og hefur oft verið reynt að koma því í fast form en það er þó háð tíðarandanum hvað telst klám og hvað ekki. Flestir eru þó sam- mála um að hugtakið verði að tengjast kynlífi á einhvern hátt og þá einhverjum losta. Myndirnar sem hér er kært út af tengjast hvorki kynlífi né losta á neinn hátt. Þá er hér í bókaverslunum ara- grúi af ritum sem eru miklu ósið- legri en téð eintak af Speglinum og hafa sum þeirra verið á boðstólum árum saman. Það verður því ekki séð hvað svona ákæra á að þýða gagnvart Speglinum einum. Enn- fremur má benda á að ekki er kært út af myndum af beru kvenfólki í blaðinu sem eru í miklu ósiðlegri stellingum en karlmennirnir. Enn furðulegri er ákæran um guðlast og eru ekki mörg dæmi um slíkt í allri íslandsögunni. Úlfari er gefið að sök að hafa með fyrirsögn- inni: „Afleiðing altarisgöngunnar: Ofbeldi, rán, glæpir og morð“ auk lesmáls og tveggja mynda opinber- lega dregið dár að og smánað trú- arkenningar og guðsdýrkun hinna evangelísku lútersku þjóðkirkju sem varði við 125. grein hegning- arlaganna. f Speglinum er .með þessari umfjöllun verið að höfða til blaðaskrifa sem spunnust út af kæru er nafngreind kona í Njárðvík lagði fram á sóknarprest sinn vegna vínveitinga við altarisgöngu ferm- ingabarna. Sem sagt fremur sak- laust grín. Þess skal getið að hæstiréttur ís- lands hefur aldrei fjallað um ákær- uatriði vegna guðlasts og hæstirétt- ur Dana hefur sárasjaldan dæmt refsingu eftir greininni. Yngsti dómur hins danska hæstaréttar er frá 1938 þar sem útgáfa nasistafé- lags er dæmd fyrir andgyðinglegan áróður. Aðrir dómar eru frá því um aldamót. M.a. er til dómur um par sem fann hvötum sínum útrás í kórnum í kirkjunni í Viborg og var umsvifalaust dæmt fyrir guðlast. Einn íslenskur guðlastsdómur er þó til frá þessari öld. Þá var Brynj- ólfur Bjarnason dæmdur í undir- rétti í 30 daga einfalt fangelsi vegna ritdóms um Bréf til Láru. Næsti dómur þar á undan er frá 1682. Þá var Sigurður Jónsson hlaupastrák- ur úr Rangárþingi dæmdur til hýð- ingar eftir konungsbréfi „viðvíkj- andi þeim manneskjum, sem ótil- heyrilega sér halda frá því heilaga sakramenti vanheiðrandi kirkj- unnar aga og áminningar og svo áfram farandi í því móti öllum við- vörunum“. Tæpum 40 árum áður var Sveinn skotti, sonur Axlar- Bjarnar strýktur stórkostlega fyrir guðs orða og sakramenntanna for- aktan og sína óráðvendni. Frægasti guðlastsdómur frá þjóðveldisöld er vafalaust sá er Hjalti Skeggjason varð sekur fjör- baugsmaður vegna vísunnar: Vil ek eigi goð geyja Grey þykir mér Freyja Æ man annað tveggja Óðinn grey eða Freyja. Þess skal getið að ákvæði um guðlast hafa verið tekin út úr norskum og sænskum lögum og öll þróun norræns refsiréttar stefnir í þá átt. Þessi ákæruatriði gegn Úlf- ari Þormóðssynj er því eins fjar- stæðukennd árið 1983 eins og hugs- ast getur. Allt Spegilmálið ber keim af of- sóknum á hendur einum manni og ákærurnar virðast vera yfirvarp fyrir eitthvað allt annað sem liggur á baki. Verður því forvitnilegt að sjá hvernig dómar falla í þessu máli. Hér er í rauninni um að ræða mál sem varðar prentfrelsið sjálft og skiptir þá engu máli hvort Speg- illinn hafi verið vont blað eða gott. Það hefur aldrei verið bannað með lögum að vera ófyndinn á íslandi. -GFr Afleiðingar altarisgöngunnar: „Ofbeldi, rán, glæpir ogmorð‘c „Þetta er hvort tveggja lögbrot og regin hneyksli. Að hugsa sér að það skuli hafa verið látið átölulaust hingað til að þjónar Guðs freisti bama með áfengi, sem leiðir til ofdrykkju, glæpa,, rána, morða og alkóhólisma. Og það í kirkjum landsins. Ég gat ekki horft uppá þetta lengur. Þess vegna kærði ég,“ sgði Ema Guðmundsdóttir, sanntrúuð kona og bindindis- söm, er Spegillinn hitti hana að heimiLi hennar í Njarðvíkunum á dögunum. „Hér hef ég myndir af Óla bróður mínum, sem segja meira en mörg orð um nauðsyn þess að stöðva þegar brennivínsgjafir prestanna." sagði Ema að lokum og krafðist þess að við birtum myndimar. Til vinstri Ólafur á fermingardaginn. Til hxgri Ólafur 12 árum eftir altarisgönguna. Myndina tókEmaerhún loks hafbi uppá bróður svnum en hann „hýr“ í Harlemhverfinu sem svo er nefnt. Hún fxrdi honum ýmsan prentaðan fróðleik um áfengisbötið og reyndi með fortölum að fá hann til að snúa úr því spori, sem altarisgangan hafði beint lífit hans í. Guðlastsákæran er ut af þessari grein i Speglinum. Verið er að gera grin að akæru konu nokkurrar f Njarðvík en hún kærði sóknarprest sinn fyrir að gefa fermingarbörnum vin viö altarisgöngu og var málinu slegið upp fDagblaðinu og Vísi nokkru áður. Snúðu Þér viö, góða! Hvaö vilja þoir nú aftur fyrir tommuna? Ut af þessum myndum kærði ríkissaksóknari fyrir klám. Flestir 1 eru sammála um að klám tengist kynlífi eða losta. Þessar myndir i gera það ekki. I bókabúðum landsins er aragrúi tímarita með lostafullum klámmyndum. Af hverju eru þau ekki gerð upptæk? Lestu aðeins stjomarblöðin? Höfuðmálgagn stjómarandstöðunnar Áskriftarsími (91)81333

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.