Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 9
Helgin 19. - 20. nóvember 1983 ÞJOÐVILJINN — SÍÐA 9 tónlist klassískar plötur Anne- Sophie Mutter og Mozart AMME-SOPHIE / RICCARDO j Wolfgang Amadeus Mozart: 1756-1791 Konsertar fyrir fiðlu og hljómsveit nr. 2 í D-dúr, KV 211 og nr. í D-dúr, KV 218. Flytjendur: Fílharmóníu- hljómsveit Lundúna Einleikari: Anne-Sophie Mutter Stjórnandi: Riccardo Muti Útgefandi: EMI (HMV) 067-43229T digital DMM, 1982 Dreifíng: Fálkinn Unnendur klassískra platna hafa undanfarin ár fylgst meö frama þýska fiðluleikarans Anne-Sophie Mutter og undrast hæfileika þess- arar ungu stúlku. Hún stendur nú á tvítugu og virðist hafa náð hálfu' lengra en aldurinn gefur til kynna. Opið mánud. - föstud. 9-6 laugard. - sunnud. 1-5 Magnús Þórðarson hdl. Árni Þorsteinsson sölustj. Fasteignasalan Bolholti 6, 5. hæð, sími 39424 og 38877. Þekktur gagnrýnandi orðaði það svo, að erfitt væri að ímynda sér hvernig hún gæti komist öllu fram- ar. Það var eftir að hún hafði hljóðritað Fiðlukonsert Brahms undir stjórn Herberts von Karajan (DG 2532 032 digital). Allt frá 7 ára aldri hefur Mutter verið að bæta skrautfjöðrum í hatt sinn, en þá vann hún fyrstu verðlaun í sam- keppni ungra hljóðfæraleikara sem þýska ríkið stóð fyrir. Fjórum árum síðar vann hún aftur þessi eft- irsóttu verðlaun og síðan hefur frami hennar verið tryggður. Flestar upptökur Mutter hafa verið gerðar fyrir hljómplötufyrir- tækið Deutsche Grammophon, en síðan 1981 hefur hún einnig leikið inn á plötur hjá EMI. Ofangreind plata er einmitt ávöxtur samstarfs við það fyrirtæki og í stað von Kar- aj an sem frá 1976 hefur verið henn- ar „direttore primo“, leikur hún hér undir stjórn eins fremsta stjórnanda heims af yngri kynslóð- inni, ítalanum Riccardo Muti. Þetta er hrífandi útgáfa á 2. og 4. fiðlukonsert Mozarts, en áður hef- ur Mutter leikið 3. og 5. konsertinn undir stjórn von Karajans ásamt Berlínar-fílharmóníunni (DG 2531 049, 1978). Öryggi og festa gefur leik Mutter mjög klassískt yfir- bragð, en um leið er túlkunin þrungin tilfinningu. Þótt 4. kons- ertinn sé að formi til og uppbygg- ingu þroskaðra verk en sá nr. 2, tekst Mutter að laða fram óvæntar hliðar á fyrra verkinu svo vart verð- ur fundinn munur á dýpt í túlkun nema síður væri. Miðkaflinn í 2. konsertnum verður t.d. kristöllun hlýju og næmis, sannkölluð snilld- armeðferð. Þá er stjórn Mutis létt og mjúk og undirstrikar hann vel leikandi eðli konsertanna. Gæta ber þess að Mozart samdi alla fiðlukonserta sína á einu ári, 1775, þegar hann var aðeins 19 ára gamall. Þótt í þeim rnegi finna mikinn þrótt er hann meir í ætt við lífsgleði yngri ára en dramatík hinna síðari. Túlk- un Mutis er í samræmi við það. Ekki dregur það úr gildi plöt- unnar að hún skuli vera tekin upp með digital-tækni og skráð beint (Direct Metal Mastering), þannig að hún er laus við allt aukasuð í bakgrunni og hljómarnir berast beint úr upptökusalnum til áheyrandans. Það er einna líkast því að hafa hljómsveitina og ein- leikarann inni í stofu hjá sér. Að ofangreindu má sjá að hér er á ferð óvenjuvönduð hljómplata í alla staði. Flutningur er meistara- legur og tóngæði í alla staði frábær. hbr Lesendur athugiö! Ertu að kaupa eða selja íbúð? Ef svo er erum við til í slaginn! H ELECTROLUX ÖRBYLGJUOFN JÓLAGJÖF FJÖLSKYLDUNNAR TIL SJÁLFRAR SÍN 2000KR.UTB 2000 A MAN IAUK VAXTA OG KOSTN. HRi W kn kn UTBOÐ í|r Tilboö óskast í bleyjur fyrir Borgarspítalann og fleiri sjúkrahússtofnanir. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboö veröa opnuð á sama stað miðvikudag 21. des. 1983 kl. 11 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 - Simi 25800 Góð merki gott verð Opiö mánud.—fimmtud. kl. 12—18, föstud. 12—19, laugard. kl. 12—6. MARKAÐSHÚSIÐ, SIGTÚNI 3, 2. HÆÐ Þaö hafa margir gert góð kaup nú þegar á splunku- nýjum vörum í Markaðshúsinu, Sigtúni. Með þess- ari auglýsingu erum við að minna á okkur og þær geysigóöu vörur sem á boðstólum eru: Karnabær, Belgjageröin (vinnuföt), Sportval (sportfatnaöur), Bikarinn (sportfatnaöur), Henson (íþróttafatnaöur), Utilíf (sport- fatnaöur), Æsa (skartgripir), Assa (tízkuföt, barnaföt), S.K. (sængurfatnaður), Libra (fatnaöur), Gallerí Lækjartorg (hljóm- plötur), Raftak (rafmagnsvörur), Lagerinn (fatn. á alla fjölskyld- una), Tindastóll (S.H.-gluggatjaldaefni), G.M.-prjónagarn, Prjónastofan Katla (ísl. prjónapeysur), K. Helgason (sælgæti), M. Bergmann (sængurfatnaöur). Þegar þú ert búin(n) aö verzla, sestu niður í ró og næöi á kaffiteríunni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.