Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 28
MOÐVIUINN
Helgin 19. - 20. nóvember 1983
Aðalsími Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tíma er hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaðsins í þessum símum: Ritstjórn Aðalsími % Kvöldsími Helgarsími
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 - 12 er hægt að ná í afgreiðslu blaðsins í síma 81663. Prentsmiðjan Prent hefur síma 81348 og eru blaðamenn þar á vakt öll'kvöld. 81333 81348 81663
Ríkisstjórnin fer
illa með öryrkja
Tekju-
hækkunin
aðelns
923 kr
frá í vor
Fæstir öryrkjar á íslandi eiga
rétt á greiðslum úr lífeyrissjóðum
og verða því að láta sér nægja ör-
orkulífeyrinn með tekjutryggingu,
en samtals nemur sú greiðsla 7.017
kr. á mánuði. Hafa þær aðeins
hækkað um 923 krónur síðan í maí
sl.
Sjálfsbjörg, landssamband fatl-
aðra mótmælir harðlega þeirri
skerðingu á greiðslum. Almanna-
trygginga til öryrkja sem bráða-
birgðalög ríkisstjórnarinnar frá
maí sl. hafa í för með sér. í ályktun
frá Sjálfsbjörg segir að óvinnufærir
öryrkjar verði að leita til ættingja
eða félagsmálastofnana um fjár-
hagsaðstoð til að eiga fyrir nauð-
þurftum.
Á fundi sínum nýlega skorar
einnig framkvæmdastjórn Sjálfs-
bjargar á ríkisstjórnina að láta áf-
angahækkanir á vasapeningum
sem fyrrverandi ríkisstjórn ákvað,
koma allar til framkvæmda.
Starfsmennirnir fengu þá dagskipun frá Davíð borgarstjóra að taka tafar-
laust niður alla fánana með einkennismerki Miklagarðs. Ljósm. -eik.
Davíð í stríði
við Miklagarð!
„Dagskipun Davíðs borgar-
stjóra Oddssonar var einföld í
gær: Takið niður allar fána-
borgir Miklagarðs sem settar
hafa verið upp víða um borgina
og það án tafar!
Þegar stórverslun KRON og SÍS
var opnuð á fimmtudag höfðu for-
ráðamenn verslunarinnar leigt fán-
astengur af Reykjavíkurborg til að
draga að húni merki Miklagarðs.
Þessar stengur hafa áður verið sett-
ar upp víða um borgina af ýmsu
tilefni, m.a. þegar kaupstefnur
hafa verið haldnar í Laugardals-
höll. Þórður Þorbjarnarson borg-
arverkfræðingur sagði í gær að þeir
Miklagarðsmenn hefðu aldrei
fengið heimild til að flagga út um
allan bæ, eins og hann komst að
orði, heldur einungis fyrir utan
verslunina inn við Sund. Ekki náð-
ist í framkvæmdastjóra Miklagarðs
í gær til að spyrja hann álits.
Þórður sagði að sá kostnaður
sem borgin hefði orðið fyrir af til-
tæki Miklagarðsmanna yrði inn-
heimtur hjá þeim síðar.
-v.
Borgarafundur Lífs og lands ! dag
Þjóð í kreppu
„Eg mun í erindi mínu ræða
um fjölskyldukreppuna. Breyttir
þjóðfélagshættir hafa haft marg-
visleg áhrif á fjölskylduna og oft
neikvæð vegna þess að einstakl -
ingarnir hafa ekki náð að fylgja
þeim hröðu breytingum sem hafa
orðið á þjóðfélaginu. Ég mun
m.a. ræða um dagvistarheimilin
sem eru dæmi um lausnir sem
þjóðfélagið hefur boðið upp á til
að mæta auknum kröfum til ein-
staklinganna”, sagði Sigrún Júií-
usdóttir félagsráðgjafi, einn
fjölda fyrirlesara á borgarafundi
Lífs og lands á Hótel Borg í dag.
Á fundinum mun mikill fjöldi
manna ræða um þjóðfélagsmál
undir einkunnarorðunum Þjóð í
kreppu. Hefst samkoman kl. 9.30
í dag og verða flutt 14 erindi fram
að hádegi. Eftir hádegi verða
flutt 7 erindi og kl. 14.30 mun
forsætisráðherra ávarpa fundinn.
Að því loknu gefst fundar-
mönnum tækifæri til spurninga
og síðar um daginn flytur fjár-
málaráðherra ávarp. Um kl.
16.30 verða síðan pallborðsum-
ræður.
í frétt frá Lífi og landi segir að
tilgangurinn með fundinum sé að
hrinda áf stað þjóðarumræðu um
þann alvarlega vanda sem íslend-
ingar eigi við að glíma, ekki að-
eins á sviði efnahagsmála heldur
og á félagssviðinu meðal annars.
Síðar munu erindin á ráðstefn-
unni verða gefin út í bók.
-v.
Landsfundur Alþýðubandalagsins:
Miklar umræður og framboðsspenna
Mjög miklar umræður áttu sér stað á lands-
fundi Alþýðubandalagsins í gær. Almennum
stjórnmálaumræðum sem átti að Ijúka kl. 14.30
lauk ekki fyrr en um kvöldmat.
Félagar úr verkalýðsarmi Alþýðubandalagsins
héldu langan fund síðdegis í gær þar sem þeir
réðu ráðum sínum um hvort þeir ættu sem einn
hópur að bjóða fram til varaformanns, ritara og
gjaldkera, eða standa að framboði með öðrum
hætti. Ljóst er að verkalýðsarmurinn ætlar að láta
mikið að sér kveða á landsfundinum.
Konur í Alþýðubandalaginu, sem landsfund-
inn sitja, tóku mikinn þátt í almennum
stjórnmálaumræðunum í gær. Var mikið rætt um
stöðu kvenna, bæði í flokknum og þá ekki síður á
vinnumarkaði og svo auðvitað stöðu konunnar í
þjóðfélaginu yfirleitt. Konur á landsfundinum
hafa komið sér saman um að bjóða fram Vilborgu
Harðardóttur til varaformanns flokksins.
Sjá frásögn bls. 27