Þjóðviljinn - 19.11.1983, Side 2

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Side 2
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983 skammtur Afbókinni í nútíö ogfortíö Á síðari árum hafa hugsandi menn, eins og að líkum lætur, orðið mjög uggandi um örlög bókarinnar sem slíkrar. Fyrir all nokkru var efnt til merkrar ráðstefnu um, þetta efni í Strasburg. Dagskrárefnið var „Das Buch in der Gegenwart und der Vergangenheit“ („Bókin í for- tíð og nútíð“). Allar Evrópuþjóðir, sem siðmenntaðar geta talist, áttu þarna fulltrúa, svo og íslendingar. Ástæðan til þess að ég hef ekki fyrr vakið máls á þessari ráðstefnu, er einfaldlega sú að þó viljinn sé vissulega fyrir hendi er lítið svigrúm til þess að fjalla hér um öll þau menningarumsvif, sem íslendingar eiga aðild að á erlendri grund. Ef marka má fjölmiðla að aflokinni ráðstefnunni, þá voru niðurstöður helstar þær, að myndmál (Bildsprac- he) sé á góðum vegi með að ryðja bókinni, sem slíkri, úr vegi og þá ekki síður það sem kalla mætti „heyrnmál" (Ohrensprache). Nánar tiltekið er hér átt við vinsældir sjónvarps, útvarps og kvikmynda annars vegar, en hinsvegar alls konar prentaðs myndmáls fyrir unga sem aldna. Það kom fljótlega í Ijós að íslendingarnir á ráðstefn- unni höfðu nokkra sérstöðu, þar sem bókin hafði fyrr á öldum verið mun snarari þáttur í þjóðlífi íslendinga, en annarra Evrópuþjóða. Það er staðreynd, að áður en almenningur í Evrópu hafði hugmynd um tilvist bóka, voru skinnhandrit orðin neysluvarningur á Islandi, eða eins og Jón Espólín segir: „sem klæði, skæði og fæði“. íslendingar breyttu skinnhandritum sínum fyrst í fatasnið, síðan voru gerðir skór úr fræðunum og síðast voru svo gullaldarbókmenntirnar étnar. Ástæðan til þess að prentaðar bækur hafa varð- veist betur á íslandi en skinnhandrit, er tvímælalaust sú, að prentaðar bækur eru ólystugar og ná því varla að getatalist mannamatur. „Nú er svo komið", sögðu íslensku fulltrúarnir í séráliti. sínu á ráðstefnunni, „að bókin hefur lítið sem ekkert notagildi á íslandi, nema ef vera kynni til aflestrar". Og hér er það sem ég leyfi mér að mótmæla og það kröftuglega og tala af talsverðri reynslu. Heima hjá mér eru bækur uppum alla veggi, bækur sem mér dytti aldrei í hug að opna og þaðan af síður að lesa, bækur í metravís, bækur í hundraðavís eða þús- undavls. Sumt af þessu eru að vísu bækur sem ég er búinn að lesa og hafa fengið lífstíðarábúð í bóka- skápnum, en satt að segja fara flestar þær bækur sem ég les oní kassa og útí bílskúr. Og nú er sjálfsagt kominn tími til að einhver spyrji sem svo: „Hvers vegna í ósköpunum er verið að hrúga öllum þessum ólesnu bókum í kringum sig?“ Og því er til að svara að þær hafa svo mikið og margþætt nota- gildi fyrir mig, að ég get ekki án þeirra verið. í fyrsta lagi hef ég þær sem veggskreytingu, líkt og myndirog málverk. I öðru lagi eru þærtil að impónera gesti, sem ekki eru fyrr komnir inní híbýli mín, en þeir hugsa sem svo: „Hann er ekki lítið lesinn þessi". í þriðja lagi eru þær hljóðeinangrandi. í fjórða lagi hita- einangrandi. Og ífimmtalagi erfræðilegurmöguleiki á því að fara í bókaskápinn, taka bók og kíkja í fræðin, þó að slíkt heyri nú að sjálfsögðu til undantekninga. Og í sjötta lagi líður mér einfaldlega vel innanum bækur. Hér eru aðeins örfá atriði nefnd af fjölmörgum um notagildi bóka. Fjölmörg önnur mætti tína til. Af handahófi get ég svosem tekið eitt dæmi. Jón á spaninu hét togarajaxl, sem ég var með til sjós í gamla daga. Einu sinni var það útí Húll að hann kom um borð með Biblíu á stærð við Blöndalsorða- bókina undir hendinni. Við urðum alveg staurbit á þessari guðrækni Jóns á spaninu, sem var í orðfari handgengnari andskotanum en nokkur okkar hinna um borð. Jæja, þegar svo loksins við fengum Jón til að opna hina helgu bók, kom í Ijós að í staðinn fyrir guðspjöllin var milli spjaldanna tankur fyrir brennivín. Þetta þótti okkur alveg þrælgott hjá Jóni og þó ekki síður það sem á eftir fór, þegar hann kom í land hér heima. Þá sprarigaði hann glaður og reifur um göturnar í furðu- lega uppljómuðu ástandi og, vegfarendum til hinnar mestu furðu, jafnan með Biblíu undir hendinni. Síðasta sem ég frétti af Jóni á spaninu, var að hann hleypti upp jarðarför í Dómkirkjunni með því að efna til erfidrykkju á níunda bekk, meðan presturinn var að þylja afrekaskrá hins látna. Til mikillar hrellingar fyrir þá sem voru allsgáðir létu gleðimennirnir á níunda bekk brennivínsbiblíuna ganga og kneyfuðu úr henni ósvikið brennivín í stórum gúlsopum, viðhöfðu söng, drykkjulæti í minningu hins látna og sögðu brandara um innihald Biblíunnar og heilágan anda, með miklum hlátrasköllum. Þegar hætt var að heyrast til prestsins fyrir fyllikliðn- um á níunda bekk, var Jóni á spaninu og félögum hans varpað £ dyr, en brennivínsbiblían gerð upptæk. Þetta litla dæmi er aðeins eitt af mörgum, sem sýna hve fjölþætt notagildi bóka getur verið, þó menn séu hættir að lesa þær. skráargatiö Leikhópur undir stjórn Þórunnar Sigurðar- dóttur er nú að æfa dagskrá um Skaftárelda í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá upphafi þeirra á þessu ári. Frumsýning verður í kapellunni á Kirkjubæjarklaustri á 2. jóladag en síðan fer sýningin á flakk og verður m.a. í skólum víða um land. Þess má geta að í grunnskólum landsins hefur að undanförnu verið kennt náms- efni um Skaftárelda í tilrauna- skyni. í leikhópnum eru þau Kristján Franklín, María Sigurð- ardóttir, Ragnheiður Arnardótt- ir og Viðar Eggertsson en þau hafa sj álf tekið efni sýningarinnar saman, ásamt Þórunni leikstjóra. Verður þar ekki bara um gamalt efni tengt Skaftáreldum að ræða heldur tengist dagskráin öðrum náttúruhamförum og friðarbar- áttunni. Það er mál manna að auglýsingaher-, ferð forráðamanna hins nýja stórmarkaðar við Sund, Mikla- garðs, hafi tekist svo vel að það hafi ekki farið fram hjá nokkrum manni hvað var að gerast þegar hann var opnaður. Gárungar vilja nú nefna Jón Sigurðsson framkvæmdastjóra fyrirtækisins Soldáninn af Miklagarði. ✓ A fimmtudaginn birti Morgunblað- ið upprifjun á fólkinu sem var í SÍA, Sambandi íslenskra náms- manna austan járntjalds en fyrir • 20 árum stálu Heimdellingar einkabréfum sem þetta fólk hafði látið milli sín fara og birtu í bók sem nefnd var Leyniskýrslur SÍA. Útgáfa þessarar bókar varð að ýmsu leyti til góðs því að þarna voru dregnar fram í dagsljósið Arnór: Fékk ekki að vera með í Moggaumfjölluninni. Þórunn: Setur upp sýningu um Skaftáreida. heiðarlegar rökræður náms- manna sem voru að átta sig á göllum og kostum þjóðskipulags kommúnistaríkjanna. Morgun- blaðið birtir langa runu af nöfnum í upprifjun sinni á fimmtudag en af einhverjum ástæðum er nokkrum einstak- lingum gleymt sem komu þó mjög við sögu í bréfum SÍA- manna. Þar má t.d. nefna Arnór Hannibalsson, sem var í Rúss- landi, og Skúla Magnússon, sem var í Kína. / dagverðuropnuð ölkráinGaukur Jón: Soldáninn af Miklagarði Albert: Getur hann leyft bjór með einu pennastriki? á Stöng. Þar er þó enginn bjór inn. Hins vegargengur þaðnúnaí bænum að brátt muni verða breyting á. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra sé að hugsa um að leyfa sterkan bjór með ein- faldri reglugerðarbreytingu og slá sig þannig til riddara meðal bjórunnenda. Sérfræðingar munu aftur á móti ekki vera á eitt sáttir hvort til þurfi lagabreytingu eða einungis pennastrik fjár- málaráðherra. Athygli vakti í réttarhöldunum í Speg- ilsmálinu að lögfræðingur Úlfars Þormóðssonar lagði fram bunka af klámblöðum sem fást í bóka- verslunum sem gögn í málinu. Eitt af þessum blöðum var Dag- blaðið & Vísir, þ.e.a.s. tölublað þar sem birtar voru myndir af nektardansmey í Glæsibæ í ýms- um stellingum. Á einni myndinni var karlmaður að kyssa á beran bossann á henni. Svo er bara eftir að vita hvað ríkissaksóknari gerir í málinu. Þingeyringar eru ákaflega formfastir og reglu- fastir menn, segir í Vestfirska fréttablaðinu. Til marks um það er haft að oddviti þeirra heiti Guðmundur, 1. varaoddviti líka Guðmundur og 2. varaoddviti Guðmundur. Svo hafi á síðasta fundi kvenfélagsins í Dýrafirði 5 nýjar konur gengið í félagið. Þær heita allar María. Limrur eru orðnar eitt uppáhaldsform skálda vorra. Þessa limru hler- uðum við í gegnum skráargat: Pérfinnst kannski óþarfi aðflíka fréttum af Steingrími ríka. Svo að allt vœri í stíl, fékk hann öryrkjabíl því heimskan er handikapp líka. íslenskir málfræðingar eru heldur óhressir út af dómnum um nafn tímarits- ins Líf og heyrst hefur að þeir ætli að Iáta heyra frá sér formlega út af því. Þykir þeim í fyrsta lagi hart að dómsyfirvöld höfðu ekki samráð við sérfræðinga og um- fram allt að dómsvöld séu að gef- ast upp fyrir ofurþunga hins enska málheimsveldis. Tangóinn kominn aftur Argcntínskur rithöfundur, Enr- ique Santos Discépolo, komst svo að orði um tangómúsík, sem var hans yndi og eftirlæti: „Þetta er dapurlegur þanki sem hægt er að dansa“. Tangóinn, sem er einmitt ættaður úr Argentínu og bráðum hundrað ára gamall, virðist nú aft- ur á uppleið, hann leggur undir sig hvern samkvæmisstaðinn á fætur öðrum, það er talað um nýja tangó- bylgju í Evrópu. A þessum nýju vinsældum tang- ós eru ýmsar skýringar. Má vera að menn séu orðnir leiðir á því firrta hoppi, lendahristingum og hand- slætti er einkennt hefur þá dans- siði, að hver dansar fyrir sig og rétt hefur auga á dansfélaga sínum. Tangó gerir ráð fyrir miklu sterk- ara sambandi, þetta er dans tilfinn- inganna, segja menn. Og kynþokk- inn blómstrar með ölvandi út- geislan í þessum heita dansi, sem á sínum tíma þótti víða hið mesta hneyksli. Páfinn var meira að segja að hugsa um að banna þessi ósköp...

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.