Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 13
Helgin HL - 20. nóvember 1983 ÞjÓÐVlLjlNN - SÍÖÁ 13 Stofnsamningur Skeljungs/Shell á íslandi Ár 1955, föstudaginn þann 9. desember kl. 5 síðdegis, voru eftirtaldir menn saman komnir ífundarsal í húsbyggingu H/F „Hamars" T ryggvagötu 2 Reykjavík, í því skyni að stofna hlutafélag til verzlunar með benzín og hverskonarolíurog annan skyldan varningo.fi.: Hallgrímur Fr. Hallgrímsson, forstjori, Lágaf elli, Mosfellssveit Geir Hallgrímsson, hdl., Dyngjuv. 6, Reykjavík Björgúlfur Ólafsson, læknir, Arnesi, Seltjarnarnesi Kjartan Thors, frkvstj. Smárag. 13, Reykjavík Hallgrímur A. Tulinius, frkstj., Blönduhlið 27, Rvík Ólafur Jónsson frkvstj. Tjarnargötu 3, Sandgerði F.h. Sveins Jónssonar frkvstj. Tjarnarg. 3, Sandgerði, Ól.Jónss. Sverrir Júliusson útgerðarm. Sogamyrarbl. 32, Rvík Birgir Kjaran hagfr. Asvallag. 4, Rvik F.h. Þorbjörns Jóhannessonar kaupm. Flókag. 59, Rvík, B.Kjaran Einar Sigurðsson forstjóri, Bárugötu 2, Rvík Magnús Andrésson forstj. Reynimel 35, Rvik Björn Ólafsson stórkaupm. Hringbraut 10, Rvík Guido Bernhöft stórkaupm. Garðastræti 44, Rvík F.h. Ólafs Hauks Ólafssonar stórk.m. Reynimel 35, Guido Bernhöft Ragnar Jónsson verslunarstj., Vik Björn Hallgrímsson framkv.stj. Fjólug. 19 A, Rvík F.h. Magnúsar Gamalíelssonar útgm. Ólafsfirðl, Davið Ólafsson Böðvar Kvaran fulltrúi, Soleyjarg. 9, Rvík F.h. Haraldar Böðvarssonar útgerðarm. Akranesi, Böðvar Kvaran F.h. Sturlaugs H. Böðvarssonar útgerðarm. Akranesi, Böðvar Kvaran F.h. Karls Karlssonar kaupm., Norðf irði, Böðvar Kvaran Gunnar E. Kvaran stórkaupm. Smárag. 6, Rvik Jónas Jónsson frkvstj. Grenimel 13, Rvík Einar Guðflnnsson útgerðarm., Bolungarvík Axel Kristjánsson frkv.stj. Ásveg 5, Hafnarfirðl Ólafur Þórðarson frkv.stj. Ægissfðu 54, Rvík Hermann Vilhjálmsson frkvstj. Austurveg 11, Seyðisf irði F.h. Haralds Faaberg skipamiðlara, Laufásv. 66, Rvfk, Ó.A. Gfslason ÓskarA. Gíslason skipamiðlari, Skaftahlíð 13, Rvik F.h. Ásgrims Hartmannssonar bæjarstjóra, Ólafsf irði, GunnarHalidórsson Rögnvaldur Jónsson forstjóri, ísafirði Lárus Á. Ársælsson útgerðarm., Vestmannaeyjum Ingimar Brynjólfsson stórkaupm., Baugsv., Reykjavík Tómas M. Guðjónsson úgerðarm., Vestmannaeyjum F.h. Ágústs Matthíassonar forstj., Vestm.eyjum, T.M. Guðjónsson F.h. Þorsteins Sigurðssonar útgerðarm. Ve. T.M. Guðjónsson F.h. Gísla Þorsteinssonar útgerðarm. Ve. T.M. Guðjónsson Halldór H. Jónsson arkitekt Ægissfðu 88, Rvik Ágúst Hafberg frkvstj. Blönduhlíð 2, Rvík Ingótfur Fr. Hallgrímsson frkvstj. Eskifirðl Árni Snævarr verkfr. Laufás vegi 46, Rvík Thor Ó. Thors viðsklptafr. Hólavaltag. 13, Rvik Frlðþjófur Jóhannesson frkvstj., Vatnseyrl Thor R. Thors frkvstj., Mikiubraut 18, Rvik Richard Thors forstjórl, Sóleyjargötu 25, Rvík Jósafat J. Lfndal skrifstj. Kópavogsbraut 30, Kópavogi Ólafur Björnsson fulltrúi Laufásvegí 58, Rvik F.h. Sigurðar Steindórssonar ftr. Sólv.g. 66, Ól. Björnsson F.h. Einars Stelndórssonarfrkvstj., Hnífsdal, Haligr. Fr. Hallgrfmsson F.h. Matthiasar Guðmundssonar frkvstj. Þlngeyrl, Hallgr. Fr. Hallgríms- son Stofnsamningur Olíufélagsins /Esso á íslandi Undirritaöir, sem ákveöiö hafa, samkvæmt ákvæðum laga nr. 77, frá 27. júní, 1921 að stofna hlutafélag í eftirgreindum tilgangi, gera meö sér svofelldan Stofnsamning 1. Félagið heitir Olíufélagið h/f. Heimlli þess og varnarþing er í Reykja- itík. 2. Tilgangur félagsins er að flytja inn og verzla með brennsluolíur, smurningsolíur og aðrar þvilíkar vörur. 3. Hlutafé er ákveðið 975.000 kr. - níu hundruð sjötíu og fimm þúsund krónur -. Hver hlutur er að upphæð 5.000 kr. - fimm þúsund krónur. Leggja stofnendur og aðrir væntanlegir hluthafar mættir á stofn- fundi hlutaféð fram á eftirfarandi hátt: Samband Isl. Samvinnufélaga, Reykjavík Kaupfélag Eyfirðinga, Akureyri Kaupfélag Isfirðinga, Isafirði Olíusamlag Keflavikur og nágr., Keflavík Samvinnufélag útgerðarmanna, Norðfirði Olíusamlag Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum Ástþór Matthíasson, Vestmannaeyjum Elías Þorsteinsson, Keflavik Karvel Ögmundsson Kjartan Guðmundsson, Vestmannaeyjum Skúli Thorarensen, Reykjavík Halldór Jónsson, Reykjavík Jakob Frímannsson, Akureyri Egill Thorarensen, Selfossi Vilhjálmur Þór, Reykjavík Kr. 240.000,00 - 195.000,00 - 50.000,00 - 90.000,00 - 45.000,00 - 90.000,00 5.000,00 - 5.000,00 - 1 5.000,00 5.000,00 - 100.000,00 5.000,00 5.000,00 5.000,00 5.000,00 Samtals Kr. 850.000,00 Hlutafjársöfnun er enn ekki lokið: Heimilt skal stjórn félagsins að auka hlutaféð um allt að kr. 1.000.000,00 - elnni miljón króna - sem skiptist (fimm þúsund króna hluti, enda hafi hluthafar forgangsrétt tll að skrifa síg fyrir nýjum hlutum í hlutfalll við hlutafjáreign þeirra. Til aukningar hlutafjár þarf annars samþykki félagsfundar. " ' 4. Kostnaður við stofnun félagsins greiðist af því sjálfu. 5. Engin sérréttindl fyigja neinum hlutum i félaginu, en fyrir nýjum hlutum hafa hluthafar rétt til að skrifa sig i hlutfalli við hlutafjáreign sína. lagsins. Þetta samstarf náðist, en af þeim aðilum sem þar áttu hlut að máli má meðal annars nefna olíu- samlög, sem útgerðarmenn í Kefla- vík og Vestmannaeyjum höfðu stofnað. Þetta samstarf hefur hald- ist síðan, og hefur það gefið góða raun til eflingar félaginu. Sam- bandið, samstarfsfyrirtæki þess og kaupfélögin eru aðalhluthafar í fé- laginu og hafa frá byrjun átt meiri- hluta í því, en olíusamlög og út- gerðarfélög eiga þó umtalsverða hluti. Þar á meðal er Olíusamlag Keflavíkur, sem á myndarlegan hlut eða um 9% hlutafjár, en í hópi annarra eigenda eru t.d. Bæjarút- gerð Reykjavíkur, Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, Hvalur hf. o.fl.“ Vilhjálmur Þór var í tvöföldu hlutverki á stofnfundi Esso á ís- landi. Stærsta hlutinn átti SÍS en nokkrir einstaklingar voru einnig á meðal stofnenda. Einn þeirra var Vilhjálmur Þór. KEA á Akureyri átti næst stærsta hlutinn. Kaupfé- lagsstjóri þess, Jakob Frímannsson er einnig skrifaður persónulega fyrir hlut í fyrirtækinu. Aðrir ein- staklingar voru útgerðarmennirn- ir: Astþór Matthíasson og Kjartan Guðmundsson úr Vestmannaeyj- um, Karvel ögmundsson úr Njarð- víkum og Egill Thorarensen Sel- fossi auk Halldórs Jónssonar skrif- aðir fyrir hlutum. Auk SÍS og KEA áttu hluti: Kaupfélag ísfirðinga, Olíu samlag Keflavíkur og nágrennis, Samvinnufélag útgerðarmanna Norðfirði og Olíusamlag Vestmannaeyjum. Og eru þá stofnendur Esso á íslandi upp tald- ir. Karvel Ögmundsson útgerðar- maður er enn í stjórn Olíufélags- ins. Þar er einnig Kristján Loftsson (Hval), Haraldur Gíslason útgerð- armaður í Vestmannaeyjum og Ólafur Björnsson útgerðarmaður í Keflavík. Auk þessara eru arftakar Sam- bandsmanna nú í stjórn: Valur Arnþórsson KEA og stjórnarfor- maður SÍS, Oddur Sigurbergsson Selfossi, Ólafur Sverrisson Borgar- nesi og Hjörtur Hjartar Reykja- vík. Sömu aðilar reka Olíustöðina í Hafnarfirði og Olíustöðina í Hval- firði. Þar eru þeir Oddur, Valur, Hjörtur og Karvel í stjórnum auk Gríms E. Thorarensen í Kópavogi. Olíufélagið Esso keypti olíustöð bandaríska flotans í Hvalfirði 1947 og hefur meginviðskipti sín við am- ríska herinn á Miðnesheiði, en það er önnur sorgarsaga. Áður en kemur að pennastrikinu Það þarf í sjálfu sér ekki að vera óeðlilegt að útgerðarfyrirtæki og fiskvinnslufyrirtæki eigi olíufélög, - en ef það er svo eins og sterkar líkur benda til, þá hljóta ýmsar spurningar að vakna. Hvers vegna er olíuverð til fiskiskipa mun hærra hér á landi en annars staðar? Og hvers vegna beina ekki útgerðar- menn spjótum sínum í átt til olíu- félaganna? í ljósi þess að 85% fiskiskipaflot- ans er í eigu fiskvinnslufyrirtækja. í ljósi þess að fiskvinnslufyrirtækin sem bera sig betur en útgerðin, eiga einnig útflutningsfyrirtækin á sjávarafurðum, sem einnig bera sig vel - og í ljósi þess að þau sölufyrir- tæki eiga fullvinnslufyrirtæki og dreifingarfyrirtæki erlendis sem bera sigeinnig vel, þáfermaður að spyrja um millifærslur á fjármagni? Þegar svo bætist við að veigamikill þáttur í kostnaði fiskiskipa, olían frá olíufélögunum virðist vera jafn samtengdur forystu umboðanna og áðurnefndar upplýsingar gefa til kynna, þá spyr maður hvort „vandi útgerðarinnar" sé máske ekki bara „blöff“ eins og pennastrikið hjá fjármálaráðherranum? Og framkvæmdastjóri LÍÚ ætti ef til vill heldur að beina hneykslun sinni á dýrri olíu til félaga sinna í samtökunum. Og áður en útgerð- armenn fá næst ausið úr ríkissjóði, mætti eftirlitsvaldið á alþingi gjarnan athuga hvort milliliðagróði olíufélaganna auk skylds reksturs gæti ekki komið í stað pennastriks. -óg Fótmál Fótmál heitir nýútkomin bók Birgis Svan Símonarsonar. Þetta er fímmta ljóðabók Birgis, og hefur að geyma 37 ljóð með mynd- skreytingum eftir Sigrid Valtingo- jer I ljóðunum bregður höfundur gjarnan fyrir sig áhrifaríku mynd- máli úr hversdagslegu umhverfi ís- lensks sjávarpláss og gefur því nýja og óvænta merkingu. Yrkisefnin eru sótt í náttúru landsins, mannlíf og lífsbaráttu í íslensku sjávar- plássi, líf dýranna og fleira, og víða eru ljóðin borin uppi af heitri til- finningu. Gott dæmi er kvæðið Á Þingvöllum: hljóðbœrt vatnið í bláhring sofandi fjalla nóttin ber rauða skikkju strýkur boga yfir bassastreng fossins úr drekkingarhyl rísa konur með glóð í augum af kaldadal kemur vindurinn og blœs í kaunin einsog böðull Myndir Sigrid Valtingojer eru vel gerðar og falla vel að efninu. Bókin er gefin út á kostnað höf- undar og fæst í Bókaverslun Máls og menningar, hjá Eymundsson og í Bóksölu stúdenta. ólg. Engin bylting í myndgerðinni Þorbjörg Höskuldsdóttir sem opnar sýningu „Það er engin bylting í myndgerð- inni hjá mér“, sagði Þorbjörg Höskuldsdóttir myndlistarmaður, sem í dag, laugardag, opnar sýn- ingu á verkum sínum í Listmuna- húsinu, Lækjargötu 2. Þorbjörg sýnir í kringum 30 titla, málverk og teikningar. Myndirnar eru nokkuð smærri í sniðum en oft- ast hafa sést á sýningum hennar og sagði hún það tilviljun. Allar eiu myndirnar unnar á þessu ári, þetta eru náttúrustemmningar að hennar sögn. Þorbjörg er fædd í Reykjavík 1939. Hún stundaði nám í Mynd- listarskóla Reykjavíkur og síðar við Konunglegu Akademíuna í Kaupmannahöfn. Hún hefur hald- ið þrjár einkasýningar: í Gallerí SÚM 1972 og á Kjarvalsstöðum 1977 og 1981. Hún er aðili að „Vetrarmynd“ og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Sýningin í Listmunahúsinu, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18, laugardaga til sunnu- dags frá 14 til 18 en á mánudögum er lokað. Sýningin stendur fram til 4. desember. -ÁI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.