Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983
Fegurðin er meðmœlabréf,
sem veitir lánstraust, en
samt aðeins skamma hríð.
Ninon de Lenclos.
„Kviknar
tregi,
kólnar geð“
Herdís Andrésdóttir (1858-
1939) var liðtæk skáldkona á
sinni tíð og það var raunar tví-
burasystir hennar, Ólína, líka.
Hér prentum við nokkrar stökur
eftir Herdísi og brot úr ljóðum.
Ævintýri heitir þetta málverk Jóhanns.
Ein á báti
Ég heffengið af því nóg
oft með sára lófa,
út á lífsins ólgusjó
ein á báti að róa.
Sjaldan hefur lognblíð lá
létt á þreyttum mundum,
það hefir gefið oftast á
og ýfir gengið stundum.
Pegar ég eygði engin lönd
og ekkert fann mér skýli,
þá hefir drottins hjálparhönd
haldið bát á kili.
Þú, sem elskar alla menn
og allra greiðir veginn,
lofaðu mér að lenda senn
við landið hinum megin.
Meðalhófið
Kviknar tregi, kólnar geð,
krókótt beygist gata.
Mér var eigi mennt sú léð
meðalveginn rata.
Neyta handa og huga skalt,
heims að standast tálið.
Pegar hann andar á þig kalt,
aftur vandast málið.
Margra váru mörkuð skeið
manna, er báru snilli.
Skall á fár, því skekktist leið
skers og báru milli.
Stökur
Norðri gnauðar vinda verst,
vefur hauður böndum.
Blettur auður enginn sést,
allt er í dauðans höndum.
Lífið kól, því lágt og hátt
laut og skjólin fyllir.
- Par til sól úr suðurátt
sæ og hóla fyllir.
List Jóhanns Briems
á bók og sýningu
Út er komin bók um Jóhann Briem
listmálara á vegum Lögbergs og Lista-
safns ASÍ - hún geymir eftirprentanir
64 málverka og teikninga og textann
hefur Halldór Björn Runólfsson list-
fræðingur skrifað. Um leið er opnuð hjá
Listasafni ASÍ sýning á málverkum Jó-
hanns frá fimmtíu ára ferli.
Bók og sýning spanna allan feril Jóhanns
- frá námsárum til þeirra verka sem Björn
Th.Björnsson kallar „svo áræðin í litum og
skipun að stundum heldur við tómleika“,
þar sýnist stundum komist af með sem
allra minnst: „Fjólublátt naut sem varpar
risvöxnum skugga sínum á stóran okkurgul-
an flöt. Annað ekki. Og þó. Þetta er
mögnuð myndsýn sem grípur okkur fang-
in“...
Halldór Björn Runólfsson segist hafa
lagað texta sinn mjög að þeim myndum sem
bókin sýnir og því sé m.a. hægt að nota
hann sem viðbótarupplýsingar um þær.
Textinn er, segir höfundur mest byggður á
athugun myndanna, en ekki nema að litlu
leyti á viðtölum við Jóhann Briem. En lista-
maðurinn hefur verið mér mjög innan
handar, því hann er einn þeirra fáu lista-
manna sem hefur haldið mjög vel öllum
heimildum til haga, á skrá yfir allar myndir
sínar, veit hvert þær hafa farið. Þetta hefur
komið sér mjög vel.
Um list Jóhanns kemst Halldór m.a. svo
að orði: „Trú hans á menningarlegt gildi
listarinnar ljær verkum hans ásýnd einlægni
og alvöru, í anda sígildrar listar fremur en
listar okkar tíma. Hann hefur gætt sérstöðu
sinnar á sannfærandi hátt með því að
reynast trúr persónulegum einkennum.
Það hefur leitt hann æðrulausan gegnum
tímabil óvissu og erfiðleika, þaðan sem
hann hefur komið tvíefldur í listsköpun
sinni."
Sverrir Kristinsson hjá Lögerbergi sagði
að tveim fyrri bókunum í flokknum (um
Eirík Smith og Ragnar í Smára og lista-
verkagjöf hans) hafi verið tekið mjög vel í
fyrra af gagnrýnendum og ætlunin væri að
halda áfram með þennan bókaflokk og gefa
eina-tvær bækur á ári. Bókagerðarmenn
hefðu og unnið verk sfn með prýði og hefði
aldrei komið til greina að leita til útlanda
með vinnslu á þessum bókum.
Tryggvi Þór Aðalsteinsson í stjórn Lista-
safnsins sagði, að starfsemi þess greindist í
nokkra þætti. Það sýndi eigin myndir í sal
sínum - en meginhluti þeirra verka væru úti
í sýningu á vinnustöðum og stofnunum. Þá
væri efnt til margvíslegra sýninga í salnum.
Og einnig væri mikilsvert fyrir safnið að
eiga aðild að útgáfu myndlistarbóka - það
væri enn ein aðferðin til að koma myndlist á
framfæri við almenning.
Þorsteinn Jónsson safnstjóri minnti og á
það, að með undirbúningsvinnu að lista-
verkabókum eignaðist safnið mikinn fjölda
af litfilmum sem kæmu sér vel fyrir marga.
Það er reyndar enn einn þáttur í starfsemi
Listasafns ASÍ að gefa út litskyggnuraðir og
eru þrjár komnar út nú þegar...
Þess má og geta, að Jóhann Briem hefur
mjög komið við sögu myndskreytinga á
þjóðsögum, fornum dönsum, ævintýrum og
fleiri ritum - ennfremur hefur hann sjálfur
myndskreytt ferðabækur sínar þrjár frá
Grænlandi og Austurlöndum. _áh
Ferðamenn á Lækj-
artorgi. Húsið
lengst til vinstri er
Prestaskólahúsið
(nú Karnabær), þá
eru tvö sambyggð
hús sem Árni Thor-
steinsson landfógeti
bjó í en hýsa nú
Hressingarskáiann.
Tvflyfta steinhúsið
er hús Eyþórs Felix-
sonar kaupmanns
(afa Ásgeirs Ás-
geirssonar forseta).