Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 7

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Síða 7
Viðtal við Örlyg Kristfinnsson listmálara frá Siglufirði sem sýnir nú í Gallerí Langbrók F ólk og fuglar eru mitt yrkisefni Ungur Siglfirðingur, Örlygur Kristfinnsson að nafni, sýnir nú olíumálverk í Gallerí Langbrók í Bernhöftstorfu. Þaðerekki oft sem siglfirska myndlist berá góma í höfuðstaðnum og var því ekki úrvegi að svífa áörlyg og spyrja hann dálítið út úr. - Hefur þú lengi stundað mynd- list, Örlygur? - Ég hef verið viðloða myndlist frá því að ég fór í Myndlistarskól- ann fyrir 14 árum. Ég er borinn og barnfæddur Siglfirðingur en fluttist þangað aftur fyrir 7 árum til að setj- ast þar að. - Hvernig þrífst myndlist á Siglufirði? - Það eru alltaf einhverjir áhuga- málarar eða leikmenn á öllum stöðum og svo er um Siglufjörð. Það hafa verið nokkuð margar sýn- ingar þar undanfarin ár, svona 2-3 á ári. Á svokölluðum menningar- dögum í maí hafa búsettir og burt- fluttir Siglfirðingar verið fengnir til að sýna. - Starfar þú eingöngu að mynd- list? - Ég kenni hálfa kennslu og hef reynt að vinna að myndlistinni með henni. - Hefurðu haldið sýningu áður? - Ég hef haldið þrjár sýningar á Siglufirði. Sl. vor sýndi ég ásamt kunningja mínum sem var með ljósmyndir. Þar á undan var ég með sýningu þar sem eingöngu voru gömul hús. Hún var eiginlega sögulegs eðlis. Ég skoðaði gömlu húsin á Siglufirði vel og teiknaði þau síðan og vatnslitaði. Þetta var sumpart til að vekja athygli á þess- um ágætu húsum sem sum eru mjög niðurnídd og alveg að hverfa. - Ertu þá fyrst og fremst í real- isma eða naturalisma? - Nei, á þessari sýningu er ég með miklu frjálsari myndgerð. Ég mála núna beint á léreftið án nokk- Örlygur: Þetta eru sálrænir fuglar. Ljósm.: -eik. urrar umhugsunar og læt það koma sem vill koma. Myndirnar bera keim af því og eru sumar dálítið furðulegar. Það er mjög spennandi myndgerð að sjá hvað kemur út úr penslinum með þessum hætti. Að sumu leyti eru þetta þó naturalisk verk. Fólk og fuglar eru mitt yrkis- efni að mestu leyti. - Eru þetta fuglar og fólk á þín- um heimaslóðum? - Nei, fuglarnir koma innan frá, eins konar sálrænir fuglar sem ekki eru til. Á fyrstu sýningunni minni fyrir 6 árum á Siglufirði voru fugl- ar. Þeir eru mér eitthvað hug- leiknir. - Er þetta fyrsta sýningin þín utan Siglufjarðar? - Nei, ég hef tekið þátt í þremur samsýningum á Akureyri og Húsa- vík. Þar sýndu norðlenskir málarar og svo tók ég þátt í einni sýningu meðal gamalla nemenda MA á Ak- ureyri. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem ég kem með myndir suður yfir heiðar. - Er ekki salurinn í Gallerí Langbrók alltof lítill fyrir olíumál- verk? - Ég er með fremur smáar olíu- myndir svo að salurinn hentar mér ágætlega. Sýningin stendur til 27. nóvem- ber og er opin alla virka daga kl. 12 - 18 og laugardaga og sunnudaga Fjórhjóladrifin Subaru sendibifreið árgerð 1983 á frábæru lækkuðu verði: aðeins kr. 199.000.00. Raunverð kr. 225.587.00. Subaru high roof 700 van er lipur og sparneytin sendibifreið, en þó enginn aukvisi þegar til átaka kemur. Fjórhjóla drifið og lággír sjá til þess að Su- baru 700 er nán- ast óstöðvandi í slæmri færð. Akið ekki út í óvissuna - akið á fjórhjóladrifnum Subaru. INGVAR HELGASON s 3356o SÝNINGARSALURINN/RAUÐAGERÐI BÚÐIN Laugavegi 41 — Sími29488 Skiptiborð og baðkar ( senn. Tvær geröir um að velja. Frístand- andi á gólfi eða baðkari. I Hirsla með ótal möguleikum. I I I I I I I Burðarpoki: Þessi poki er ekki einungis hentugur, heldur eykur hann hin nánu tengsl milli móður og barns. Hönnunin verður að vera þannig að barnið fái réttan stuðning. Barnalæknar hafa mælt með gerð okkar sem hægt er að nota næstum strax eftir fæðing- una vegna þess hve vel hann styður við bakið. Sá sem ber barnið er með báðar hendur laus- ar. Sterkt bómullarefni ser.i auðvelt er að þvo. Tvær gerðir. Ferðafélaginn: heima og heiman. Undirlegg úr bómull með 4 stór- um vösum fyrir bleiur og þess háttar. Plastklædd dýna í miðju sem auðvelt er að strjúka af, Lndirloygið má þvo. Barnastólar með linum bökum. hörðum og | r LÆKNAHUSIB Síðumúla 29 Sími: 85788 SKURBSTOFUR LÆKNASTOFUR RANNSÓKNASTOFUR Almennar skurðlækningar Barnaskurðlækningar Blóð- og þvagrannsóknir Bæklunarskurðlækningar Svæfingar/deyfingar Þvagfæraskurðlækningar Æðaskurðlækningar Höfum opnað lækningastofur okkar í „LÆKNAHÚS- INU“, Síðumúla 29 Reykjavík. Viðtalsbeiðnir í síma 85788 á milli kl. 13.00 og 18:00 daglega. Egill A Jacobsen Sérgrein: Skurðlækningar og þvagfæraskurðlækningar Guðmundur Bjarnason Sérgrein: Skurðlækningar og barnaskurðlækningar Guðmundur V. Einarsson Sérgrein: Þvagfæraskurðlækningar Halldor Jóhannsson Sérgrein: Skurðlækningar og æðaskurðlækningar Hannes Finnbogason Sérgreinar: Skurðlækningar Ingvar E. Kjartansson Sérgrein: Skurðlækningar og æðaskurðlækningar Jón Sigurðsson Sérgrein: Svæfingar og deyfingar Matthías Kjeld Sérgrein: Meinefnafræði Páll Gíslason Sérgrein: Skurðlækningar Sighvatur Snæbjörnsson Sérgrein: Svæfingar og deyfingar Sigurjón Sigurðsson Sérgrein: Bæklunarlækningar Valdemar Hansen Sérgrein: Svæfingar og deyfingar Þórarinn Ólafsson Sérgrein: Svæfingar og deyfingar

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.