Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 20
20 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Helgin 19. - 20. nóvember 1983 bæjarrött Kartöfluharmsaga mín Síöastliðið vor hugðumst við hjón gerast búdrýgindamenn miklir og leigðum okkur kart- öfluskika í landi Korpúlfs- staða, keyptum útsæði í Grænmetisverslun ríkisins og settum niður með pomp og pragt. Við vorum meira að segja búin að gera ráðstafanir til að fá kalda geymslu til að geymajarðávöxt- inn í vetur. Og svo vorum við alltaf öferu hverju að ræða um það hvað það yrði nú gaman seinni hluta sumars þegar hægt væri að skreppa upp eftir og fá sér flunkunýjar kartöflur í soðið. Fyrsta áfallið kom í júlí. Eina eða tvær nætur fraus og þegar við litum upp eftir næst voru kart- öflugrösin svört í toppinn. Við töldum okkur trú um að þetta væri nú svo sem ekki svo alvar- legt. Ef sumarið og haustið yrðu sæmilega góð næði sprettan sér upp. Einhvern tíma seinni hlut- ann í ágúst fórum við svo gagn- gert uppeftir til að fá okkur fyrstu kartöflurnar í soðið, gerðum að vísu ráð fyrir að þær yrðu fremur smáar en góðar samt. Við vorum í hátíðarskapi þrátt fyrir rigning- una. Við höfðum sett niður einar þrjár tegundir og tókum strax eftir að grösin voru misjafnlega sprottin eftir tegundum og ekki mjög gróskumikil. Við réðumst að fyrsta grasinu með skóflu. Það var ekkert undir. Undir næsta grasi var heldur ekkert. Við tókum næstu tegund fyrir og þar var heldur ekkert að sjá nema tæjur og mold og ekki heldur undir þriðju tegundinni. Við rót- uðum og rótuðum - eins og naut í flagi. Hálfgerður berserksgangur rann á okkur. Við fundum fáeina vísa að kartöflum á stærð við krækiber. Svo hentum við frá okkur verkfærunum, strunsuðum inn í bílinn og brenndum í bæinn. Næsta mánuð var ekki minnst á kartöflugarðinn á okkar heimili. Undir lok september fórum við að heyra út undan okkur af fólki sem hafði fengið einhverja upp- skeru á Korpúlfsstöðum. Það ku hafa sprottið eitthvað síðustu vik- ur rigningarsumarsins mikla. Heldur hýrnaði yfir okkur við þessi tíðindi og við vorum farin að taka kartöflugarðinn í sátt - svona innra með okkur. Við ákváðum að láta til skarar skríða eina helgina, fara upp eftir og vita hvort við fengjum ekki í nokkrar máltíðir. Meiri vonir gerðum við okkur ekki. Þá dundi enn ein ógæfan yfir. Ég var að aka heim til mín föstudaginn fyrir þessa helgi og þá var bíllinn minn gerður upptækur af lögreglunni og klippt af honum númerið. Hann var óskoðaður og sagður í lífshættulegu ástandi. Næsta hálfa mánuð gisti bíllinn á verk- stæði einu í austurborginni. Og hvernig er hægt að fara upp að Korpúlfsstöðum og taka upp kartöflur bfllaus? Þegar við loks- ins fengum bflinn í hendur var orðið hryssingslegt haustveður og farið að frjósa stundum á nótt- inni. Kartöflurnar eru sem sagt enn óuppteknar. En nú hefur vaknað ný von. Síðustu daga hefur verið júlíveð- urí Reykjavík: rigningarsuddi og 8 stiga hiti. Ég hef verið að gæla við þá hugmynd innra með mér að kannski hafi kartöflurnar haldið áfram að vaxa í allt haust og taki nú ærlegan kipp í blíðunni og séu orðnar risavaxnar. Ég er að hugsa um að fara upp- eftir svo lítið beri á og taka upp. Ég fæ kannski í jólasoðninguna. -Guðjón Veistu... að Ólafsvík er elsti löggilti versl- unarstaðurinn hér á landi og hlaut þau réttindi árið 1687? að til forna lágu 300 eyjar undir höfuðbólið Reykhóla í Reykhólasveit? að Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur og útvarps- maður er hálfbróðir lista- mannsins Errós? að árið 1960 var sett myndastytta af hafmeyju út í Tjörnina í Reykjavíic? Hún var sprengd í loft upp á gamlárskvöld sama ár og hefur aldrei upplýst hverjir stóðu að verki. að í Vatnagörðum, þar sem nú er Sundahöfn í Reykjavík, var flugskýli fyrr á öldinni og á Sundunum lentu þá flugvélar sem höfðu aðstöðu í þessu flugskýli? að bandaríski herinn kom hing- að til lands í maí 1951 án sam- þykkis Alþingis? Nokkrum mánuðum seinna var það svo látið samþykkja orðinn hlut. að Laugavegur í Reykjavík heitir svo af því að hann lá inn í Þvottalaugar í Laugadal? að þar sem Hafnarstræti í Reykjavík er nú var áður fjörukambur og þess vegna er það bogadregið? að Þingholt í Reykjavík heitir svo af því að þar var um miðja 18. öld reist þinghús sem skyldi vera þingstaður Sel- tj arnarneshrepps? að Vonarstræti í Reykjavík heitir svo af því að götustæðið var upphaflega mjög erfitt yfirferðar vegna bleytu og þótti tvísýnt að gatan yrði nokkurn tíma að veruleika? að Vitastígur heitir svo af því að ' áður fyrr var viti við götuna á • móts við Bjarnaborg? sunnudagskrossgátan Nr. 398 / z 3 1T Z— 9 1? <P <7 2 /p // <?P /2 /3 >5 e w n, T~ n /9- 3 (p e 13 )3 V 8 2 1 8 8 13 14' /5 <P & Z V V Zo V / 22 /3 13 v >9 /5 8 2/ 21 l</ 23 n <P £ 1/ 2 29 21 2/ 8 w 19 8 V T~ 2'S 3rí V /3 3 25 8 2 19 6? }b II <P 25 /V 2 /5 V 22 2& i9 V 8 9 8 2 /1 Qp 25 1/ 9- 8 b 8 V 19 /3 $ 22 iS V 29 /7 21 8 2~ 21 3 /3 s? 13 d 19 13 /3 // V & 19 r? Zl 8 15 v- 4 i V 29 19 8 2/ 2! Z/ /9 3 o 19 <?? /0 19 /S 8 2 V 2/ 3 13 8 2 y 2 2 $ 2 V 9- T~ ii 2 3 /9 JS A Á B D DEÉ FGHIÍJKLMNOÓPRSTUÚVXYÝÞÆÖ :______________ '______~ __________' Setjið rétta stafi í reitina hér fyrir neðan. Þeir mynda þá bæjarnafn. Sendið þetta nafn sem lausn á krossgátunni til Þjóðviljans, Síðu- múla 6, Reykjavík, merkt: „Krossgáta nr. 398“. Skilafrestur er þrjár vikur. Verðlaunin verða send til vinningshafa. 5 2 29 23 !(? 8 2J / 22 Z Stafirnir mynda íslensk orð eða mjög kunnugleg erlend heiti hvort' sem lesið er lá- eða lóðrétt. Hver stafur hefur sitt númer og galdurinn við lausn gátunnar er sá að finna staflykilinn. Eitt orð er gefið og á það að vera næg hjálp. því með því eru gefnir stafir í allmörgum orðum. Það eru því eðlilegustu vinnubrögðin að setja þessa stafi hvern í sinn reit eftir því sem tölurnar ségja til um. Einnig er rétt að taka fram, að^t þessari krossgátu er gerður skýr greinarmunur á grönnum §ér- hljóða og breiðum. t.d. getur a aldrei komið í stað áog öfugt. Verðlaunin Verðlaunin að þessu sinni er matreiðslubókin Matur er mannsins megin eftir Jóhönnu Sveinsdóttur. Verðiaun fyrir krossgátu nr. 394 hlaut Ragnar Hansen Háa- leitisbraut 57, 105 Rvík. Þau eru Stöðvun kjarnorkuvígbún- aðar eftir Kennedy og Hatfleld. Lausnarorðið var Njarðvík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.