Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 19.11.1983, Blaðsíða 12
12 SIÐA - ÞJOBVILJÖVN Helgin. 19„ - 20. móvcmber I983 Óskar Eftir því sem gerst er vitað eyðir íslenski fiskiskipaflot- inn 195 miljónum lítra á ári. Svartolíunotkun nemur um helmingi þessa lítrafjöldaen hlutfallið hjá rúmlega 100 skuttogurum er mun hærra, eða um 70% sem gengur fyrir svartolíu. í dag kostar líter- inn af svartolíu 7.22 krónur en 8.80 krónur af gasolíu. Þetta verð er mun hærra en þekkist í nálægum löndum eins og Jóhann J.E. Kúld hef- ur margsinnis bent á í pistlum sínum hér í blaðinu. Gróflega áætlað má því reikna með að á ári greiði f iskiskip sem nemur einum og hálfum miljarði (1562 milj- ónir króna) fyrir olíu á ári. Útgerð — fiskvinnslufyrirtæki oiíuféiög — fiutningsfyrirtæki sölufyrirtæki (SÍS-SHJ í okkar hagkerfi gengur það iðulega þannig til að stærri fyrirtæki gleypa þau hin minni. Stöðugt tap á útgerðinni hefur leitt til þess að fjársterkari fyrirtæki eins og fiskvinnslufyrirtæki og olíufélög kaupa upp og fá aukin ítök í útgerðinni. Flutn- ingafyrirtækin og sölufyrirtækin reyna að styrkja stöðu sína með beinum tengslum við smærri fyrirtæki. Á íslandi stendur yfir barátta á milli SH (aðallega Sjálfstæðis- flokkurinn) og SÍS (aðallega Framsókn- arflokkurinn) um yfirráð yfir undirstöðu- og atvinnugreininni að sögn margra. Út- gerð og fiskvinnslu úti á landsbyggðinni er í vaxandi mæli fjarstýrt frá Reykjavík... Það er í rauninni undarlegt hversu lítið er fjallað um olíumálin þegar vandi útgerðarinnar er reifaður á opinberum vettvangi. Um þessar mundir eða frá 1. júní er olía ekki greidd niður eins og tíðk- aðist með ýmsum hætti fram að því. í fréttaskýringu í Þjóðviljanum í lok sl. mánaðar segir Jóhann K. Sigurðsson í Neskaupstað að út- gerðin gangi ekki vel'. „Ástæðan er fyrst og fremst hin gríðarlega hækkun oiíu á síðustu árum... Olíukostnaðurinn væri nú orðinn 25% til 30% af rekstrarkostnaði skipa í stað 5% til 6% áður en hinar hrikalegu hækkanir skullu yfir“. En af hverju líta menn ekki til oiíufélaganna og grannskoða álagningu og möguleika til lækkun- ar á olíu? Eins og fram hefur komið í Þjóðviljanum að undanförnu þá virðist rekstur þeirra vera blóm- iegur um þessar munir og vitna nýj- ar bensínhallir gerst þar um. Kristján Ragnarsson fram- kvæmdastjóri LIU sagði á aðal- fundi á Akureyri um sl. helgi: „Það er óþolandi að útgerðin standi undir olíudreifingu um allt land, eins og nú á sér stað. Þótt við öfundumst ekki yfir góðu gengi annarra, er næsta furðulegt, með- an ríkisvaldið er að fást við verðá- kvarðanir á olíu, að sjá okkar aðal- viðskiptavini, olíufélögin, búa við blómí haga. Þarvirðist takmarkaðs aöhalds gætt og lítils hagræðis beitt, eins og að koma olíu til skipa í leiðslu, í stað þess að aka henni nær allri á bifreiðum, svo ekki sé minnst á kaup eins olíufélags á út- gerðarfyrirtækjum. “ Millifærsla á fjármagni Blóðugast er í vanda útgerðar- innar, að allir gera sér grein fyrir að hagsæld þjóðarbúsins er byggð á þeim auði sem sjávarútvegur skapar fyrir land og lýð. Samt hefur það sjaldnast eða aldrei gerst í manna minnum að þessi atvinnu- vegur hafi „borgað sig“ á bókhalds- vísu. Aðrar atvinnugreinar eru þá látnar njóta góðs af þjóðar- auðnum. Oft virðist samt erfitt að sýna fram á þessa millifærslu á fjár- magni milli greina atvinnulífsins. Engu að síður hefur því verið hald- Ú tger ðarauðv ald eða olíufurstar Farið með Ijóstýru á takmarkaðar heimildir ið fram að 85% fiskiskipaflotans séu í eigu fiskvinnslufyrirtækja. Ennfremur er staðreynd að fisk- vinnslufyrirtækin eiga amk. að nafninu til Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna og SÍS sjálfur á fiskvinnslufyrirtæki og sérstakt sölufyrirtæki í Bandaríkjunum eins og SH. Þessi fyrirtæki hafa ævin- lega og auðvitað borið sig hvað sem umkvörtunum útgerðarinnar líður. Er hér ekki eitthvað bogið? Af- hverju borgar sig að flytja frystan fisk og vinna hann erlendis og selja hann þannig meðan tap er á fisk-, veiðum? Að vísu halda margir því fram, að sölufyrirtækin séu í raun fyrir- tæki sem tengist stórauðvaldinu ís- lenska með sjálfstæðari hætti held- „Þeirgeta keypt fyrirtæki úti í löndum afþví að þeir hafa getað flutt frá okkur fiskinn eins dýrt og séstá uppbyggingunni og umsvif- unum á sama tíma og við erumaðdrepast.“ (GísliJón Hermannsson Ögurvík um Hafskip í Morgunblaðinu 16. þessa mánaðar). ur en í gegnum nafngreinda ein- staklinga hér á eftir. Útgerðarmað- ur nokkur sagði við fréttaskýranda að margir þessara manna sem væru bæði í útgerð og hluthafar í olíufé- lögunum hefðu stundum ekkert meir af því að segja heldur en að vera boðið í kokteil einu sinni á ári. Og tengsl þeirra við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna væru oft svipaðs eðlis. Þeim væri talin trú um að þeir ættu SH, en í rauninni réðu þeir engu um það fyrirtæki. Ekki þarf að spyrja um hvernig háttar í sam- ráðsefnum hjá SÍS-fyrirtækjunum. Sama heimild sagði að sam- tökum útgerðarmanna, olíufélög- unum og sölusamtökunum væri stjórnað pólitískt af Framsóknar- og Sj álfstæðismönnum - og forræði þessara flokka væri viðhaldið með blekkingum um eignaraðild og hagsmuni. Þaðan kæmu hinar pól- itísku réttlínur. Hvernig sem það nú annars er, skulum við líta á nokkur fyrirtæki og nöfn sem koma við sögu. Flutninga- fyriftækin í stjórn Eimskips eiga sæti Ingv- ar Vilhjálmsson útgerðarmaður og fiskverkandi (ísbjörninn) og Indriði Pálsson forstjóri Shell með- al annarra ágætismanna. Stjórnar- formaður Eimskips er Halldór H. Jónsson sem einnig er hluthafi og stjórnarmaður í Shell. f stjórn Hafskips á sæti meðal annarra góðra manna Jónatan Ein- arsson. Jónatan Einarsson er einn- ig í stjórn Shell (Skeljungs) og er sonur Einars Guðfinnssonar í Bol- ungarvík og er forstjóri í útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki þeirra feðga. Skipadeild SÍS rekur ein átta skip og er í samkrulli við Olíufé- lagið (ESSO) um rekstur tveggja þeirra. Hjörtur Hjartar sem löngum var forstjóri skipadeildar Sambandsins er nú stjórnarfor- maður Olíufélagsins Esso. Skeljungur með útgerðarmönnum Þegar Geir Hallgrímsson og frændgarður mætti í fundarsal Hamars hf. við Tryggvagötu föstu- „Það eralvegyfirgengilegt hvernig þessi óskabörn þjóðarinnar hafa fengið að fara með okkur. Það er ískyggilegtað á sama tíma og allur sjávarútvegur erað drepastskuliskipafélögin blómstra við að flytja frá okkur og fyrir gjaldeyri sem viðöflum.“ (Gísli Jón Hermannsson Ögurvík í Morgunblaðinu um flutninga- skipafélögin). Guömundsson skrifar daginn 8. desember kl. 17.00 árið 1955 í því skyni að stofna hlutafélag um olíuverslun hvers konar voru margir helstu útgerðarmenn lands- ins einnig mættir til leiks, eða þá menn í umboði þeirra. Meða þeirra voru Sverrirjúl- íusson, Einar „ríki“ Sigurðsson, Magnús Gamalíelsson í Olafsfirði, Sveinn og Ólafur Jónssynir „Mið- nes“ Sandgerði, Haraldur og Stur- laugur Böðvarssynir Akranesi, Einar Guðfinnsson Bolungarvík, Lárus Ársælsson Vestmannaeyj- um, Tómas Guðjónsson, Ágúst Matthíasson, Þorsteinn Sigurðs- son, Gísli Þorsteinsson allir úr Vestmannaeyjum, Friðþjófur Jó- hannesson Patreksfirði, Einar Steindórsson Hnífsdal og Matthías Guðmundsson Þingeyri. Þegar þessir menn og umboðs- menn þeirra komu saman árið 1955 til að stofna Shell á íslandi var gerð tilraun til að stór hluti útgerðar og fiksvinnslu bindist órjúfandi hagsmunaböndum við verslunar- auðvald Thorsara og Geirs Hall- grímssonar. Tókst það? En hvað hefur þetta að segja í dag? Margir áðurnefndra manna eru horfnir yfir móðuna miklu - en sonur tekur við af föður. Fjár- magnið sem áðurnefndir hluthafar voru í forsvari fyrir, hefur gengið í erfðir. í stjórn Shell í dag eru þann- ig Jónatan Einarsson (Guðfinns- sonar) í Bolungarvík. Þar er einnig Haraldur Sturlaugsson (Böðvars- sonar) Akranesi. Og þar situr líka í stjórn Sigurður Einarsson (ríka Sigurðssonar) Vestmannaeyjum. Allir eigendur útgerðar og fisk- vinnslufyrirtækja. ísbjörninn í BP Olíuverslun íslands BP er einnig hlutafélag þar sem útgerð kemur við sögu. Þar hefur stórveldið í út- gerð Reykvíkinga, ísbjarnarkapi- talið keypt sig inní firmað. í stjórn BP, Olíuverslunarinnar eru þeir feðgar Ingvar Vilhjálmsson og Vil- hjálmur Ingvarsson. Ingvar situr einnig í stjórn Eimskips. Arfur Vilhjálms Þórs Samtenging útgerðarauðvalds- ins og olíuauðvaldsins er síður en svo bundin einstaklingum og fyrir- tækjum á nafni þeirra. BÖR og Bæjarútgerðin í Hafnarfirði eru ekki öðruvísi en önnur útgerðar og fiskvinnslufyrirtæki í þessum efn- um. Og svokölluð „samvinnufyrir- tæki“ eru sum hver samansúrruð í þessa hagsmuni: Hér verður að skilja í milli raun- verulegra samvinnufyrirtækja víða um landsbyggðina og þeirra fyrir- tækja sem ganga fyrir fjármagni að „sunnan“ og er fjarstýrt þaðan í veigamiklum atriðum. Þegar fjármagnstilfærslur verða með þeim hætti kemur hermangið oft beinna við sögu, þar sem dótturfyr- irtæki SÍS Reginn hf. útvegar fjár- magn og þá stundum með Essó til að kaupa upp útgerðar og fisk- vinnslufyrirtæki úti á landi. Þegar svo er komið er munurinn á venju- legum auðhring og SÍS-veldinu orðinn býsna óverulegur. Og það hljóta að vera einhver takmörk fyrir því hvað kalla má samvinnu- fyrirtæki. Þegar Vilhjálmur Þór stofnaði ■ Olíufélagið (Esso) með.kunningj- um sínum 1946 að sjálfsögðu í nafni „samvinnuhreyfingarinnar" voru hagsmunir útgerðarfyrirtækja með í spilinu. Eysteinn Sigurðsson segir að við stofnunina hafi verið ljóst að olíu- magnið sem Sambandskaupfélögin þyrftu á að halda hefði ekki verið nógu mikið til að stofna öflugt fé- lag. Síðan segir: „Varð því úr, að leitað var sam- starfs við ýmsa aðila innan útgerð- ar, ekki síst helstu togaraútgerð- arfélög þess tíma, um stofnun fé-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.