Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 1
Ritdómar um bækur Ólafs Hauks Símonar- sonarogFrans Kafka. Sjá8 desember fimmtudagur 275. tölublað 48. árgangur Hráefnið er á gamla verðinu - Samt hœkka kjötvörur ,Kemur í bakið á okkur6 segir starfsmaður Neytendasamtakanna - Verðlagsráð heimilaði 20% hækkun á unnum kjötvörum 18. nóvember á grundvelli þess að dilkakjöt hækkaði einum og hálfummánuði áður og kjöt- vinnslustöðvar SS og Sam- bandsins tilkynntu okkur að þær hefðu þá þegar lokið við úrvinnslu gamla kjötsins, sagði Guðmundur Sigurðsson hjá Verðlagsstofnun þegar Þjóð- viljinn aflaði fregna hjá honum í gær um verðlagningu kjöt- vöru. Um 25 lestir af gamla kjötinu („gulgræna kjötið") var hins vegar sett niður um gæða- flokka og selt til kjötvinnslu samkvæmt upplýsingum frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavík- ur. „Þetta kemur alveg í bakið á okkur, og maður hlýtur að spyrja hvort einhver önnur kjötvinnsla fer fram í landinu heldur en sú sem Verðlagsstofn- un er að heimila hækkanir hjá", sagði Guðsteinn Guðmundsson starfsmaður Neytendasamtak- anna þegar blaðið leitaði álits hans á málinu. Aðeins 68 skrokkar reyndust algerlega ónýtir af gamla kjötinu sem fór til endurmats á dögunum. AIls voru rúmlega 60 tonn skoðuð af gamla kjötinu en rúmlega 200 tonnum hafði verið áður dreift á markað. Af þessum 60 tonnum voru 35 tonn dæmd áfram í 1. gæðaflokk og fóru beint á markað. Afgangurinn eða um 25 tonn var lækkaður niður í þriðja og fjórða gæðaflokk og hefur verið seldur í kjötvinnslu. Hráefnið þykir vera nógu gott, en hins vegar ákvað Verðlagsstofnun að heimila hækk- un á unninni kjötvöru 18. nóvem- ber og hafði þá fengið þær upplýs- ingar frá kjötvinnslunni að gamla kjötið væri búið. SÍS vill ekki kjötið Steinþór Þorsteinsson deildar- stjóri í Kjötiðnaðarstöð Sam- bandsins sagði í viðtali við Þjóðvilj- ann í gær að hann vissi ekki hvert þessi 25 tonn hefðu farið. „Við tókum strax þá ákvörðun að nota ekki þetta kjöt", sagði Steinþór. Hann tók fram að hann hefði verið ósáttur við umfjöllun fjölmiðla um gamla kjötið og að kjötiðnaðar- stöðin gerði allt sem hún gæti til að halda verði í hófi og gæðum í há- marki. Jólahangikjötið á gamla verðinu - Þó Verðlagsráð hafi heimilað hækkun á unninni kjötvöru fer víðs fjarri því, að við hækkum aðra vöru en þá sem unnin er úr nýju kjöti. Pannig erum við bæði með hangi- kjöt á gamla verðinu og á nýja verðinu. J?að fer einfaldlega eftir óskum kaupanda hvort hann fær hangikjöt á gamla verðinu eða nýja. Við vorum með hangikjet á gömlu verði fram í desember á sl. ári og ég geri ráð fyrir að það endist einnig nú fram í mánuðinn, sagði Steinþór Þorsteinsson deildar- stjóri. -óg 25 tonn af fræga gamla kjötinu voru seld til kjöt- vinnslu á niðursettu verði Taka málin í sínar hendur með stofnun húsnœðissamvinnufélags Nálgast 1000 félaga Fundur á Akureyri um helgina Tugir manns hafa samband við okkur dag hvern og er félagatalan farin að nálgast 1000, segir Jón Ás- geir Sigurðsson stjórnarmaður í húsnæðissamvinnufélaginu Bú- seta, í viðtali við Þjóðviljann í dag. Um helmíngur félaganna í Bús- eta eru konur, en Eysteinn Jónsson benti á það á fundi á Hótel Borg um sl. helgi að hann minntist.þess ekki að konur hefðu verið með á stofnfundi fyrsta húsnæðissam- vinnufélagsins fyrir hálfri öld. Mörg félagasamtök og samvinn- uhreyfingin sérstaklega hefur sýnt áhuga á þessu framtaki og stjórnvöld hafa tekið málaleitun forsvarsmanna samvinnufélagsins hlýlega að undanförnu. Á laugardaginn verður haldinn kynningafundur á Akureyri, þar- sem kemur einnig til greina að stofna hliðstætt húsnæðissamvinn- ufélag. Sjá viðtal við Jón Ásgeir Sigurðsson á bls. 2. -óg Hið heimsfræga Ijóðskáld Linton Kwesi Johnson kom til landsins í gærkvöldi en hann er hingað kominn til þess m.a. að vera viðstaddur sýningu heimildarkvikmyndar um hann sem sýnd yerður í Regnbogan- um í dag kl. 17.00. Þá mun Linton Kwesi fiytja ljóð sín á tónieikum í Sigtúni á morgun. Eru það samtökin Við krefjumst framtíðar sem standa fyrir tónleikunum. Linton Kwesi fæddist á Jamaica árið 1952 en fluttist til Bretlands 11 ára gamall. Hann hefur látið mannréttindabaráttu innflytjenda í Bret- landi mjög t il sín taka eins og vel kemur fram í ljóðagerð hans, en hann er talinn eitt efnilegasta Ijóðskáld Breta í dag af yngri kynslóðinni. - Ljósm. Magnús. , Kjartan lœtur af störfum ritstjóra Kjartan Ólafsson hefur látið af störfum ritstjóra að eigin ósk. Kjartan Ólafsson lætur af ritstjórastörfum við ÞjóðvUjann frá og með dcginum í dag. Hann hefur sl. þrjá mánuði dvalist í Húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn við fræðistörf. Á stjórnarfundi í Ut- gáfufélagi Þjóðviljans var í gær samþykkt að fallast á þá beiðni Kjart- ans að veita honum lausn frá störfum. Við þetta tækifæri þakkaði stjórn Útgáfufélagsins Kjartani Ólafssyni vel unnin störf á undanförn- um árum og óskaði honum allra heilla. Kjartan Olafsson hefur verið ritstjóri á Þjóðviljanum frá því 1972 að frátöldu því tímabili er hann sat á Alþingi. Hann gegndi fyrst ritstjór- astörfum í sex ár frá 1972 til 1978 og síðan frá áramótum 1979/'80 þar til hann nú lætur af ritstjórastörfum eftir tæp fjögur ár í síðari lotunni. Kjartan Ólafsson hefur átt sæti í stjórn Útgáfufélags Þjóðviljans frá upphafi þess, eða í 15 ár, og áður kom hann mikið við sögu í útgáfumál- um blaðsins sem framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins. -ekh Pegar ég nú læt af störfum, sem ritstjóri Þjóðviljans vil ég fœra lesendum blaðsins þakkir fyrir ánœgjuleg samskipti á liðnum árum. Sérstaklega vil ég þakka þeim fjölmörgu, sem með einum eða öðrum hœtti hafa staðið að útgáfu blaðsins á þeim árum, sem ég hef verið ritstjóri Þjóðviljans fyrir samstarfið, og þá ekki síst starfsfólki blaðsins fyrr og síðar. Ég óska Þjóðviljanum farsœldar í framtíðinni og þeim málefnum sigurs, sem blaðinu er œtlað að þjóna. Kjartan Ólafsson. Ég vilbiðja ÞjóðviljannfyrirþakklætiAlþýðubandalagsins og Útgáf- ufélags Þjóðviljans fyrír þau störf sem Kjartan Ólafsson hefur unnið sem rítstjóri Þjóðviljans. Kjartan situr ístjórn Útgáfufélags Þjóðviljans, þarsem hann hefur reyndar veriðfrá upphafi, og hefur allan þann tíma, í 15 ár, haft úrslitaáhrif á útgáfu blaðsins; svo að segja hvern einasta dag. Þegar hann hættir ritstjórastörfum verður því mikil breyting á starfsliði blaðsins. Stjórnmálasamtök okkar eiga Kjartani Ólafssyni miklarþakkir að gjalda fyrir óvenju mikið og gott starfá liðnum árum. Mér leyfist kannski einnig að geta þess að saman unnum við að ritstjórn Þjóðviljans í sex ár og gekk það samstarf vel í hvívetna sem ástœða er til að þakka fyrir, enþóer ekki rétt að bera á torg í einstökum atriðum. Svavar Gestsson. Fyrir hönd samstarfsmanna á Þjóðviljanum viljum við á þessum tímamótum færa Kjartani Ólafssyni okkar innilegustu þakkir fyrir hreinskiptni og örugga leiðsögn í samstarfi á liðnum árum. Kjartan hefur ekki einasta komið við útgáfusögu Þjóðviljans sem ritstjóri, held- ureinnig verið forystumaður í Utgáfufélagi Þjóðviljansfrá upphafi. Um leið og við látum í Ijós von um gott samstarf íframtíðinni óskum við Kjartani Ólafssyni giftu og góðs gengis. Árni Bergmann Einar Karl Haraldsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.