Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 16
DIOÐVIUINN
Fimmtudagur 1. desember 1983
Aðalsimi Þjóðviljans er 81333 kl. 9-20 mánudag til föstudags. Utan þess tima er
hægt að ná í blaðamenn og aðra starfsmenn blaösins I þessum símum: Ritstjórn
81382, 81482 og 81527, umbrot 81285, Ijósmyndir 81257. Laugardaga kl. 9 -12 er
hægt að ná í afgreiðslu blaðsins i sima 81663. Prentsmiðjan Prent hefur sima 81348
og eru blaðamenn þar á vakt öll kvöld.
Aóalsími Kvöldsími Helgarsími
81333 81348 81663
Lék Smirnov í „Félagsheimilinuu?
s
Afengisauglýsíngar í sjónvarpinu
i
Einhvers staðar
bilað siðferðisþrek,
segir Ólafur
Haukur Arnason
- Handlöngurum áfengis-
auðvaldsins virðist hafa tekist
að smeygja sér jafnvel inn í ís-
lenska sjónvarpsþætti, segir
Ólafur Haukur Arnason áfeng-
isvarnaráðunautur ríkisins í
viðtali við Þjóðviljann um
bjórmálið og fleira. Spyr
Ólafur Haukur hvort verið gæti
að atriði í þáttunum um Félags-
heimilið þarsem t.d. Smirnov-
svunta kemur við sögu hafi
komið sem auglýsing „Hér er ég
hræddur um að siðferðisþrekið
hafi einhvers staðar bilað“,
segir Ólafur Haukur Árnason.
Ólafur Haukur bendir á að mikil
drykkja hafi verið í þessum kvik-
myndaþáttum og áfengismerki hafi
komið við sögu. Slíkt er enda al-
gengt í erlendum kvikmyndaþátt-
um og er skemmst að minnast
„Dallas“, þar sem viskí er sötrað á
hverju miðvikudagskvöldi. Ólafur
Haukur greinir frá því í viðtalinu
að kvikmyndaleikarar nokkrir í
Bandaríkjunum hafi myndað með
sér samtök að taka ekki þátt í
auglýsingum í leiknum kvikmynd-
um. Gífurlegar fjárhæðir renna til
áróðurs og upplýsingastarfsemi á
vegum áfengisframleiðenda á ári
hverju. Þannig fóru 60 miljarðar
íslenskra króna til þessa á árinu
1981, og sagði Ólafur Haukur að
fjármagn renni í þessu skyni hingað
til lands, m.a. í gegnum umboð-
smannakerfið.
Sjá bls. 6.
1. des. ávarp Samtaka
herstöðvaandstæðinga
Endurreisn
fullyeldisins
Þann 1. desember 1918 lýstu íslendingar yfir fullveldi lands og
þjóðar. Hlutleysisstefna á alþjóðavettvangi var þá stór þáttur
fullveldishugsjónarinnar. Óháðir, hlutlausirogfrjálsirmótuðu íslend-
ingar afstöðu sína til heimsmálanna, hvarvetna virtir sem friðarins
menn í hörðum heimi. Með fráhvarfi frá hlutleysisstefnunni við
inngöngu í NATO og með herverndarsamningnum við Bandaríkin var
snúið baki við hinum gömlu friðarviðhorfum og því fullveldi og þjóð-
legu reisn sem það tryggði.
Síðustu þrjá áratugina hafa erlend hernaðaröfl haft afgerandi áhrif á
stefnumótun ísiendinga í utanríkismálum og síðasta orðið í afstöðu
þeirra til hernaðar-, friðar- og afvopnunarmála.
Á alþjóðavettvangi hljómar rödd íslands ekki lengur í þágu friðar.
ísland fylgir kjarnorkuvopnastefnu. Það styður uppsetningu kjarnork-
uflauga í löndum Vestur- og Mið-Evrópu þvert gegn vilja fólksins í
þessum löndum. Það situr í kjarnorkuvæddu hernaðarbandalagi sem
hótar jarðarbúum gereyðingarstríði ef í odda skerst. Þessari herskáu
stefnu, sem stjórnað er erlendis frá, verður að breyta.
En það er ekki bara í utanríkismálum sem íslendingar hafa látið
skerða fullveldi sitt. í efnahags- og atvinnumálum eru þeir í æ ríkara
mæli háðir bandaríska setuliðinu hérog umsvifum þess. Hernaðaröflin
hafa einnig komist upp með það að sýna fullveidinu vaxandi lítilsvirð-
ingu.
Undirgefni íslenskra herstöðvarsinna við hið erlenda vald hefur
orðið til þess að ekki þykir lengur þörf á að spyrja stjórnvöld um ný
hernaðarumsvif á landinu, gengið er að því vísu, að jáyrðið komi þegar
eftir verður leitað. Ratsjárstöðvarnar sem nú er verið að hanna fyrir
norðan og vestan eru dæmi um þetta og nýverið hafa komið fram í
dagsljósið áform sem eiga að venja landsmenn við umhugsunina urn
eldflaugastöðvar á landinu. Þessafi vígbúnaðarþróun sem stjórnað er
erlendis frá verður að breyta.
Samtök herstöðvaandstæðinga heita á stuðningsmenn sína og alla
íslenska friðarsinna að herða róðurinn gegn vígbúnaðaröflunum. Það
verður að knýja ísiensk stjórnvöld til endurmats á þeirri hermálastefnu
sem þau fylgja og til stefnubreytingar í friðar- og afvopnunarmálum.
Markmiðið er endurreisn hlutleysis og fullveldis.
Samtök hersíöðvaandstæðinga
Nýtt fasteignamat tekur gildi í dag
Meðalhækkun
matsins 53.5%
57% á höfuðborgarsvæðinu,
47% í öðrum landshlutum
Samkvæmt nýju fasteignamati
sem tekur gildi í dag hækkar fast-
eignamat einstakra eigna til jafnað-
ar um 53.5% Hækkunin er 57% á
höfuðborgarsvæðinu og 47% í öðr-
um landshlutum.
Til samanburðar má nefna að
vísitala byggingarkostnaðar hækk-
aði um 66.3% frá 1. okt. 1982 til
sama tíma í ár og lánskjaravísitalan
um 88.4%.
Samanlagt matsverð allra eigna
á landinu er 141 miljarður króna.
Það er 57.9% hærra en á síðasta
ári. Samkvæmt því koma tæplega
tvær og hálf miljón króna í hlut
hverrar fjögurra manna fjölskyldu.
Endurstofnverð allra eigna er 189
miljarðar ef útihúsum í sveitum er
sleppt.
A landinu eru 81.700 íbúðir. Á
árinu bættust 1796 íbúðir í fast-
eignamat. Það er 2.2% aukning,
sem er nokkru minna en verið hef-
ur. Heildarstærð allra mannvirkja
á landinu er 65.5 miljónir rúm-
metra, en samkvæmt fasteignaskrá
eru 128 þúsund hektarar af rækt-
uðu landi. - ekh
Rætt um
þinghaldið
Formenn þingflokkanna hittast á
fundi fyrir hádegi í dag til að ræða
þinghaidið fram að jólaleyfl þing-
manna eftir þrjár vikur. Fundur
þessi er haldinn að tilstuðlan Al-
þýðubandalagsins.
Elli er samnefnari fyrir marga karlmenn, sögðu þær Edda og Helga í gær, um leið og þær tóku einn „EIIann“ á
milli sín og heimtuðu mynd. Ekki er annað að sjá en Einar Karl Haraldsson láti sér samlíkinguna vel líka.
Ljósm. eik.
Mikill pilsaþytur á Þjóðviljanum í gœr
„Sœlar elskumar,
EUi er kominn‘(
Þær tóku ritstjóra blaðsins á milli
sín og heimtuðu mynd um leið og
þær sungu sönginn um hinn lands-
kunna Ella. Eins og stormsveipur
fóru þær stífmálaðar og í tjullkjól-
um um ritstjórnarskrifstofur Þjóð-
viljans og settu allt á annan
endann. Að svo búnu þutu þær
leiðar sinnar og skildu eftir glóð-
volga úr pressunni bók um Ella
sem byggð er á útvarpsþáttunum Á
tali og Vaka gefur út.
- Sæl elskan!
- Nei, sæl!
- Er ég nokkuð að trufla?
- Ja, hún Dúdda er nú reyndar
hér í kaffi hjá mér..
- Hvaða Dúdda?
- Hún Dúdda Benjamíns.
- Neeeiii! Hún Dúdda Benja-
míns! Heyrðu! Almáttugur! Hef-
urðu nokkuð heyrt um að hún sé
að skilja ...við hann Palla??“
Menn kannast við svona upphaf
úr þáttum þeirra Eddu Björgvins-
dóttur og Helgu Thorberg í útvarp-,
inu. Nú hafa þær komið Ella og
vandamönnum hans á þrykk í sér-
stakri bók sem sniðin er eftir sím-
samtölunum úr þáttunum „Á tali“.
í frétt um bókina segir að grunur
leiki á að Elli sé ekki neinn einn
maður, heldur samnefnari fyrir
marga, allir þekki hann, sumir hati
hann, aðrir elski hann, og nú sé
hann kominn milli blaða í bók. -
Best-málið:
Ekki kæra á ferð
segir Kolbeinn Pálsson
„Þess misskilnings hefur gætt í
umfjöllun fjölmiðla um skemmti-
staðinn Best í Fáksheimilinu að
Æskulýðsráð hafl lagt fram kæru
vegna rekstursins. Hið rétta er að
við höfum óskað eftir athugun á
rekstrinum með það eitt fyrir
augum að geta fylgst með því
æskulýðsstarfi sem þar fer fram“,
sagði Kolbeinn Páisson formaður
Æskulýðsráðs Reykjavíkur í sam-
tali í gær.
„Okkur ber samkvæmt lögum og
reglum að hafa yfirsýn yfir allt
æskulýðsstarf í borginni og þótt við
rekum æskulýðsmiðstöðvar erum
við síður en svo á móti rekstri
einkaaðila og félaga. Ástæða þess
að við fólum lögreglustjóra þessa
athugun var einfaldlega sú að við
höfum fengið kvartanir um að
þarna væri sitthvað í ólagi en ég
legg að svo stöddu engan dóm á
hvort svo hafi verið. Rannsókn lög-
reglunnar leiðir það í ljós sem
fyrst“, sagði Kolbeinn Pálsson for-
maður Æskulýðsnefndar.
- v..
Sjá bls. 2