Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 4
4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. desember 1983 DIOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, verkalýös- hreyfingar og þjóðfrelsis Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Framkvœmdastjóri: Guörún Guömundsdóttir. Ritstjórar: Árni Bergmann, Einar Karl Haraldsson, Kjartan Ólafsson. Umsjónarmaður Sunnudagsblaðs: Guöjón Friðriksson. Auglýsingastjóri: Sigríður H. Sigurbjörnsdóttir. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pótursdóttir. Blaðamenn: Auður Styrkársdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Helgi Ólafsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, ólafur Gíslason, óskar Guðmundsson, Sigurdór Sigurdórsson, Valþór Hlöðversson. íþróttafróttaritari: Víðir Sigurðsson. Utlit og hönnun: Guðjón Sveinbjörnsson, Þröstur Haraldsson. Ljósmyndir: Einar Karlsson, Magnús Bergmann. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Auglýsingar: Áslaug Jóhannesdóttir, Ólafur Þ. Jónsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Jóhannes Harðarson. Símavarsla: Sigríður Kristjánsdóttir, Margrót Guðmundsdóttir. Húsmóðir: Bergljót Guðjónsdóttir. Bílstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Pökkun: Anney B. Sveinsdóttir, Halla Pálsdóttir, Karen Jónsdóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla og auglýsingar: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prent. Prentun: Blaðaprent hf. Biðlistar aldmðra Þegar Sjálfstæðisflokkurinn tók við stjórn Reykja- víkurborgar á nýjan leik 1982 var það meðal fyrstu verka Davíðs Oddssonar borgarstjóra að hætta við hin- ar stórhuga áætlanir í húsnæðismálum aldraðra sem vinstri meirihlutinn hafði mótað. Síðan Droplaugar- staðir tóku til starfa hefur ekkert nýtt dvalarheimili fyrir aldraða verið opnað í Reykjavík. Þjóðviljinn skýrði frá því í gær að 1165 aldraðir Reykvíkingar eru nú á biðlista eftir húsnæði. Félags- málstofnun borgarinnar getur enga úrlausn veitt í þess- um efnum. Stefna Davíðs Oddssonar borgarstjóra hef- ur skapað algert öngþveiti í málefnum aldraðra. Það eina, sem íhaldsmennirnir í borgarstjórninni sjá til úr- bóta, er að taka í notkun 70 íbúðir eftir þrjú ár! Afstaða ráðandi afla í Sjálfstæðisflokknum til sam- hjálpar kemur hvergi jafn hróplega fram og í málefnum aldraðra. Þegar sú kynslóð sem byggði upp höfuðborg- ina þarf á húsnæði að halda - dvalarheimilum, þjón- ustuíbúðum, leiguhúsnæði og öðrum tegundum hent- ugs húsnæðis - þá er ráð borgarstjórans einfaldlega að vísa hinum öldruðu á biðlistana. Á einu ári hafa biðlistar aldraðra hjá Félagsmála- stofnun Reykjavíkur lengst um rúman þriðjung. Þessir biðlistar eru borgarstjóranum til háðungar og meiri- hlutanum til ævarandi skammar. Reykvíkingar þurfa að taka ráðin af þessum íhaldsmönnum og hrinda í framkvæmd tafarlausum úrbótum í húsnæðismálum aldraðra. ÞingveUir Umfjöllun Þjóðviljans um málefni Þingvalla hefur vakið mikla athygli. I blaðinu í gær settu Eyþór Einars- son formaður Náttúruverndarráðs og Hjörleifur Gutt- ormsson alþingismaður, sem sæti á í Þingvallanefnd, fram athyglisverðar tillögur. Þær eru stuðningur við kröfur um úrbætur sem birtust í leiðara Þjóðviljans s.l. sunnudag. Eyþór Einarsson leggur til að ríkisjarðirnar verði felldar inn í þjóðgarðinn og búskapur á þeim takmark- aður eða lagður niður. Hann telur að Náttúruverndar- ráð eigi að hafa umsjón með þjóðgarðinum öllum og framfylgja beri núgildandi lagaákvæðum um skógrækt á völlunum. Verja þarf landið fyrir ágangi sauðfjár og j taka til endurskoðunar hótelrekstur og sumarbústaða- byggð á svæðinu. Hjörleifur Guttormsson setur fram afdráttarlausar 1 tillögur: „Allt svæðið innan aðliggjandi vatnaskila ; Þingvallasvæðisins verði lýst verndarsvæði og landið flokkað niður í mismunandi þætti. Núverandi þjóð- i garður verði stækkaður verulega bæði norðan og sunn- an vatns en að auki yrðu þjóðgarðssvæðin tengd saman með friðlandi austan og vestan vatnsins.“ Þjóðviljinn tekur undir þessi sjónarmið og hvetur Alþingi og önnur stjórnvöld til að taka málefni Þing- valla til rækilegrar endurskoðunar til að koma í veg fyrir þær hættur sem fræðimenn hafa vakið athygli á. Hvað nú Matthías? Þegar Þjóðviljinn skýrði frá því fyrir mánuði síðan að ríkisstjórnin væri að láta vinna tillögur um að sjúklingar borguðu sjálfir fyrir mat og dvalarkostnað á sjúkrahús- um og greiddu liærra verð fyrir lyf, sendi Matthías Bjarnason heilbrigðisráðherra Þjóðviljanum ruddaleg ókvæðisorð vegna þessarar fréttar. Nú er komið í Ijós að fréttir Þjóðviljans voru réttar. ór. klippt llannes Baldvin.sson og Kolbeinn Friðbjarnarson, þunnir á brún, á miðjum fundi, innar aést ( Óttar Proppé, þriðjudag í ítarlegri og skemmti- legri frásögn af hluthafafundi á Siglufirði, að ný stjórn hafi verið kosin fyrirtækinu, þarsem fulltrú- ar fjármálaráðherra taka við af heimamönnum. Stóri bróðir er kominn til skjalanna. Fulltrúi Al- berts Guðmundssonar, Höskuld- ur Jónsson ráðuneytisstjóri, var mættur þarna fyrir ráðherrans hönd, sem er ekki nema von, því hvernig átti Albert að útskýra fyrir Siglfirðingum kollhnísana í málinu? í nýju stjórninni er enginn heimamaður. Hins vegar er þar einn fulltrúi frá Fjárlaga- og hag- sýslustofnun, einn frá BÚR, einn frá fiskveiðisjóði og þrír beint frá fjármálaráðuneytinu. Miðstýringin frá Reykjavík Heimamenn voru að vonum óánægðir með að enginn héraðs- manna væri í stjórn fyrirtækisins, en ríkissjóður átti orðið meiri- hluta hlutabréfa og réði því sem hann vildi ráða. Stóri bróðirsam- ur við sig. Siglfirðingar röktu hvernig bankarnir hefðu verið notaðir og misnotaðir til að koma í veg fyrir skynsamlega nýtingu fjármagns við uppbyggingu fyrirtækisins á liðnum árum. Fyrirtækið hefði verið „leiksoppur bankakerfis- ins“ (Hinrik Aðalsteinsson). Por- móður rammi hefur „lent í skessuleik bankanna í Reykja- vík“ (Hannes Baldvinsson). „Þessi saga af bankaviðskipt- unum er dæmi um hvernig hægt er að þvæla málum fram og aftur í. stofnanafrumskóginum í Reykja- vík“. Og Kolbeinn Friðbjamarson segir: „Ef þessi fjarstýring á aðí standa lengi, þá er það vís leið til glötunar". „Hráskinnaleikur bankayfirvalda", sagði Óttar Proppé bæjarstjóri. Kemur heimamönnum við? Það er undarlega hljóð þróun í atvinnumálum, þegar forræði at- vinnutækjanna er tekið af heima- mönnum víða útum landsbyggð- ina og flutt til Reykjavíkur, eða Akureyrar. Stórauðvaldið hefur keypt upp með hermangsfé og öðrum illa fengnum gróða atvinnutæki á landsbyggðinni og síðan tekur fjarstýringin frá skrif- borðunum í Reykjavík við. Kosturinn við þjóðareign eins- og Þormóð ramma ætti einmitt að vera sá, að forsjá heimamanna, sem auðvitað þekkja gleggst til í sínu héraði, sé tryggð. Albert- fjármálaráðherra kemur því ekki aðeins fram í þessu tiltekna máli þvert á það sem hann hefur áður sagt, heldur kemur hann og í líki Stóra bróður gagnvart Siglfirð- ingum. Hannes Baldvinsson sagði m.a. á fundinum: „Það hefur skort vilja til að fara þær leiðir sem hafa verið færar, jafnvel þótt, sveitamenn norður í landi hafi margsinnis bent á þær Ieiðir...“ Sjónarspilið Morgunblaðið hefur einnig eftir Jóni Dýrfjörð bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins á Siglufirði: „Þetta sem við horfum nú uppá er sjónarspil, þarsem Siglfirðingar eru látnir lejka aðalhlutverkið. Þeir sem að því standa hú munu gjalda fyrir það þótt síðar verði“. Tæki þá að styttast í ráðherra- vindlum Alberts Guðmunds- sonar. -óg. Trú á heimamenn Þegar Albert Guðmundsson fjármálaráðherra mætti Ragnari Arnalds forvera sínum í sjón- varpi fyrir nokkru bar málefni atvinnufyrirtækisins Þormóðs Ramma töluvert á góma. Albert Guðmundsson var um það leyti aðalboðberi Frie- dmennskunnar um sölu allra þjóðarfyrirtækja í hendur einka- gróðans. Til réttlætingar á útsölu- efninu „þormóður rammi“ not- aði fjármálaráðherrann rök sem erfitt var að slá frá sér: Hver vill ekki að atvinnufyrirtækin komist í hendur heimamanna og undir þeirra forræði? Ráðherra þessum er margt bet- ur gefið en vera samkvæmur sjálfum sér í málflutningi og ekki leið á löngu þartil óvæntir atburð- ir tóku að gerast í kringum þetta aðalatvinnutæki Siglfirðinga. Stóri bróðir kemur til sögunnar Morgunblaðið greinir frá þvf á og skoriö Roðinn í austri Austurland, málgagn Alþýðu- bandalagsins á Austfjörðum sem gefið er út í Neskaupstað, hefur að undanförnu komið út í nýjum búningi. Útlit og umbrot blaðsins hefur tekið miklum stakka- skiptum og er hið líflegasta. Ölöf Þorvaldsdóttir er ritstjóri Austurlands og hefur hún ásamt ritnefndinni greinilega lagt mikla vinnu í hinn nýja búning blaðsins. Ritnefnd blaðsins er skipuð þeim Elmu Guðmundsdóttur, Guð- mundi Bjarnasyni, Kristni V. Jó- hannssyni, Þórhalli Jónassyni og Smára Geirssyni. Þjóðviljinn óskast Austfirðingum til ham- ingju með gott og glæsilegt blað. Ekki ráðist á Chile Hægri pressan hefur látið landsmenn vita af því að Banda- ríkjamenn hafi ráðist á Grenada til verndar lýðræði og mannréttindum. Hins vegar þarf hægri pressan ekkert að óttast að hér sé um grundvallaratriði að ræða í stefnu Bandaríkjastjórnar og hún þarf ekki að óttast innrás Bandaríkjanna í Chile, einsog annars hefði mátt búast við, ef fyrrgreind formúla væri tekin al- varlega. -óg.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.