Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. desember 1983 Húsnœðissamvinnufélag á Akureyri? Hvar eiga unglingarnir að skemmta sér? Betri staðir eru til fyrir yngri krakka segir Haraldur Finnsson skólastjóri Réttarholtsskóla „Það er ekki nokkur vafí á því að 13-15 ára krakkar hafa sótt unglingaskemmtistaðinn Best all- mikið að undanförnu og raunar staðfesta myndir Þjóðviljans í gær þau tíðindi því krakkar sem þar sáust skemmta sér eru mörg hver á þeim aldri“, sagði Haraidur Finns- son skólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík, en þar stunda nám ung- lingar í 7., 8. og 9. bekk grunn- skóla. „Ég er því algjörlega ósammála að krakkar innan við 16 ára vanti samastað til að skemmta sér. Hér í þessu hverfi er það svo að félags- miðstöðin í Bústöðum er með böll á föstudögum og við höfum skemmtanir tvisvar í mánuði hér í skólanum fyrir þann aldurshóp. Það eru hins vegar 16 ára ungling- arnir sem hvergi hafa samastað og ég er því mjög fylgjandi að þeim sé veitt aðstaða. En ég er á móti því að yngri krakkarnir sæki þessa skemmtistaði vegna þess að það gerir það að verkum að krakkarnir serfi eru orðnir 16 ára fælast þaðan í burtu þar sem þá langar ekki að skemmta sér með miklu yngri krökkum. Fyrir nú utan að þessi skemmtistaður í Fáksheimilinu er iðulega opinn til kl. 3 að nóttu og auðvitað hafa slíkar vökur ekki góð áhrif á 13-15 ára börn“, sagði Har- aldur Finnsson. _v- Hallærisplanið tómt segir faðir 14 og 15 ára stelpna „Aðalatriðið í þessu máli fínnst mér vera að með tilkomu skemmtistaðanna Best og D-14 í Kópavogi hefur Hallærisplanið tæmst og krakkarnir fengið skemmtistað sem þá langar til að sækja. Ef krakkarnir þurfa endi- lega að vera að sulla í víni er þó skömminni skárra að vita af þeim gera það innandyra þar sem full- orðnir eru nærstaddir frekar en niður á Plani í misjöfnum veðr- um“, sagði Þröstur Haraldsson, en hann er faðir tveggja stelpna, 14 og 15 ára, sem mikið hafa sótt ungling- askemmtistaðina tvo sem um er rætt. „Mér finnst þessi beiðni Æsku- lýðsráðs borgarinnar um athugun á rekstri Best stafa af ólund vegna þess hve unglingarnir sækja lítið félagsmiðstöðvar sem það rekur. Það þýðir ekkert að vera að ein- blína á einhverja draumamynd um það hvernig unglingarnir eiga að vera heldur væri nær að viður- kenna að þeir eru eins og þeir eru! Hvernig vorum við sjálf? Krökk- unum þykir spennandi að komast inn á staði sem eru ætlaðir þeim eldra fólki, þannig er það og þann- ig hefur það alltaf verið“, sagði Þröstur að lokum. -v. Félagar nálgast 1000 í Reykjavík Tímamót í húsnæðismálum, segir Jón Ásgeir Sigurðsson Félagsmiðstöðvarnar fímm í Reykjavík ætla að kynna starfsemi sína á sýningu á Kjarvalsstöðum dagana 3.-11. desember. Þessi mynd var tekin í Fellahelli í Breiðholti. Kynning á starfi Æskulýðsráðs „Við unga fólkiði( - Tilurð húsnæðissamvinn- ufélagsins Búseta markar tíma- mót í sögu húsnæðismála hér á landi, ekki bara það heldur fyrir stóran hóp fólks, segir Jón Asgeir Sigurðsson talsmaður samvinnufélagsins í viðtali við Þjóðviljann í gær. Félagar í Bú- seta nálgast nú 1000 og tugir bætast við á hverjum degi. - Á fundinum á Hótel Borg um sl. helgi voru um tvö hundruð manns. Þar gerðist það, að Eysteinn Jónsson fyrrverandi ráð- herra ávarpaði fundinn, en hann vareinn stofnenda fyrsta húsnæðis- samvinnufélagsins hér á landi fyrir hálfri öld. Konur fjölmennar Eysteinn staldraði við í ræðu sinni og spurði fundarmenn hvort þeir vissu um það sem stingi strax í augu þegar samanburður væri gerður á félaginu fyrir hálfri öld og þessu framtaki nú. Um helmingur fundarmanna á þessum stofnfundi væru konur en þær hefðu varla sést fyrir 50 árúm. Jón Ásgeir upplýsti að helming- ur félagsmanna væru konur og þær væru einnig helmingur stjórnar- manna. Þeir sem láta skrá sig fyrir 15. desember og greiða félagagjald fyrir 1. febrúar teljast stofnfélagar í Búseta. Þá verður dregið um núm- er og síðan gengið á röðina þegar húsnæðið verður tilbúið. Hægt er að Iáta skrá sig í símum 21994 (Reyni Ingibjarts) eða hjá Leigjendasamtökunum í síma 27609. Næsta deild á Akureyri? - Fólk úr öllum landshlutum hefur hringt til okkar og lýst áhuga sínum á að vera með. Starfsmenn sambandsins og KEA á Akureyri hafa boðað til kynningarfundar á laugardaginn nyrðra og munu full- trúar Búseta mæta á staðinn. - Stjórnvöld hafa sýnt málinu nokkurn áhuga sem og ýmis félaga- samtök. Sama verður því ekki enn- þá sagt um ýmiss verkalýðsfélög. En ég vænti þess að þegar menn fara almennt að gera sér grein fyrir hve skynsamlegur þessi kostur er í húsnæðismálum, muni stéttarfé- lögin veita okkur sinn mikilvæga stuðning, sagði Jón Ásgeir Sigurðs- son talsmaður Búseta að lokum. Æskulýðsráð Reykjavíkur mun dagana 3.-11. desember efna til kynningar á starfsemi sinni að Kjarvalsstöðum. Mun þar verða sett upp sýning sem ber heitið „Við unga fólkið“ og er markmið hennar að lýsa því starfi sem Æskulýðsráð vinnur með börnum og unglingum í borginni. Þá mun menningarmið- stöðin Gerðuberg í Breiðholti einn- ig kynnt. í anddyri Kjarvalsstaða verður sýning úr tómstundastarfi í skólun- um, fréttabréf verður gefið út dag- lega þann tíma sem sýningin stend- ur yfir og kynnt verður meðferð tölva. Félagsmiðstöðvar Æskulýðsráðs eru nú fimm í Reykjavík og munu þær hafa sérstaka bása í vestursal Kjarvalsstaða en auk þess verður komið fyrir leiksviði þar sem verða skemmtiatriði sem unglingarnir hafa sjálfir undirbúið. -og Stuttar ffréttir Iðja krefst úrbóta strax „Almennur fundur í Iðju, félagi verksmiðju- fólks, haldinn 28. nóvember fagnar þeim mikil- væga sigri, sem unnist hefur í baráttunni um samningsréttinn. Nú ríður á, að verkafólk treysti enn samtök sín og samheldni og fylgi þessum sigri eftir í komandi kjarasamningum við atvinnurekendur.“ Þannig hljóðar upphaf ályktunar sem Iðja hefur sent frá sér. Segir að ástand það sem hafi skapast hjá launafólki í kjölfar kjaraskerðingar ríkisstjórnarinnar sé með öllu óviðunandi. Þá segir að Ijóst sé að kjaraskerðingin hafi lagst af mestum þunga á þá tekjulægstu og sé nú svo komið að laun þeirra dugi engan veginn fyrir brýnustu nauðsynjum. Fjöldi alþýðuheimila rambi á barmi gjaldþrots og neyðarástand blasi við fáist ekki leiðrétting á kjörum fólks án tafar. Telur fundurinn, að brýnasta verkefni við næstu samningagerð sé að tryggja kjara- bætur til handa þeim lægst launuðu. Það þoli enga bið. v. Kjarasamningar ógiltir, Árbókin 1983 Félagsfundur í Trésmiðafélagi Reykjavíkur hefur ítrekað fyrri mótmæli vegna setningar bráðabirgðalaganna s.I. vor og fyrirhugaðri staðfestingu þessara laga á Alþingi, þó að samningsrétturinn fáist að nokkru aftur. „Þá mótmælir fundurinn sérstaklega þeirri breytingu laganna, sem fyrirhugað er í með- ferð Alþingis, þar sem allir „kjarasamningar eru felldir úr gildi“, en þessari breytingu er fyrst og fremst beint gegn Kjarasamningi bygg- ingamanna, en gildistími hans er til 1. maí 1985. Hér er í sömu lagasetningunni og fyrirhugað er að launafólk fái samningsréttinn að nokkru aftur, ógiltir kjarasamningar, sem er í raun hliðstæð aðgerð og afnám samningsréttarins. Einnig vill fundurinn benda á þann grund- vallarmun á fyrirhugaðri lagasetningu Alþingis og bráðabirgðalögunum frá s.l. vori, en þar var samningsákvæðum kjarasamninga frestað til 1. febrúar 1984, en nú er fyrirhugað að fella samningana úr giidi og kjarasamningar þannig ógiltir með lagaboði frá Alþingi. Fundurinn skorar því á Aiþingi að sam- þykkja ekki þessa fyrirhuguðu lagasetningu.'1 Út er komin í ellefta sinn Árbók Reykjavík- ur og nú fyrir árið 1983. í Árbókinni er að finna tölulegar upplýsingar m.a. um mannfjölda, aldurs- og kynskiptingu eftir hverfum, en upp- lýsingarnar eru að stórum hluta einnig miðaðar við höfuðborgarsvæðið í heild. Efnið er að öðru leyti hið fjöibreytilegasta eins og eftirfar- andi dæmi sýna: Ferðafjöldi í skíðalyftum Bláfjallanefndar, Lög um málefni fatlaðra, Út- köll og eldsvoðar hjá Slökkviliðinu 1977-1982, Fjöldi hrossa í Reykjavík og á Reykjanesi 1970-1982, Vikuleg athugun á atvinnuieysis- skráningu 1982-1983, Orkusala Rafmagns- veitunnar, Bókaútlán Borgarbókasafns 1975- 1982, Samanburður á kostnaði við hitun húsa með hitaveitu og gasolíu o.fl. o.fl. I Árbókinni 1983 er einnig grein eftir Bald- vin Baldvinsson verkfræðing um umferð í Reykjavík, önnur eftir Unni Ólafsdóttur veð- urfræðing um veðurfar í Reykjavík, Halldór Torfason jarðfræðingur ritar um hagnýt jarð- efni í nágrenni ReykjavíkurogJónH. Magnús- son verkfræðingur ritar um eflingu háþróaðs tækniiðnaðar. Þá birtist einnig skrá yfir helstu rit á vegum Reykjavíkur og stofnana hennar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.