Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 1. desember 1983 ÞJOÐVILJINN - SÍÐA 9
, J>að er öfugsnúið að ekki skuli gert ráð fyrir sérstakri færni og iðnmenntun í
undirstöðugreinum eins og fiskiðnaði og framleiðsluiðnaði.“
„Mikið vantar enn á að almennt grunn- og framhaldsnám gefi öllum uppvaxandi þegnum
tækifæri til alhliða þroska og undirbúnings fyrir fullgilda þátttöku í þjóðfélaginu.“
Landsfundur Alþýðubandalagsins
sendi f rá sér ýtarlega ályktun um
uppeldis- og fræðslumál og er þar
greintfrá stefnumiðumflokksins í
þeim mikilvæga málaf lokki. Ekki er
rúm til að birta ályktunina í heild en
hér verður tæpt á því helsta sem þar
kom fram.
Ávinningarnir
Landsfundurinn vekur athygli á marg-
háttuðum ávinningum í uppeldis- og
,fræðslumálum sem náðst hafa undanfarin
10-15 ár. Dagvistarmálin hafa verið endur-
skipulögð, almennum forskóla 6 ára barna
verið komið á, samræmdur grunnskóli
komist á laggirnar, sálfræðiþjónusta stór-
aukist, námsefnið verið endurskoðað svo
og menntun til uppeldis- og kennslustarfa.
Margar skólabyggingar hafa risið, tónlist-
arfræðsla aukist og leið unglinga í fram-
haldsnám verið gerð greiðari. Nemendum á
framhaldsskólastigi hefur því fjölgað gífur-
lega.
Alþýðubandalagið hefur átt hlut að þess-
ari þróun með öðrum framsæknum öflum.
Leggur landsfundurinn áherslu á að staðinn
verði vörður um þessa ávinninga sem marg-
ir eru í hættu vegna gagnsóknar afturhalds-
afla og stefnu núverandi ríkisstjórnar.
Margt ógert
Fundurinn leggur hins vegar áherslu á að
þrátt fyrir þetta uppbyggingarstarf sé langt
frá að uppeldis- og skólamál skipi þann sess
sem skyldi í þjóðmálaumræðunni. Hlut-
verk sósíalískrar hreyfingar er að efla um-
ræðuna enda séu uppeldis- og skólamál
meðal mikilvægustu verkefna í íslenskum
stjórnmálum.
í nútímaþjóðfélagi, segir í ályktuninni,
starfa báðir foreldrar jafnan utan heimilis
og því sé meginforsenda fyrir jafnrétti
kynja til starfa að næg og góð dagvistar-
heimili séu til staðar svo og samfelldur skóli
sem veitir nemendum gott athvarf og mötu-
neyti.
„Mikið vantar enn á að almennt grunn-
og framhaldsnám gefi öllum uppvaxandi
þegnum tækifæri til alhliða þroska og undir-
búnings fyrir fullgilda þátttöku í þjóðfé-
laginu“, segir m.a. í ályktuninni. List- og
verknámsgreinar séu hornreka og nemend-
ur búi við ójafna aðstöðu til náms eftir bú-
setu.
Brýnt hagsmunamál
Landsfundurinn ályktar að áframhald-
andi endurbætur í uppeldis- og fræðslumál-
um sé eitt brýnasta hagsmunamál alþýðu-
stéttar og lágtekjuhópa í þjóðfélaginu. All-
Frá Landsfundi Alþýðubandalagsins 1983
Skapa þarf jafna
aðstöðu til náms
ir þurfi að eiga greiða Ieið til framhalds-
menntunar, samræmd próf í lok grunnskóla
þurfi að taka til endurskoðunar, koma þarf
á fræðslu um jafnréttismál á öllum fræðslu-
stigum og gæta verður þess að námsgögn ali
ekki á fordómum um hlutverk og getu kynj-
anna til starfa. Þá er minnt á að starfs-
fræðsla og skólaráðgjöf skipti miklu máli og
að báða þessa þætti þurfi að efla innan
skólans.
Starfsmenntunin úreldist
„Um leið og stefna ber að eflingu náms í
framhalds- og sérskólum ber að hafa hug-
fast að starfsmenntun úreldist fljótt í tækni-
þróunarþjóðfélagi nútímans“, segir enn-
fremur. Þar segir og að skólarnir þurfi að
geta veitt fólki á öllum aldri aðgang að
aukinni þekkingu og þroska og að endur-
menntunin eigi að geta auðveldað fólki að-
gang að nýjum störfum og koma þannig í
veg fyrir að menn staðnæmist við ýmis ein-
hæf viðfangsefni sem tækniþróunin á að
geta rutt úr vegi. Hætta á atvinnuleysi af því
tagi sé sérstaklega mikil hjá þeim lágtekju-
hópum þar sem konur eru margar.
Áhersluatriði
Landsfundur Alþýðubandalagsins 1983
lagði sérstaka áherslu á eftirfarandi þætti í
fræðslu- og uppeldismálum:
Forskólastig - dagvistarheimili. Fram-
kvæma þarf þá 10 ára áætlun sem mótuð
hefur verið um uppbyggingu dagvistar-
heimila með samvinnu ríkis og sveitarfé-
laga. Þá þarf að setja rammalög um for-
skólastig frá um eins árs aldri til grunn-
skóla.
Verkmennt og listgreinar. Verkmennt
þarf að fá mjög aukið rúm í starfi skólanna
og tímabundinn forgang í fjárveitingum. Þá
þarf og að gera list- og verkgreinar
jafnréttháar bóknámsgreinum.
Málefni fatlaðra. Fötluðum þarf að
tryggja aðgang að dagvistun, grunnskólum
og framhaldsskólum og veita þeim
nauðsynlega þjálfun og stuðning í námi.
Skólastig og skólaskylda. Taka þarf
ákvörðun um lengd skólaskyldu og tryggja
örugg tengsl á milli forskóla, skyldunáms
og framhaldsskóla. Nú hætta um 30% í
hverjum árgangi við lok skyldu og hafna
flestir þeirra í láglaunastörfum. Bent er á að
öfugsnúið sé að ekki skuli gert ráð fyrir
sérstakri færni og iðnmenntun í undirstöðu-
greinum eins og fisk- og framleiðsluiðnað.
Framhaldsskólastig. Setja þarf strax lög-
gjöf um framhaldsskóla um leið og auka
verður framboð á stuttum námsbrautum
vegna starfsmenntunar.
Háskólastig. Athuga þarf sérstaklega
tengsl á milli framhaldsskóla og háskóla-
stigs og verði það undirbúningur að nýrri
löggjöf um framhaldsskóla. Auka þarf
námsframboð á háskólastigi með hliðsjón
af þróun atvinnulífs í landinu. Bæta þarf
rannsóknaraðstöðu við HÍ.
Fullorðinsfræðsla. Hana þarf að auka til
mikilla muna og setja um hana rammalög er
m.a. kveði á um fjárstuðning opinberra að-
ila við frjálsa fræðslustarfsemi og hlutdeild
skólakerfisins í endurmenntun. Sérstaklega
þurfi að gefa fullorðinsfræðslu aukinn
gaum til að rétta hlut kvenna. Grunnskóla-
nám og framhaldsnám fullorðinna í kvöld-
skólum og öldungadeildum verði ókeypis.
Rétt fólks til starfsþjálfunar á óskertum
launum þarf að tryggja og viðurkenna ber
starfsreynslu kvenna sem koma út á vinnu-
markaðinn eftir langt starf við heimilis-
rekstur.
Uppeldis- og kennaramenntun. Menntun
kennara og annarra uppeldisstétta þarf að
efla og samræma með tilliti til lykilaðstöðu
þeirra í skólastarfi. Auka þarf tengsl Kenn-
Glefsur úr ályktun um
uppeldis- og fræðslumál.
araháskólans við HÍ og sérgreinda skóla á
sviði kennaramenntunar.
Hlutdeild nemenda og foreldra. Þátt
þeirra í starfi skólanna þarf að efla og bæta
möguleika þeirra til að fylgjast með skóla-
starfinu og hafa áhrif á það. Nemendum
verði gert kleift að ljúka skyldunámi í
heimabyggð sinni, einnig fötluðum, og hlúð
að skólaselum fyrir yngstu nemendurna í
sveitum.
Námskostnaður og námslán. Ríkið standi
undir kostnaðarauka nemenda sem dvelja
fjarri heimilum efsta hluta grunnskólans og
í framhaldsskóla. Staðið verði að fullu við
lögboðin námslán og Lánasjóði íslenskra
námsmanna tryggt fjármagn í því skyni.
Þjónustustofnanir skóla. Námsgagna-
stofnun verði tryggðar tekjur til að standa
undir lögboðinni þjónustu við grunnskóla.
Sama máli gegnir um Kennslugagnamið-
stöð, skólarannsóknir, fræðsluskrifstofur
og ráðgjafa- og sálfræðiþjónustu skóla.
Söfn, fjölmiðlar og ný tækni. Skólasöfn
þarf að efla og bæta tengsl annarra safna við
skólana. Taka þarf hlut ríkisfjölmiðla í
fræðslustarfi til sérstakrar athugunar.
Tækniþróun og örar samfélagsbreytingar
leggja sérstakar kvaðir á skóla og uppal-
endur. Skólarnir þurfa að geta hagnýtt sér
nýja tækni í störfum svo sem tölvur og
myndbönd og veita ber grunnfræðslu um
tölvunotkun.
Framundan eru að margra mati ennþá
örari tækniframfarir en verið hafa. Mikið
liggur við fyrir íslensku þjóðina að halda
áttum í þeim ólgusjó. Þar reynir mjög á
skólana. í þjóðfélagi komandi ára þarf
maðurinn að ráða yfir tækninni, mannúð að
reynast sterkari en köld auðhyggja og harð-
stjórn. Aðeins virkt lýðræðisþjóðfélag með
sósíalisma að leiðarljósi getur varðveitt
slíkt gildi.
Svigrúmið stórlega skert
í lok ályktunar landsfundar Alþýðu-
bandalagsins 1983 um uppeldis og fræðslu-
mál segir:
„Landsfundur Alþýðubandalagsins 1983
leggur áherslu á að flokkurinn styðji ötul-
lega skóla- og uppeldisstarf í landinu og leiti
víðtæks samstarfs við önnur stjórnmálaöfl
og fjöldahreyfingar um úrbætur. Búa þarf
dagvistarheimilum og skólum aðstæður til
að hlúa að þroska einstaklingsins og um leið
að þróunarmöguleikum samfélagsins.
Stefna núverandi ríkisstjórnar skerðir
stórlega svigrúm á sviði fræðslu- og uppeld-
ismála sem í öðrum þáttum samneyslu og
félagslegrar þjónustu. Því þurfa framsækin
öfl að taka höndum saman til að náð verði
þeim markmiðum, sem vikið er að í þessari
ályktun.“
„Verkmennt þarf að fá mjög aukið rúm í starfi skólanna og tímabundinn forgang
í fjárveitingum.“