Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 1. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Skafti Jónsson, sem varð fyrir grófum Hkamsmeiðingum af hálfu lögreglu um sl. helgi: „Þið hefðuð átt að taka mynd af mér um nóttina þegar ég kom heim“. Ljósm. Magnús. Veittu handjárnuðum fanga áverka á leið til yfirheyrslu Hrottaleg árás lögreglumanna , J>essi hrottalega meðferð lögregl- unnar mun aldrei líða mér úr minni og ef ekki væru áverkar og eymsli um allan Iíkamann héldi ég eflaust að þetta hafi allt verið martröð, sem ástæða væri til að gleyma sem allra fyrst“, sagði Skafti Jónsson blaðamaður í samtali við Þjóðvilj- ann í gær, en hann hefur nú kært þrjá lögreglumenn úr Reykjavík fyrir misþy rmingar sem hann varð fyrir í lögreglubíl aðfararnótt sl. sunnudags. Tildrög málsins voru þau aö þeg- ar Skafti og eiginkona hans hugð- ust halda heim að loknum dansleik í Þjóðleikhúskjallaranum kom í ljós að yfirhafnir þeirra höfðu týnst. Fékk Skafti þá leyfi af- greiðslustúlku til að leita sjálfur að frakka sínum en í þann mund bar að dyravörð hússins sem spurði með þjósti hvað hann væri að gera í fatahenginu. Leiddi þetta til þess að Skafti lenti í ryskingum við dyr- averði og var síðan handtekinn í anddyri hússins. „Eftir að ég hafði verið hand- járnaður með hendur fyrir aftan bak var mér fleygt á grúfu inn í lögreglubílinn. Þar settist einn lög- reglumaður á hækjur sínar, rak hnéð í mjóhrygginn á mér og sló síðan höfðinu á mér hvað eftir ann- að í gólfið. Tveir aðrir lögreglu- menn í bílnum létu þetta átölulaust með öllu, enda þótt blóðið lagaði úr sárum í andliti mínu. í bflnum var og kona mín ásamt vinkonu sinni. Þegar við komum upp á stöð var kippt í fætur mína og ég dreginn þjösnalega út úr bflnum eins og hver annar lífvana kjötskrokkur. Inni á stöðinni var mér ítrekað synjað um að fá að hringja en þess í stað kastað inn í fangaklefa og konu minni sagt að þar gæti ég ver- ið að minnsta kosti til morguns. Rifu lögreglumenn beltið af mér svo þjösnalega að ég er með nokk- urra sentimetra sár á kviðnum eftir“, sagði Skafti ennfremur. Lyktir málsins urðu svo þær að síðar um nóttina var Skafta sleppt úr fangageymslum og komst hann heim til tengdaforeldra sinna til að þvo blóðstokkið andlitið. Hlaut hann nefbrot, glóðarauga á báð- um, skurði í andliti, bringu og herðum, snúinn ökkla, auk skurð- arins á kviði sem áður er getið. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur mál þetta nú til meðferðar og er úrslita að vænta í því innan tíðar. Læknaþjónustan í Garðabæ Enginn vandi að spara með minni þjónustu segir Jón Ingimarsson deildarstjóri í heilbrigðis- ráðuneytinu „Það er enginn vandi að spara ef maður minnkar um leið þjónu- stuna“, sagði Jón Ingimarsson deildarstjóri við blaðið vegna fyrir- komulagsins sem bæjarstjórn Garðabæjar hefur ákveðið að hafa á læknamiðstöð sem tveir læknar hafa tekið að sér að reka með styrk frá bænum og í húsnæði er hann hefur keypt. „Þetta er ekki fullkomin heilsugæslustöð og við höfum í sjálfu sér ekkert við þetta að athuga, nema hvað það hlýtur að teljast vafamál að rjúka í kaup á húsnæði sem ekki dugir undir heilsugæslustöð svo skömmu áður en lögin um heilsugæslustöðvar eiga að vera komin til framkvæmda um allt land, en það er á næsta ári.“ Jón Ingimarsson sagði að lækn- amiðstöðvar af þessu tagi væru ekki nýnæmi, þannig hefði verið staðið að málum í læknamiðstöð- inni á Akureýri og í Hafnarfirði. Hann kvað útreikninga á því hvort væri ódýrara fyrir ríki og sveitarfé- ög númerakerfi eða heilsugæsluk- erfi vera flóknara og erfiðara. Hinsvegar hefði verið farið ofan í saumana á þessu þegar heilsugæsl- ukerfið var að ganga yfir fyrir nokkrum árum og þá hefði verið staðnæmst við þá þumalfing- ursreglu að númeralæknir og heilsugæslulæknir væru slétt skipti fyrir sveitarfélög og ríki. Heiisugæslulæknir fær föst laun greidd frá ríkinu, en einingargjöld frá sjúkrasamlagi. Ríkið greiðir 85% en sveitarfélög 15% í sjúkra- samlag og úr þeim potti fengju amsetningu launa hvort aðferðin númeralæknar greitt samkvæmt væri kostnaðarsamari. samningum.Það færi eftir heildars- _ ekh Hœgri menn í HI sjá um 1. des. hátíðina: Davíð heldur ræðu Matthías les ljóð 1. desember verður haldinn hát- fðlegur í Háskóla íslands í dag. Há- tíðahöldin eru undir forsjá hægri manna í Háskólanum, en listi Vöku vann naumap sigur í kosn- ingum fyrir þennan dag. Dagskrá Vöku ber yfirskriftina „friður frelsi - mannréttindi“, en dagskráin hefst með messu og predikun í Háskólakapellunni. Guðmundur Magnússon háskólarektor flytur ávarp og Davíð Oddsson borgar- stjóri flytur hátíðarræðuna en Matthías Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins les úr eigin verk- um. Þá verður flutt tónlist. - óg Umræðan um skólarannsóknardeild_ Fordómar og þekkingarleysi Ábyrgir aðilar, þar á meðal leiðarahöfundar, stjórnmálamenn, kennarar og foreldrar hafa hafið umræðu um ýmsa þætti skólastarfs sem því miður einkennist af þekk- ingarleysi, fordómum og rang- færslum. Þannig segir m.a. í ályktun fund- ar stjórnar og trúnaðarráðs Kenna- rafélags Reykjavíkur frá 29. nóv- ember sl. Þar er aukinni umræðu um skólamál fagnað en því miður sé hún oft með fyrrgreindum annmörkum.Hafi verið rætt um hlut skólarannsóknadeildar menntamálaráðuneytisins í skóla- starfi síðasta áratugar og starfsemi deildarinnar sætt gagnrýni sem hafi við engin rök að styðjast þótt deildin sé að sjálfsögðu ekki yfir gagnrýni hafin. Stjórn og trúnaðarráð Kenna- rafélags Reykjavíkur varar við um- ræðu af því tagi sem fram hefur farið og bendir á þann háska sem slík umræða geti haft í för með sér. Er um leið hvatt til málefnalegra skoðanaskipta um skólamál og að menn gæti þess að láta ekki hleypi- dóma og vanþekkingu hlaupa með sig í gönur. - v. Óbfur Haukur Símonarson VÍKMIUI BRÁÐFYNDIN OG VÆGÐARLAUS SAMTÍMASAGA í þessari spennandi skáldsögu er spurt um sex- tíuogátta-kynslóðina-hvar og hvernig erhún nú? Sagan segir frá hópi fólks sem komið er á fertugsaldur en hefur haldið saman síðan á ungl- ingsárunum. Flest voru saman við nám í Kaup- mannahöfn á árunum glöðu um 1968 þegar framtíð- in var augljós og hugsjónirnar stórar. Nú eru þau ár liðin. Hver puðar við sitt, heima og heiman: Arkitekt, leikkona, vefari, rithöfundur.. . Hvað varð um allt það sem þau trúðu á? Hvert hefur þau borið í leit að lífshamingju? Pétur, rithöfundurinn í hópnum, raðar atvikum saman og ekki einhlítt hvað er veruleiki og hvað skáldskapur hans. Eitt er þó víst: Sú mynd sem dregin er upp af miðstéttarvíti þessa fyrrum róttæka fólks sprettur beint úr kviku samtímans. VÍK MILLI VINA-bókin sem verður aðal um- ræðuefnið í ár. Meðal rithöfunda af ungu kynslóðinni á Islandi eru kyn i Óli fáir vinsælli og þekktari en Olafur Haukur Símonar- son. Ljóð hans, smásögur og leikrit vöktu strax verðskuldaða athygli, en þekktastur er hann fyrir skáldsögur sínar Vatn á myllu kölska, Galeiðuna og Almanak jóðvinafélagsins. Mál gefutn (jóðar bœkur og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.