Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN' Fimmtudagur 1. desember 1983 Hann var orðinn að bjöllu Árni Bergmann skrifar Franz Kafka. Hamskiptin... Saga. Hannes Pétursson þýddi. Iðunn 1983, 111 bls. „Einn morgun þegar Gregor Samsa vaknaði 'heima í rúmi sínu eftir erfiðar draumfarir, hafði hann breýst í risavaxan bjöllu“. Enginn höfundur ævintýra hefur gengið jafn hreint til verks og Kafka í þessu hér - sögunni af skrifstofu- blókinni sem varð að því sem allir aðrir töldu hann vera - einskonar pöddu. Hitt er svo annað mál, að bjalla af mannsstærð er ekki smá- ræðis vandamál - enda ræður Gregor Samsa með hamskiptum sínum nú yfir þeirri fjölskyldu sem áður notaði hann eins og hvern annan þræl. Eins og allir aðrir. í rómantískum bókmenntum er algengt að vissir eiginleikar manna eða hugarástand taki sér sjálfstæði og verði sérstök persóna eða þá at- burður. í Hamskiptunum gerist þetta - og kannski það um leið, að ákveðið félagslegt ástand verður að áhrínsorðum - farandsalinn samviskusami og auðmjúki verður að fyrirlitlegu skorkvikindi. En Kafka skrifaði ekki á rómantískum tímum, þegar menn freistuðust enn til að finna sér hagstæð málalok. Það getur enginn bjargað Gregor Samsa. Viðleitni hans nánustu ger- ir bjöllutilveru hans að énn ramm- ari staðreynd og óhagganlegri. Stúlkan (systir hans) getur ekki bjargað honum eins og systirin fórnfúsa gerði í gömlu ævintýrun- um. Listin bjargar honum ekki eins og stundum kom fyrir í ævintýrum Hoffmans og annarra slíkra. Við nálgumst þann tíma, þegar allir eru sekir, dæmdir fyrir eitthvað, sem þeir ekki vita hvað er. Og allt sem gert er til að hjálpa þeim gerir illt verra. Franz Kafka átti hundrað ára af- mæli á þessu ári og það er vel við Franz Kafka. hæfi að gefa út aftur í því tilefni prýðilega þýðingu Hannesar Pét- urssonar á þessu magnaða ævintýri okkar aldar. Túlkanir eru margar uppi um verk Kafka. Þess er minnst, að hann átti í stríði við föður sinn, duglegan kaupmann, sem var lítt að skapi skáldskapar- pauf sonarins - þær raunir setjast m.a. til í Hamskiptunum, segja menn. Hina einkennilegu sekt í Hamskiptum og öðrum verkum hafa menn líka rakið til hinnar óskiljanlegu reiði Jahve, sem hefur einatt verið börnum ísraels grimmur faðir - en Franz Kafka var gyðingur eins og menn vita. Hlut- skipti Gregors Samsa, eða Herra K. í Málaferlunum, er hjá sumum höfundum einmitt sett upp sem hliðstæða við hlutskipti gyðingsins í fjandsamlegu umhverfi: hann leggur sig mjög fram, manngreyið, en hann er fyrirfram sekur um hvaðeina sem aðrir vilja klína á hann. Og svo kemur marxisminn sprangandi með firringarkenning- una: sundurbútun manneskjulegra samskipta í kapítalísku þjóðfélagi. Enn aðrir gera Kafka að spámanni: hann sá fyrir, segja þeir, alræðisríki aldarinnar, sem enn voru ekki ris- in, en áttu sér rætur í Evrópu þriggja keisara fyrir fyrra stríð. Svo margar eru kenningarnar og geta vel verið réttar allar saman. Að einhverju leyti. En mikil saga er í þessari litlu bók og áhrifamikil með afbrigðum. ÁB. Ofdrykkj uvandamál byltingarkynslóðar Árni Sigurjónsson skrifar Nú eru fimmtán ár síðan dró til tíðinda í háskólum og á öðrum vinnustöðum í Frakklandi með þeim hætti að kennt var við bylt- ingu. Námsmenn tóku völdin af yfirsátum sínum. Uppreisnar- hreyfinguna sem af þessu spratt setti hljóða þegar DeGaulle hers- höfðingi og forseti hafði raðað skriðdrekum sínum snyrtilega kringum Parísarborg með byssu- kjafta í þéttbýlisátt. Eins og menn muna dró þetta á eftir sér vakning- arslóða á ýmsum sviðum, vonir um nýja siði í t.d. uppeldismálum, kennsluaðferðum, framleiðslu- stjórn, vali á vímugjöfum, fjöl- skylduskipulagi og þar fram eftir götunum. Þetta voru umrótstímar, og er erfitt jafnvel fimmtán árum síðar að gera sér nokkra grein fyrir hvað olli þessu öllu saman, en lík- legast að mestan þátt hafi átt breytingar í efnahagskerfum og heimspólitík. Ekki vantaði að íslendingar yrðu varir þessara hræringa. í skáldsögu sinni, Vík milli vina (Mál og menn- ing 1983), tekur Ólafur Haukur Símonarson dæmi af slíku. Efnivið- ur hans eru krakkar sem skella sér í skóla í Kaupmannahöfn eftir stú- dentspróf og eru um það bil 10 árum síðar að ganga í gegnum það að skipta á hugsjónum fyrir dryk- kjusýki og kaldhæðinn biturleika. Sagan hefst á því að Pétur, ungur rithöfundur, er að koma með flugvél frá Kaupmannahöfn, eftir að hafa verið þar sumarlangt við skemmtun og skriftir. Konu sína hafði hann skilið eftir heima, og er hún nú í tygjum við annan mann og vill skilnað, enda Pétur búinn að smána hana árum saman. Skáldið snæðir með fornvini sínum Hall- dóri arkitekt á veitingastað; hann heimsækir aldraða stjúpu sína og hittir eljara sinn. Jafnframt þessu sjá lesendur hvað gerist hjá öðrum meðlimum klíkunnar um sama leyti, en þeir eru, auk Péturs og Halldórs, leikkonan Ingunn barns- móðir Péturs, Kári arkitekt, Mart- einn kennari maður Ingunnar, Guðrún kona Halldórs og loks Að- albjörg sem er vefari. Þetta unga fólk var róttækt námsfólk í Kaup- mannahöfn á tíma ’68- uppreisnanna. Halldór er kvæntur Ólafur Haukur Símonarson. Guðrúnu og Marteinn Ingunni, Pétur og Hördís eru hjón; en þessi hjónabönd eru öll í rusli, eins og sagt er, enda heldur Halldór við Aðalbjörgu, Pétur við Ingunni og Hjördís við sálfræðinginn Pál. I sögulok heldur Guðrún afmælis- og frumsýningarpartí með til- heyrandi fornvinum, leikaraskara, gagnrýnanda, slagsmálum og fyll- erísrausi og endar svo í tragedíu. Við svona brotakennda endur- sögn halda menn kannski að sagan sé tiltölulega óáhugaverð fyllirís- og kvennafarssaga af millistéttar- fólki sem er orðið lífsþreytt fyrir aldur fram. En bæði er að ég hef ekki enn komi nærri öllum efnis- þáttum að, og svo hitt að frásögnin er víða lifandi og skemmtileg, t.d. sum samtölin vel skrifuð. Frásegj- andi les hugsanir persóna, en samtöl taka mikið pláss. Sumt það sem hinn bitri og kaldhæðni Hall- dór segir er helsti bóklegt og of líkt orðskviðum fyrir minn smekk. Skiptingarnar milli sögusviða eru meðal þess sem mér þykir lipurlega gert hjá Ólafi Hauki. Hugmyndafræðilegi parturinn: endurmatið á hugmyndagóssinu frá 1968 og spurningin hversu vel það hefur staðist í rás tímans, er langbitastæðasti partur verksins að mínum dómi. Á nokkrum stöðum eru nafngreind-.efnisatriði þess arfs, það eru meðal annnars sál- fræðingarnir Cooper og Laing, það eru Marcuse, hippahreyfingin, marxisminn endurskoðaði, djass, hass, mussur, zenismi, húsnæðis- kollektíf og núdismi, að óg- leymdum tilraunum með frjálsar ástir. Aðalfulltrúar þessara hug- mynda hafa verið félagarnir Hall- dór og Pétur, en vandi þeirra felst einkum í að þeir hafa látið hugsjón- ir sínar og hugmyndir ganga svo harkalega út yfir einkalíf sitt að þar stendur varla steinn yfir steini. Frjálsar ástir hafa breyst í hefð- bundin framhjáhöld, andúð á kap- ítalisma hefur torveldað arkitekt- inum og rithöfundinum vinnu sína, og Pétur gat ekki sæst við borgara- lega foreldra elskunnar sinnar svo ástarsambandið rofnaði. Eftir stendur hassið og drykkjusýkin, og slíkur biturleiki út í allt og alla að merkilegt er að nokkur nenni yfir- leitt að umgangast þá; fólk virðist halda vinskap við þessa pilta af ein- hvers konar greiðasemi. En reyndar líður engum vel í sögunni, held ég. Halldór bregst við stjórnmálaumræðum með kald- hæðni og rausi, og rekur þá alla- jafna áróður fyrir þeim skoðunum, sem honum eru fjærst skapi. Hann er eins konar hugmyndafræðileg sjálfsmorðssveit. Pétur játar fyrir Ingunni að hann hafi í rauninni ekki hatað foreldra hennar: ',,ég þurfti aðeins að standa vörð um reikula sjálfsímynd mína“ (s. 112), - þar af sprettur væntanlega öll grimmdin. Býður þessi saga upp á einhverja jákvæða lausn á vanda vinstri- manns, sem vill lifa í samræmi við hugsjónir sínar? Ef hún gerir það ekki á lesandinn væntanlega rétt á að spyrja hvort sósíalismi þessarar byltingar- og upplausnarkynslóðar hafi þá skv. höfundi verið einskis- nýtur. Bókin hefur ágæta gagnrýni á samfélag okkar fram að færa, en minna um hvernig beri að bæta það. En við megum líklega gera ráð fyrir að það að skrifa skáldsögu eins og þessa sé nokkur lausn í augum höfundarins. Lausnir á hug- myndafræðivanda vinstrivængsins verða annars náttúrlega ekki fram- reiddar á silfurbakka í skáldsögu. En saga Ólafs Hauks er gott inn- legg í umræðuna um það efni. Arni Sigurjónsson. Guðlaugs saga Gíslasonar Guðlaugur Gíslason hefur lengstum verið umdeildur maður, og á 40 ára stjórnmálaferli sínum hefur hann mátt þola ýmsa óvægna gagnrýni andstæðinga sinna. Nú kemur út fiásögn hans sjálfs af við- burðaríkri ævi og pólitískum átökum í Eyjum, en Bókaútgáfan Örn og Örlygur hefur sent á mark- að æviminningar Guðlaugs sem bera heitið Guðlaugs saga Gísla- sonar - endurminningar frá Eyjum og Alþingi. í endurminningabók sinni segir Guðlaugur frá æskudögum sínum í Eyjum og dregur upp geðþekka mynd af foreldrum sínum og fé- lögum. Guðlaugur kom víða við áður en hann varð atvinnu- stjórnmálamaður: var vélsmiður og kranastjóri, bæjargjaldkeri, kaupfélagsstjóri, kaupmaður og virkur þátttakandi í fiskútflutningi í stríðinu. Þegar Guðlaugur settist á þing var Viðreisnarstjórnin í burðar- liðnum. Hann segir frá kynnum sínum af Ólafi Thors, Bjarna Ben- ediktssyni og fleiri stjórnmála- mönnum og fjallar mjög opinskátt um andrúmsloftið og vinnubrögðin í þingflokki sjálfstæðismanna 1959- 1978. Athyglisverðar eru frásagnir hans af átökunum um varafor- mannsembættin í Sjálfstæðis- flokknum 1971 og stjórnarmynd- uninni og ráðherravalinu 1974.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.