Þjóðviljinn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurdesember 1983næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Finiintudagur 1. desember 1983 Áfengi eráfengi hvort sem það heitir bjór eða brennivín • Þingmennirnirbera saman óiík efni, sem ekki eru sambærileg Ólafur Haukur Árnason gegn bjór á íslandi Ótrúlega mikið rugl Sami maðurog nu flyturtillögu umað auka heildarneyslu vínanda flutti tillögu fyrirtveimurárum umaðminnka heildarneyslu vín- anda Það er Ijóst af greinargerð- inni með þingsályktunartil- lögunni, að þingmennirnir hafa ekki gert sér það ómak að afla sér upplýsinga áður en þeir hlupu af stað, þar er ótrúlega mikið rugh' ekki lengra máli, sagði Ólafur Haukur Árnason áfengis- varnarráðunautur ríkisins í viðtali við Þjóðviljann um nýjustu bjóruppákomur í ís- lensku þjóðfélagi: 60 miljarðar fóru í áróður og auglýsing- ar frá áfengisfram- leiðendum 1981 • Mikið fé feríáróður herá landisemfer dult Áfengisauglýsingar í kvikmyndaþætti sjónvarpsins um „félagsheimilið“? Eitt sinn var um nor- ræna karlmennsku að tefla, ídagerþað sjálft frelsið • Vínveitingahúsog áfengi í ÁTVR er greitt niður um milj- arðakróna • Stórfelldustu niður- greiðslur íþjóðfé- laginuíafleiðingar áfengisdrykkju • Ekki minnst a aukna drykkju barna og bjórdrykkjuá vinnu- stöðum • Hefði haldiðað fólk með hugsjónirí ætt við sósíaldemókrat- ismahefði samhengið áhreinu - Flutningsmennirnir sleppa að ræða tvö veigamestu rökin sem mæla á móti því að leyfa sölu bjórs á íslandi. Annars vegar hefði bjór- sala í för með sér aukna drykkju barna og hins vegar ykist drykkja á vinnustöðum. Öll tölfræði sýnir að þetta muni gerast. Það sýnir enn fremur vinnu- brögðin að í greinargerðinni segir að það skjóti skökku við „að banna sölu á veikustu tegundum áfengis en leyfa ótakmarkaða sölu á sterk- ustu tegundum þess. í*að sýnist svipað og að banna sölu á magnyl en leyfa sölu á morfíni“, segja flutningsmennirnir. Þetta er auðvitað ekki sambærilegt að neinu leyti. Magnyl og morfín eru gjörólík efni, annað er fíknilyf en hitt ekki. Hins vegar er nákvæm- lega sama virka efnið í bjór og öðru áfengi, nefnilega alkaholið, vímu- efnið. Það er algeng ruglandi að kalla áfengt öl eitthvað annað en áfengi. í þessu sambandi er rétt að minna á, að sterkari áfengir drykk- ir eru yfirleitt blandaðir, þannig að þegar þeirra er neytt eru þeir oft svipaðir að styrkleika og bjór. Nei, þetta fólk verður að horfast í augu við að áfengi er áfengi, hvort sem það heitir bjór eða brennivín. Þá segja flutningsmenn í sínu óvandaða plaggi, að fram á 16. öld hafi áfengt öl verið notað hér á landi í allmiklum mæli og ekki hafi verið vitað um áfengisvandamál hér á landi fyrr en farið var að flytja brennda drykki til landsins. Ekki veit ég hvaðan þeim kemur sú vit- neskja að ekki hafi verið um áfeng- isvandamál að ræða, því það er þekkt í okkar fornbókmenntum. Enn fremur var öl flutt til landsins alit fram á annan áratug þessarar aldar. Nei, það var áfengisvanda- mál þegar í fornöld og tiltölulega snemma þurfti að setja reglur um að ekki mætti bera öl inn á alþingi. - Þá fara flutningsmenn heldur betur á flug þegar þeir segja að heildarneysla áfengis aukist aðeins þegar öl er leyft til sölu í verslun- um. Ég veit ekki hvaðan þeim kemur sú viska. Það er alltof oft sem menn leyfa sér að kenna bjórskorti á íslandi um mikla neyslu sterkari drykkja. En sú fullyrðing stenst ekki stað- reyndir í málinu. Þannig hefur neysla sterkra drykkja í bjórlönd- unum í nágrenninu margfaldast á undanförnum árum. A tíu ára tímabili jókst neysla sterkra vína í Bretlandi um 117%, á sama tíma- bili, 1968-1978, jókst neysla þess- ara efna um 23.7% á íslandi. - Kannske er sú röksemd verst í þessari greinargerð að hér sé bruggað öl og þess vegna eigi að leyfa verslun með öl. Ekki var nú mikið mark tekið á Áfengisvarn- arráði þegar það lýsti andstöðu sinni við að Ieyfa innflutning á öl- gerðarefnum eða þegar heimilað var að flytja inn bjór í gegnum frí- Auglýsingafarganið hefur komið niður á íslenskri kvikmyndun þar sem síst skyldi. Þannig voru í gangi íslenskir sjónvarpsþættir, Félags- heimilið, þar sem handlöngurum áfengisauðvaldsins virðist hafa tek- ist að smeygja sér. Varla var nokk- ur þáttur án áfengisneyslu og stúlka með Smirnov (vodkateg- und) -svuntu sorangaði framan í myndaugað.Héier ég hræddur um að siðferðisþrekið hafi bilað ein- hvers staðar. Fjölmiðlarnir eru alveg ótrúlega gagnrýnislausir og veikir fyrir áróðrí áfengisauðvaldsins og neysla efnisins er orðin einhvers- konar tákn fyrir „frelsi". Og hverj- ir skyldu nú hafa hag af þeirri tákn- mynd frelsisins og hversu nærri veruleikanum er sú mynd? Fram- leiðendurnir birta alls konar tölur og kannanir sem eiga að koma því segir áfengisvarnaráðunautur ríkisins um greinargerð með þingsályktunartillögu um þjóðaratkvœðagreiðslu um bjór höfnina á Keflavíkurflugvelli. Við bentum þá á hættuna á að þetta hvorttveggja yrði notað sem rök- semdir með því að sleppa bjórnum alveg lausum. Hér er verið að nota lögbrot til réttlætingar á því að breyta lögum. Og er þá ekki rök- rétt að nota þá röksemdafærslu t.d. um kannabisefni og umferðarlaga- brot? Þarna segir líka að. ýmsir „hafi leiðst út í eimingu og þar með bruggun sterkra vína“. Þetta þykir nefnd hefur þegar unnið mikið starf og það er rétt hægt að ímynda sér til hvers það starf er unnið þeg- ar gerð er atlaga að markmiði nefndarinnar á sjálfu alþingi. Ég hlýt einnig að spyrja um atriði sem ekki kemur fram í hinni margfrægu greinargerð: Hverjum kemur til- lagan að gagni? Hver er bættari með bjór? flutningsmönnum miður og vilja koma í veg fyrir þess háttar lög- brot. Að vísu bítur þessi röksemda- færsla í skottið á sér, því áður hafa flutningsmenn notað sem réttlæt- ingu á sölu bjórs að hér sé leyfð „ótakmörkuð sala á sterkustu teg- undum“ áfengis. Semsagt hring- sönnun; leyfa á bjór til að koma í veg fyrir bruggun bjórs þó ótak- mörkuð sala sterkra vína hafi ekki komið í veg fyrir bruggun. Það er rétt að vekja athygli á því, að þeir sem hér eru að skjóta sér undan ábyrgð á löggjafarsamkomu þjóðarinnar eru höfundar áfengis- löggjafarinnar og annarra laga sem við höfum í landinu. Magnús Magnússon fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar sem miðar að því að auka heildarneyslu áfengis í landinu var fyrir aðeins tveimur árum meðflutningsmaður annarrar tillögu sem samþykkt var á alþingi. Sú tillaga var um skipan nefndar til að marka opinbera stefnu í áfengismálum hér á landi. Starfið átti að byggjast á til- greindum grundvallaratriðum og var þar fyrst á blaði að draga úr heildarneyslu vínanda. Þetta er nú samkvæmni í lagi og einhverjir meðflutningsmanna Magnúsar nú greiddu einnig at- kvæði með hinni tillögunni. Sú - Nei vinnubrögðin eru þess eðlis við þessa tillögu og greinargerð, að ég hlýt að spyrja, hvort vinnu- brögðin séu yfirieitt þann veg á al- þingi. ef svo er, þá veit ég ekki til hvaða starfa maður er að kjósa þetta fólk. Áfengisauðvaldið hagnast mest - Rétteraðvekjaathygliáþvíað á árinu 1981 eyddu framleiðendur áfengis 60 miljörðum (fimmföld fjárlög ísl. ríkisins) í auglýsingar og áróður. Nokkuð af slíku fé kemur til íslands m.a. í gegnum umboðs- mannakerfið. Áfengisframleiðendur nota hvert tækifæri til að auglýsa sína vöru. Hollywood leikarar hafa tekið sig saman nokkrir um að hætta að taka þátt í auglýsingum fyrir áfengi í leiknum kvikmyndum. Hér er um gífurlega fjármuni að ræða t.d. segir bandaríski rithöfundurinn Alex Haley, höfundur „Roots“, Róta, að honum hafi boðist meira fé fyrir eina viskíauglýsingu en fyrir alla sjónvarpsþættina um Rætur. Hann hafnaði tilboðinu en því mið- ur eru ekki allir jafn sterkir sið- ferðislega. að hjá fólki að áfengi sé í versta falli skaðlaust og almennt frelsis- aukandi. Hins vegar fer minna fyrir „óþægilegum“ staðreyndum og könnunum sem benda til hins gagnstæða. Minni ég t.d. á álit WHO, Alþjóða heilbrigðisstofn- unarinnar og slíkra aðila sem raun- verulega hafa rannsakað málin. Almenningur er hins vegar ber- skjaldaðurgagnvart þessum venju- bundna og stundum lævísa áróðri um ágæti drykkjunnar. í þessu sambandi vil ég benda á að þeir sem eru í betir aðstöðu en aðrir til að nálgast og afla upplýsinga, sjálf- ir alþingismennirnir, þeir treysta sér ekki til að taka afstöðu í mál- inu, a.m.k. í orði kveðnu. Hvað þá um almenning sem hefur ekki á önnur mið að róa en þennan da- gvísa áróður áfengisauðvaldsins? - Mig langar líka til að benda á að í heiminum er offramleiðsla á áfengi. Frakkar hafa til þessa drukkið um 90% af framleiðslu í sínu landi en útlit er fyrir að þeir drekki aðeins 70% af framleiðslu þessa árs. Það þarf að koma þessu á markað og er allra bragða beitt eins og í slíkri verslun yfirleitt. Hörmu- legastar eru afleiðingar þessa í þriðja heiminum, þar sem þróaðri þjóðir reisa bjórfabrikkur meðal þjóða sem líða hungur og börn

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað: 275. tölublað (01.12.1983)
https://timarit.is/issue/223927

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

275. tölublað (01.12.1983)

Aðgerðir: