Þjóðviljinn - 01.12.1983, Blaðsíða 7
Ólafur Haukur Árnason. Áfengis
auðvaldið víða með kámuga
flngur. - (Ljósmynd -eik).
veslast upp af næringarskorti.
Danirnir frændur okkar eiga ekki
fagran hlut að því máli.
Það er dálítið merkilegt hvaða
röksemdir eru notaðar fyrir til-
slökunum hverju sinni hér á landi.
Og þær síðan notaðar fyrir næstu
tilslökun eins og bent hefur verið á.
Vínmenning 1922. Þegar leyfður
var innflutningur Spánarvínanna
og banninu þar með létt af, þá var
talað um nauðsyn þess að koma
upp svokallaðri vínmenningu. Hún
átti að taka við af þeim barabar-
isma sem viðgekkst, þ.e. að drekka
ekki eða drekka eitthvert laumu-
sull. Norræn karimennska 1934.
Þegar svo var komið að því að leyfa
sterku vínin var höfðað til þess í
áróðrinum að við værum norræn
þjóð og það væri karlmennska að
drekka sterka drykki. Enn lifir dá-
lítið af þessari karlrembu eins og
sést þegar er verið að tala um
„mjöðinn“ (undanskilið að drekka
eins og Egill Skallagrímsson).
Frelsið 1983. Og í dag er sú rök-
semdarfærsla notuð að um sjálft
frelsið sé að tefla. Og um það vildi
ég fara nokkrum orðum.
Röksemdafærsla eins og „mér
finnst góður bjór“, „þetta kemur
engum við nema sjálfum mér“, er
ótrúlega algeng í þessari umræðu.
Auðvitað er hægt að svara þessu
með því að benda á neyslu annarra
fíkniefna en áfengis, því þá skilja
þessir sömu um hvað er verið að
ræða. En af því áfengi er lögbundið
fíkniefni og af því áróðurinn er svo
einhliða þá lokast augu manna fyrir
samhenginu.
Áfengisneysla þjóðarinnar er
auðvitað mál okkar allra. Vita
menn að með hverri einni krónu
sem greidd er fyrir áfengi í ÁTVR
þarf þjóðin að borga a.m.k. tvær
krónur í afleiðingar áfengis-
drykkju? Ég skil ekkert í bændum
að nota ekki þetta dæmi um stór-
felldustu niðurgreiðslu í þjóðfé-
laginu í sínum málflutningi. Við
greiðum þessar stóru upphæðir í
sjúkrahúskostnað beint og óbeint,
í meðferðarstofnanir, löggæslu og í
tapaðar vinnustundir, skemmdir á
munum og til að lappa uppá heilsu
fólks. Rekstur vínveitingahúsanna
er líka niðurgreiddur með þessu
lagi. Þetta er þannig efnahag.smál
sem kemur okkur öllum við. Mað-
ur hefði haldið að fólk með hug-
sjónir í ætt við sósíaldemókratisma
hefði nú þetta samhengi á hreinu.
En þetta efnahagslega er nú
samt hjómið eitt í samanburði við
hina félagslegu hlið, hina mann-
eskjulegu hlið málsins. Allir viður-
kenna, meira aðsegja flutnings-
menn tillögunnar, að heildarneysla
áfengis myndi aukast í landinu.
Það þýðir samkvæmt lögmáli sem
ekki hefur verið brotið til þessa að
fleiri verða áfenginu að bráð og
fyrr en verið hefur til þessa. Hvað
um hamingju þessa fólks og að-
standenda þess? Skiptir heill og
hamingja einstaklinga í raun og
veru ekki meira máli en svo að al-
þingismenn vilji fara í eitthvert
lotterí, um þetta mál? Og hver ætl-
ar að fjármagna kosningabarátt-
una fyrir bjór á íslandi?
-óg
Fimmtudagur 1. desember 1983 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 -
Alþingi
Ólafur Ragnar Grímsson
kvaddi sér hljóðs utan dagskrár
á fundi sameinaðs þings í gær og
gerði að umtalsefni þau um-
mæli Halldórs Ásgrímssonar
sjávarútvegsráðherra, að hugs-
anlega þyrfti að leggja togurum
á næstunni og að eðlilegast yrði
þá að gera það á þéttbýlissvæð-
unum á S-Vesturlandi. Sagði
Ólafur að ummæli þessi hefðu
valdið ótta meðal hundruða
manna sem hafa atvinnu af
sjávarútvegi á þessu svæði.
Sagði Ólafur að umræðu um
jafn mikilvæg mál sem þessi
ætti ekki að hefja utan þings og
fór því fram á að ráðherra gerði
Alþingi íslendinga grein fyrir
því, hvað hér væri á ferðinni.
Benti Ólafur á þau ummæli ráð-
herrans í ræðu á Fiskiþingi,
þess efnis að stækkun álversins
myndi skapa atvinnutækifæri
fyrir þá sem misstu vinnu sína
við sjávarútveginn.
Ólafur spurði síðan hversu
margir þeir togarar væru, sem
ráðherrann hyggðist láta leggja, og
hvort staðsetning skipanna ætti þá
ein að ráða eða hvort rekstrar-
grundvöllur og fjárhagsleg afkoma
skipti þar ekki máli, og hvernig
ráðherrann hyggðist ræða við þau
fyrirtæki, sem hér ættu hlut að
máli. Þá vildi Ólafur fá að vita
hvaða staði ráðherrann hefði í
huga og hvort það væri hugmynd
hans að flytja vinnuafl úr sjávarút-
vegi yfir í nýtt álver við
Straumsvík.
Svar Halldórs
í svari sínu byrjaði Halldór Ás-
grímsson að reyfa þá alvarlegu
stöðu sem nú blasti við sjávarút-
veginum með samdrætti í afla. Síð-
an færði hann rök fyrir byggða-
stefnunni og nauðsyn þess að halda
sjávarþorpum í kringum landið í
byggð. Þá las Halldór úr ræðu
þeirri sem hann flutti á Fiskiþingi,
þar sem fram kom m.a. að nú væri
rætt um að stækka álverið í
Straumsvík og sýndi það að
auðveldara væri að skaffa þeim at-
vinnu í þéttbýlinu er misstu vinnu
sína vegna aflabrests. Halldór Ás-
grímsson sagði að það krefðist
skipulegra vinnubragða ef koma
ætti í veg fyrir atvinnuleysi. Af
þessum orðum ráðherrans mátti
skilja að ríkisstjórnin hyggðist
beita skipulögðum aðgerðum til
þess að leggja fiskiskipum þannig
að áhrifanna myndi gæta sem
minnst. Ráðherrann taldi fráleitt
að hægt yrði að leggja 30 togurum.
Hann sagði jafnframt að ráðherra
eða ríkisstjórn hefðu ekki heimild
til þess að stöðva skip eða skipta
Er 1. þingmaður Reykvíkinga að leggja á ráðin með Halldóri Ásgrímssyni
um að loka blómlegustu útgerðarfyrirtækjunum í kjördæmi sínu? spurði
Ólafur Ragnar Grímsson í umræðum á Aiþingi á þriðjudag. - Ljósm. -
eik.
Bjargar Straums-
vík útgerðinni?
Hversu mörgum togurum á að
leggja, hvar og hvernig á að standa
að því? spurði Ólafur Ragnar í um-
ræðum utan dagskrár á Alþingi.
afla í kvóta, en að þessu þyrfti að
vinna í samvinnu við hagsmunaað-
ila. Varð ráðherra hvassyrtur í garð
Ólafs Ragnars og sagði sér nóg
boðið þegar hann væri ásakaður
um að ætla að flytja fólk úr ákveðn-
um frystihúsum eða af ákveðnum
skipum yfir í álverið í Straumsvík.
Þorsteinn Pálsson formaður
Sjálfstæðisflokksins sagði að út-
gerð ætti að reka með þeim hætti
að kosta sem minnstu til að ná há-
marksafla. Við stöðvun fiskiskipa,
sem væru of mörg, ætti að hafa
þrjárviðmiðanir: l)matáarðsemi,
2) að dregið verði úr útgerð opin-
berra aðila, 3) að tekið sé tillit til
nýrra atvinnumöguleika.
Garðar Sigurðsson sagði að of-
fjárfesting hefði víða verið meiri en
í sjávarútvegi, og taldi hann núver-
andi erfiðleika tímabundna. Hann
taldi skynsamlegast að draga meira
úr sókninni í desember og janúar
þegar dýrast og hættulegast er að
gera út og vildi láta banna neta-
veiðar á þessum tíma. Þá sagði
Garðar að mönnum færi nú fyrst að
verða ljóst hver nauðsyn sé á því að
koma á kvótakerfi á skipin. Garðar
sagðist ekki skilja hvers vegna ver-
ið væri að tala um álver í þessu
sambandi, því þegar hugsanleg ál-
ver yrðu risin í framtíðinni yrði
þessi vandi löngu úr sögunni og
næg verkefni fyrir öll skip.
Ölafur Ragnar sagði að svör ráð-
herrans hefðu ekki eytt þeim ótta
sem búið hefði um sig meðal fólks f
sjávarútvegi á þéttbýlissvæðinu.
Þorri þeirra hefð skilið ræðu ráð-
herrans þannig að fækka ætti
skipum á höfuðborgarsvæðinu og
að lausn atvinnuleysisvandans væri
stærra álver í Straumsvík. Sagði
Ólafur það óðs manns æði að ætla
sér að leggja niður einhver blóml-
egustu útgerðarfyrirtækin á
landinu og væri óhjákvæmilegt að
fjárhagsleg staða fyrirtækjanna
yrði einn af afgerandi þáttum í
ákvörðun um slíkt.
Halldór Ásgrímsson kvaðst
reiðubúinn að fórna slíkum fjár-
hagslegum sjónarmiðum ef það
gæti bægt frá atvinnuleysi, því
mikilvægast væri að aðgerðir sem
þessar hefðu í för með sér sem allra
minnst atvinnuleysi.
Aðrir sem tóku þátt í þessari um-
ræðu voru þeir Eyjólfur Konráð
Jónsson, Árni Johnsen og Magnús
Reynir Guðmundsson. ólg
„Hórukúnni“ er sá stimpiil sem viðskiptamenn vændiskvenna fá á sig I
Noregi, og þykir ekki fínn. Hafa vændiskonur og viðskiptamenn þeirra
snúið bökum saman gegn herskáum baráttukonum gegn vændi og klámi.
„Hórukúnnar“ af-
hjúpaðir í Noregi
„Augnabiik, ég þarf bara að loka
skrifstofunni minni, svo kem ég,“
sagði hótelstjóri nokkur í símanum
viz Anítu Preis. Hann hafði mælt
sér mót við hana eftir auglýsingu í
Dagblaðinu, þar sem hún kynnti sig
sem „dökkhærða og kynglaða“.
Daginn eftir voru komin upp
veggblöð f neðanjarðarlestinni í
Osló með mynd af hótelstjóranum
og sjö öðrum heiðursmönnum, þar
á meðal þekktum útgerðarmanni
kaupskipa. Yflrskrift veggblaðsins
var „Horekunde“ og á því stóð:
„Þessir menn hafa reynt að kaupa
sér kynferðislega þjónustu frá kon-
um“.
Aníta var hins vegar engin gleði-
kona, heldur félagi í áhugahópi
gegn vændi og klámi. Konur í hópi
þessum hafa birt auglýsingar um
kyr.ferðislega þjónustu til þess að
draga viðskiptavini gleðikvenn-
anna fram í dagsljósið. Krafa
þeirra er að þeim verði refsað og að
það verði gert refsivert samkvæmt
lögum að kaupa sér þjónustu hjá
vændiskonu.
Aðrar konur í hópnum hafa stillt
sér upp á götuhornum, og á meðan
kúnnarnir hafa tekið þær tali hafa
aðrar hlaupið til og lakkað á bfl
viðkomandi orðið „Horekunde" til
þess að öllum verði nú ljóst hver
þar sé ^prðinni. Það er slík aðgerð
sem séstá myndinni hér til hliðar.
Aðgerðir þessar hafa eins og að
líkum lætur valdið miklu fjaðrafoki
í Noregi, og sýnist sitt hverjum um
þær. Meðal annars hafa vændi-
skonur lýst vanþóknun sinni á
þessu atferli, en þær halda því fram
að vændið sé þeirra einkamál.
Þýska blaðið Stern hefur það eftir
einni af baráttukonunni að við-
brögð vændiskvennanna séu
skiljanleg þar sem þeirra bíði ékki
annað en atvinnuleysið, hætti þær í
vændinu. „Þar að auki eru margar
vændiskonur sem líta ekki við þvf
að fara í fiskvinnu til dæmis“, sagði
Liv Finstadt. Hvernig er það, hafa
þeir ekki álver í Noregi líka?
ólg,
Sögur
Einars
frá Her-
mundarfelli
Andardráttur mannlífsins heitir
fimmta bindið í ritsafni Einars
Kristjánssonar frá Hermundarfelli
sem Skjaldborg gefur út.
Bindið geymir tuttugu sögur, úr-
val úr smásagnasöfnum Einars.
Hin fyrsta, Allar vildu meyjar,
sýnir Einar í ham skemmtunar-
mannsins sem hefur gaman af sér-
stæðum uppákomum, næst kemur
svo Septemberdagar, þar sem
sýndur er með sparsamri aðferð
harmleikur bóndakonu sem er svo
bundin af aðstæðum að ekkert mun
hún sér til gamans geta gert - hvað
þá að vitja æskustöðva sinna.
Þetta er næstsíðasta bindið af rit-
safni Einars. í þremur fyrstu bind-
unum, Fjallabæjafólk, Ungs manns
gaman og Lengi væntir vonin, rakti
Einar brot úr ævi sinni. Fjölmargar
myndir eru í þeim bókum. Fjórða
bindið, sem kom út á síðasta ári,
heitir Dagar mínir og annarra. í
þeirri bók eru nokkur af útvarpser-
indum Einars og ferðaminningar.
Prjónabókin
Gefjun kemur
út á 5 máhim
Iðnaðardeild Sambandsins hefur
gefið út prjónabókina Gefjun ann-
að árið í röð og kemur hún samtím-
is út á íslensku, ensku, frönsku,
þýsku og dönsku.
í þessari bók er að finna 19 upp-
skriftir úr hespulopa, þ.e. peysur,
legghlífar, húfur, vettlinga o.fl. í
þessum uppskrifum eru m.a. not-
aðir nýir litir sem Iðnaðardeildin
kynnir um þessar mundir. Prjóna-
bókin sem kom út á síðasta ári hef-
ur selst í rúmlega 100 þúsund ein-
tökum í hinum ýmsu löndum.
-ekh